Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 28. október 2008 23
HANDBOLTI Maðurinn sem er að
vinna í því að fá Ólaf Stefánsson
til Danmerkur hefur bæði sterk
tengsl við handbolta og íslenska
leikmenn.
Skartgripadreififyrirtækið
hans er styrktaraðili danska fót-
boltafélagsins Bröndby og þýsku
handboltafélaganna Rhein-Neck-
ar Löwen, THW Kiel og Flens-
burg en öll þessi félög eiga það
sameiginlegt að vera með Íslend-
inga í fararbroddi. Stefán Gísla-
son er fyrirliði Bröndby, Alfreð
Gíslason þjálfar Kiel og þeir Guð-
jón Valur Sigurðsson (Rhein-
Neckar Löwen) og Alexander Pet-
ersson (Flensburg) eru lykilmenn
í sínum liðum.
Það er aðeins eitt félag KasiG-
roup af þeim sem eru styrkt af
KasiGroup - danska 3. deildarlið-
ið Albertslund/Glostrup. Það
gætið hins vegar breyst ef Ólafur
fellst á að koma til liðsins.
Ævisaga Danans Jesper Niel-
sen er efni í bandaríska bíómynd
en á örfáum árum byggði hann
upp úr engu risafyrirtæki á sviði
skartgripasölu og dreifingu um
þýskumælandi markaði Evrópu.
Nú er ætlunin að endurtaka leik-
inn en ekki í heimi viðskiptanna
heldur í heimi handboltans. Fyrir-
tæki hans, KasiGroup, hefur tekið
saman við handboltafélögin
Albertslund og Glostrup um að
búa til framtíðarstórveldi í evr-
ópskum handbolta.
Líkt og með KasiGroup sem
varð til á fimm árum þá er ætlun-
in að Albertslund/Glostrup spili í
Meistaradeildinni strax árið 2011
en liðið er sem stendur í dönsku
C-deildinni.
Stefnan er síðan að vera besta
handboltalið í Evrópu 2013 en
samkvæmt því ætlar hann sér að
taka jafnlangan tíma í að byggja
upp liðið og það tók hann að
byggja upp KasiGroup fyrirtæk-
ið.
Jesper Nielsen er 38 ára gamall
og rekur fyrirtækið ásamt fjöl-
skyldu sinni og meðeigendum,
föður sínum Jan Nielsen, móður
sinni Dorthe og systur sinni
Annette Laustrup.
Móðir hans er gjaldkeri og syst-
ir hans er sölustjóri. Það var hins
vegar Jesper sjálfur sem sagði
upp starfi sínu fyrir fimm árum,
tók 400 þúsund danskra króna veð
í húsi foreldra sinna og lagði af
stað í söluferð um Þýskaland án
þess að kunna stakt orð í þýsku.
Velgengnin var engu lík en hún er
að stórum hluta byggð í kringum
Pandora-skartgripakeðjuna sem
KasiGroup varð drefingaraðili
fyrir. Í dag er KasiGroup dreif-
ingaraðili fyrir 175 skartgripa-
sala í Danmörku, Þýskalandi,
Austurríki og Sviss. Veltan
2006/07 var upp á 191 milljón
danskra króna og hagnaður fyrir-
tækisins 23 milljónir danskra
króna. Framtíðarsýn fyrirtækis-
ins er að stækka enn frekar og
leiðin að því hefur verið að krækja
í einkaréttinn í Evrópu af þekkt-
um merkjavörum sem hafa gert
það gott á bandarískum markaði.
Jesper Nielsen er uppalinn í
Bröndby-hverfinu og það vakti
mikla athygli í Danmörku þegar
KasiGroup gerðist annar af höf-
uðstuðningsaðilum danska fót-
boltaliðsins Bröndby. Handbolta-
áhuga Jespers Nielsen má rekja
til að hann spilaði með Glostrup-
liðinu fyrir tveimur áratugum og
í raun hafa allir fjórir meðeigend-
urnir úr fjölskyldunni spilað
handbolta. Jesper spilaði sem
leikstjórnandi á handboltavellin-
um og það kemur því ekki á óvart
að maður með auga fyrir hand-
bolta geri allt til þess að krækja í
Ólaf okkar Stefánsson. - óój
Skartgripakóngurinn Jesper Nielsen, sem vill kaupa Ólaf Stefánsson til AG Håndbold, byggði upp risafyrirtæki úr engu:
Ævisagan eins og samin fyrir bandaríska bíómynd
SNJALL SÖLUMAÐUR Jesper Nielsen
er snjall viðskiptamaður. MYND/AG
HANDBOLTI Það er óhætt að segja
að fréttir af meintri brottför Ólafs
Stefánssonar frá Spáni til danska
C-deildarliðsins Albertslund/
Glostrup, eða AG, hafi vakið
athygli. Fáir Íslendingar hafa
heyrt minnst á þetta litla
félag í Danmörku enda
ekki verið að gera
merkilega hluti.
