Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 12
12 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 0
3.005 +0,00% Velta: 0 milljónir
MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 5,45 +0,00% ... Atorka
3,35 +0,00% ... Bakkavör 9,79 +0,00% ... Eimskipafélagið 1,50
+0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Glitnir 3,91 +0,00% ... Icelandair
Group 15,50 +0,00% ... Kaupþing 654,00 +0,00% ... Landsbankinn
19,10 +0,00% ... Marel Food Systems 71,70 +0,00% ... SPRON 1,90
+0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 82,80 +0,00%
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR:
„Ástæður sölunnar voru fyrst og
fremst umsviptingar og óveður
það sem er á alþjóðamörkuðum,“
segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Björgólfs Thors, um sölu Novator,
fjárfestingarfélags Björgólfs á 10,4
prósenta hlut í finnska símafélaginu
Elísa til finnska lífeyris- og fjárfest-
ingarsjóðsins Varma. Ásgeir bætir við
að þá hafi það komið skýrt fram að
efnahagsástandið á Íslandi geri öllum
íslenskum fyrirtækjum erfiðara fyrir.
„Það sem vakir fyrir okkur er að
styrkja stöðu Novator og gera félaginu
kleift að styðja betur við þau félög
sem eftir eru í safninu,“ en Ásgeir
bætir við að „eins og staðan er í
augnablikinu erum við ekki í við-
ræðum við neina um sölu á öðrum
eignum“.
Kaupverðið er um 194 milljónir
evra, en Ásgeir segist ánægður með
söluverðið, sem miðaðist við mark-
aðsverð, og tekur fram að miðað við
heildarútreikninga hafi Novator hagn-
ast eitthvað á fjárfestingu sinni í Elísu.
Það er ekki frágengið hvað verður um
þau tæpu fimm prósent sem önnur
félög tengd Björgólfi eiga.
Sænska viðskiptablaðið Dagens
Industri staðhæfir að sala Novator sé
„þvinguð sala“ og talar um að Björ-
gólfur neyðist nú til þess að selja allar
erlendar eignir sínar. - msh
Novator selur hlut sinn í finnsku Elísu
Paul Krugman mun hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði í
ár. Krugman, sem er prófessor við Princeton, er þekktur
álitsgjafi um efnahagsmál í bandarískum fjölmiðlum, auk
þess sem hann er dálkahöfundur fyrir New York Times og
heldur úti vinsælli bloggsíðu sem ber heitið „Samviska
jafnaðarmanns“. Verðlaunin fær Krugman fyrir kenningar
sínar um hnattvæðingu, alþjóðaviðskipti og skýringar á því
af hverju fá iðnríki hafa ráðandi stöðu í þeim.
Krugman hefur nokkrum sinnum fjallað um Ísland í pistlum
sínum, en í vor tók hann undir hugmyndir um að vogunar-
sjóðir stæðu að baki veikingu krónunnar. Í kjölfar þjóðnýtingar
Glitnis staðhæfði hann einnig að bandarísk stjórnvöld ættu
að fara að fordæmi Íslendinga og þjóðnýta bankastofnanir í
vanda frekar en að kaupa af þeim eitruð verðbréf.
Krugman hefur verið eindreginn andstæðingur efnahags-
stefnu George W. Bush, sem hann hefur kennt um undirmáls-
lánakrísuna og yfirstandandi kreppu. Margir töldu að Eugene
Fama, sem setti fram kenninguna um skilvirkni eignamarkaða,
hlyti verðlaunin. - msh
Krugman hlýtur Nóbelsverðlaunin
PAUL KRUGMAN
Bandaríski
hagfræðingurinn
Paul Krugman
hlýtur Nóbels-
verðlaunin í
hagfræði 2008.
MARKAÐURINN/AFP
Forsetaheimsókn í sparisjóðina
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
sækir í dag heim Samband íslenskra sparisjóða
og ávarpar starfsfólk sparisjóðanna um allt land.
Vettvangsheimsókn forsetans er sögð liður
í að treysta undirstöður landsins og efla
samstöðu og gagnkvæman stuðning
landsmanna allra.
Heimsóknin hefst í hádeginu, klukkan
hálf eitt, í mötuneyti Icebank og Sam-
bands íslenskra sparisjóða við Rauðar-
árstíg. Þar snæðir forsetinn hádegisverð
með starfsmönnum. „Því næst
ávarpar hann starfsfólk
sparisjóðanna í gegnum
fjarfundarbúnað en með
slíkum búnaði má senda
til fjórtán staða víðs vegar
á landinu. Ávarpið hefst
klukkan 13 stundvíslega,“
segir í tilkynningu.
