Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 6
6 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR Fátt er ánægjulegra en þegar fólk tekur ábendingum Neyt- endahornsins fagnandi og leiðréttir samkvæmt því. Á föstudaginn var sagði af óánægju Lúðvíks Þorfinnssonar með verð á umfelgun hjá Hjólbarðaþjónustu Hafnar- fjarðar. Lúðvík taldi verkið hafa verið auglýst á 4.990 krónur, en hann var rukkaður um 8.990 krónur vegna stærðar dekkjanna, sem eru 17 tommur. Hörður Þráinsson hjá Hjólbarðaþjónustu Hafnar- fjarðar hafði samband og lét í ljós mikla ánægju, bæði með ábendinguna og umboðsmann neytenda almennt. Hann segir umfelgun hjá sér reyndar auglýsta frá 4.990 krónum en ekki á 4.990 krónur, en í verðbreytingum í síðustu viku hafi hann skotið heldur yfir markið með 17 tommu dekkin. Hörður hefur því lækkað verðið úr þeim 8.990 krónur sem Lúðvík greiddi niður í 6.990 krónur. Auk þess hafði Hörður samband við Lúðvík og tjáði honum að mismunur- inn biði eftir honum á verkstæðinu. Hörður vonar enn fremur að sem fæstir hafi orðið fyrir barðinu á þessari of háu verðlagningu. Hann segir reksturinn byggjast á því að vera heiðarlegur og sanngjarn sem er mottó sem ótal fleiri mættu óhikað tileinka sér. Neytendur: Of hátt verð var leiðrétt hjá Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar Skaut yfir markið og leiðrétti UMRÆÐUR UM UMFELGUN Of hátt verð, sem Lúðvík Þorfinns- son þurfti að borga í síðustu viku, hefur verið leiðrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Einn seðlabankastjóri skal skipaður í stað þriggja samkvæmt frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Seðla- banka Íslands sem þingflokkur Frjálslynda flokksins hyggst leggja fram á Alþingi í dag. Samkvæmt lagafrumvarpinu skipar forsætisráðherra bankastjórann til fimm ára og verður skylt að auglýsa embættið laust til umsóknar. Þá er aðeins heimilt að skipa sama manninn bankastjóra tvisvar sinnum, eða samtals til tíu ára. Að auki verður þess krafist að seðlabanka- stjóri hafi víðtæka þekkingu á fjármálum og efnahagsmálum. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að nýr bankastjóri og nýtt bankaráð verði skipað við gildistöku laganna. Þingmenn Frjálslynda flokksins kynntu efni frumvarpsins á blaðamannafundi í gær. Átöldu þeir þar stefnuleysi ríkisstjórnarinn- ar sem þeir sögðu bera ábyrgð á efnahags- vanda þjóðarinnar. Nú þyrfti að beita samræmdum aðgerðum í efnahags- og atvinnumálum. Til að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins vilja frjálslyndir náið samstarf við Norð- menn og kanna til hlítar hvort Ísland og Noregur geti komið sér saman um að hafa sameiginlega mynt og peningastefnu. Þá mun þingflokkurinn fara fram á að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd alþing- ismanna sem fara á yfir efnahagsþrengingar Íslendinga að undanförnu. Þingmenn sögðu slíka nefnd ekki útiloka aðkomu erlendra sérfræðinga enda hefði þingnefndin yfir- stjórn yfir rannsókn málsins. - ovd Þingmenn frjálslyndra vilja láta skoða sameiginlega mynt með Norðmönnum: Einn seðlabankastjóri í stað þriggja FRÁ ALÞINGI Magnús Reynir Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður flokksins, ásamt Jóni Magnússyni þingflokksformanni á blaðamannafundi í Alþingishús- inu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNING Ræðismaður Póllands á Íslandi hefur ákveðið að bjóða fólki frítt á sýningu á þremur pólskum heimildarmyndum í Háskólabíói í kvöld klukkan 19.30. Leikstjórar heimildar- myndanna verða viðstaddir og munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Um er að ræða tvær myndir um Jóhannes Pál páfa II og hvernig Pólverjar um allan heim minnast hans, og svo myndina Precisely there sem fjallar um feðga sem ferðast um Pólland í leit að stað til að dreifa ösku látins föður og afa. Leikstjórar eru Slawomir Ciok og Cezary Iber. Aðgangur er ókeypis. - kg Háskólabíó í kvöld: Frítt á pólskar myndir í bíó KJARTAN GUÐMUNDSSON STAÐGENGILL UMBOÐSMANNS NEYTENDA ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL „Við ætlum að vera svolítið huggulegar við ráðgjaf- ana og unga fólkið og elda svolítið fyrir það,“ segir Elísabet Magnús- dóttir, formaður Kvenfélags Kópavogs. Þar í bæ er nú boðið upp á námskeið fyrir verðandi og nýbakaða foreldra í sal kvenfé- lagsins í Hamraborg 10. Kópavogsbær kostar námskeið- ið sem hefst á miðvikudag en ÓB ráðgjöf hefur veg og vanda af því í samstarfi við heilsugæslustöðv- ar, kirkjur og kvenfélagið. Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf, segir námskeiðinu ætlað að hjálpa væntanlegum og nýorðnum foreldrum að rækta parasam- bandið samhliða foreldrahlutverk- inu. - jse Kvenfélag Kópavogs: Eldar ofan í ný- bakaða foreldra MENNING Við getum lært mikið af viðbrögðum við spænsku veikinni að mati Viggós Ásgeirssonar sagnfræðings. Hann heldur í dag fyrirlestur um þennan skæða inflúensufaraldur, sem geisaði um alla heimsbyggð árið 1918. „Umræðan þá minnir nokkuð á krepputalið núna. Heilbrigðisyfir- völd lágu undir ámæli fyrir að bregðast ekki rétt við og það svo langt að reynt var að kveikja í húsi landlæknis. Menn vissu af flensunni, en töldu hana ekki verða jafn skæða og raun bar vitni; kannski ekki ólíkt því sem var um efnahagskreppuna nú,“ segir Viggó. Hann segir að eftir að flensan kom hafi Íslendingar hins vegar snúið bökum saman. „Þegar á hólminn er komið standa Íslend- ingar gjarnan saman. Það er með ólíkindum hverju tókst að áorka og heilmiklum fjármunum var safnað sem og fötum.