Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 16
Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska frunsuplástur! Nýjung - Byltingarkenndur plástur Fæst í apótekum www.compeed.com Misty skór Laugavegi 178 • Sími: 551 2070 Opið: mán - fös: 10 - 18 • lau: 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf STAF GANG A ÁHRIF ARÍK LEIÐ TIL LÍ KAMS RÆKT AR Stafgöngunámskeið hefjast 4. nóvember n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: Næstu fyrirlestrar og námskeið 28. okt. Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli Edda Björgvins leikari 29. okt. Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 30. okt. Hollusta og hagkvæmni - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur 01. nóv. Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 04. nóv. Líkamsstaða, skrifstofuumhverfið og æfingar Haraldur Magnússon osteópati 11. nóv. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi www.madurlifandi.is „Þetta er ekki hefðbundin líkams- ræktarstöð. Inni hjá okkur er ekk- ert af lóðum eða brennslutækjum en við erum að rækta bæði líkama og sál saman. Við erum með stór- an sal þar sem jóga, magadans og salsa eru í boði og vorum að byrja með jóga fyrir börn, sem er mjög skemmtilegt námskeið,“ útskýrir Helga Björg Gísladóttir, rekstrar- stjóri Heilsubyltingarinnar, sem var opnuð 1. september í Bæjar- hrauni í Hafnarfirði. Heilsubylt- ingin er hugsuð sem griðastaður fyrir þá sem vilja hugsa um lík- ama og sál. Helga segir þörf hafa verið fyrir stað með jafn fjölbreytta þjónustu en hjá Heilsubyltingunni eru líka sjálfstætt starfandi aðilar eins og nuddari, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, heilunarmið- ill og hjúkrunarfræðingur sem sinnir náttúrulækningum svo eitt- hvað sé nefnt. „Við finnum það sérstaklega núna þegar efnahagslífið er svona að fólk kemur hingað inn, vill bara loka augunum og slappa af. Hjá okkur starfa einnig snyrtifræð- ingur og naglafræðingur. Svo erum við með ultratone-tækin okkar, sem stofan er í raun byggð í kringum. Þetta eru rafbylgju- tæki en í þeim er hægt að fara í grenningu, mótun og styrkingu. Einnig bjóðum við upp á gelvafn- inga, heitan pott, sauna og hér er ráðstefnusalur sem tekur 30 manns í sæti.“ Helga segir Heilsubyltinguna strax hafa hlotið góðar viðtökur og eigi sér nú þegar fastakúnna. Kúnnahópurinn sé breiður og sæki jafnt ungir sem aldnir staðinn. „Við vitum ekki af öðrum sem bjóða upp á svona fjölbreytta þjónustu. Hingað kemur fitness- fólk og eldri konur og menn, sem vilja styrkja sig, og fólk sem vill grenna sig, en við erum til dæmis með mjög gott prógramm fyrir konur sem eru nýbúnar að eiga barn. Stefnan er enn að þróast og við höfum ýmislegt á prjónunum eftir áramótin. Jafnvel ný nám- skeið,“ segir Helga leyndardóms- full í bragði. Heilsubyltingin opnar nýja heimasíðu á slóðinni www.heilsu- byltingin.is hinn 1. nóvember með upplýsingum um námskeið og þjónustu. heida@frettabladid.is Heilsubylting í hrauninu Nauðsynlegt er að huga að líkama og sál í annríki hversdagsins. Heilsubyltingin var nýlega opnuð í Hafnarfirði, þar sem fólki gefst kostur á að læra magadans og jóga auk þess að fá snyrtingu. Helga Björg Gísladóttir segir Heilsubyltinguna griðastað í annríki hversdagsins fyrir þá sem vilja rækta líkama og sál. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HJÓLREIÐAR á veturna eru vel mögulegar ef hjólið er rétt útbú- ið. Á vefsíðunni samgongur.is má finna leiðbeiningar um vetrarút- búnað reiðhjóla en meðal annars er mælt með nagladekkjum, ljós- um að aftan og framan og vatnsheldum töskum á bögglaberann. Miðvikudaga og laugardaga Ertu með eitthvað gott á pjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 29. október kl. 16-18 . Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Alla föstudaga Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.