Fréttablaðið - 21.10.2008, Qupperneq 35
ÞRIÐJUDAGUR 21. október 2008 27
FÓTBOLTI Ensku félögin Manchest-
er United og Arsenal verða í eld-
línunni í kvöld þegar þriðja umferð
í riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu hefst. United fær Celtic í
heimsókn á Old Trafford en Ars-
enal mætir Fenerbahçe í Ístanbul.
Meistaradeildarmeistarar Unit-
ed hafa ærna ástæðu til að mæta
fullir sjálfstrausts í leikinn gegn
Celtic á Old Trafford, enda hafa
Sir Alex Ferguson og læri-
sveinar hans ekki tapað
þar í Meistaradeildinni í
síðustu sextán leikjum.
„Það er gríðarlega
mikilvægt að vinna
heimaleikina ef þú
ætlar að ná góðum
árangri í Meistara-
deildinni. Ég er
bjartsýnn fyrir leik-
inn gegn Celtic þar
sem ég hef úr góðum
leikmannahópi að
velja og ég tel að við
séum á réttri leið til
þess að komast áfram
upp úr riðlinum,“ segir Ferguson.
Ferguson er þó minnugur þess
þegar Celtic gerði United talsvert
erfitt fyrir í Meistaradeildinni
árið 2006 þegar United vann naum-
lega 3-2 á Old Trafford.
„Leikurinn árið 2006 var mjög
opinn vegna þess að Celtic komst
yfir og við verðum því að passa að
það endurtaki sig ekki,“ segir
Ferguson.
Celtic situr reyndar uppi
með óhemju vonda tölfræði
á útivöllum
í Meistara-
deildinni. Stað-
reyndin er sú að félagið hefur
ekki unnið í síðustu átján leikjum
sínum.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, hlakkar til að mæta
Fenerbahçe og hefur trú á því að
leikmenn sínir muni ekki bugast
þrátt fyrir mótlætið á erfiðum úti-
velli, en Fenerbahçe vann alla
fimm heimaleiki sína í keppn-
inni í fyrra.
„Það er sérstök upplifun
að spila í Ístanbul hvort
sem það er gegn Fener-
bahçe, Besiktas eða Galat-
asaray því tyrkneskir
áhorfendur eru sér á
báti í Evrópu og ná allt-
af að skapa mjög erfið-
ar aðstæður fyrir gest-
ina. Ég á vissulega von
á erfiðum leik en ég
tel leikmenn mína til-
búna og þeir munu
ekki láta mótlætið
á sig fá,“ segir
Wenger.
- óþ
Man. Utd og Arsenal geta komist með annan fótinn í næstu umferð Meistaradeildarinnar með sigri í kvöld:
United hefur ærna ástæðu til bjartsýni
ÓSMEYKUR Wenger
telur að leikmenn sínir
muni ekki láta óvingjarn-
legt andrúmsloft í Ístanbul
hafa áhrif á sig.
NORDIC PHOTOS/GETTY
BJARTSÝNN Ferguson
hefur fulla trú á því að
United geti haldið áfram
góðu gengi á heimavelli
þegar Celtic kemur í heim-
sókn. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Elísabet Gunnarsdóttir,
annar þjálfara Íslandsmeistara
Vals, verður næsti þjálfari
sænska liðsins Kristianstad en
liðið endaði í níunda sæti sænsku
deildarinnar í ár. Elísabet verður
tveggja manna maki hjá félaginu
því þeir Thomas Mårtensson og
Ulf Palmquist hafa þjálfað liðið í
sameiningu undanfarin sex ár.
Þeir náðu að halda liðinu uppi á
sínu fyrsta ári í deildinni.
„Ég er mjög ánægð með þetta
en ég veit að þetta verður erfitt,“
segir Elísabet en sænska deildin
er af mörgum talin vera sú sterk-
asta í heimi.
