Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 6
6 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Ævintýrasmiðja - Ferðasmiðja - Viðburðasmiðja
Opnunartímar
SÓLNING
Njarðvík, Fitjabraut 12, sími 421 1399
Selfoss, Gagnheiði 2, sími 482 2722
Skiptu á
vetrardekkin
í dag
Virka daga
8.00–18.00
Laugardaga
10.00–13.00
VIÐSKIPTI Tryggingasjóður inn-
stæðueigenda á samanlagt um
þrettán milljarða króna. Auk þess
eru sex milljarðar króna í ábyrgð-
um frá bönkum.
Samkvæmt lögum er lágmarks-
stærð hans eitt prósent af innlán-
um. Bankar greiða til sjóðsins.
Samanlögð innlán stóru íslensku
bankanna þriggja námu hátt í
4.500 milljörðum íslenskra króna
um mitt árið, miðað við gengi
krónunnar þá. Megnið af þessu fé
hefur verið á innlánsreikningum
erlendis. Sumt var í dótturfélög-
um. Innstæður hjá dótturfélögum
falla ekki á Tryggingasjóðinn.
Innlán í Landsbanka námu 1.600
milljónum króna um mitt árið,
miðað við þáverandi gengi. Þau
falla að líkindum öll undir ábyrgð
Tryggingasjóðsins. Þyngst vega
innlán á svonefndum Icesave-
reikningum.
Innlán í Kaupþingi námu 1.848
milljörðum króna á sama tíma, á
sama gengi. Nokkur hluti þess, að
minnsta kosti innlán í Bretlandi,
voru í höndum dótturfélaga þar
og falla undir þarlendar trygging-
ar. Eftir standa 1.099 milljarðar
króna.
Hjá Glitni var staðan þannig
um mitt árið að 1.021 milljarður
króna voru í innlánum. Um þriðj-
ungur af því var í dótturfélögum í
Noregi og Finnlandi. Eftir stóðu
um mitt árið 681 milljarður
króna.
Samanlagt virðist mega ætla að
innlán í bönkunum þremur, sem
Tryggingasjóður innstæðueig-
enda þarf að ábyrgjast, nemi
3.380 milljörðum króna.
Miðað við skráð gengi evrunnar
hjá Seðlabankanum nú nemur
þessi upphæð 4.050 milljörðum
króna.
Með öðrum orðum vantar all-
mikið í Tryggingasjóð innstæðu-
eigenda. Þar er innan við helm-
ingur af því sem þar ætti að vera.
Sjóðurinn tryggir upphæðir hjá
hverjum innstæðueiganda, að
lágmarki ríflega tuttugu þúsund-
ir evra.
Einn viðmælandi innan „gamla“
bankakerfisins orðaði það svo að
sennilega hefðu menn ekki leitt
hugann að innstæðutryggingum,
gagnvart erlendum innstæðu-
eigendum.
Eins prósents skilyrðið stóðst
ekki í árslok 2007. Þá vantaði ríf-
lega tvo og hálfan milljarð króna í
sjóðinn, fyrir árið 2007. Auk þess
settu bankarnir ábyrgðir fyrir
ríflega sex milljörðum króna til
viðbótar.
Engin viðurlög eru við brotum
á lögum um Tryggingasjóðinn
eftir því sem næst verður
komist.
Jónas Þórðarson, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, upplýsti um það í
Markaðnum síðasta miðvikudag
að sjóðnum væri heimilt að taka
lán til að mæta skuldbindingum
sem falla á hann. Ekki náðist í
Jónas við vinnslu fréttarinnar.
ingimar@markadurinn.is
ÚTIBÚ KAUPÞINGS VIÐ HLEMM Bankarnir þrír, Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, sem nú hafa verið þjóðnýttir stóðu ekki í skil-
um við Tryggingasjóð innistæðueigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Standa ekki í skilum
við Tryggingasjóðinn
Bankarnir hafa ekki sett eitt prósent af innlánum sínum í Tryggingasjóð. Þeir
voru í milljarða mínus gagnvart sjóðnum í fyrra. Þrettán milljarðar króna eru í
sjóðnum. Ætla má að þar ættu nú að vera að minnsta kosti fjörutíu milljarðar.
Óttast þú matvælaskort á
landinu?
Já 18,7%
Nei 81,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú eða einhver sem þú
þekkir misst vinnuna vegna
kreppunnar?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
MENNING Tíu milljóna króna fram-
lag Stoða til Sinfóníuhljómsveitar
Íslands hafði ekki verið greitt
þegar félagið fór í þrot. Stoðir
voru annar stærsti bakhjarl hljóm-
sveitarinnar. Stærsti bakhjarlinn,
Landsbankinn, hafði greitt sinn
hluta áður en ríkið tók hann yfir.
