Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en að við höfum mis- stigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsæld- ir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund. SVOKALLAÐ útrásargengi var með fádæma tilkomumikla sýn- ingu í þessum sirkus þar sem fíll, ljón, sverðagleypir og línudansar- ar léku listir sínar. En þetta kvöld var sverðagleypirinn í miðju atriði þegar freknóttur krakki rekur upp úr sér þá fullyrðingu að þarna sé ekki um alvöru sverð að ræða. Sagði hann sverðið minnka uppi í manninum því annars væri það fyrir löngu komið út um afturendann á honum. Sirkus- stjórinn varð stressaður og ekki léttist á honum brúnin þegar sá freknótti spurði fílinn af hverju hann léti binda sig við lítinn staur. „Þú sem getur rifið heilu trén upp með rótum.“ „ÞEGI þú krakki, hann fer ekkert því hann er taminn,“ segir sirkus- stjórinn. „En af hverju þarf þá að binda hann?“ spyr drengurinn. Argentínski sálfræðingurinn og rithöfundurinn Jorge Bucay útskýrir þá að fíllinn hafi verið bundinn við þennan staur frá því í frumbernsku. Hafi hann þá gert tilraunir til að rífa staurinn upp en ekki tekist. Þá hafi hann ákveð- ið að það væri ekki hægt og breytt- ist sú trú hans ekki neitt þótt honum yxi fíll um hrygg og væri orðinn sterkasta skepnan í sirkusnum. SIRKUSSTJÓRINN verður illur þar sem verið er að ræða aðferða- fræði hans opinberlega. Fíllinn stressast og rífur sig óvart lausan og tekur sjálft sirkustjaldið niður í leiðinni. Flash Gordon verður alveg vitlaus þar sem fullt af Bretum voru búnir að borga rán- dýra aðgöngumiða á sýninguna. DAVÍÐ, sem sá um aðgöngumið- ana og leysti trúðinn stundum af, segist hafa haft orð á því að staur- inn hafi verið of lítill fyrir fílinn. Yfirheyrslur eru reyndar ekki byrjaðar en búið er að slá þann tón að ekki sé rétt að leita að söku- dólgum og að enginn hefði getað séð þetta fyrir. Það kæmi mér því ekki á óvart að málalok yrðu þau að sá freknótti verði rassskelltur. Sirkus Geira smart Ferðaskrifstofa 16. og 30. október. Hotel Silken Indautxu. Innifalið: Flug og gisting í 3 eða 4 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 23. október. Hotel Don Paco. Innifalið: Flug og gisting í 3 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 19. nóvember. Movenpick Hotel. Innifalið: Flug og gisting í 5 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 23. október. Ballsbridge Inn. Innifalið: Flug og gisting í 4 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 6. nóvember. Hotel Tryp Gran Via. Innifalið: Flug og gisting í 3 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Í dag er þriðjudagurinn 14. október, 287. dagur ársins. 8.16 13.14 18.10 8.05 12.58 17.50

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.