Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500014. október 2008 — 281. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÞRIÐJUDAGUR STEFÁN MÁNI SIGÞÓRSSON Segir sjósund vera allra meina bót • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Von er á nýrri skáldsögu frá rit- höfundinum Stefáni Mána Sig- þórssyni á morgun. Hann hefur því setið undanfarið við skriftiren segist hald leg vellíðan og eins hefur maður stigið inn í óttann og gert eitthvað sem maður átti ekki Hann segist stundum fa isjóin Svellkaldur í sjósundi Sjósund er allra meina bót að mati þeirra sem það stunda. Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur syndir reglulega í köldum sjónum og segist ekki hafa fengið pestir eða kvef síðan hann stakk sér í sjóinn. Stefán Máni rithöfundur býr á Kjalarnesi og hleypur yfir sólpallinn hjá sér og ofan í fjöru þegar hann vill fá sér sundsprett. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PILLUÁMINNINGIN er tilraun til að hagnýta netið og SMS-sendingar til að minna á reglulega og hversdagslega hluti sem annars gætu gleymst. Megináherslan er á getnaðarvarnir kvenna en hægt er að nýta áminninguna í nánast hvað sem er. SMS er sent þegar taka skal pilluna og hægt er að skrá sig á http://www.p.molar.is/pilluform.shtml. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram,sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MATAR- PRÓGRAM Léttist um 30 kíló á 30 viku FORVARNIR Reglubundin fræðsla, stuðningur og þjónusta Sérblað um forvarnir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG forvarnirÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2008 Ólafur Þór ÆvarssonKennir fólki að fyrirbyggja streitu SÍÐA 2 HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR Heimilislaus í London Borin út af fógeta vegna vanskila leigusalans FÓLK 26 Syngur Bubbalag Hárgreiðslumaðurinn Skjöldur Eyfjörð hefur endurgert Bubbalagið Fjöllin hafa vakað. FÓLK 26 Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Krafa um sigur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari gerir þá kröfu að Ísland leggi Makedóníu að velli á morgun. ÍÞRÓTTIR 22 VÆTA Á LEIÐINNI Í dag verður heldur vaxandi suðaustanátt, 3-10 m/s hvassast syðst. Rigning sunnan til og vestan þegar líður á daginn, annars yfirleitt bjart með köflum. Hiti 3-9 stig, mildast suðvestan til. VEÐUR 4 6 5 3 67 EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórnvöld vinna að því að semja áætlun um aðgerðir í efnahags- málum. Sú áætlun verður lögð fyrir Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Þá ræða menn í framhaldinu þá áætlun og það sem sjóðurinn sjálfur hefur fram að færa áður en ákveðið verður hvort sjóðurinn veitir Íslendingum efnahagsaðstoð. „Reiknað er með því að aðkoma sjóðsins verði öðruvísi en verið hefur undanfarna áratugi,“ sagði Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Hann skýrði þetta ekki nánar. Hingað til hefur ein meginforsenda fyrir verulegri efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins verið sú að sendinefndir hans hafa í raun tekið við stjórn efnahagsmála, eða ekki veitt aðstoðina nema að uppfylltum ströngum skilyrðum, yfirleitt um mikla markaðsvæð- ingu hjá innviðum samfélagsins. Sendinefnd frá sjóðnum er stödd hér á landi. Eftir því sem næst verður komist sendir hún reglulega upplýsingar utan um stöðu mála hér. Í skýrslu sjóðsins um íslensk efnahagsmál frá í sumar, var meðal annars lögð mikil áhersla á markaðsvæðingu Íbúðalánasjóðs og samdrátt opinberra útgjalda. Enn fremur að Seðlabankinn héldi fast við peningamálastefn- una. Hún mun vera eitt af því sem sendinefnd- in veltir fyrir sér nú. Aðstæður hér hafa raunar tekið nokkrum breytingum frá í sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins yrði aðstoðin veitt í formi láns. Engar upplýsingar fást um fjárhæð lánsins. Hvorki forsætis- né viðskiptaráðherra hafa útilokað efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Geir H. Haarde sagði seinast