Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 4
4 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR ALÞINGI Ekki er enn frágengið hvaða eignir verða færðar úr gömlu viðskiptabönkunum þremur yfir í nýju bankana sem stofnaðir hafa verið á grunni þeirra. Að sama skapi ríkir mikil óvissa um hvaða verðmætum hægt verður að bjarga. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar Alþingis með skilanefndum bankanna, bankastjórum Nýja Glitnis og Nýja Landsbankans og fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda í gærmorgun. „Það ríkir enn mikil óvissa um þetta og efnahagsreikningarnir liggja ekki fyrir,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndarinnar, eftir fundinn. „Hins vegar er ljóst að eignir verða ekki seldar á brunaútsölu.“ Starfsstefna bankanna til fram- tíðar hefur ekki verið mótuð en Ágúst segir bankastjórana hafa ítrekað á fundinum að tími ofur- launa sé liðinn. Jafnframt að þeir geri ekki ráð fyrir miklum breyt- ingum á starfsmannahaldi á næst- unni. Viðskiptanefnd fundar aftur síðar í vikunni og ætlar meðal ann- ars að fjalla um hugsanlega máls- sókn á hendur breskum stjórn- völdum vegna yfirtöku á félögum Kaupþings í Bretlandi. „Við erum að reyna að fá botn í það mál og þá hvort skilanefndin, fyrrverandi eigendur eða stjórnvöld munu reka málið. - bþs Óvissa ríkir um eignastöðu og hvaða verðmætum tekst að bjarga úr bönkunum: Enn óljóst hvað nýju bankarnir eiga ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Eignir bank- anna verða ekki seldar á brunaútsölu. Forsetakjör á föstudag Ársfundur ASÍ verður haldinn á fimmtudag og föstudag undir yfir- skriftinni Ungt fólk og framtíðin. Á föstudagsmorgun fer fram forsetakjör ASÍ en í framboði eru Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri. VINNUMARKAÐUR LÖGREGLUMÁL Erlendir ríkisborg- arar sem flytja frá Íslandi hafa í nokkrum tilvikum tekið með sér bíla sem þeir hafa haft á kaup- leigusamningi. Nýverið leitaði fjármögnunar- fyrirtæki til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra eftir að hafa komist að því að nýlegir bílar í eigu fyrirtækisins voru um borð í Norrænu á leið til Noregs og Danmerkur. Alþjóðadeild tókst í samvinnu við norska ríkislög- reglustjórann, lögregluna í Bergen og skipstjóra Norrænu að koma í veg fyrir að eigendur töpuðu bílunum. Bílarnir verða fluttir með Norrænu hingað. - jss Útlendingar á leið úr landi: Taka kaupleigu- bíla með sér ORKUMÁL Friðrik Sophusson verður áfram forstjóri Lands- virkjunar í allt að tvö ár þótt hann hafi ætlað að hætta um áramótin. Auglýst var eftir nýjum forstjóra og frestur til að sækja um framlengdur einu sinni áður en stjórn Lands- virkjunar bað Friðrik að halda áfram. „Við þessar aðstæður telur stjórn Landsvirkjunar afar brýnt að viðhalda traustum samskiptum við helstu viðskiptavini og lánardrottna fyrirtækisins. Þar skipta persónuleg tengsl og góð viðskipta sambönd meginmáli,“ segir stjórnin. Alls sóttu 55 um forstjórastarf- ið. Nokkrir voru kallaðir í viðtal áður en „aðstæður í þjóðfélaginu breyttust á svipstundu“. - gar Beðinn um að hætta ekki: Friðrik áfram í Landsvirkjun FRIÐRIK SOPHUSSON EFNAHAGSMÁL Búist er við að samn- ingar náist um lán til Íslendinga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fleiri aðilum í dag. Seðlabankar Japans og Norðurlandanna eru þar nefndir til sögunnar. Óljóst er á þessari stundu hver lánsupp- hæðin verður. Breska blaðið Financial Times sagði frá því í netútgáfu sinni í gær að um sex milljarða dollara lán væri að ræða, þar af kæmi rúmlega milljarður frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í við- ræðum við sjóðinn hafi talan 1,5 milljarðar dollara borið á góma. Sendinefnd frá sjóðnum hefur verið hér um hríð og hafa fulltrú- ar hennar verið starfsmönnum Seðlabankans til aðstoðar í þreng- ingunum. Vidar Korsbeg Dalsbö, upplýs- ingafulltrúi norska seðlabankans, vildi, í samtali við Stavanger Aftenblad í gær, hvorki játa því né neita að bankinn kæmi að lánveit- ingum til Íslendinga. Í gær komst sá kvittur á kreik að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefðist þess að ríkið ábyrgðist ekki hærri innlán en sem nemur þremur milljónum króna. Jón Þór Sturluson, segir ekkert til í þeim orðrómi. „Nei, það er af og frá. Það hefur engin krafa komið frá sjóðnum um neitt hámark þar á.