Forsetaheimsókn í sparisjóðina
„Með ávarpi sínu vill forsetinn leggja áherslu á
samræður um hvernig Íslendingar geti þrátt fyrir
hina miklu erfiðleika sem nú blasa við treyst
undirstöður efnahagslífs og samfélags og
nýtt margvíslegar auðlindir landsins og
fjölþættan mannauð sem þjóðin býr
yfir. Þá svarar hann að lokum spurning-
um starfsmanna sparisjóðanna, bæði
í sal og úti á landi,“ segir jafnframt í
tilkynningunni, en áætlað er að heim-
sókninni ljúki klukkan hálf tvö.
Spurning er hvort lesa megi úr
þessari heimsókn að nú
sé horft til sparisjóðanna
sem hreyfiafls til framtíðar
á íslenskum bankamark-
aði, eftir hrakfarir hinna
stærri stofnana þar sem
hagræðingar stærðarinnar
naut við.
Peningaskápurinn …
Stjórn írska verðbréfafyrirtækis-
ins Merrion Capital hefur keypt
hlut Landsbankans í fyrirtækinu.
Kaupverð er ekki gefið upp, að
sögn írska dagblaðsins Independ-
ent. Merrion sérhæfir sig í eigna-
stýringu fyrir efnameiri einstakl-
inga.
Landsbankinn flaggaði helm-
ingshlut í Merrion Capital síðla árs
2005 og greiddi fyrir 27 milljónir
evra. Samkomulag var þá gert um
að bankinn myndi kaupa fyrirtækið
allt á þremur árum.
Í síðustu viku nam hlutur Lands-
bankans í Merrion 84 prósentum.
Irish Independent reiknast til að
Landsbankinn hafi greitt 90 millj-
ónir evra fyrir hann.
Nýir eigendur Merrion munu
kaupa eftirstandandi sextán pró-
sent verðbréfafyrirtækisins fyrir
lok mars á næsta ári.
Til stóð að Straumur keypti
erlenda starfsemi Landsbankans í
Bretlandi og Frakklandi um síð-
ustu mánaðamót. Þeim samningi
var rift á föstudag eftir að skila-
nefnd Landsbankans tók yfir stjórn
bankans. - jab
BANKASTJÓRARNIR Halldór J. Kristjáns-
son og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum
bankastjórar, fagna skömmu eftir kaup á
helmingshlut í Merrion Capital.
Merrion úr höndum Landsbankans
Mikill viðsnúningur varð á
mörkuðum víðast hvar um
heiminn í gær eftir hrun
í kauphöllum fyrir helgi.
Bretar tilkynntu að þeir
ætli að veita 37 milljörðum
punda í að koma í veg fyrir
hrun bankakerfisins þar í
landi. Þjóðverjar hafa þeg-
ar gripið til aðgerða.
Bretar tilkynntu að þeir ætluðu að
verja 37 milljörðum punda í að
koma í veg fyrir hrun bankakerfis-
ins þar í landi. Bróðurparturinn, 20
milljarðar, fara í þjóðnýtingu
stærsta banka landsins, Royal
Bank of Scotland, en ríkið tekur 60
prósenta hlut í honum. Þá mun
ríkið eignast 43,5 prósent í þeim
banka sem verður til við samein-
ingu tveggja fjórða og fimmtu
stærstu banka Bretlands, HBOS og
Lloyds. Ekki er talið útilokað að
ríkið þurfi líka að koma Barclays
til hjálpar.
Þýska ríkisstjórnin mun verja
400 milljörðum evra í að ábyrgjast
bankastofnanir, 70 milljörðum í að
endurfjármagna banka þar í landi,
að auki eru 30 milljarðar settir til
hliðar til að mæta óvæntum áföll-
um í fjármálakerfinu. Í síðustu
viku hét ríkisstjórnin 50 milljörð-
um til að bjarga fasteignalánafyrir-
tækinu Hypo Real Estate. Talið er
að Frakkar og Ítalir muni tilkynna
sambærilegar aðgerðir á næstu
dögum. Bandarísk stjórnvöld til-
kynntu um helgina að þau hygðust
einnig kaupa hlutabréf í bönkum
sem standa „traustum fótum“.
Undanfarna viku hafa ríkis-
stjórnir Evrópu heitið nærri einni
og hálfri billjón, eða 1.500 milljörð-
um evra, til að styðja við bakið á
bönkum í álfunni. Meðal aðgerða
sem kynntar hafa verið eru ríkis-
ábyrgðir á millibankalán, en milli-
bankamarkaðir hafa verið frosnir
undanfarnar vikur.
Framkvæmdastjóri Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, Dominique
Strauss Khan, sagðist í viðtali við
franska útvarpsstöð á mánudag
vonast til þess að stjórnvöld hefðu
loks náð að stöðva hrun hins alþjóð-
lega fjármálakerfis.
