Fréttablaðið - 21.10.2008, Side 26
18 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
ALFRED NOBEL FÆDDIST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1833.
„Það er mín eindregin ósk að
verðlaunin verði veitt án tillits
til þjóðernis. Sá sem á verðlaun-
in mest skilið á að hljóta þau og
gildir einu hvort viðkomandi sé
frá Norðurlöndunum eða ekki.“
Nobel var sænskur uppfinninga-
maður, þekktastur fyrir að finna
upp dínamítið. Nóbelsverðlaunin
voru sett á fót sem hans hinsta ósk
en hann var miður sín yfir því að
uppfinning hans skyldi vera notuð
til illra verka. Hann vildi að verð-
launin færu til þeirra sem gerðu
heiminum gott.
MERKISATBURÐIR
1916 Fyrstu alþingiskosningarn-
ar haldnar eftir að konur
fá kosningarétt.
1916 Pétur Ottesen er kjörinn á
þing 28 ára gamall. Hann
situr á þingi í tæp 43 ár,
lengur en nokkur annar.
1933 Þjóðaratkvæðagreiðsla
um bannlögin svonefndu
fer fram. Í kjölfar hennar
er áfengisbann afnumið.
1967 Upp kemst um eitt mesta
áfengissmygl í áratugi.
Það er kallað Ásmund-
armálið, kennt við bát-
inn Ásmund. Þúsundum
lítra af áfengi var smyglað
til landsins og var smyglið
geymt í skipsflaki í Elliða-
árvogi.
2006 Hellisheiðarvirkjun er
formlega gangsett.
Nýsköpunarstjórnin tók við stjórnartaumunum á
Íslandi þennan dag árið 1944. Ólafur Thors varð
forsætis- og utanríkisráðherra fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn en auk hans mynduðu Sósíalistaflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn stjórnina.
Færa má fyrir því rök að nýsköpunarstjórnin
hafi lagt grunninn að þeim framförum sem urðu
á Íslandi eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Þegar ný-
sköpunarstjórnin tók við áttu Íslendingar gríðar-
legar erlendar innistæður. Eftir þrengingarnar á
kreppuárunum kom gullöld í atvinnusögu Íslend-
inga. Atvinnuleysið hvarf, laun snarhækkuðu og
alls staðar var eftirspurn eftir vinnuafli. Einstakt
tækifæri skapaðist þar með til að nýta féð til upp-
byggingar atvinnuveganna. Til að svo mætti vera
urðu stéttir landsins að standa saman. Úr þessu
spratt nýsköpunarstjórnin. Keyptir voru togarar til
landsins, svonefndir nýsköpunartogarar.
Stjórnin sat til 4. febrúar 1947 þegar hún
sprakk vegna deilna um veru bandarísks hers á
landinu. Sjálfstæðismenn sömdu þá við Fram-
sóknarflokk og Alþýðuflokk um myndun nýrrar
ríkisstjórnar.
ÞETTA GERÐIST 21. OKTÓBER 1944
Nýsköpunarstjórnin mynduð
Myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson
hefði orðið hundrað ára í dag en hann
lést árið 1982. Þá er Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar tuttugu ára um þess-
ar mundir en það var opnað almenn-
ingi árið 1988. Á þessum tímamótum
hefur Listasafnið beitt sér fyrir fjöl-
þættu sýningar- og kynningarstarfi
bæði innanlands og utan.
Sýningin Stund hjá Sigurjóni verð-
ur opnuð í listasafninu að Laugarnes-
tanga 70 á laugardag. Hún er sérstak-
lega ætluð börnum í fylgd með full-
orðnum. „Við höfum útbúið leik um
safnið sem ætlað er að vekja forvitni
barna, auðvelda þeim að upplifa verk-
in, setja fram spurningar og örva sam-
ræður þeirra við hina fullorðnu,“ segir
Birgitta Spur, safnstjóri listasafnsins
og ekkja Sigurjóns.
Á sýningunni fá börnin í hendurn-
ar spjöld með mismunandi flokkum og
geta valið að skoða andlitsmyndir, dýr
eða verk sem örva ímyndunaraflið.
Hinir fullorðnu fá annars konar spjöld
með upplýsingum og lausnum sem
hjálpa til við að stýra samræðunum og
þannig rekur fjölskyldan sig um safn-
ið. „Hugmyndin er að fjölskyldur geti
komið hingað og átt góða stund saman.