“ Jón Þór segir frétt Financial Times ekki nógu nákvæma. „Hún er byggð á leka, en augljóslega ekki nægum upplýsingum,“ segir Jón. Hann segir lánsupphæðina ekki vera komna á hreint. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, segist vona að samningar náist sem fyrst. „Sex milljarðar dollara samsvara hálfri landsframleiðslu og er ágætis byrjun.“ Þórólfur segir þó mikilvægast hvaða ráðstafanir verði gerðar hér. „Menn eru að leggja grund- völl að efnahagsstefnu næstu ára og það þarf að skapa viðskiptaaf- gang sem stendur undir láninu. Við munum búa við veikt gengi sem mun til dæmis gagnast sjáv- arútveginum. Það væri því kannski eðlileg krafa að hann kæmi að því að greiða lánið niður.“ Ráðamenn hafa ítrekað að þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn setji ráði miklu um hvort við hann verður samið. Fin- ancial Times segir að sjóðurinn muni ekki krefjast þess að Íbúða- lánasjóður verði einkavæddur eða dregið verði úr velferðarkerfinu. Jón Þór vildi ekkert segja um möguleg skilyrði sjóðsins. kolbeinn@frettabladid.is Búist við að semjist við sjóðinn í dag Reiknað er með að samningar náist um efnahagsaðstoð við Íslendinga í dag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fleirum. Hagfræðiprófessor telur veikt gengi næstu ára gagnast sjávarútvegi sem ætti að taka þátt í að endurgreiða lánið. SEÐLABANKINN Búist er við því að samningar náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkra seðlabanka í dag. Rætt er um sex milljarða dollara lán. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA JÓN ÞÓR STURLUSON ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON BANDARÍKIN, AP Rússar hafa neitað bandaríska forsetaframbjóðand- anum John McCain um fé til stuðnings kosningabaráttu hans. Og gátu ekki stillt sig um að hlæja svolítið í leiðinni. Sendiráði Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York barst beiðnin nýverið, en augljóst þótti reyndar að þarna hafi einhver í stuðningsliði McCains sent til Rússanna dreifibréf, sem ekki hafi átt að berast þangað. Rússneska sendiráðið tók samt fram í yfirlýsingu sinni að rússneskir embættismenn fjármögnuðu ekki stjórnmála- starf í öðrum löndum. - gb Mistök í kosningaslag: Rússar neituðu McCain um lán SAMFÉLAGSMÁL Samræður um hvernig Íslendingar geta treyst undirstöður efnahagslífs og samfélags, var meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði áherslu á í heimsókn sinni til Háskólans á Akureyri í gær. Hann sagði Íslendinga geta sótt fram til nýrra og betri tíma, nýtt margvíslegar auðlindir landsins og fjölþættan mannauð sem þjóðin býr yfir. Þá lagði forsetinn ríka áherslu á mikilvægi menntunar á erfiðum tímum og sagði framtíðina bjarta vegna þeirrar kynslóðar sem nú er að alast upp. - ovd Forsetinn heimsækir HA: Mikilvægi menntunar Jörð skalf í Öxarfirði Jarðskjálfti sem mældist 4,2 á Richter varð klukkan 02.35 í gær í Öxarfirði. Skjálftinn varð um sautján kílómetra vestur af Kópaskeri. Jarðskjálftans varð meðal annars vart í Laxárvirkjun. Veðurstofa Íslands segir að yfir 40 eftirskjálftar hafa þegar mælst, þeir stærstu tæplega þrjú stig á Richter. NÁTTÚRA FORSETI ÍSLANDS Sagði Íslendinga geta sótt fram til nýrra og betri tíma. GENGIÐ 20.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 200,5673 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,56 112,1 194,52 195,46 150,08 150,92 20,133 20,251 17,062 17,162 15,222 15,312 1,0934 1,0998 169,66 170,68 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 13° 11° 13° 13° 13° 15° 16° 17° 18° 24° 24° 20° 15° 23° 15° 28° 21° Á MORGUN 3-10 m/s. FIMMTUDAGUR Stíf suðlæg átt. 0 0 -1 -1 1 -1 2 0 1 1 -6 4 3 2 6 6 3 6 12 14 15 8 2 0 1 2 0 0 -1 0 2 2 LÆGÐAGANGUR Í VIKUNNI Það verður hið fínasta veður á landinu í dag en best er að njóta þess því að á morg- un kemur lægð upp að SV-ströndinni með talsverðri úrkomu um landið sunnan og vestan- vert. Á fi mmtu- dag má búast við krappari lægð sem fylgir fremur stífur vindur. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.