Elísabet segist samt ekki sætta
sig við það markmið að ætla að
bara að halda sér í deildinni. „Það
er mikill metnaður í klúbbnum
og það hafði líka mikið að segja
að það er mikill áhugi á kvenna-
knattspyrnu í bænum. Forráða-
menn félagsins tala um að taka
lítil skref í átt að því að koma lið-
inu í hóp þeirra bestu og mér líst
vel á það,“ segir Elísabet en hún
er á því að það henti sér vel að
byrja að þjálfa hjá ungu og
reynslulitlu félagi eins og Kristi-
anstad.
Valur hefur unnið Íslands-
meistaratitilinn þrjú ár í röð og
alls fjórum sinnum undir stjórn
Elísabetar en í sumar vann hún
með Frey Alexanderssyni sem er
núna tekinn við Valsliðinu.
Hún segir árangur Vals í
Evrópukeppninni og það að
hún hafi verið dugleg að
kynna sig á ferðum sínum
erlendis eiga mestan þátt í
því að hún fékk þetta
tækifæri.
Með sænska lið-
inu spilar landsliðs-
konan Erla Steina
Arnardóttir og
það kom fram í
sænskum fjöl-
miðlum að bæði
hún og Sigurður Jónsson, þjálf-
ari Djurgården, hafi mælt með
Elísabetu við forráðamenn
félagsins.
Það er öruggt að Margrét Lára
Viðarsdóttir mun ekki koma með
Elísabetu til Kristianstad en það
má samt búast við því að Elísa-
bet leiti til annarra íslenskra
leikmanna til að styrkja liðið
fyrir næsta tímabil.
„Ég hef áhuga á að fá til
mín nokkra leikmenn frá
Íslandi en þetta verður
samt ekkert lítið útibú frá
Val. Það hafði samt mikil
áhrif að liðið spilar í rauð-
um búningum,“ segir
Elísabet í léttum tón.
Hún ætlar að fara að
vinna í leikmanna-
málum á næstunni
en fyrst á dagskrá
er að fara út og
skrifa undir
samninginn. - óój
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad í sænsku deildinni á næsta tímabili:
Ætlar sér ekki að stofna lítið
Valsútibú í sænsku deildinni
KÁT Elísabet Gunnars-
dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KÖRFUBOLTI Kvennalið Hamars
hefur vakið mikla athygli í upp-
hafi Iceland Express-deildar
kvenna. Liðið er á toppnum eftir
tvo góða sigra, fyrst 83-59 á móti
Snæfelli á heimavelli og svo 76-65
á móti KR í DHL-höllinni á laugar-
daginn.
Þetta er besta byrjun Hamars-
liðsins í sögu félagsins í efstu
deild en á fyrstu tveimur tímabil-
um liðsins í efstu deild kom fyrsti
sigur vetrarins ekki fyrr en í
fimmta leik liðsins.
„Ég er alveg himinlifandi yfir
þessu,“ segir Ari Gunnarsson,
þjálfari liðsins, en hann segir að
góður undirbúningur eigi mikinn
þátt í velgengni liðsins nú. „Stelp-
urnar eru orðnar reyndari og svo
komu líka lykilleikmenn betur
undirbúnir eftir landsliðsverkefn-
in,“ segir Ari. Þær Fanney Lind
Guðmundsdóttir og Jóhanna Björk
Sveinsdóttir léku sína fyrstu A-
landsleiki í haust og Hafrún Hálf-
dánardóttir æfði líka með A-lands-
liðinu í sumar.
„Við stefnum í hóp fjögurra
efstu liða og þar liggur okkar
markmið,“ segir Ari en hann segir
mestan muninn á liðinu frá því í
fyrra liggja í betri varnarleik.
Ari er líka sáttur við að liðið
hafi náð að sýna stöðugleika með
því að vinna tvo góða sigra í röð.
Hann vill samt sjá smá hugarfars-
breytingu hjá sínum stelpum.
„Það sem við þurfum að fara að
gera er að fara að læra að vinna
leiki,“ segir Ari sem vildi sjá sínar
stelpur fagna meira sigrinum á
móti KR. „Ég sagði við þær eftir
KR-sigurinn að það væri allt í lagi
að sleppa sér aðeins. Mér finnst
þetta vera mikið takmark að ná að
vinna KR á útivelli og ég var mjög
ánægður,“ sagði Ari en Hamri var
spáð 5. sæti fyrir tímabilið á sama
tíma og KR var spáð 2. sætinu.