“ - kóp Fundur um spænsku veikina: Samhent átak við áfalli FJALLAR UM FLENSU Viggó Ásgeirsson sagnfræðingur segir Íslendinga geta lært af samheldninni sem ríkti árið 1918 þegar spænska veikin geisaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Finnar fram í öryggisráðið Finnar munu bjóða sig fram til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tímabilið 2013-2014 eins og þeir ætluðu. Ástæðan fyrir því að Finnar bjóða sig ekki fram til setu fyrr er sú að ákveðinn fyrirvara verður að hafa á framboði. FINNLAND Fylgist þú með forsetakosning- um í Bandaríkjunum? Já 62% Nei 38% SPURNING DAGSINS Í DAG Er bíllinn þinn kominn á vetrardekk? Segðu skoðun þína á vísir.is EFNAHAGSMÁL „Ekki var minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármála- eftirlitsins.“ Þetta fullyrðir Seðla- banki Íslands í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær um erindi Landsbankamanna dagsett mánudaginn 6. október. Björgólfur Thor Björgólfsson, annar aðaleigandi Landsbankans, fullyrðir hins vegar að seðla- bankamönnum hafi verið full- kunnugt um að óskað væri fyrir- greiðslu frá Seðlabankanum til að koma Icesave-reikningunum í skjól breskra yfirvalda. Þetta hafi verið 5. október. Björgólfur sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag að breska fjármálaeftirlitið hefði boðist til að koma Icesave-reikningunum í skjól Breta með skjótum hætti, á fimm virkum dögum. Til þess þyrfti hins vegar 200 milljónir punda í tryggingu, eða sem nemur um 38 milljörðum króna. Björg ólfur fullyrðir að beðið hafi verið um lán í Seðlabankanum fyrir þessu sunnudaginn 5. okt- óber. Seðlabankinn segir að daginn eftir hafi bankastjórn Lands- bankans óskað eftir fyrirgreiðsl- unni. Þar hafi bréflega verið óskað 200 milljóna punda vegna þess að peningar væru teknir út úr útibúi Landsbankans í Bret- landi. Einnig hefði verið óskað eftir 53 milljónum punda í viðbót vegna dótturfélags bankans í Lundúnum. Þar voru Icesave-reikningar bankans í útibúi. Seðlabankinn segir enn fremur að óvíst hefði verið að féð hefði dugað og bankinn hefði getað þurft meira en hann upphaflega bað um. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segist ekki vita hvaða skil- yrði breska fjármálaeftirlitið hafi sett fyrir að koma Icesave- reikningunum í skjól þar í landi. Björgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í gær, í kjöl- far yfirlýsingar Seðlabankans. Þar segir hann talsvert aðra sögu en Seðlabankinn og forsætisráð- herra. Hann segir að bankastjór- um Seðlabankans hafi verið kunnugt um boð breska fjármála- eftirlitsins um flýtimeðferð til að koma Icesave-reikningunum í breskt skjól. Sama segir hann um þá ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem helst hafi unnið að úrlausn vanda íslenskra fjármálafyrir- tækja. - ikh Orð stendur gegn orði um Icesave Björgólfur Thor fullyrðir að breskt loforð um flýtimeðferð til að koma Icesave- reikningunum í skjól skýri beiðni um fyrirgreiðslu Seðlabankans. Þetta hafi ráðherrar og Seðlabanki vitað. Þeir vilja ekki kannast við það. EFNAHAGSMÁL Hópur sérfræðinga mun á næstu dögum og vikum skoða vanda íslenskra lántakenda vegna verð- tryggingarinnar og finna leiðir til að bregðast við. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra skipaði sérfræðingahóp- inn í gær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mun leiða hópinn. Gylfi segir að hópurinn muni skila tillögum til ráðherra jafnóðum. Í hópnum sitja auk Gylfa þau Edda Rós Karlsdóttir hagfræðing- ur, Ragnar Önundarson viðskipta- fræðingur, Vilborg Helga Júlíus- dóttir hagfræðingur og Þorkell Helgason stærðfræðingur. - bj Sérfræðingahópur ráðherra: Skoðar vanda lántakenda GYLFI ARN- BJÖRNSSON BANDARÍKIN, AP Lögreglan í Chicago fann í gær lík ungs drengs í bifreið sem leitað var í tengslum við hvarf sjö ára gamals systursonar söngkonunn- ar Jennifer Hudson. Drengsins, sem hét Julian, hafði verið leitað síðan á föstu- dag, en sama dag voru bróðir og móðir söngkonunnar myrt á heimili þeirra í Chicago. William Balfour, fyrrverandi stjúpfaðir drengsins, er grunaður um verknaðinn og er í haldi lögreglunnar. - gb Harmleikur í Chicago: Systursonurinn fannst látinn LÖGREGLAN Á VETTVANGI Lík drengsins fannst í bifreið sem hafði verið leitað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Fullyrðir að bankastjórar Seðlabankans, sem og þeir ráðherrar sem hafa unnið að úrlausn vanda íslenskra fjármálafyrirtækja, hafi vitað um boð breskra yfirvalda um flýtimeðferð, til að gera Icesave að bresku fyrirtæki. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.