Það eru aftur á móti
breyttir tímar hjá
félaginu síðan KasiG-
roup með Jesper
Nielsen í broddi
fylkingar kom með
peninga inn í félag-
ið. Markmið félags-
ins er í kjölfarið ein-
falt – að gera AG að
besta félagi Danmerkur
sem og að einu besta félagi Evr-
ópu.
Bjartsýnir á að fá Ólaf til danska
félagsins
„Við erum í samningaviðræðum
við Ólaf og ég átti mjög jákvætt
spjall við Ólaf og umboðsmann
hans. Vonandi verður af því að
Ólafur komi til okkar næsta sumar.
Það liggur samt ekki enn fyrir en
vonandi skýrist málið á næstu
tveimur vikum,“ sagði Niki Chris-
tensen, framkvæmdastjóri AG
Håndbold við Fréttablaðið í gær
er hann var spurður um hver stað-
an væri í samningaviðræðunum
við Ólaf. „Við erum bjartsýnir á að
Ólafur semji við okkur en maður
veit aldrei í íþróttum í dag.“
Eins og áður segir er félagið
stórhuga og það ætlar sér að næla
í fleiri stóra bita en Ólaf.
„Þegar við komumst upp í efstu
deild stefnum við á að semja við
nokkra danska landsliðsmenn en
fyrir næsta ár stefnum við að því
að næla í annan stóran bita með
Ólafi sem kemur vonandi.
Stefnan er að frá árinu 2010
verði liðið komið í efstu deild og
geti í kjölfarið farið að keppa við
bestu lið Evrópu. Sýn okkar og
markmið er að gera þetta félag að
einu því besta í Danmörku.
Skrifuð markmið
félagsins er að
verða danskur
meistari eigi síðar
en 2012 og komast í
Meistaradeildina
fyrsta árið okkar í efstu
deild,“ sagði Christensen
án þess að hika.
Það segir sig sjálft að
slíkur árangur næst ekki án
verulegs fjármagns.
„Við erum með afar góðan
styrktaraðila í KasiGroup og aðal-
maðurinn þar, Jesper Nielsen, er
stjórnarformaður félagsins og við
erum í miklum samskiptum. Við
höfum mikinn metnað og teljum
okkur hafa góða áætlun og nægi-
legt fjármagn til þess að ná mark-
miðum okkar. Að okkar mati eru
þessi markmið þess utan raun-
hæf,“ sagði Christensen.
Draumur allra félaga að semja við
Ólaf Stefánsson
Þegar félagið ákvað að reyna að
lokka stórstjörnur til félagsins
kom nafn Ólafs Stefánssonar fljótt
upp. „Ólafur er einn besti hand-
boltamaður heims. Ég tel að það
yrði draumur fyrir öll lið að fá
Ólaf til sín. Við höfum mikinn
metnað og þess vegna viljum við
fá Ólaf til okkar.
Hann er ekki bara góður hand-
boltamaður heldur sterkur kar-
akter sem gerir aðra leikmenn
betri. Ólafur er þess utan afar
þekktur og virtur hér í Dan-
mörku,“ sagði Christensen en
félagið hefur ekki í hyggju að fá
Ólaf til að þjálfa. Núverandi þjálf-
ari, Sören Herskind, mun stýra
liðinu næstu þrjú ár ásamt danska
landsliðsmanninum Klaus Bruun
Jörgensen sem spilar með Íslend-
ingafélaginu FCK.
Það er talað um að Ólafur verði
hæstlaunaði handboltamaður
heims semji hann við AG. Er það
satt?
Verður með launahærri leikmönn-
um Danmerkur
„Ég veit ekki hvað leikmenn í
öðrum félögum fá en ég tel að
hann yrði með þeim launahærri í
Danmörku. Það segir sig sjálft
enda yrði Ólafur besti leikmaður-
inn í danska handboltanum ef
hann kæmi þangað. Annars held
ég að peningarnir skipti ekki
mestu hér. Það er áskorunin og
tækifærið að búa til eitthvað sér-
stakt hjá þessu félagi nánast frá
grunni,“ sagði Christensen.
