Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 2
2 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍSRAEL, AP Tzipi Livni, arftaki Ehuds Olmert, fær tvær vikur í viðbót til að mynda ríkisstjórn. Í gær rann út fjögurra vikna frestur sem Livni hafði til að tryggja nýrri ríkisstjórn nægan meirihluta á þingi. Nauðsynlegt er að stjórnin hafi öruggan meiri- hluta, að öðrum kosti væri enginn möguleiki á að hún gæti samið við Palestínumenn, sem yrði þó helsta verkefni stjórnarinnar. Livni tók í síðasta mánuði við af Olmert sem leiðtogi Kadima- flokksins, en hann sagði af sér vegna spillingarmála sem rekin eru á hendur honum fyrir dómstól- um. Olmert er þó áfram forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnar sem starfar þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Takist Livni ekki að mynda stjórn þarf að boða til þingkosn- inga. Livni hefur reynt að halda í núverandi stjórnarflokka, og hefur þegar tryggt sér áframhaldandi stjórnarþátttöku Verkamanna- flokksins. Einnig er líklegt að hún haldi Lífeyrisþegaflokknum, en óvissan er mest um Shas-flokkinn, sem er flokkur rétttrúaðra gyð- inga. Shas-flokkurinn hefur staðið harður á móti því að veita Palest- ínumönnum tilkall til hluta Jerús- alemborgar, en án samnings um framtíðarstöðu Jerúsalem er úti- lokað að gera friðarsamninga við Palestínumenn. - gb Tzipi Livni fær lengri frest til stjórnarmyndunar í Ísrael: Illa gengur að mynda stjórn LÖGREGLUMÁL Menn úr hópnum sem réðst á tvo lögreglumenn í Hraunbæ aðfaranótt sunnudags hafa margoft komið við sögu lög- reglu hér á landi, einkum vegna ofbeldisbrota. Um er að ræða gengi Filippseyinga, sem kom meðal annars við sögu í síendur- teknum átökum hópa í Breiðholti fyrir nokkrum árum. Að auki var í hópnum nú einstaklingur frá Nepal. Sumir þessara manna eru íslenskir ríkisborgarar, aðrir ekki. Þeir eru á þrítugs- og fertugs- aldri. Lögreglumennirnir tveir fóru í hús í Hraunbæ, þar sem nágrann- ar höfðu kvartað undan hávaða. Lögreglumennirnir ræddu við hús- ráðendur og yfirgáfu húsnæðið að því búnu. Einn þeirra sem voru í húsinu elti þá og réðst á þá. Er þeir ætluðu að handtaka árásarmann- inn, réðust sex félagar hans á þá með höggum og spörkum. Annar lögreglumaðurinn, kona, var með kylfu og úða. Hinn lögreglumaður- inn, sem er afleysingamaður, hafði ekki lokið prófi og var því ekki með réttindi til að bera kylfu og piparúða. Hann hlaut skurð á höfuð sem sauma þurfti saman. Báðir lögreglumennirnir voru með skrámur og mar eftir högg og spörk. Þeir voru bornir ofurliði í átökunum en náðu að ýta á neyðar- hnapp á talstöð og barst því liðs- auki eftir örfáar mínútur. Árásar- mennirnir voru þá flúnir, en lögreglan hafði fljótlega upp á sjö þeirra. Sá áttundi gaf sig svo fram nokkru síðar. Fjórir árásarmannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til á miðvikudag. Hinum fjórum var sleppt. Síðdegis í gær handtók svo lögregla á höfuðborgarsvæð- inu þrjá menn til viðbótar, sem eru taldir hafa átt hlut að árásinni. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hefur þessi hópur komið oft við sögu lögreglu á undanförn- um árum. Þar má nefna slagsmála- öldu í Breiðholti árið 2003, þegar tveimur hópum laust saman í Eddufelli, sem endaði með að menn meiddust. Skömmu síðar var ráðist á ungan mann við Select í Breiðholti og hann barinn með hafnaboltakylfu. Hann slasaðist töluvert. Fáeinum dögum síðar braust hópur manna inn hjá ungum manni. Hann var barinn með golfkylfu og allt brotið og bramlað innandyra, áður en mennirnir létu sig hverfa. Ofbeldismennirnir hafa síðan haldið hópinn og verið fyrirferðar- miklir. Þekkt ofbeldisgengi réðst á lögregluna Mennirnir sem réðust á tvo lögreglumenn í Hraunbæ tilheyra ofbeldisgengi sem margoft hefur komið við sögu lögreglunnar á undanförnum árum, meðal annars vegna ítrekaðra hópslagsmála. Sjö manns sitja nú inni vegna málsins. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akureyri handtók fyrir helgi tæplega tvítugan mann með tvö grömm af amfetamíni í fórum sínum. Í kjölfarið fundust þrjú grömm af kókaíni og þrjú grömm af kannabisefnum við húsleit á heimili hans. Maðurinn viður- kenndi að hafa selt og dreift fíkniefnum á Akureyri. Nýverið gerði lögreglan einnig húsleit í íbúð á Akureyri. Þar var lagt hald lagt á sex kannabis- plöntur í ræktun. Tveir voru handteknir í tengslum við málið sem telst upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800 5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. - jss Lögreglan á Akureyri: Fíkniefnasali tekinn höndum TZIPI LIVNI OG SHIMON PERES Peres forseti veitti henni lengri frest. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Halla, áttu hvergi höfði þínu að halla? „Jú, jú. Halla fer til margra halla og eldar fyrir alla, til undrunar sinna stalla. Ekki er hún fyrr komin innan um kalla en hafi hún handa hafist við að malla.“ Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir er nú heimilislaus í London eftir að leigusali hennar, W. Ahmed, trassaði að borga skuldir sínar við hið opinbera. ÁRÁSARSTAÐURINN Mennirn- ir réðust á lögreglumennina á þessum stað í Hraunbænum. Þeir eru búsettir Í Hraunbæ og víðar á höfuðborgarsvæðinu. VIÐSKIPTI Viðskipti milli Íslands og Bretlands voru í sama ólaginu í gær og í síðustu viku, þrátt fyrir sérstakar aðgerðir Seðlabanka Íslands og yfirlýsingu stjórnvalda í Bretlandi sem ætlað var að liðka fyrir eðlilegu fjármagnsstreymi milli ríkjanna. Þá er gjaldeyrir enn skammtaður. „Þetta hefur ekkert batnað,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Fyrirtæki hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni sem ekki er hægt að mæla. Viðskipta- sambönd hafa trosnað, greiðslu- frestur felldur niður og stað- greiðslu krafist. Ofan á þetta bætist gríðarleg veiking á gengi krónunnar,“ segir Andrés sem sér fram á hrinu uppsagna í verslun og þjónustu fyrir mánaðamót. „Menn reyna að tóra og hagræða eins og þeir lifandi geta en við ótt- umst uppsagnahrinu. Spurningin er aðeins hversu stórkostleg hún verður.“ Andrés furðar sig á að yfirlýs- ing breskra stjórnvalda hafi ekki liðkað fyrir viðskiptum og segir engu líkara en að þrátt fyrir hana séu Íslendingar enn höndlaðir sem hryðjuverkamenn. Margvísleg vandamál fylgja lömuðum milliríkjaviðskiptum. Útflutningsfyrirtæki sem ekki hafa fengið greitt fyrir vörur sínar gætu til dæmis lent í erfið- leikum með að greiða út laun um næstu mánaðamót. Innflytjendur í almennri verslun gætu svo stað- ið frammi fyrir að fá ekki jólavör- ur til landsins sem er ávísun á gríðarlegt tekjutap. - bþs Gjaldeyrisviðskipti enn í lamasessi og uppsagnir yfirvofandi í verslun og þjónustu: Ekki hægt að mæla tjónið ANDRÉS MAGNÚSSON Stórkostleg vand- ræði blasa við fyrirtækjum í verslun og þjónustu vegna erfiðleika í viðskiptum milli ríkja. UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi ítarlega við Jens Stolten- berg, forsætisráðherra Noregs, og Jonas Gahr Störe, utanríkis- ráðherra Noregs, um helgina. Fyrir liggur vilji Norðmanna til að liðsinna Íslandi vegna stöðunn- ar í efnahagsmálum, en forsenda liðsinnis er samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og á hið sama við um aðrar vinaþjóðir Íslendinga. Jonas Gahr Störe er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn í byrjun nóvembermánaðar. Þá ræddi Ingibjörg Sólrún við Bernard Kouchner, utanríkisráð- herra Frakka, á laugardag. Fullvissaði Kouchner Ingibjörgu Sólrúnu um vináttu Frakka og samstöðu í þeirri erfiðu stöðu sem Ísland er í núna. Ráðherrarn- ir tveir ákváðu að hittast eins fljótt og því yrði við komið og dagskrá þeirra leyfði. - shá Utanríkisráðherra: Ræðir vanda við vinaþjóðir VIÐSKIPTI Landsbanki Íslands er á sérstökum lista breska fjármála- ráðuneytisins yfir þá sem viðskiptabann nær yfir. Meðal annarra á lista fjármála- ráðuneytisins eru hryðjuverka- menn og fjármagnsaðilar hryðjuverkasamtaka eins og al- Kaída, aðilar frá Íran, Írak og Líberíu. Rúmlega 7.400 einstaklingar og stofnanir eru á þessum lista. Einu vestrænu aðilarnir á listanum sem ekki eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum, eru Landsbankinn og fjölskylda Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu. - ss Landsbanki Íslands: Í sama flokki og al-Kaída NOREGUR Mette-Marit, krónprins- essa Noregs, er rúmliggjandi í Kænugarði í Úkraínu og verður að aflýsa opinberri heimsókn þar í landi eftir að hafa dottið þegar hún var á leið í heimsókn hjá samtökum sem vinna að málstað fólks með HIV eða AIDS, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Mette-Marit var rannsökuð eftir fallið og kom þá í ljós að hún er með vægan heilahristing. Hún verður því að vera rúmliggjandi í tvo daga. Þar sem heimsókninni til Úkraínu lýkur á miðvikudag er útséð með að krónprinsessan geti haldið heimsókninni áfram. - ghs Norska krónprinsessan: Datt og fékk heilahristing METTE-MARIT EFNAHAGSMÁL „Sjóðurinn er ekki með endurtryggingu,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, lögmað- ur Tryggingasjóðs innstæðueig- enda. Fram kom í blaðinu á dögun- um að ætla megi að innistæður í stóru bönkunum þremur hafi numið yfir 4.000 milljörðum króna um mitt árið, mest erlendis. Því mætti búast við að yfir 40 milljarðar ættu að vera í tryggingasjóðnum. Þar eru nítján milljarðar króna nú. „Bankarnir eru ekki í vanskil- um við sjóðinn,“ segir Eiríkur Elís, sem bendir á að ekki eigi að gera upp fyrr en 1. mars, fyrir almanaksárið á undan. Þá hafi verið gert upp við sjóðinn vegna ársins 2007. - ikh Lögmaður Tryggingasjóðs: Er ekki með endurtryggingu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.