Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.10.2008, Qupperneq 8
8 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN, AP Barack Obama, for- setaefni bandarískra demókrata, segir hugsanlegt að repúblikaninn Colin Powell, fyrrverandi utanríkis- ráðherra í stjórn George W. Bush, fái veigamikið hlutverk í stjórnar- tíð sinni, fari svo að Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna. Eftir að Powell hafði lýst yfir stuðningi sínum við framboð Obama, sagði Obama að Powell yrði einn af ráðgjöfum sínum, en varðandi það hvort Powell fái formlega stöðu í ríkisstjórninni, þá er það „nokkuð sem við þurfum að ræða“. Obama sagðist einnig fagna því, ef Powell vildi taka þátt í kosninga- baráttu sinni: „Það er augljóst, að ef hann vill mæta þá er honum boðið hvenær sem er.“ Aðeins hálfur mánuður er til for- setakosninganna. Samkvæmt skoð- anakönnunum er Obama enn með gott forskot á mótframbjóðanda sinn, John McCain, sem hefur jafnt og þétt misst fylgi undanfarnar vikur. Obama hefur auk þess enn einu sinni slegið met í fjáröflun til kosn- ingabaráttu sinnar. Í september öfl- uðust 150 milljónir dala í sjóði Obama, en hann afþakkaði í sumar opinberan stuðning til kosningabar- áttu sinnar. John McCain átti 47 milljónir dala í kosningasjóðum sínum í byrj- un október. Í september varði hann 37 milljónum dala í kosningabar- áttu sína. McCain þiggur opinbera styrki til kosningabaráttu sinnar, en verður í staðinn að takmarka eyðslu sína til framboðsins. Síðustu tvo mánuðina fyrir kosningarnar má McCain ekki eyða meira en 84 millj- ónum dala, en Obama er aftur á móti frjálst að verja eins miklu fé til kosningabaráttunnar og honum sýnist. Obama ætlar að gera víð- reist um Flórída þessa viku. Lengi vel var talið að McCain væri nokk- uð öruggur með sigur í í því ríki, en undanfarið hefur staða Obama styrkst þar. Flórída er fjölmennt ríki sem hæglega gæti ráðið úrslit- um í forsetakosningunum í nóvem- ber. McCain er aftur á móti staddur í Missouri, þar sem hann taldi sig sömuleiðis lengi vel eiga vísan sigur, en á þar nú í vök að verjast. Úrslit kosninganna í Bandaríkj- unum ráðast ekki af heildarmagni atkvæða, sem hvor frambjóðandi fær, heldur af heildarfjölda þeirra kjörmanna, sem kosið er um í hverju ríki fyrir sig. Samkvæmt útreikningum frétta- stofunnar AP á Obama nokkuð vísan stuðning samtals 264 kjörm- anna, en McCain þykir nokkuð öruggur með stuðning 185 kjörm- anna. Í sex ríkjum Bandaríkjanna, sem samanlagt eru með 80 kjör- menn, gætu úrslitin fallið á hvorn veginn sem er. gudsteinn@frettabladid.is Obama vill Powell sér til ráðgjafar Barack Obama slær enn eitt metið í fjáröflun til kosningabaráttu sinnar. Hann fagnar stuðningi Colins Powell og segir koma til greina að bjóða honum stöðu í ríkisstjórn sinni. Obama er enn með gott forskot á McCain. VEISTU SVARIÐ? 1 Hvaða fyrrverandi ráðherra George Bush hefur lýst yfir stuðningi við Obama? 2 Hver hélt útgáfutónleika í Fríkirkjunni nýverið? 3 Hver var valin best kvenna í úrvalsdeild í knattspyrnu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 „Nú er bara næst á dagskrá að fá olíufélögin og fleiri með okkur í baráttuna og þá sjáum við vísitöluna snarlækka,“ segir Vigfús Kr. Hjartar- son, framkvæmdastjóri Bakarameist- arans. Fyrirtækið hefur tilkynnt að það hafi sagt verðbólgunni stríð á hendur með lækkun ýmissa vöru- flokka. Að sögn Vigfúsar gerir Bakara- meistarinn sér grein fyrir að ef ekki verði komið böndum á verðbólguna án tafar muni það þýða gríðarlega lífskjaraskerðingu fyrir íslensku þjóðina. Ekki megi á nokkurn hátt líta á lækkanirnar sem verðstríð við önnur bakarí eða verslanir heldur sé ætlunin fyrst og fremst sú að ýta við fólki og fyrirtækjum og sýna gott fordæmi sem gæti orðið öðrum fyrirtækjum hvatning. Aðgerðirnar sem um ræðir eru eftirfarandi: Í öllum verslunum Bakarameistarans er hafin sala á Íslandsbrauði, sem er stórt og milligróft brauð sem kostar 199 krónur, en sambærileg brauð kostuðu áður um 390 krónur, að sögn Vigfúsar. Þá hefur verðið á hinum séríslensku snúðum verið lækkað úr 190 krónum í 99 krónur, og súpa og brauð með smjöri kostar nú 399 krónur í stað 690 króna áður. Bakarameistarinn hefur einnig heitið því að draga úr innflutningi eins og frekast er unnt, til að hrófla sem minnst við gjaldeyrisforða Íslendinga. Neytendur: Bakarameistarinn segir verðbólgunni stríð á hendur og lækkar vörutegundir: Vilja sjá vísitöluna snarlækka KJARTAN GUÐMUNDSSON Staðgengill umboðsmanns neytenda ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is Á KOSNINGAFUNDI Barack Obama ávarpar stuðningsmenn í Norður-Karólínu. Obama hefur gott forskot á mótherja sinn, John McCain, nú þegar tvær vikur eru til kosninga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Fram eru komin á Alþingi frumvörp um að sala á léttu víni og bjór verði heimil í almennum verslunum og að leyft verði að auglýsa bjór og léttvín. Sigurður