Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 14. október 2008 21
Stuttmynd Daggar Mósesdóttur,
Eyja, hlaut tvenn verðlaun á
alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni
Sitges í Barcelona. Dögg hlaut
verðlaun fyrir bestu leikstjórn-
ina og þeir Hilmar Örn Hilmars-
son og Örn Eldjárn fyrir bestu
tónlistina.
Verðlaunin voru afhent síðast-
liðinn laugardag en Dögg sá sér
ekki fært að mæta vegna efna-
hagsástandsins hérlendis. „Það
var mikil pressa á mér að fara út
en ég treysti mér ekki til að fara
úr landi,“ segir hún. „Vinir mínir
úti fögnuðu mikið fyrir mig og
tóku á móti verðlaununum. Það
er gaman að leyfa þeim að fá smá
hrós.“
Myndin, sem var tekin upp í
Grundarfirði árið 2006, var verð-
launaverkefni sem Dögg fékk við
útskrift úr kvikmyndaskóla
sínum í Barcelona. „Við gátum
gert stuttmynd og máttum ráða
efnistökum. Ég ákvað að gera
hana á Íslandi og taka með mér
sautján bekkjarfélaga til Grundar-
fjarðar,“ segir hún. „Þetta var
algjört ævintýri. Við gerðum
þessa mynd með Ilmi Kristjáns-
dóttur í einu af aðalhlutverkun-
um og hinir leikararnir voru ætt-
ingjar og vinir og fólk úr
Grundarfirði.“
Myndinni verður nú dreift um
kvikmyndahátíðir víða um heim
og segir Dögg að verðlaunin um
helgina eigi eftir að hjálpa til við
kynningu hennar. „Yfirleitt þegar
maður fær verðlaun á einhverri
hátíð fara hinir að taka við sér,“
segir hún. Þess má geta að ein
þeirra mynda sem hafa unnið á
Sitges-hátíðinni var síðar meir
tilnefnd til Óskarsverðlauna og
því ljóst að um virta og vel heppn-
aða hátíð er að ræða. - fb
Tvenn verðlaun í Barcelona
DÖGG MÓSESDÓTTIR Stuttmynd
Daggar vann til verðlauna á kvikmynda-
hátíðinni Sitges í Barcelona.
Bítillinn fyrrverandi og grænmetis-
ætan Sir Paul McCartney hefur
hvatt almenning til að sniðganga
skyndibitakeðjuna McDonald´s.
Ástæðan er óánægja með að einn
McDonald´s-staður í heimaborg
hans, Liverpool, skuli nota ljós-
mynd af Bítlunum til að laða að
fleiri gesti.
„Hvers konar vitleysingar held-
ur McDonald´s að Bítlaaðdáendur
séu?“ sagði talsmaður McCartney.
„Það er bæði fáránlegt og
móðgandi að nota svona ljósmynd-
ir til að selja hamborgara. Aðdá-
endur Bítlanna ættu að sniðganga
McDonald´s, ekki bara í Liver-
pool.“
Talsmaður McDonald´s hefur
neitað því að hafa notað Bítlana til
að auka sölu á hamborgurum.
Staðurinn sé einungis að viður-
kenna hið ótrúlega framlag
Bítlanna til menningarmála í
Liverpool og víðar um heiminn.
Reiður McDonald ś
SIR PAUL MCCARTNEY Sir Paul McCartn-
ey hefur verið grænmetisæta í fjölmörg
ár og er ekki sáttur við hegðun McDon-
ald´s-keðjunnar.
Bítillinn fyrrverandi, Ringo
Starr, ætlar að hætta að gefa
eiginhandaráritanir frá og með
20. október. „Getið þið vinsam-
legast hætt að senda mér
aðdáendapóst. Ekkert verður
áritað eftir 20. október. Ef það er
dagsetningin á bréfinu verður
því hent,“ sagði Ringo í mynd-
bandi á heimasíðu sinni. „Ég er
að vara ykkur við með ást og
frið í huga en ég hef bara alltof
mikið að gera.“
Síðasta plata Ringo, Liverpool
8, kom út í janúar og er hann
nýkominn heim eftir tónleika-
ferð um Norður-Ameríku til að
fylgja henni eftir. Trommarinn
býr á þremur stöðum, Los
Angeles, í suðurhluta Frakk-
lands og Surrey á Englandi.
Hættur að
gefa áritanir
RINGO STARR Bítillinn fyrrverandi er
hættur að gefa eiginhandaráritanir.
Viðhafnarútgáfa á sígildri plötu
Vilhjálms Vilhjálmssonar, Hana-
nú, er nýkomin út. Á plötunni er
að finna lagið Tölum saman sem
átti að vera á upphaflegu
plötunni árið 1977 en heltist úr
lestinni.
Lagið hefur hljómað ótt og títt
í útvarpi að undanförnu enda var
það endurunnið með þessa
útgáfu í huga. Platan Hana-nú
kemur út á hárréttum tíma því
um síðustu helgi voru haldnir
þrennir tónleikar í Laugardals-
höllinni til heiðurs Vilhjálmi í
tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin
frá dauða hans.
Hana-nú
endurútgefin
HANA-NÚ Plata Vilhjálms Vilhjálms-
sonar, Hana-nú, hefur loksins verið
endurútgefin.
Hótel Örk - Breiðumörk 1c - Hveragerði - Sími 483-4700 - Fax 483-4775 - hotel-ork.is
Stórsöngvararnir og skemmtikraftarnir í duett.is
sjá um veislustjórn af sinni alkunnu snilld
Opinn bar og lifandi tónlist að borðhaldi loknu
Tónlistarflutningur í höndum Hreims og félaga
Tilvalið fyrir fyrirtæki, hópa, pör og einstaklinga
•
•
•
•
Eigðu ógleymanlega kvöldstund á okkar sívinsæla jólahlaðborði
Verð:
Gisting, borðhald og skemmtun
11.900 kr. á mann í tvíbýli
Borðhald og skemmtun
6.900 kr. á mann
Farðu inn á jolahladbord.is til að skoða
matseðilinn, fá nánari upplýsingar og panta.
Jólahlaðborð á Hótel Örk