Fréttablaðið - 21.10.2008, Side 1

Fréttablaðið - 21.10.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL Svo virðist sem langstærstur hluti lánakrafna Seðlabanka Íslands í endurhverf- um viðskiptum við banka og fjár- málastofnanir hér á landi hafi tapast við hrun bankanna síðustu daga. Við meðferð skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaup- þings yfir í ný félög urðu kröfur Seðlabankans eftir í gömlu félög- unum og má væntanlega afskrifa þær að mestu eða öllu leyti. Gríð- arlegar kröfur hvíla aukinheldur á öðrum fjármálastofnunum, einkum þó Icebank – nýja Spari- sjóðabankanum – vegna sams konar viðskipta og gegn veðum í öðrum bönkum sem eru orðin verðlítil. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að þær nemi vart undir 150 milljörðum króna, eða fimmtán földu eiginfé Icebank. Samanlagt tap Seðlabankans og þar með íslenska ríkisins vegna þessara viðskipta gæti því numið um 300 til 350 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega öllum gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar. Reka mætti Landspítalann í sjö ár fyrir slíka upphæð. Seðlabankinn hefur boðið lána- stofnunum vikulega að selja sér verðbréf í endurhverfum við- skiptum. Lánastofnanirnar láta þá verðbréf útgefin af öðrum fjármálastofnunum af hendi, fá peninga í staðinn frá Seðlabank- anum og kaupa bréfin síðan aftur fjórtán dögum síðar á hærra verði. Gríðarlegt útlánatap Seðla- bankans af þessum sökum veikir mjög fjárhagslega stöðu hans, samkvæmt upplýsingum blaðs- ins, og kann svo að fara að Alþingi þurfi að samþykkja að leggja honum til umtalsvert nýtt fé á næstunni. Eigið fé Seðlabankans var í árslok 2007 um 91 milljarð- ur króna. Sérfræðingar sem blaðið hefur rætt við segja að Seðlabankinn hafi alls ekki gætt hagsmuna rík- isins nægilega undanfarna daga. Fulltrúar bankans hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki hjá skilanefnd- um við tilfærslu eigna og skulda yfir í ný félög og vanrækt að kalla eftir viðbótartryggingum þegar þess gerðist þörf og tækifæri gafst til. Þetta átti til dæmis við þegar ljóst var að lán Seðlabank- ans til Kaupþings upp á 56 millj- arða króna, með veðum í skulda- bréfum útgefnum af Landsbankanum, gætu glatast vegna falls síðarnefnda bankans. Þá er og gagnrýnt að stórir útgefendur jöklabréfa hafi getað fært fjármuni yfir í svokölluð innistæðubréf Seðlabankans, eða skammtímaskuldabréf, undan- farna mánuði með stórfelldum hætti og eigi nú fyrir vikið kröfur á Seðlabankann og íslenska ríkið sem jafngilda um 150 milljörð- um. - bih Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Erna B. Einarsdóttir vinnurferðafullt ú Í kröppum dansi í Krossá Erna B. Einarsdóttir er nýliði í hjálparsveit. Hún er útivistarfrík, stundar herþjálfun af kappi meðfram því sem hún æfir með hjálparsveitinni og segist hafa ferða- og ævintýraþrána í blóð Erna í Krossá rétt áður en straumurinn hrifsaði undan henni fæturna í ánni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁMSKEIÐ um vandamál er kunna að tengjast inniveru í raka- og mygluskemmdu húsnæði verður haldið á vegum Umhverfisstofnunar á Grand hóteli 24. október frá klukkan 8.30 til 12.00. Fyrirlesari er Kjell Anderson, yfirlæknir á vinnu- og umhverfissjúkdómadeild við Háskólasjúkrahúsið í Örebro í Svíþjóð. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 21. október 2008 — 288. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ERNA B. EINARSDÓTTIR Með ferða- og ævin- týraþrána í blóðinu • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS List frá sjónarhóli barna Fjölskyldumiðuð sýning verður brátt opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í tilefni af aldarafmæli hans. TÍMAMÓT 18 Flýr illsku og hótanir Árni Snævarr hvílir sig á bloggskrifum eftir umtalaðan pistil um forsetafrúna. FÓLK 30 BENEDIKT S. LAFLEUR Sundkappi gefur út talnaspekibók Davíð og Jón Ásgeir með andstæðar tölur FÓLK 30 STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Fær milljón krónur sænskar Hlýtur virt hönnunarverðlaun FÓLK 30 Má bjóða þér léttan kaffisopa? BJARTVIÐRI Í dag verða norðvest- an 10-18 m/s við norðaustur- og austurströndina, annars hægari. Úrkomulítið en él norðaustan til fram á kvöld. Frost víða 1-6 stig, hiti 0-4 stig syðra. VEÐUR 4 1 0 -1 -1 0 Seðlabanki Íslands gæti tapað 350 milljörðum króna Seðlabankinn sætir harðri gagnrýni. Stærstur hluti krafna í endurhverfum viðskiptum gæti tapast. Mikið áfall fyrir bankann, sem gæti þurft umtalsvert nýtt fé. Kröfur á Icebank fimmtánfalt eigið fé bankans. Grindavík vann Suður- nesjaslaginn Grindvíkingar unnu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í Iceland Express- deild karla í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 26 Allir verja sig og sína Rögnu Skinner píanóleikara finnst erfitt að fylgjast með umfjöllun breskra fjölmiðla um Ísland. TILVERA 12 FÓLK „Það er mjög mikil sæla sem fylgir þessu,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem tilheyrir sístækkandi hópi landsmanna sem sækir sjósund sér til heilsubótar. „Fólk verður ekki eins kulsælt og þetta hefur einnig góð áhrif á astma,“ segir Siv sem bætir við að öll skynjun styrkist við að fara í svo kalt bað. Hún segist í nokkur ár hafa farið í sjósund um hver áramót með hópi góðra vina. „Svo hef ég nýtt tækifærið og skellt mér í sjósund hér og þar á ferðum mínum um landið.“ Undanfarið hefur hún stundað sjósund vikulega í góðum hópi vina. Siv segir aðstöðu í Naut- hóls vík með allra besta móti. „Eftir sjósundið hitum við okkur upp í heita pottinum og þá ræðum við pólitík og landsins gagn og nauðsynjar.“ - ovd Heilsubót Sivjar Friðleifsdóttur: Mikil sæla að synda í sjónum FRÁ NAUTHÓLSVÍK Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lét kuldann ekki aftra sér frá sundspretti í gær. Sjávarhiti mældist 6,1 gráða og lofthiti 1,6 gráður í Nauthólsvíkinni. Siv segir sjóböð afar hressandi heilsurækt auk þess sem félagsskapur- inn sé með besta móti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEIÐI Skógrækt ríkisins hefur ákveðið að fara í tilrauna- og þró- unarverkefni um sölu rjúpnaveiði- leyfa í þjóðskógum landsins, einn í hverjum fjórðungi. Með verkefn- inu er vonast til að nýtt fyrirkomu- lag við veiðar hafi jákvæð áhrif á veiðimenningu hér á landi og stuðli að auknu öryggi veiði- manna. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir að hannað hafi verið bókun- arkerfi á netinu sem verður notað í tilraunaverkefni á komandi rjúpnaveiðitímabili sem hefst 1. nóvember. „Með þessu viljum við reyna að bæta veiðimenningu hér á landi; menn virði eignarétt, landamerki og það fólk sem er að veiða á sama svæði. Menn kaupa sér einfaldlega svæði, eins og dag í laxveiðiá, og þar gilda ákveðnar reglur. Þetta er hálfgerð villi- mennska í dag; menn vaða um án þess að kanna hvort svæðið er almenningur eða eignarjörð.“ Vonast er til að landeigendur sjái sér hag í að vera þátttakendur í verkefninu í framtíðinni og skrái sín lönd á vefinn og þar með stækki svæðið þar sem fyrirkomu- lagið er aðgengilegt og öruggt. Gistihúsaeigendur eða fólk sem rekur bændagistingu í nágrenni veiðisvæðanna komi einnig til með að bjóða fram þjónustu sína. Jón gerir ráð fyrir að veiðileyfin verði seld á þrjú til fjögur þúsund krón- ur fyrir hverja byssu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd. Davíð Ingason, varaformaður Skotveiðifélags Íslands, telur verkefnið vera jákvætt, eðlilegt sé að skotveiðimenn hafi aðgang að ríkisjörðum. „Eina hættan er að einstakir menn kaupi upp veiði- rétt til lengri tíma. Aðalatriðið er að vel sé að þessu staðið.“ - shá Skógrækt ríkisins hyggst leyfa tilraunaveiði á rjúpu í þjóðskógum landsins: Stefnt að betri veiðimenningu Í FÆRI Skógræktin ætlar að opna fyrir rjúpnaveiði í löndum upp af þjóðskóg- um. MYND/DANÍEL BERGMANN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.