Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 17

Fréttablaðið - 21.10.2008, Síða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Erna B. Einarsdóttir vinnur sem ferðafulltrúi hjá Ferðafélagi Íslands. Hún er nýliði í hjálpar- sveit og viðurkennir að hún sé útivistarfrík. Meðfram hjálpar- sveitinni stundar Erna líka her- þjálfun. „Ég byrjaði að æfa bootcamp í haust. Það er rosalega gaman og heldur mér við efnið betur en að eiga líkamsræktarkort einhvers staðar. Þá gefst maður bara upp en þetta eru bara fastir tímar og maður mætir.“ Erna hafði lengi ætlað sér að byrja að æfa með hjálpasveitun- um og dreif sig í fyrrahaust. „Fjölskyldan er öll í þessu, pabbi og frændi minn og svo fór systir mín í þetta líka. Þetta er rosalega gaman og ég ætlaði að vera byrj- uð fyrir mörgum árum.“ Á meðfylgjandi mynd sést Erna í kröppum dansi úti í Krossá í Þórsmörk. Þar lærði hún að vaða ár og koma línu í bíla sem eru fastir úti í ám. „Þetta var mjög erfitt, ég stóð meðan myndin var tekin en örfáum sekúndum seinna datt ég. Það var eins og fæturnir væru hrifsaðir undan mér í straumnum, en þá hékk ég í öðru bandi og flaut bara með straumn- um eftir línunni yfir á hinn bakk- ann.“ Spurð hvort nauðsynlegt sé að vera í formi til að komast í hjálp- arsveitirnar segir hún að það sé ekki verra en þolið sé fljótt að koma á æfingum. „Ég gekk Laugaveginn í sumar með hjálp- arsveitinni og líka Fimmvörðu- hálsinn. Í fyrra fórum við á Tind- fjöll og gengum fjóra tíma í skafrenningi og sváfum í tjöldum tvær nætur svo það er ágætt að vera í formi þegar maður byrjar. Ég hef alltaf verið eitthvað í íþróttum og æfði til dæmis hand- bolta í tíu ár. En svo þjálfast maður bara upp.“ Erna hefur gaman af að ferðast um hálendið og ferðast mikið á jeppa með kærastanum. „Mamma og pabbi hafa líka ferðast með okkur systurnar síðan við vorum litlar svo þetta er í blóðinu.Ég mun halda áfram í hjálparsveit- unum fyrst ég er loksins byrjuð.“ heida@frettabladid.is Í kröppum dansi í Krossá Erna B. Einarsdóttir er nýliði í hjálparsveit. Hún er útivistarfrík, stundar herþjálfun af kappi meðfram því sem hún æfir með hjálparsveitinni og segist hafa ferða- og ævintýraþrána í blóðinu. Erna í Krossá rétt áður en straumurinn hrifsaði undan henni fæturna í ánni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁMSKEIÐ um vandamál er kunna að tengjast inniveru í raka- og mygluskemmdu húsnæði verður haldið á vegum Umhverfisstofnunar á Grand hóteli 24. október frá klukkan 8.30 til 12.00. Fyrirlesari er Kjell Anderson, yfirlæknir á vinnu- og umhverfissjúkdómadeild við Háskólasjúkrahúsið í Örebro í Svíþjóð. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.