Börnin fá tækifæri til að uppgötva
listina og foreldrarnir að sjá hana frá
sjónarhóli barnsins,“ segir Birgitta og
nefnir fleiri viðburði í tengslum við
afmælið.
„Í sumar var efnt til sýningar í
stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar þar
sem vinna listamannsins við gerð lág-
myndanna á Búrfellsstöð var kynnt,
en á stöðinni er 90 metra langt úti-
listaverk eftir Sigurjón. Við létum
gera bækling, sýndum myndband með
honum að störfum og handverkfærin
sem hann notaði.“
Sýning á andlitsmyndum Sigurjóns
var svo opnuð í Friðriksborgarsafninu
í Danmörku 26. september og stend-
ur hún til 31. desember. „Ég hef aldrei
séð þessar myndir í jafn fallegri um-
gjörð en andlitin lifna við á litríkum
grunni,“ lýsir Birgitta. Í tilefni sýning-
arinnar var gefin út bók á dönsku og
ensku sem upp á dönsku kallast Bill-
edhuggeren Sigurjón Ólafsson og hans
portrætter.
Fyrir skemmstu var síðan opnuð
sýning í Hafnarborg með úrvali mód-
ernískra verka Sigurjóns og Þorvalds
Skúlasonar og ætti því að vera af nógu
að taka. vera@frettabladid.is
SIGURJÓN ÓLAFSSON MYNDHÖGGVARI: ALDARAFMÆLI
Langar að vekja forvitni barna
SÝNINGAR INNANLANDS OG UTAN Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns, í efri sal Listasafnsins að Laugarnestanga. Safnið hefur í tilefni aldarafmælisins
staðið fyrir fjölþættu sýningar- og kynningarstarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærr-
ar móður okkar, dóttur, barnabarns og
systur,
Erlu Jónínu Jónsdóttur
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Jón Marel Magnússon
Ída Bjarklind Magnúsdóttir
Ída S. Sveinbjörnsdóttir
Jón S. Hreinsson Snjólaug Valdimarsdóttir
Jónína Hallgrímsdóttir
Erla Stefánsdóttir Jón Guðmundsson
og systkini hinnar látnu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Einar Magnússon
Réttarheiði 6, Hveragerði,
lést fimmtudaginn 16 október. Jarðarförin fer fram frá
Hveragerðiskirkju föstudaginn 24. október kl. 14.
Borghildur Traustadóttir
Elísabet Einarsdóttir Kári Þór Michelsen
Brynhildur Sigurðardóttir Sigurður Sveinsson
Ingveldur Sigurðardóttir Þorvaldur Hannesson
Sigríður Björk Sigurðardóttir Guðmundur Sigurðsson
Njörður Sigurðsson Kolbrún Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Heiðrún Soffía
Steingrímsdóttir,
fyrrum formaður Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra á Akureyri, til heimilis að
Grundargerði 3a,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð 18. október. Útförin
verður auglýst síðar.
Edda H. Þorsteinsdóttir
Þorsteinn Jónatansson
og aðrir aðstandendur.
Ívar Reynir Steindórsson
(Frá Teigi), Furugrund 66, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. október.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn
24. október kl. 13.00.
Sólveig Jóhannesdóttir
Þórarinn Ívarsson Maitza Esther Pacifico Ospino
Steindór Ívarsson Jón Sigurðsson
Sigurjón Ívarsson Ásta Guðríður Björnsdóttir
Guðrún Ívarsdóttir Þorvaldur Siggason
Rúnar Ívarsson Sigrún Sölvey Gísladóttir
Kolbrún Ívardóttir Jóhann Anton Ragnarsson
Ólafur Björn Heimisson Júlíana Ósk Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður,ömmu og langömmu,
Guðlaugar Marteinsdóttur,
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 4A og 4B
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðjón Ólason
María Guðbjörg Óladóttir Flóvent Johansen
Sigurlaug Maren Óladóttir Smári Hauksson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Birthe Helena Leoson,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
mánudaginn 13. október. Útförin fer fram frá
Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík, föstudaginn
24. október kl. 13.00.
Jensia Michala Leo Þórir Magnússon
Nikulás Leo Johannesson Gunnhild Absalonsen
Johann Maríus Leo Anna Björghild Jensa Leo
Johannes Leo Johannesson Janne Katrine Nordle
barnabörn og barnabarnabörn