Framlag Stoða var eyrnamerkt
starfi í grunnskólum. Hljóðfæra-
leikarar hafa unnið með grunn-
skólabörnum í viku og þeim boðið
á tónleika í lok samstarfsins. „Pen-
ingarnir frá Stoðum voru hugsaðir
í þetta verkefni, svo það er í
ákveðnu uppnámi,“ segir Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Sin-
fóníunnar.
Fleira mun þyngja róðurinn hjá
Sinfóníunni þetta árið. Hætt er við
því að aðsókn minnki með versn-
andi fjárhag. Þá er nokkuð stór
hluti útgjalda hljómsveitarinnar í
erlendri mynt. Þrátt fyrir það
gerir Þröstur ekki ráð fyrir að
rask verði á dagskrá Sinfóníunnar
hér á landi á þessu starfsári. Allar
líkur séu hins vegar á að svo verði
næsta starfsár. Í lok þessa mánað-
ar fer Sinfóníuhljómsveitin til
Japans í boði japansks velunnara.
Hætt hefur verið við aðrar ferð-
ir sem fyrirhugaðar voru á starfs-
árinu, annars vegar til Spánar og
hins vegar til landa í Mið-Evrópu.
- hhs
SKÓLABÖRN OG SINFÓ Tíu milljóna
króna framlag Stoða til Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar átti að standa undir starfi
hennar með grunnskólabörnum.
Stoðir áttu eftir að greiða tíu milljóna framlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands:
Samstarf við skóla í uppnámi
VIÐSKIPTI Mikil eftirsókn er nú
eftir peningaskápum og þjónustu
öryggisvarða og lífvarða. Ragnar
Þór Jónsson, framkvæmdastjóri
Öryggismiðstöðvar Íslands, telur
að ekki megi nota orð eins og ver-
tíð um það ástand sem nú ríkir í
landinu. „Það hefur verið býsna
mikið að gera svo ekki sé meira
sagt,“ segir hann um stöðuna.
„Peningaskápar seljast nú
grimmt, salan er gríðarleg,“ segir
Ragnar en eftir nýliðna atburði í
íslensku samfélagi ríkir van-
traust á bankakerfinu og fólk kýs
frekar að geyma fé heima en í
banka. Hann segir það valda
fyrirtæki sínu þónokkrum vand-
kvæðum að ekki sé hægt að kaupa
fleiri skápa inn til landsins vegna
stöðunnar en þó sé einhver lager
til.
Ástandið hafi einnig skapað
aukna þörf á öryggisvörðum, svo
sem á blaðamannafundum og í
fjármálastofnunum. Auk þess
hafi nú sést hve mikilvægt sé að
hafa sérþjálfaða lífverði í röðum
öryggisvarða. Ragnar segist þó
ekki vilja gefa upp nákvæmar
tölur og upplýsingar um sérþjálf-
aða starfsmenn sína. Spurður
hvort virkilega sé orðin raun-
veruleg þörf fyrir þjónustu líf-
varða segir hann svo vera og
bætir við að auk þess þá vilji fólk
ekki bíða og sjá hve mikil hún sé
nákvæmlega. „Okkar starf snýst
jú fyrst og fremst um forvarnir.“
Hann segir að enn sé ekki búið að
taka ákvörðun um hvort ráða
þurfi fleiri starfsmenn til starfa.
Rykið þurfi að setjast í samfélag-
inu áður en hægt sé að huga að
því. - kdk
Mikil eftirsókn er nú í peningaskápa og þjónustu lífvarða og öryggisvarða:
Uppgangur í öryggisþjónustu
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Ragnar Þór
Jónsson, framkvæmdastjóri Öryggismið-
stöðvar Íslands, og starfsfólk hans hefur
í mörgu að snúast þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
VIÐSKIPTI Kaupþing í Noregi seldi
í gær tíu prósenta hlut sinn í
norska tryggingarfyrirtækinu
Storebrand í áskriftasölu í gær.
Söluandvirði nemur 988 milljón-
um norskra króna, jafnvirði
sautján milljarða íslenskra.
Salan var þvinguð eftir
veðkall frá Royal Bank of
Scotland sem kom bréfunum í
verð með áskriftasölu í gegnum
hollenska risabankann ABN
Amro.
Kaupþing á enn tíu prósenta
hlut í Storebrand. Exista átti þar
til á fimmtudag í síðustu viku
tæpan níu prósenta hlut í
Storebrand. Félagið seldi hann í
lok vikunnar ásamt öðrum
eignum. - jab
Kaupþing selur í Storebrand:
Salan þvinguð
KJÖRKASSINN