Heimavöllur AG þessa dagana
er í Glostrup en húsið þar tekur
um 1.000 manns. Það er ljóst að
slíkt hús mun ekki uppfylla kröfur
félagsins í langan tíma og því er
flutningur á dagskránni.
„Við erum að skipuleggja flutn-
ing í Bröndby Halle. Þar komast
4.700 manns fyrir í dag. Bröndby
ætlar að kaupa höllina og leigja
okkar aðgang að henni. Höllin er
farin að láta á sjá og þarf nauðsyn-
lega á andlitslyftingu að halda
sem við munum fara í.
Eftir þá vinnu verður húsið
betra fyrir áhorfendur og sérstak-
lega VIP-hlutinn. Breytingarnar á
VIP-svæðinu gætu reyndar fækk-
að sætum fyrir venjulega áhorf-
endur en aðstaðan verður til fyrir-
myndar,“ sagði Niki Christensen
að lokum.
henry@frettabladid.is
AG á að vera stórveldi í Evrópu
Niki Christensen, framkvæmdastjóri danska handboltaliðsins Albertslund/Glostrup, eða AG Håndbold,
segir að félagið ætli sér stóra hluti á næstu árum og að fá Ólaf Stefánsson í liðið undirstriki þann metnað
félagsins. Stefna félagsins er að verða stórveldi í evrópskum handbolta innan fárra ára.
SPILA Í LITLU HÚSI Heimavöllur AG í dag tekur um 1.000 manns í sæti en fyrirhugað-
ur er flutningur í Bröndby Halle sem tekur um 5.000 manns. Höllin verður gerð upp
og ekkert sparað í VIP-aðstöðu. MYND/AG HÅNDBOLD
STÓRHUGA Niki Christensen, framkvæmdastjóri AG Håndbold, segir félagið ætla sér
að komast í Meistaradeildina á fyrsta ári í efstu deild. Félagið á að verða danskur
meistari eigi síðar en 2012 og síðan keppa við bestu lið Evrópu. MYND/AG HÅNDBOLD
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson
virðist færast nær danska C-
deildarliðinu AG Håndbold á
hverjum degi.
Síðast í gær lét stjórnarformað-
ur félagsins, Jesper Nielsen, hafa
eftir sér í dönskum fjölmiðlum að
Ólafur ætti aðeins eftir að skrifa
á samninginn.
Ólafur varðist allra frétta um
málið í gær er Fréttablaðið náði
tali af honum í gær en sagði
ummæli Nielsens ekki alveg rétt.
„Ég var búinn að heyra af
þessum ummælum Jespers en
þau eru ekki alveg rétt. Þetta mál
er vissulega í gangi en það hefur
ekki verið tekin endanleg
ákvörðun og ég hef ekki skrifað
undir neitt enn sem komið er,“
sagði Ólafur en líkt og kemur
fram í viðtalinu við Niki Christen-
sen framkvæmdastjóra hér til
hægri vonast félagið til þess að fá
botn í málið á næstu tveimur
vikum.
Jesper Nielsen sagði enn
fremur í viðtali við sporten.dk í
gær að Ólafur yrði kynntur sem
leikmaður félagsins í janúar
ásamt 3-4 öðrum leikmönnum.
Nielsen greinir frá því að Ólafur
muni flytja inn í hús hans í
Danmörku og fá glæsibifreið frá
félaginu – annaðhvort Porsche
eða Ferrari.
Einnig kemur fram í fréttinni
að Ólafur muni fá um 6-8
milljónir króna í mánaðarlaun frá
félaginu.
Á sama vef er einnig greint frá
því að félagið hafi íhugað að fá
sænska landsliðsmanninn Kim
Andersson til félagsins en þar
sem hann sé með langtímasamn-
ing við annað félag hafi ekki
komið til greina að félagið gæti
reynt við hann. Þess má geta að
Andersson hefur samið við félag
Ólafs, Ciudad Real, og vill félagið
að Ólafur verði honum til
aðstoðar í það minnsta fyrsta
árið. - hbg
Ólafur Stefánsson:
Hef ekki skrifað
undir neitt
ÓLAFUR STEFÁNSSON Gæti tekið áhuga-
vert skref á sínum ferli á næstu dögum.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR