Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Von er á nýrri skáldsögu frá rit- höfundinum Stefáni Mána Sig- þórssyni á morgun. Hann hefur því setið undanfarið við skriftir en segist halda sér í líkamlegu formi með því að synda í sjó. „Ég byrjaði úti á Gróttu í hita- bylgju sem var í júlí árið 2003 og fékk þá bakteríuna. Þetta er alveg magnað og kannski erfitt að lýsa því en ég hef tekið marga með mér í sjóinn og fólki líst aldrei á blikuna fyrst, en er svo í algerri vímu á eftir,“ segir Stefán. Hann fullyrðir að sjósund sé allra meina bót og segist ekki hafa fengið kvef síðan hann byrjaði á því. „Þegar ég stunda þetta þá fæ ég engar pestir. Ég veit ekki alveg af hverju. Það fylgir þessu ofboðs- leg vellíðan og eins hefur maður stigið inn í óttann og gert eitthvað sem maður átti ekki von á að geta gert og það spilar líka inn í.“ Stefán segir alla geta stundað sjósund en ráðleggur fólki að fara ekki í fyrsta skiptið út í yfir vet- urinn. Betra sé að nota hlýjan sumardag, fara sér hægt og trúa því að maður geti þetta. „Þetta geta allir og konur eiga auðveld- ara með þetta en karlmenn. Svo borgar sig að vera sem minnst klæddur því kuldinn loðir við flík- urnar. Á sumrin er maður eins lengi og maður nennir ofan í en styttra þegar fer að kólna. Maður syndir svona eins langt og maður þorir, maður verður að komast til baka.“ Hann segist stundum fara einn í sjóinn en öruggara sé þó að vera í félagsskap. „Það er líka bara skemmtilegra. Við konan mín erum saman í þessu og löbbum bara hérna yfir sólpallinn og niður að sjó. Þegar við löbbum niður í fjöruna hugsum við oft: „Hvað erum við að fara að gera?“ En svo er þetta alltaf jafn gaman.“ Stefán er duglegur að hreyfa sig þess utan og notar sundlaug- arnar og gengur enda kalla rit- störfin á miklar kyrrsetur. „Vöðvabólgan er fljót að koma ef ég geri ekki neitt svo hreyfingin borgar sig. Ég ætla mér að halda sjósundinu áfram, það er ekki aldurstakmark í þetta frekar en annað.“ heida@frettabladid.is Svellkaldur í sjósundi Sjósund er allra meina bót að mati þeirra sem það stunda. Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur syndir reglulega í köldum sjónum og segist ekki hafa fengið pestir eða kvef síðan hann stakk sér í sjóinn. Stefán Máni rithöfundur býr á Kjalarnesi og hleypur yfir sólpallinn hjá sér og ofan í fjöru þegar hann vill fá sér sundsprett. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PILLUÁMINNINGIN er tilraun til að hagnýta netið og SMS-sendingar til að minna á reglulega og hversdagslega hluti sem annars gætu gleymst. Megináherslan er á getnaðarvarnir kvenna en hægt er að nýta áminninguna í nánast hvað sem er. SMS er sent þegar taka skal pilluna og hægt er að skrá sig á http://www.p.molar.is/pilluform.shtml. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram, sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MA TAR- PRÓGRA M Léttist um 30 kíló á 30 vikum 865-8407 vigtarradgjafarnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.