Hlutabréfamarkaðir hafa tekið
þessum aðgerðum vel, þó að mark-
aðirnir eigi enn langt í land með að
vinna aftur hrun síðustu viku.
msh@markadurinn.is
Veita 1.500 milljörðum
evra til banka í Evrópu
ÞRÓUN KAUPHALLA Í GÆR*
Kauphöll/vísitala Hlutfallsbreyting
DAX (Frankfurt) +11,40%
CAC 40 (París) +11,18%
Dow Jones (New York) +11,08%
Hang Seng (Hong Kong) +10,24%
OMX Copenhagen 20 +9,96%
OMX Stockholm 30 +8,49%
OMX Helsinki 25 +8,40%
FTSE 100 (London) +8,26%
Straits Times (Síngapúr) +6,57%
*Kauphöll Íslands var lokuð í gær.
Atorka Group hefur farið fram á
það við Kauphöllina að félagið
verði afskráð.
Félagið segir í tilkynningu að í
ljósi markaðsaðstæðna séu skil-
yrði fyrir rekstri skipulegs verð-
bréfamarkaðar á Íslandi naumast
fyrir hendi og við þær forsendur
geti eðlileg verðmyndun ekki átt
sér stað með hlutabréf í félaginu
þar sem enn ríki algjör óvissa á
markaði. Viðskipti með hlutabréf
hafa verið stöðvuð í Kauphöllinni í
þrjá daga.
Boðað verður til hluthafafundar
fljótlega þar sem lagt verður til að
félagið verði tekið af markaði eins
fljótt og unnt er, líkt og segir í til-
kynningunni. - jab
Atorka vill úr
Kauphöllinni
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR BRETLANDS OG
BANDARÍKJANNA Alistair Darling og
Henry Paulson búa sig undir blaða-
mannafund. MARKAÐURINN/AFP
„Staðan sem nú er upp komin, að
skuldbindingar einkafyrirtækja
falla á skattborgara, er auðvitað
afar óheppileg og segir okkur að
eitthvað hafi verið að því reglu-
verki eða þeim ramma sem fyrir-
tækin störfuðu innan. Þar er lík-
lega ekki við fyrirtækin sjálf að
sakast,“ segir Finnur Oddsson,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Íslands.
Finnur segir óheppilegt ef
umræðan um ástæður núverandi
krísuástands snúist gegn viðskipta-
lífi almennt. „Því þrátt fyrir ham-
farir undanfarinna daga eigum við
enn fjölda öflugra og framsækinna
fyrirtækja sem við nú treystum
enn frekar á en áður til að styðja
íslenskt efnahags-
líf til framtíðar,“
segir hann og
bendir á að fyrir-
tækin „sem ríkis-
vædd voru í síð-
ustu viku“ hafi
starfað innan
ramma laga,
íslenskra og evr-
ópskra. „Og það
að áfellast stóran
hluta þess ágæta
fólks sem þarf starfaði og starfar
reyndar enn er ekki líklegt til ann-
ars en skaða.“
Núna þurfa stjórnvöld, að mati
Viðskiptaráðs, að tryggja fyrir-
tækjum stöðugt rekstrarumhverfi
og að núverandi ástand verði ekki
til þess að upp úr viðskiptasam-
böndum flosni. „Íslensk fyrirtæki
hafa sum hver, en sem betur fer
ekki nándar nærri öll, lent í erfið-
leikum með að ganga frá greiðsl-
um við erlenda aðila, bæði vegna
skerts aðgangs að gjaldeyri og
vegna hnökra á greiðslumiðlun á
milli landa,“ segir Finnur og kveð-
ur suma jafnvel hafa lent í því að
greiðslufrestir hafi verið felldir
niður og krafist fyrirframgreiðslu.
„Þetta setur töluverðar álögur á
fyrirtæki hvað varðar lausafjár-
stöðu, sem getur haft verulega
vondar afleiðingar nú þegar
aðgengi að lánsfé er einnig af
skornum skammti.“ - óká
FINNUR
ODDSSON
Líklega ekki við fyrirtækin að sakast
Viðskiptaráð Íslands óttast að það flosni upp úr viðskiptasamböndum fyrirtækja
verði ekki brugðist við gjaldeyrisskorti og hnökrum á greiðslumiðlun milli landa.
Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun
Fjármálaeftirlitið er annað í dag
en fyrir rétt rúmri viku. Jónas Fr.
Jónsson, forstjóri Fjármála-
eftirlitsins, situr fyrir svörum.
Hvert fóru allir peningarnir? Farið
er yfir eignabruna síðustu missera.
Í Markaðnum á morgun