Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 14
14 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Börn eru undursamlega vitur áður en þeim er kennt
hvernig á að hugsa og bregðast
við umhverfinu. Mig minnir að
hún hún hafi verið þriggja ára,
dóttir vinkonu minnar, þegar hún
fékk eitt sinn brunasár á hendi.
Hún grét auðvitað um stund en
fór svo að leika sér eins og
ekkert hefði í skorist. Móður
hennar varð nokkuð um þegar
hún sá skömmu síðar að stór
blaðra þakti handarbak barnsins
og spurði hvort þetta væri ekki
sárt. Telpan gaf lítið út á það og
hélt ótrufluð áfram sínu sýsli.
Móður hennar var ekki rótt, hafði
auga með henni og furðaði sig á
því hvað barnið var ótruflað af
þessu meini. Síðar um daginn
kom hún að dóttur sinni þar sem
hún sat í eigin heimi á gólfinu og
lék sér. Brunablaðran á hendinni
blasti við og hún spurði hvort
hana kenndi virkilega ekki til.
Nei, nei, ansaði barnið án þess að
líta upp. Þetta hlýtur að vera
vont! sagði vinkona mín með
áherslu. Stúlkan leit upp til
móður sinnar og brosti. „Já, já,
þetta er vont, en það er miklu
verra þegar ég hugsa um að það
sé vont. Þess vegna er ég ekkert
að hugsa um það,“ sagði hún
glaðlega og hélt áfram að leika
sér.
Nýtt landnám
Í gjörningaveðrinu sem nú
skekur hvern kima samfélagsins
kviknar víða í tilfinningum sem
að jafnaði er haldið í skefjum.
Ótti, reiði og lamandi vanmáttur
koma upp á yfirborðið, eins og
við séum í ókunnu landi þar sem
tungumálið er framandi og
vegakerfið óskiljanlegt. Um leið
er þetta spennandi ögrun. Nánast
eins og nýtt landnám. Óvissan er
yfirþyrmandi, þótt vel sé staðið
að upplýsingamiðlun og hvers
kyns stuðningi heitið, en í
óvissunni geta líka falist óvænt
tækifæri til vaxtar og sköpunar
ef maður hræðist hana ekki.
Tilfinningalegt öryggi er eitt af
því mikilvægasta í lífi hvers
manns frá fyrstu til síðustu
stundar, en öryggi á öllum
sviðum getur hins vegar orðið að
ósýnilegu virki, sem einangrar
okkur frá hinu lifandi lífi, án þess
að við veitum því athygli. Við
ráðum engu um þessa atburða-
rás, en við ráðum hvernig við
bregðumst við henni.
Við tengjum stundum reiði við
réttlæti og hrífumst jafnvel
þegar menn missa vald á sér
opinberlega í því sem okkur
finnnst réttlát reiði. En virðing-
una fær sá sem ráðist er á en
heldur ró sinni og dómgreind
óskertri í óbærilegri stöðu.
Góðar gjarfir
Ráðamenn þjóðarinnar hvetja
fólk til að snúa bökum saman.
Geyma uppgjör og reiði til betri
tíma. Loforðin um að styrkja
atvinnulífið og standa vörð um
hagsmuni almennings ganga
væntanlega eftir og daglegt líf og
líðan manna fer smám saman í
fastar skorður, en það verður
ekki endilega eins og það var.
Umtalsverð gengishækkun
verður á fjölskyldulífi og
vinafundum. Gjafir verða mun
óvæntari og áhugaverðari.
Kannski afmæliskort með kveðju
þar sem fram kemur að gjöfin er
pössun fyrir hjónin á laugardags-
kvöldi eða tiltekt í bílskúrnum,
boð í fiskibollur á föstudegi fyrir
fjölskyldu afmælisbarnsins,
jólakaka, bökuð af gefandanum
eða ljóð eftir fimm ára barnið á
heimilinu. Hugmyndafluginu
verða ekki settar neinar skorður
og allir gleðjast.
Nú er tími umhyggju og
samstöðu, segir biskupinn okkar,
og við skulum taka það alvarlega.
Í samveru og samstöðu lærum
við hvert af öðru. Eiginlega ætti
þjóðin að fá hana Margréti Pálu,
höfund og leiðtoga Hjallastefn-
unnar, sem fararstjóra inn í
persónulega farsældartíð.
Konuna sem hefur úthýst
neikvæðum orðum og umtali í
umhverfi sínu og fært börnum og
fullorðnum þann hugarlétti sem
því fylgir. Missi einhver út úr sér
önugt orð eða illkvittið, er bara
brosað og sagt: „Æ, æ, hann
ruglaðist!“ Við erum semsé að
ruglast þegar við erum með
ávirðingar, upphrópanir, yfirlýs-
ingar og heitingar um ástandið og
annað fólk.