Kári Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er fyrsti flutn- ingsmaður beggja frumvarpa. Bæði hafa verið lögð fram nokkrum sinnum áður, frum- varpið um söluna fimm sinnum og frumvarpið um auglýsingarn- ar þrisvar sinnum. Þau hafa ekki hlotið afgreiðslu á fyrri þingum. - bþs Sigurður Kári Kristjánsson: Vín í búðir og leyft að auglýsa SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON FINNLAND Hópur finnskra ferðamanna tók sig til um daginn og meig um hábjartan dag á sjálfstæðisstyttu Eistlend- inga til minningar um sjálfstæð- isstríðið 1918-1920, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Sjónarvottar segja að rúta hafi stöðvað við styttuna sem er gegnt lögreglustöðinni á eyjunni Saaremaa, út hafi komið sjö drukknir herramenn og sex þeirra hafi raðað sér hringinn í kringum styttuna og migið á hana. Því miður er engin eftirlits- myndavél fyrir framan lög- reglustöðina og því ekki hægt að sekta mennina. Hámarkssekt er 383 evrur. - ghs Finnskir ferðamenn: Herramenn migu á styttu JOHN MCCAIN Frambjóðandi Rep- úblikana hefur átt í vök að verjast að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNULÍF Bankastjórar Nýja Landsbankans og Nýja Glitnis svara engu um launakjör innan bankanna tveggja. Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, vísaði á starfsmannastjórann Atla Atla- son sem kveðst engu vilja svara um þau kjör sem starfsmönnum eru boðin. Enn sé verið að ræða við Landsbankafólk um áfram- haldandi störf. Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Nýja Glitnis, hefur ekki svarað skilaboðum Fréttablaðs- ins. Í viðtali í sjónvarpsþættin- um Markaðnum á laugardaginn sagði Birna aðeins að ekki yrði um ofurlaun að ræða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bjóð- ast starfsmönnum nýju bank- anna hvorki kaupréttarsamning- ar né bónus á borð við það sem tíðkast hefur síðustu árin hjá vissum hópi. Óljóst er hvort þessir starfs- menn ganga að verulega skert- um kjörum eða kjósi að hverfa til annarra starfa. Litlum sögum fer af því að menn fái sambæri- leg störf í útlöndum enda er bent á að kreppa sé einnig í banka- heiminum erlendis. Þá hafa heldur engin svör bor- ist frá nýju bönkunum um eignir sem flytjast til þeirra frá forver- unum. Fyrirspurn um þetta var send bönkunum á miðvikudag í síðustu viku. - gar Nýju bankastjórarnir gefa engar upplýsingar um ráðningarkjör og eignatilfærslu: Svara engu um laun og eignir ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn í tíu liðum til við- skiptaráðherra um stöðu Tryggingar- sjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta. Steingrímur vill meðal annars vita hvernig greiðslum í sjóðinn hefur verið háttað frá árinu 2000, hlutfall raunverulegra inngreiðslna og ábyrgðaryfirlýsinga og hvort komið hafi til vanskila á inn- greiðslum. Þá spyr hann um fjárfestingar- stefnu sjóðsins og hvort hann hafi tapað fé sem ávaxtað var í erlendum hlutabréfum. - bþs Tryggingarsjóður innstæðna: Steingrímur vill allt upp á borð STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON TÓNLIST „Sú staða gæti komið upp að við færum að borga með tónlistinni,“ segir Lárus Jóhann- esson, annar eigenda plötubúðar- innar 12 tóna. „Við tökum sveiflur með inn í okkar áætlana- gerð og veltum þeim ekki út í verðlagið. Nú er hins vegar mjög erfitt að gera áætlanir, enda vitum við ekki við hvaða gengi á að miða.“ Ein jákvæð hlið er þó á málinu. Í 12 tóna koma nú útlendingar í stríðum straumum og spara ekki við sig geisladiskana, enda nokkuð ódýrir hér á landi um þessar mundir – fyrir aðra en Íslendinga. - hhs 12 tónar finna fyrir gengisruglinu: Útlendingar kaupa mikið UTANRÍKISMÁL „Það er ekkert skrítið að menn séu gramir í garð Breta en við höfum ekki sagt NATO að Bretar séu óvelkomnir hingað,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hann segist ekki vilja blanda umræðum um loftrýmisgæslu við Ísland við umræður um efnahagsmál. Geir telur ummæli Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, byggð á misskilningi en Össur sagði á föstudaginn að það myndi misbjóða Íslendingum ef Bretar tækju að sér loftrýmis- gæsluna eins og til stendur. - ovd Gramir í garð Breta: Bretar ekki óvelkomnir FORSÆTISRÁÐHERRAR Geir H. Haarde, forsætisráðherra ásamt Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, á fundi þeirra á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRAUÐMETI Hafin er sala á Íslandsbrauði í verslunum Bakarameistarans. Stykkið kostar 199 krónur. BIRNA EINARSDÓTTIR ELÍN SIGFÚSDÓTTIR Fækkar um rúm tíu prósent Tilkynningum í barnaverndarmálum fækkaði um rúm tíu prósent á fyrri helmingi þessa árs samanborið við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Á vef Barnaverndarstofu segir að fækkun- ina megi einkum skýra með fækkun tilkynninga frá lögreglu. Tilkynningum fækkar úr 4.383 í 3.940 en flestar tilkynningar, 51,4 prósent eru vegna áhættuhegðunar barna. BARNAVERNDARMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.