Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 14
14 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 25
655 +1,75% Velta: x.xxx milljónir
MESTA HÆKKUN
ATORKA +70,00%
BAKKAVÖR +26,00%
MESTA LÆKKUN
CENT. ALUM. -17,95%
ALFESCA -5,00%
ICELANDAIR GROUP -1,73%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 -5,00% ... Atorka
0,85 +70,00% ... Bakkavör 6,30 +26,00% ... Eimskipafélagið 1,15
+0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 14,20 -1,73%
... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 71,00 -0,70% ...
SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur
83,50 +0,00%
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 201,7 +0,50%
Verðbólga eykst um 1,2 prósent frá
september til október gangi eftir
spá IFS Greiningar sem birt var í
gær. Tólf mánaða verðbólga fer þá
úr rúmum 14 prósentum í 14,8 pró-
sent.
„Gríðarleg óvissa er í öllum
spám um þessar mundir. Birst hafa
verðbólguspár sem gera ráð fyrir
allt að 100 prósenta verðbólgu
næstu mánuði. IFS telur ólíklegt að
til óðaverðbólgu komi og telur að
verðbólguhorfur næstu mánuði
séu ekki sem verstar að því gefnu
að gengi krónunnar veikist ekki
frekar en komið er,“ segir í spá
greiningardeildarinnar. Aukið
atvinnuleysi, ládeyða á fasteigna-
markaði og lítil eftirspurn í hag-
kerfinu er sögð takmarka svigrúm
til verðhækkana.
IFS Greining segir spána mark-
ast af óvissuástandi og sviptingum
í efnahags- og gengismálum.
„Gjaldeyrismarkaður hefur nær
lokast og er gjaldeyrisskömmtun
við lýði sem hefur áhrif á allt inn-
flutningsverðlag.“
Veiking krónunnar frá miðjum
september vegur þó þungt í spánni,
en hún komi að öllu jöfnu fyrst
fram í verði eldsneytis, sem hækki
um 0,2 prósent og matvæla, sem
hækki um 1,3 prósent. „Gert er ráð
fyrir að aðrar innfluttar vörur
hækki töluvert. Dæmi eru um 25 til
30 prósenta hækkun á nýjum
vörum samkvæmt lauslegri könn-
un,“ segir IFS Greining, en félagið
er hluti IFS Ráðgjafar, sem er ráð-
gjafarfyrirtæki á sviði fjármála og
greininga, auk þess gefa út tímarit-
ið Fjárstýringu.
- óká
Óðaverðbólga sögð ósennileg
IFS Greining spáir verðbólgu í 14,8 prósent. Hækkun í október verði 1,2 prósent.
„Við sjáum fram á einfaldari fjár-
málastarfsemi hér á landi á næst-
unni og minna fjármagn til eigna-
stýringar,“ segir Benedikt
Árnason, forstjóri Askar Capital.
Fyrirtækið sagði í síðustu viku
upp sextán manns í flestum deild-
um og nokkrum hjá dótturfélag-
inu Avant.
Benedikt segir mikla uppstokk-
un á íslenskum fjármálageira
benda til að viðskiptabankastarf-
semi í talsvert einfaldari mynd
en áður verði ráðandi hér á landi
næstu misserin. Við því verði að
bregðast. „Við byrjuðum að draga
úr rekstrinum í júlí. Þetta er þó
heldur meira stökk nú enda hafa
miklar hamfarir geisað,“ segir
hann og vísar til ríkisvæðingar
viðskiptabankanna þriggja.
Askar Capital varð til úr sam-
einingu Ráðgjafar og efnahags-
spár ehf., Aquila Venture Partn-
ers og Avant í ársbyrjun 2007 og
starfa nú um 55 manns hjá fyrir-
tækinu. - jab
Askar segja upp fólki
BENEDIKT ÁRNASON Forstjóri Aska
segir fyrirtækið þurfa að bregðast við
breyttum aðstæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Óvissa ríkir um virði eigna
Landsbankans í Bretlandi.
Skilanefnd bankans fær
mörg tilboð en reynir að
hanga á eignunum sem
lengst og fá sem mest fyrir.
Stjórnvöld vilja selja eignir
fyrir innistæðum Icesave-
reikninga.
„Það er legið í okkur,“ segir Lárus
Finnbogason, formaður skilanefnd-
ar Landsbankans, um eignir Lands-
bankans erlendis.
Skilanefndin vinnur meðal ann-
ars að því að ráðstafa eignunum.
Stjórnvöld hafa lýst því yfir að
vonandi dugi þær til þess að greiða
fyrir ábyrgð ríkisins á innistæðum
Icesave-reikninga. Ætla má að um
mitt árið hafi innistæður á Icesave-
reikningum í Bretlandi numið hátt
í 1.000 milljörðum króna.
Lárus segir marga sækjast eftir
því að kaupa eignir Landsbankans,
„en verðið er yfirleitt ekki það sem
við sættum okkur við“.
