Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 30
18 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR NOKKUR ORÐ Freyr Gígja Gunnarsson ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ahhh! Þetta verður gleðilegt síðdegi! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það gefandi að gera eitthvað fyrir samfélagið. Að æfa sig fyrir opnum glugg- um er ekki endilega eitthvað sem samfélagið álítur þjónustu! Minntu mig á að biðja nágrannana afsökunar. Nanook fasteignasala Opið Selt Selt Hvað stendur í dagatalinu mínu í dag? Ó... Já það er komið að „hárkögguls- þriðjudegi“! Hvernig var í skólanum í dag, Hannes? Fínt! Raggi og ég stofnuðum klúbb. Við köllum hann „Gættu að þér! Hér kemur það!“- klúbbinn. Núna erum við komnir með þrjá, uh... „meðlimi“. Þetta skýrir bréfið frá kennaranum. Á Austurvelli stóðu nokkrar hræður. Vindur var kaldur og örfá snjókorn reyndu af miklum vanmætti að lita jörðina hvíta. Maður gekk um með pitsu- kassa og bauð öllum sneið. Rithöfundur stóð inni í vörubíl og las af blaði. Þakkaði auðjöfrum nærveru sína, þeir ættu jú sök á því hvernig komið var fyrir þjóð hans. Í fjölmiðlum þennan sama dag lýstu auð- jöfrarnir því hins vegar yfir að þetta væri ekkert þeim að kenna. Heldur stjórn- völdum. Og þá sérstaklega þessum seðlabankastjóra sem öllum er í nöp við. Hann hefur bent á útrásarvíking- ana sem blóraböggla en ríkisstjórnin vill helst gefa öllum upp sakir. Forystusauðir hennar skella skuldinni nefnilega á útlendinga. Og þá helst Breta. „Áttu mótmælin ekki að vera klukkan fjögur?“ Roskin kona kom af fjöllum og skildi ekki hvað uppáhaldshöfundurinn hennar var að vilja inni í vörubílnum. Hann átti ekki að byrja að tala fyrr en eftir hálftíma. „Nei, þetta eru önnur mótmæli. Hin eru klukkan fjögur. Það er allt annað fólk.“ Konan gafst upp og fór heim. Reiði hennar yfir glataða sparifénu varð að bíða betri tíma. Og svo var hún líka á báðum áttum. Var þetta allt saman Davíð að kenna, eða Björgólfi? Ríkis- stjórninni eða Bretum? Ekki gat hún farið að mótmæla þessu öllu í einu. Og þegar klukkan sló fjögur fór útvarps- kona í pontu, svo skemmtikraftur og loks fyrrverandi ráðherra. Undir lokin virtust allir hafa sammælst um að breyta setning- unni „Þú ert enginn fokkings borgarstjóri“ í „Davíð burt“. Svo var eggi kastað í ráð- herrabústaðinn og fáni brenndur. Svona er hin týpíski íslenski her, höfuð- laus með öllu. Höfuðlaus her Munum eftir að kveikja á útiljósunum Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. www.takk. is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.