Hamarsliðið er enn þá með tvo
erlenda leikmenn þrátt fyrir efna-
hagsástandið og þær Lakiste Bark-
us og Julia Demirer verða áfram
hjá liðinu, að minnsta kosti í viku í
viðbót.
„Við tökum bara viku fyrir viku
og endurskoðum þetta í hverri
viku,“ sagði Ari um framtíð þeirra
í Hamri en hann fékk flott fram-
lag frá erlendu stúlkunum í sigrin-
um á KR þar sem Barkus var með
22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsend-
ingar en Demirer bætti við 20 stig-
um, 6 fráköstum og 5 vörðum skot-
um.
Næsti leikur Hamars er á móti
Fjölni á miðvikudaginn og Ari
vonast til að Hvergerðingar mæti
á leikinn og sýni stelpunum sínum
stuðning því þær sjálfar séu búnar
að leggja mikið á sig til að reyna
að koma Hamri í efri hluta deild-
arinnar í fyrsta sinn. - óój
Hamarskonur hafa aldrei byrjað betur og þjálfarinn Ari Gunnarsson er himinlifandi:
Þurfa að læra það að vinna leiki
ÁKVEÐIN Hamarskonan Fanney Lind
Guðmundsdóttir spilaði sína fyrstu þrjá
landsleiki í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
LEIKIR KVÖLDSINS
E-riðill:
Man. Utd-Celtic Stöð 2 Sport
Villarreal-AaB
F-riðill:
Bayern München-Fiorentina
Steaua Búkarest-Lyon
G-riðill:
Fenerbahçe-Arsenal Stöð 2 Sport 3
Porto-Dynamo Kiev
H-riðill:
Juventus-Real Madrid Stöð 2 Sport 4
Zenit-Bate Borisov
FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam-
bandið ætlar að rannsaka ummæli
sem Didier Drogba, framherji
Chelsea, lætur falla í nýrri
ævisögu sinni. Drogba fékk rautt
spjald fyrir að klappa á kinnina á
Vidic í úrslitaleik Meistaradeild-
arinnar en segir í ævisögunni að
hann sjái eftir því að hafa bara
ekki lamið Serbann almennilega.
„Ef ég hefði lamið hann
almennilega þá hefði ég alltént
átt rauða spjaldið skilið og ég sé
eftir að hafa ekki gert það þá,“
segir Drogba. - óþ
Didier Drogba, Chelsea:
Hefði átt að
lemja Vidic
RAUTT SPJALD Drogba fékk rautt spjald
eftir samskipti sín við Vidic í úrslitaleik
Meistaradeildarinnnar. NORDIC PHOTOS/GETTY
Alcoa Fjarðaál býður íbúum á Austurlandi til
kynningarfunda 21., 22. og 23. október næstkomandi.
Á fundunum kynna starfsmenn álversins starfsemi þess,
umhverfisstefnu Alcoa, niðurstöður rannsókna á
umhverfisáhrifum álversins meðan á gangsetningu stóð,
mannaráðningar, samfélagsleg áhrif álversins og fleira.
Fundirnir hefjast með stuttu erindi og síðan geta
fundargestir kynnt sér upplýsingar um álverið á
veggspjöldum og rætt við starfsfólk og sérfræðinga
álversins.
Allir fundirnir hefjast klukkan 20.00
og verða haldnir sem hér segir:
Á fundunum verður boðið upp á kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir!
Nesskóla í Neskaupstað þriðjudaginn 21. október
Grunnskóla Eskifjarðar þriðjudaginn 21. október
Grunnskóla Reyðarfjarðar miðvikudaginn 22. október
Menntaskólanum á Egilsstöðum miðvikudaginn 22. október
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fimmtudaginn 23. október
Grunnskólanum á Stöðvarfirði fimmtudaginn 23. október
K
O
M
A
L
M
A
N
N
A
T
E
N
G
S
L
/S
V
A
R
T
H
V
ÍT
T