Samkvæmt hálfsársuppgjöri
Landbankans námu heildareignir
bankans 4.000 milljörðum króna
um mitt árið. Ekki fást upplýsingar
um hversu mikið af þessu var í
Bretlandi. Þá segja kunnugir að
ómögulegt sé að segja nokkuð til
um virðið núna.
Heimildarmenn Markaðarins
innan gamla Landsbankans hafa
sagt að eins og stendur séu eignir
bankans allt að því verðlausar. Því
megi þær ekki selja á brunaútsölu
nú.
Útlán í Landsbankans í Bretlandi
námu um 514 milljörðum króna um
mitt árið.
Bresk stjórnvöld hafa lánað 100
milljónir punda til að halda eignum
Landsbankans í Bretlandi í rekstri
enn um sinn. Lárus segir að reynt
verði að halda rekstrinum gang-
andi. Hann segir hins vegar að
óvíst sé hversu lengi það verði
hægt.
Stjórnvöld hafa þegar samið við
Hollendinga um ábyrgðirnar.
Fram hefur komið að ábyrgð
Íslands vegna innistæðna á Ice-
save-reikningum í Bretlandi nemi
450 milljörðum króna. Annað falli
á Breta sjálfa. Stjórnvöld ræða nú
við Breta um lyktir Icesave-máls-
ins. Þau hafa verið hvött til þess
að skrifa ekki undir neina samn-
inga fyrr en vitað sé hversu háar
upphæðir sé um að tefla.
Eftir því sem næst verður kom-
ist á Fjármálaeftirlitið, sem er
yfir skilanefndum bankanna, yfir-
lit um eignir Landsbankans í Bret-
landi. Þar á bæ er hins vegar vitn-
að í þagnarskyldu. Hún er skilin
þannig að önnur stjórnvöld fái
ekki aðgang að upplýsingum.
Fram kom í breskum fjölmiðl-
um í gær að líklega fái breskir
innistæðueigendur ekki aðgang að
fé sínu af Icesave-reikningunum
fyrir jólin.
ikh@markadurinn.is
Óvissa um verðmæti
eignanna í Bretlandi
Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is
Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna
íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að
auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu.
Munum eftir útiljósunum
Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins
Misskilningur?
Í Wall Street Journal fyrir helgi er haft eftir
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra í símavið-
tali við blaðið að rangt sé að álykta sem svo
að ummæli hans í viðtali í Kastljósi hafi verið
hvatinn að aðgerðum breskra yfirvalda á hendur
íslenskum bönkum. Blaðið bendir á að bresk
fjármálayfirvöld hafi sagst hafa fengið upplýs-
ingar um að Íslendingar ætluðu ekki að standa
við erlendar skuldbindingar sínar sama dag og
Davíð var í Kastljósinu.
Mistök tínd til
Í grein blaðsins er fjallað um að
stjórnvöld hér hafi fyrir löngu verið
vöruð við hættunni af lausafjár-
skorti bankanna. Davíð, fyrrverandi
forsætisráðherra og borgarstjóri, sé
harðlega gagnrýndur. Tínt er
til að Seðlabankinn hafi
haft ónógan gjaldeyrisvara-
forða og þar með takmarkað möguleika sína til
aðgerða þegar fjármálakreppan brast á af fullum
þunga, að bankinn hafi reynt að binda gengi
krónunnar myntkörfu, en gefist upp á því innan
dags og að hann hafi sent tilkynningu um fjög-
urra milljarða evra lán frá Rússum, sem síðan
hafi þurft að leiðrétta þar sem Rússarnir höfðu
ekki fallist á lánveitinguna.
Birtu viðtalið
Í umfjöllun bandaríska viðskiptablaðsins var
jafnframt birt þýðing á hluta Kastljóssviðtalsins
við Davíð og einnig kallað eftir frekari við-
brögðum seðlabankastjórans við einstökum
atriðum. Svar Davíðs við því hvort ekki hefði
þurft að auka hér gjaldeyrisvaraforða í hlut-
falli við vöxt bankanna var að hér væri gjald-
eyrisforði meiri en í flestum öðrum löndum
miðað við höfðatölu. Við það svar
hnýtir blaðið að á Íslandi búi
„ekki nema 300.000 manns“.
Peningaskápurinn ...
Fjármálakreppan hefur þegar
breyst í alvarlega efnahagskreppu
í Bretlandi og ekki er útlit fyrir að
ástandið batni fyrr en 2011 í fyrsta
lagi. Þetta er mat ráðgjafarfyrir-
tækisins Ernsst & Young Item
Club.
Í viðtali við BBC neitaði Alistair
Darling, fjármálaráðherra Breta,
þó að nota orðið „kreppa“ til að lýsa
ástandinu og sagðist ekki vilja vera
of stóryrtur í yfirlýsingum. Því er
nú spáð að einkaneysla dragist
saman um 1,2 prósent á næsta ári
og vaxi um tæp 0,2 prósent árið
eftir. Þá er spáð 1,9 prósenta vexti
árið 2011, en til samanburðar var
árleg aukning einkaneyslu 3,5 pró-
sent á þessum áratug. Samkvæmt
tölum frá samtökum smásöluversl-
ana hefur sala dregist saman í sex
af síðustu sjö mánuðum.
