Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 19

Fréttablaðið - 21.10.2008, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. október 2008 3 Hvenær myndast réttur á barnalífeyri vegna skóla- náms eða framlag vegna skólanáms? Við 18 ára aldur barns lýkur greiðslum meðlags og/eða barnalífeyris til foreldris. Ungmenni sem er í lögbundnu námi getur átt rétt á áframhald- andi greiðslum sem er barnalíf- eyrir vegna skólanáms eða framlag vegna skólanáms frá meðlagsskyldu foreldri. Hvað er framlag vegna skólanáms ungmenna og hver eru skilyrði? Samkvæmt barnalögum er hægt að úrskurða meðlagsskylt foreldri til að inna af hendi framlag vegna menntunar til ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára. Sýslumenn um land allt staðfesta samning eða úrskurða um slíkt framlag. Eftir að úrskurður/samningur hefur verið gefinn út getur ungmennið sótt um að Trygg- ingastofnun hafi milligöngu um þessar greiðslur. Frumrit samnings þarf að fylgja með umsókn. Hvað er barnalífeyrir vegna skólanáms og hver eru skil- yrðin? Enn fremur er heimilt að greiða ungmenni á þessum aldri barnalífeyri vegna skólanáms ef foreldri þess er látið eða lífeyrisþegi. Sama á við ef ekki tekst að hafa uppi á foreldri eða ef sýslumaður hafnar beiðni um framlag vegna menntunar á grundvelli efnaleysis foreldris. Ungmenni sækja sjálf um barnalífeyri vegna skólanáms til Tryggingastofnunar. Með umsókn þarf að fylgja ítarlegt skólavottorð sem sýnir eininga- fjölda náms og staðfest afrit af skattframtali. Ítarlegar upplýsingar um skilyrði greiðslna, fjárhæðir og fleira ásamt umsóknareyðu- blöðum er að finna á vefsíðu okkar, www.tr.is. Barnalífeyrir vegna skólanáms og framlag vegna skólanáms Ný rannsókn staðfestir að ef konur gefa brjóst í ár af sínu æviskeiði þá minnkar áhættan á brjóstakrabbameini um 4,8%. Líkurnar á að konur fái brjósta- krabbamein einhvern tíma á ævinni eru einn á móti níu. Rann- sakendur segja að því sé mikil- vægt að konur geri sér grein fyrir jákvæðum áhrifum brjóstagjaf- ar. Auk þess að draga úr áhættu á krabbameini hefur brjóstagjöf aðrar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Tengsl hafa fundist á milli offitu barna og brjóstagjaf- ar þannig að þau sem fá brjósta- mjólk eiga síður við offituvanda- mál að stríða og brjóstagjöf styrkir ónæmiskerfi nýbura. Doktor Rachel Thompson, ein af forvígismönnum nýju rann- sóknarinnar, segir að mikilvægt sé að koma þeim boðskap á fram- færi að brjóstagjöf geti varið konur fyrir brjóstakrabbameini og því sé mjög gott að gefa ein- göngu brjóst fyrstu sex mánuðina af ævi barnsins. Heimild: http://news.bbc.co.uk Brjóstagjöf dregur úr áhættu á krabba ÞINN RÉTTUR Almannatryggingalög kynnt fyrir þér Þinn réttur getur verið margs konar í almannatryggingakerfinu. Með mánaðarlegum dálki vill Tryggingastofnun vera þér, lesandi góður, innan handar með því að kynna fyrir þér ýmis ákvæði almannatryggingalaganna og þannig benda á mögulegan rétt til greiðslna sem er þér ef til vill ekki kunnugur. Sjá vefinn www.tr.is Margt bendir til þess að brjóstagjöf dragi úr áhættu á brjóstakrabbameini. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auglýsingasími – Mest lesið Íhugun og slökun KYRRÐARSTUND Í ROPE YOGA-SETRINU „Ég vil bara sýna samhygð á þessum breytingatímum og ákvað að veita fólki aðstöðu til að koma saman á kyrrðar- stund,“ segir Guðni Gunnarsson sem leiðir samkomu í Rope Yoga-setrinu á Engjateigi 17-19 á laugardög- um frá 13.30 til 14.30. Samkomuna nefnir hann Íhugun, athygli og slökun. Þangað er Rope Yoga- iðkendum, aðstandendum og vinum sérstak- lega boðið að koma endurgjaldslaust. „Allt sem við veitum athygli vex og dafnar,“ segir Guðni. „En ef hugurinn er fastur í þrá- hyggju þá er maður að skaða sjálfan sig og sitt umhverfi. Svona samkoma getur rifið okkur upp og orðið til góðs.“ - gun S J Ú K R A Þ J Á L F U N Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Allt að fyllast í TT, síðustu innritunardagar! Höfum bætt við tíma fyrir hádegi í TT aðhaldsnámskeiðunum Nýr tími þrisvar í viku: kl. 10:15 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga - Barnapössun Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Erum að selja ósóttar pantanir Sími 581 3730 Ekkert lát hefur verið á aðsókn í TT aðhaldsnámskeiðin og er okkur því ánægja að bjóða þessa tíma sem henta sérlega vel heimavinnandi mæðrum. Aðrir TT tímar í boði: 6:15 – mán, mið, fös 7:20 – mán, mið, fös (9:30) – byrjar seinna 10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun 12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun 14:20 – mán, mið, fös - Barnapössun 16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun 17:40 – mán, þri, fös - Barnapössun 18:40 – TT3 mán, þri, fim - Barnapössun 19:25 – mán, mið, fim (19:45) Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 26. október kl. 15:00 og 16:00 - TT1 og kl. 17:00 - TT3. Velkomin í okkar hóp! Mánudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.