Enginn getur kennt Margréti
Pálu við mærð eða óraunsæi.
Þvert á móti. Og stefnan hennar
er til vitnis um hvernig hægt er
að gera daglegt líf sitt glaðara,
streituminna og auðugra.
Það er allt annað en þægilegt
að brenna sig illa á tilboðum
tilverunnar. En rétt eins og
þriggja ára barnið benti á um
árið, þá er það sýnu erfiðara ef
við getum ekki slitið hugann frá
því hvað það er sárt. Á meðan
líða tækifæri dagsins framhjá og
við missum af þeim.
Nýir tímar
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG |
Fyrirbyggjandi aðgerð
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins
og varaformaður bankaráðs Lands-
bankans, skrifaði grein í Morgunblaðið
í gær þar sem hann áréttar að hann
hafi átt við einhvern annan en Davíð
Oddsson þegar hann sagðist á flokks-
ráðsfundi ekki mundu sitja undir því
að vera kallaður óreiðumaður. Ekki er
vitað hvern Kjartan getur þá hafa
átt við; fyrir utan Davíð Odds-
son hafði enginn málsmetandi
maður vakið athygli fyrir að kalla
forsvarsmenn íslensku bank-
anna „óreiðumenn“. Því verða
ummæli Kjartans ekki skilin
öðruvísi en sem fyrirbyggj-
andi aðgerð, það er að segja:
Ef einhver skyldi kalla Kjartan
Gunnarsson óreiðumann í
framtíðinni, má sá sami vita að Kjartan
mun ekki sitja þegjandi undir því.
Óskýrt mannamál
Forystusauðum Sjálfstæðisflokks-
ins er gjarnan hrósað fyrir að „tala
mannamál“, segja hlutina umbúða-
laust þannig að enginn þurfi að fara í
grafgötur með við hvað var átt. Upp á
síðkastið hafa þeir þó ítrekað þurft að
gefa eftiráskýringar til að hrekja „mis-
skilning“ og skýra mál sitt. Hvernig
væri nú að hætta að tala „manna-
mál“ og byrja að tala skýrt?
Hvað lærði
Jóhannes?
Þrátt fyrir netið eru þjóðmál-
in enn skeggrædd í heitu
pottunum. Í Vesturbæjar-
lauginni á laugardagskvöld
barst talið meðal annars að Jóhannesi
Nordal og hve myndarlega hann hélt
á málum í tíð sinni sem seðlabanka-
stjóri. Þar kom að einn spjallarinn
sagði að Jóhannes væri félagsfræð-
ingur að mennt. Því var samstundis
mótmælt af manni sem sagði hann
hagfræðing. Þriðji maðurinn hafn-
aði því alfarið; Jóhannes væri sko
stjórnmálafræðingur. Hið sanna er
að Jóhannes er hagfræðingur – og
raunar doktor í hagfræði – frá London
School of Economics. Sköllótti kallinn í
pottinum fær því eitt stig.
bergsteinn@
frettabladid.is
Kreppan
UMRÆÐAN
Carl B. Hamilton skrifar um Ísland og
Evrópusambandið
Fréttastofan Bloomberg greinir frá því að Rússar hyggist lána fé til Íslands
vegna þess að þeir „vilji vera hluti af
Evrópu og að stöðugleiki ríki í Evrópu“.
Látum ekki eins og einfeldningar! Ég
leyfi mér að efast um að það sem vakir
fyrir Rússum með lánveitingavilja
sínum séu einvörðungu göfug markmið. Senni-
legra er að það sem vakir fyrir þeim sé von um
ítök.
Við Norðurlandaþjóðirnar – ekki bara í nafni
samstöðu heldur ekki síður eigin hagsmuna –
ættum að vinna að því að aðildarríki ESB bjóði
Íslandi miklu betri valkost en að leita auðmýkt
bónleið til rússneska bjarnarins.
Stækkunarmálastjóri ESB, hinn finnski
Íslandsvinur Olli Rehn, lét nýlega svo um mælt
að það ætti að vera unnt að afgreiða aðildar-
samninga við Ísland á skömmum tíma, á innan
við ári, ef aðildarumsókn bærist frá Íslending-
um. Það væri mjög æskilegt!
Það blasir við að aðild bæði að ESB og evrunni
kæmi Íslandi til góða. Sterkari vörn á
innri markaðnum og þátttaka í sameigin-
legu myntinni væri vafalaust ómetanlegt
bæði fyrir efnahagslegan stöðugleika og
hagvöxt. Þar að auki ykist fullveldi
Íslands með aðild að töku ákvarðana í
ESB og í myntsamstarfinu í stað þess
ósjálfstæðis sem felst í EES-samningn-
um.