í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin. Árni M. Mathiesen er á ársfundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hann er væntanlegur heim á miðvikudag. Ákvörð- unar um hvort óskað verði aðstoðar verður tekin eftir það, líklegast í þessari viku. Sendinefnd undir forystu alþjóðasviðs Seðlabankans flaug til Rússlands í gær. Viðræður um 4.000 milljóna evra lán hefjast í Moskvu í dag. - ikh Aðstoð gjaldeyrissjóðsins byggð á íslenskri áætlun Stjórnvöld vinna að efnahagsáætlun sem verður lögð til grundvallar í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Það ræðst í vikunni hvort óskað verður eftir aðstoð. Sjóðurinn íhugar peningamálastefnuna. ATVINNA Ýmis úrræði eru í boði fyrir þá sem missa vinnuna í þeim efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir þjóðina. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, segir Vinnumálastofnun tryggja þeim aðstoð sem til hennar leita. „Við reynum að flýta þessu ferli eins og hægt er svo menn fái sem fyrst þær bætur sem þeir eiga rétt á,“ segir hún og bendir á að fjöldi leiða sé í boði til að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu að nýju. - hs / sjá Allt í miðju blaðsins Vinnumálastofnun: Vel tekið á móti atvinnulausum EFNAHAGSMÁL Verulegir hnökrar hafa verið á gjaldeyrisviðskiptum Íslendinga frá því á fimmtudag. Geir H. Haarde forsætisráðherra hafði bundið vonir við að þau við- skipti kæmust í eðlilegt horf í gær. Sú varð ekki raunin. Fjölmargir heildsalar fengu ekki gjaldeyri til að greiða birgj- um sínum, útflytjendur gátu ekki tekið við greiðslum og námsmenn erlendis gátu ekki tekið út gjald- eyri. Þar að auki hamlar það fjöl- mörgum fyrirtækjum að algjört vantraust ríkir gagnvart íslenskum fyrirtækjum. „Ástandið er meira að segja þannig að næststærsti matvæla- framleiðandi í heimi getur ekki selt fyrirtæki, sem er rekið af íslenska ríkinu, vörur því láns- traust er ekki til staðar,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. „Þetta er ekki algilt en mjög víða er það þannig að fyrirtæki krefjist staðgreiðslu.“ Seðlabankinn hefur gripið til tímabundinnar temprunar á útflæði gjaldeyris en í því felst meðal annars að fyrirtæki þurfa að sækja um gjaldeyri sem síðan er skammtað. Knútur Sigmarsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra kaupmanna, segir heildsala vitan- lega afar ósátta. „Menn spyrja: hvar er þessi gjaldeyrisvarasjóð- ur okkar sem átti að duga í átta til níu mánuði? Hvar eru þessar lána- línur við Skandinavíu?“ - jse Ísland er rúið lánstrausti í alþjóðaviðskiptum: Gjaldeyrisviðskipti enn í ólestri % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið EFNAHAGSMÁL Össur Skarphéðins- son iðnaðarráðherra segir ríkið vera vel undir það búið að taka á sig byrðar. Stórar og miklar innistæður vegna greiðslu- afgangs ríkissjóðs síðustu ára séu í Seðlabankanum sem gripið verði til. „Það er alveg ljóst að tekjur hins opinbera munu dragast saman. Við ætlum hins vegar ekki að skera niður framkvæmdir í stórum stíl og munum grípa til innistæðna okkar í Seðlabankan- um. Þá er ljóst að ýmsa þjónustu verður að efla, svo sem til liðsinnis og bóta fyrir þá sem koma illa út,“ segir Össur. Hann segir ríkisbankana verða notaða til að smyrja hjól atvinnu- lífsins. „Þeir munu gegna lykilhlutverki í því endurreisnar- starfi sem fram undan er og við ætlum að leiða til lykta fyrr en margur hyggur.“ - kóp Greiðsluafgangur nýttur: Ekki stórfelldur niðurskurður ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hagsmunir Evrópu „Við hinar þjóðirnar í Evrópu viljum sjá fulla þátttöku Íslands nútímans í Evrópusamstarfinu,“ skrifar Carl B. Hamilton, sænskur þingmaður. UMRÆÐAN 14 ÓHAPPAÞRENNA Þessir fyrrverandi starfsmenn í fjármálageiranum, sem nú eru atvinnulausir, léku listir sínar fyrir gesti og gang- andi við kauphöllina í New York í gær. Hlutabréfavísitalan Dow Jones hækkaði um rúmlega ellefu prósent í gærkvöldi, sem er mesta prósentuhækkun síðan 1933. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.