Þá spáir ný skýrsla Citibank því
að atvinnulausum eigi eftir að
fjölga mikið, sérstaklega meðal
yngri aldurshópa, og að atvinnu-
leysið fari í 2,7 milljónir fyrir árs-
lok 2010. - msh
Kreppir að í Bretlandi
Bandarískir alríkissaksóknarar, í
samvinnu við ríkissaksóknara New
York, hafa opnað rannsókn á mörk-
uðum fyrir skuldtryggingar, (CDS),
en verð á skuldtryggingum heitir
„skuldtryggingarálag“ og hefur
mikið verið í fréttum á Íslandi und-
anfarin ár.
Skuldtryggingarálag hefur verið
notað sem vísbending um styrk fyr-
irtækja, sérstaklega fjármálafyrir-
tækja: Því hærra sem álagið er, því
meiri líkur eru taldar á að fyrirtæk-
ið verði gjaldþrota. Stjórnvöld telja
að spákaupmenn, og þó sérstaklega
skortsalar, kunni að hafa gefið
gagnaveitum falskar upplýsingar
um viðskipti með skuldtryggingar
fjármálafyrirtækja, í þeim tilgangi
að sá efasemdum um styrk þeirra
og lækka þannig hlutabréfaverð.
Ekkert opinbert eftirlit hefur
verið haft með skuldtrygginga-
markaðnum, en hann þykir með ein-
dæmum ógegnsær og óskilvirkur.
- msh
Rannsaka CDS-markaði
Kaupþing greiðir ekki svokölluð
„samúræjabréf,“ það eru skulda-
bréf í íslenskum krónum sem gefin
voru út í Japan. Samkvæmt heim-
ildum innan Kaupþings er ekki
hægt að greiða af bréfunum, og
herma heimildr að Kaupþings-
mönnum þyki „mjög leitt“ að vera
fyrsti evrópski bankinn sem greið-
ir ekki af skuldabréfum í Japan.
Þegar Kaupþing stóð ekki við
vaxtagreiðslu í gær vöknuðu
spurningar í erlendum fjölmiðlum
um hvort bankarnir myndu standa
við aðrar skuldbindingar.
Bloom berg-fréttaveitan vitnaði í
Simon Adamson hjá greiningar-
fyrirtækinu CreditSights í London,
en hann sagði að þrot Kaupþings
væri ólíkt öðrum gjaldþrotum.
„Verið er að selja erlendar eignir á
brunaútsölu, frekar en að reyna að
hámarka söluverð og gæta hags-
muna skuldunauta bankans. Þetta
er óútreiknanlegt ferli og mjög
pólítískt,“ sagði Adamson. Bill
Blain, á greiningardeild KNG Sec-
urities sagði sölu eigna Kaupþings
nú framkvæmda af „dæmalausri
vanhæfni“.
Yasuhiro Matsumoto, sérfræð-
ingur á greiningardeild Shinsei
Securities í Tókýó sagði alþjóða-
samfélagið ætlast til þess að ríkið
standi við skuldbindingar bank-
ans, nú þegar það hefur tekið hann
yfir, og greiði skuldir hans. „Ef
þeir geta ekki staðið við þessa litlu
vaxtagreiðslu er ljóst að þeir geta
ekki greitt afganginn af skuld-
inni,“ segir Matsumoto, og bætir
við að með því væru „send skýr
skilaboð um að Ísland væri komið í
greiðsluþrot“.
- msh
Ríkið stendur ekki við skuldbindingar
INNKAUP Í BÓNUS Í verðbólguspá IFS
Greiningar er gert ráð fyrir 1,3 prósenta
verðhækkun matvöru milli mánaða.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HOLLENSK MÓTMÆLI Íslensk stjórnvöld
hafa samið við Hollendinga um lyktir
Icesave-reikninganna. Enn er rætt við
Breta, en ekki fást neinar upplýsingar
um stöðu mála. NORDICPHOTOS/AFP
Ólafur Hjálmarsson hagstofu-
stjóri hefur verið skipaður for-
maður stjórnar Nýja Kaupþings.
Nýja Kaupþing, sem tekur yfir
innlenda starfsemi Kaupþings,
var formlega stofnað í gær.
Skilanefnd Kaupþings hins
eldra vinnur að ráðstöfun erlendra
eigna bankans.
Ríflega 1.100 manns hafa starf-
að hjá bankanum hér á landi og
eru afgreiðslustaðirnir á fjórða
tuginn.
Forstjóri yfir Nýja Kaupþingi
hafði ekki verið ráðinn í gær.
Kunnugir töldu hugsanlegt að
innanbúðarmaður yrði fenginn til
verksins.
- ikh
Hagstofustjóri
stýrir Kaupþingi