Við hinar þjóðirnar í Evrópu viljum
sjá fulla þátttöku Íslands nútímans í Evr-
ópusamstarfinu – ekki bara í nafni
hagsmuna Íslands heldur í nafni heildarhags-
muna Evrópu! Og trúið mér – það er enginn vafi
á því að í aðildarviðræðum er hægt að finna
lausn á fiskveiðimálunum sem allir geta vel við
unað.
Íslendingar geta gripið tækifærið til að koma
á stöðugleika í efnahags- og utanríkismálum
sínum með því að setja stefnuna á að sækja um
aðild að ESB og myntbandalaginu.
Velkomið, Ísland, í ESB og evruna!
Höfundur er prófessor í alþjóðahagfræði og
þingmaður fyrir Þjóðarflokkinn á sænska ríkisþing-
inu. Greinin er þýdd úr sænsku og lítillega stytt.
Velkomnir í ESB, Íslendingar!
CARL B. HAMILTON
H
remmingar síðustu daga hafa vissulega sigið yfir
þjóðina eins og svartnætti. Það gæfulega er að á sama
tíma er að spretta fram málefnaleg umræða um þá
nýju framtíð sem við göngum til móts við. Ekki er við
því að búast að umræða af því tagi framkalli einfaldar
skyndilausnir. það mikilvægasta er að þjóðin glöggvi sig sem best
á þeim markmiðum og gildum sem hún vill leggja til grundvallar í
nýju efnahagsumhverfi.
Réttlát reiði hlýtur að brjótast fram með einhverjum hætti eftir
það sem á undan er gengið. Á hinn bóginn er mikilvægt að hún leiði
menn ekki til ákvarðana sem veikja efnahagslegar undirstöður
þjóðarbúsins til frambúðar.
Eðlilega vilja menn gera upp sakir við forystumenn í stjórn-
málum og atvinnulífi. Hin hliðin á þeim peningi er að draga ekki
upp dekkri mynd af þjóðinni en ástæða er til. Þrátt fyrir allt hafa
íslenskir bankar ekki unnið sér meira til óhelgi en fjármálastofn-
anir vítt og breitt um heiminn. Við eigum ekki að láta forsætis-
ráðherra Breta komast upp með að mála þá ímynd á Íslendinga að
þeir séu meiri skúrkar en aðrar þjóðir. Til þess standa engin rök.
Mikilvægt er að verja sparifé í bönkum og sparisjóðum. þar
eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla alþýðu manna í landinu. Hitt
skiptir þó enn meira máli að verja þessar innstæður og þar með
talda peningamarkaðsreikninga svo sem föng eru á til þess að
komandi kynslóðir missi ekki trúna á að spara. Það væru verstu
aðstæður sem nýtt Ísland gæti staðið frammi fyrir. Án sparnaðar í
framtíðinni verður lítið byggt upp. Það traust má ekki fjara út inn
í nýja framtíð.
Á sama hátt skiptir máli að koma í veg fyrir meiri eignabruna
en orðið er. Það er mikilvægt til að draga úr efnahagslegum skaða
í augnablikinu. Hitt skiptir þó meira máli að draga ekki úr trú
framtíðarinnar á fjárfestingum og eignamyndun. Án hennar verð-
ur lítið um framfarir í nýju efnahagslegu umhverfi. Þess vegna
þarf að virða grundvallarreglur eignaréttarins í því uppgjöri sem
nú á sér stað. Ný framtíð byggist á trausti á slíkum grundvallar-
þáttum.
Eins er mikilvægt að móta þá stefnu í peningamálum að Íslend-
ingar framtíðarinnar geti notað mynt sem þeir sjálfir bera traust
til. Enn mikilvægara er þó að við gerum erlendum fyrirtækjum
auðveldara en áður að eiga við okkur viðskipti á grundvelli myntar
sem þau treysta. Hætt er við að framfarir verði hægar ef ekki
ríkir gagnkvæmt traust á gjaldmiðlinum, millilið allra milliliða.
Engum blöðum er um það að fletta að fjármálakreppan í heim-
inum á að einhverju leyti rætur að rekja til þess að siðferðileg
grundvallargildi festu ekki rætur í alþjóðavæðingunni með sama
hætti og í flestum þjóðríkjum. Alþjóðavæðing fjármálanna sýnist
hafa farið með einhverjum hætti fram úr þessum gildum.
Ný framtíð felst hins vegar ekki í því að hverfa frá alþjóðavæð-
ingunni. Hún felst heldur ekki í því að hverfa frá markaðslögmál-
unum. En hún veltur á því að menn finni leiðir til þess að láta þau
lögmál lúta þeim siðferðilegu gildum sem eru grundvöllur mann-
legs samfélags.
Að sumu leyti byggist ný framtíð á varðstöðu um grundvallar-
hugmyndir markaðarins og velferðarinnar. En hún er líka komin
undir skarpari sýn á siðferðileg gildi á markaðnum.
Hvert er förinni heitið?
Nýja Ísland
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR