Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.10.2008, Blaðsíða 28
16 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is „Atburðir síðustu daga og vikna hafa hrifs- að efnið úr höndunum á mér. Ég ætlaði að fjalla um annað en stóratburðirnir sem í gangi eru tóku völdin. Ég mun því skoða kreppuna sem við erum að fara inn í,“ segir Guðmundur Jónsson sagnfræðingur. Hann flytur fyrirlestur í dag hjá Sagnfræðingafélagi Íslands og fjallar um efnahagskreppur og óttann við þær. „Ég mun fjalla um þann hagvöxt sem verið hefur í gangi á undanförnum árum og þessa nýju aflvél sem komin er í þjóð- lífið; fjármálakerfið. Ég ætla að draga upp mynd af fjárfestingum Íslendinga og ekki síður skuldunum.“ Guðmundur leitast við að setja kreppuna í sögulegt samhengi. „Ég mun bera hana saman við stærstu áföllin í íslensku efnahagslífi; kreppuna miklu sem hófst 1929 og ekki síður kreppu sem var hér 1914 til 1923 og var í raun mun alvar- legri en hin.“ Aðspurður hvort við getum lært eitthvað af fyrri kreppum segir Guðmundur hverja kreppu hafa sinn feril og orsakir. „Það er hins vegar ljóst að kreppuviðbrögðin ein og sér ráða ekki úrslitum um hvernig fer, held- ur tíminn eftir kreppu. Staða útflutnings- geirans og mannauðsins, hvort orðið hefur fólksflótti, sem og hvort við eigum ónýtt sóknarfæri í viðskiptum og atvinnulífi ræður mestu.“ Fyrirlesturinn verður í Þjóðminja- safni Íslands og hefst klukkan 12.05. - kóp „Sjóræningjar í Norðurhöfum – Ólaf- ur Egilsson og Tyrkjaránið í sögulegu samhengi“ er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem verður haldin í Vest- mannaeyjum helgina 17. til 19. októb- er næstkomandi. Ráðstefnan er haldin á vegum Sögu- seturs 1627 en það var stofnað fyrir tveimur árum. Markmið þess er að byggja upp fræða- og menningarsetur í tengslum við Tyrkjaránið sem framið var í Eyjum árið 1627. „Tilgangurinn með ráðstefnunni er að koma starf- semi setursins í gang og vonumst við til þess að hún verði reglulegur við- burður,“ segir Sigurður E. Vilhelms- son, formaður Sögusetursins. Á laugardag verður fyrirlestraröð í Alþýðuhúsinu þar sem fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara stíga á svið. Fyrir hádegi verður fjallað um fræða- og menningarsetur á Íslandi í víðum skilningi og meðal fyrirlesara eru þeir Kjartan Ragnarsson, sem rekur Land- námssetrið í Borgarnesi, og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstöðumaður Ný- sköpunarmiðstöðvar, sem ræðir um menningartengda ferðaþjónustu og hvernig menningarsetur geta gagnast smærri sveitarfélögum úti á landi. „Þá flytur Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur, sem er einn af okkar helstu sér- fræðingum í Tyrkjaráninu, erindi um trúverðugleika íslenskra frásagna um ránið,“ segir Sigurður. Eftir hádegi verða fluttir fyrir- lestrar á ensku. Meðal fyrirlesara eru Þorsteinn Helgason, sem fjallar um Tyrkjaránið, og Robert C. Davis og Torbjørn Ødegaard, sem fjalla um sjórán á Atlantshafi. Þá fjallar Mohamed Magani, rithöfundur og háskólakennari frá Alsír, um það hvernig ránin snúa við hans menning- arheimi en þetta er í fyrsta sinn sem fræðimaður frá Alsír kemur til Ís- lands á slóðir ránsins. „Eftir því sem maður kafar dýpra í þessi mál kemst maður að því að Tyrkjaránið er langt frá því að vera einangrað fyrirbæri því um er að ræða nokkur hundruð ára sögu sjór- ána á Norður-Atlantshafi þar sem ræn- ingjarnir voru bæði frá Tyrkjaveldi og Evrópu,“ segir Sigurður. Hann segir ráðstefnunni ætlað að vera fræðandi fyrir almenning en auk þess sé ætlunin að vinna stefnumótun- arvinnu fyrir sögusetrið. „Við munum setjast niður með fræðimönnunum til að skiptast á hugmyndum um framtíð setursins.“ Ýmsar aðrar uppákomur verða í tengslum við ráðstefnuna og má nefna svokallaða matargöngu í Höllinni. Þá verður Ólafi Egilssyni fylgt með hjálp bragðlaukanna frá Norður-Afríku í gegnum alla Evrópu og upp til Dan- merkur en hann var sendur heim frá Alsír til að krefjast lausnargjalds fyrir fjölskyldu sína og aðra samfanga. vera@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. DWIGHT D. EISENHOWER FÆDD- IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1890 „Fólk sem telur forréttindi sín mikilvægari en hugsjón- irnar tapar hvoru tveggja.“ Eisenhower var forseti Banda- ríkjanna á árunum 1953 til 1961. MERKISATBURÐIR 1953 Núverandi merki Atlants- hafsbandalagsins er tekið upp. 1961 Aldarafmælis séra Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds, er minnst en hann er einkum þekktur fyrir söfnun og útgáfu ís- lenskra þjóðlaga. 1964 Rafreiknir Háskóla Íslands kemur til landsins. Hann þótti afkastamikið tæki en var þó mun afkastaminni en venjuleg borðtölva er í dag. Í Vísi sagði: „Fyrsti rafheilinn kominn. Vinnur verk hundraða skrifstofu- manna.“ 1981 Hosni Mubarak er kjörinn forseti Egyptalands. 1982 Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stríði gegn fíkniefnum. Þennan dag árið 1964 hlaut Martin Luther King friðarverðlaun Nóbels. Hann varð þar með yngsti maðurinn til að hljóta verðlaunin, aðeins 35 ára að aldri. Martin Luther King yngri fæddist 15. janúar árið 1929. Mannréttindamál urðu honum snemma hugleikin og fór hann fyrir mannrétt- indabaráttu þeldökkra á sjötta og sjöunda ára- tug síðustu aldar. Framganga hans varð til þess að þúsundir manna söfnuðust saman í göngu í Washington þar sem barist var fyrir frelsi þeldökkra. Þar flutti King hina frægu ræðu – „I have a dream“. King var ráðinn af dögum í Memphis 18. júní árið 1968. Hann var kvæntur Corettu Scott og eignuðust þau fjögur börn. Martin Luther King- dagurinn var gerður að frídegi í Bandaríkjunum árið 1986. ÞETTA GERÐIST: 14. OKTÓBER ÁRIÐ 1964 King hlýtur friðarverðlaun Nóbels FRÆÐANDI STEFNUMÓTUNARRÁÐSTEFNA Sigurður E. Vilhelmsson, formaður Söguseturs 1627, á Tyrkjaránssýningunni í Byggðasafni Vestmannaeyja, en hún var sett upp vorið 2007 þegar 380 ár voru liðin frá ráninu. MYND/ÚR EINKASAFNI SÖGUSETUR 1627: ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM ÓLAF EGILSSON OG TYRKJARÁNIÐ Sjóræningjar í Norðurhöfum GUÐMUNDUR JÓNSSON Segir stöðu útflutn- ingsveganna að kreppu lokinni skipta gríðar- lega miklu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óttinn við kreppuna greindur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Reynir Bæringsson Laugarásvegi 55, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 9. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudag- inn 17. október kl. 13.00. Guðrún Arnfinnsdóttir Elín Arndís Gunnarsdóttir Einar Helgason Gunnar Már Gunnarsson Helga I. Sigurbjarnadóttir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir Daníel Þorsteinsson barnabörn. Ástkær faðir okkar, Jónas R. Jónasson, fyrrverandi fulltrúi hjá Landsíma Íslands, síðast til heimilis að Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla, Sigrún og Fanney Jónasdætur. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, Viviann Mary Jónsson Gjöveraa Jötunsölum 2, Kópavogi, lést hinn 7. október á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin fer fram í Fossvogskirkju hinn 15. október kl. 13.00. F.h. aðstandenda, Erik Vilhelm Gjöveraa Geir Gjöveraa Elskulegur eiginmaður minn, Högni Guðjónsson Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 10. október. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Benediktsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Pálsdóttur Ægisgötu 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Páll Baldursson Erla Hrund Friðfinnsdóttir Erla Baldursdóttir Steindór Sigursteinsson ömmu og langömmubörn. Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli í Kinn, lést á Landspítalanum laugardaginn 11. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristján Árnason Arna Emilia Vigfúsdóttir Jón Árnason Sigríður Traustadóttir Sigríður Árnadóttir Kristján Pétur Guðnason Knútur Árnason Valgerður Árnadóttir Durao Manuel Durao barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.