Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 14
14 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00
www.velaland.is
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 577-4500
Vélaland sérhæfir sig í tímareimum.
Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu
á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um
tímareimina fyrir þig, á föstu verði.
Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti
Er tímareimin komin á tíma?
Fast verð hjá Vélalandi
Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu
núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.
Verðdæmi um tímareimaskipti:
Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000
Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr.
Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002
Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr.
Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001
Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr.
VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006
Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr.
Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005
Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr.
Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma
577-4500 og pantaðu tíma.
Það er margt sem maður sleppir núna og saknar ekki.
Fattar allt í einu að maður hefur
jafnvel verið að kaupa eitt og
annað sem mann langar ekki einu
sinni í,“ sagði vinur minn á
sautjánda ári, þegar ég spurði
hvernig hann og skólafélagar
hans upplifðu ástandið í þjóðfé-
laginu.
„Nú spáir maður meira í hvað
maður borgar fyrir,“ sagði hann.
„Margir hafa farið á McDonalds í
hádeginu eða verslað í skólabúð-
inni þar sem allt er helmingi
dýrara en í Bónus. Ég hef yfirleitt
keypt mér næringu í Bónus og
ekki hitt marga úr skólanum þar.
Núna standa skólasystkini mínir
hins vegar í biðröð við kassann í
þeirri búð og eru meira að segja
farin að kvarta yfir verðinu.
Sjálfur skoðaði ég með nýjum
augum hollustusamlokuna sem ég
keypti í Bónus á 230 krónur. Þetta
eru tvær brauðsneiðar, með káli á
milli og einu og öðru sem til er í
ísskápnum heima. Nú útbý ég
fimm samlokur á hverjum
morgni, tvær fyrir mig og hinar
fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, og
er enga stund að því. Munar
ekkert um að smyrja fyrir hina úr
því ég geri þetta hvort sem er.
Þeir sem kaupa sér gos í
frímínútum og samlokur í
skólabúðinni í stað þess að koma
með nesti að heiman, greiða um
eitt þúsund krónur fyrir þetta.
Það eru fimm þúsund á viku og
tuttugu þúsund á mánuði og
krakkarnir eru að átta sig á því að
þetta er sóun,“ bætti hann við.
„Þeir sem eru nýkomnir með
bílpróf eru hættir að tala um að
kaupa sér bíl. Það er dýrt að reka
þá og við fáum frítt í strætó.
Enginn tilgangur í að eiga bíl.
Krakkarnir tala líka um hátt
bensínverð og að ferðir heimilis-
fólks séu sameinaðar sé þess
kostur. Ekki sé lengur farið í
tilgangslausar ferðir án umhugs-
unar. Ef við skólasystkinin sjáum
til dæmis hagstætt tilboð á
pitsum í öðrum bæjarhluta á
föstudegi, er sammælst um að
einn fari á bíl og sæki fyrir alla.
Þegar þemaböll hafa verið
haldin í skólanum, hafa margir
keypt sér fatnað fyrir ballið í stíl
við þemað hverju sinni en nú
dettur engum í hug að kaupa sér
föt fyrir eitt ball! Nýta sér það
sem þeir eiga.“
Heimilislíf
Ég verð að viðurkenna að ég átti
hreint ekki von á svona skil-
merkilegu svari við spurningunni
til menntaskólanemans og þaðan
af síður þessari aðlögun alls-
nægtabarna á breyttum tímum.
Hann talar beinlínis um þetta eins
og áhugavert verkefni. Ég spurði
hvort það væri eitthvað fleira
sem honum fyndist hafa breyst
vegna samdráttar í þjóðfélaginu.
„Já,“ sagði hann að bragði, „það
er allt í einu miklu betri matur
heima í miðri viku. Mamma er
farin að elda af mikilli hug-
kvæmni! Í staðinn fyrir hamborg-
ara og franskar er maður að
kynnast alls konar réttum og
hlakkar til að setjast við matar-
borðið á hverjum degi. Þess utan
er boðið upp á heimabökuð brauð
og kökur. Áður skruppum við
gjarnan í bakarí um helgar og
keyptum kannski fyrir 2.500
krónur. Núna tökum við heima-
bakað brauð úr frystinum, bökum
vöfflur og kökur. Og það er ekki
bara gott að gæða sér á bakkels-
inu heldur finnst mér líka gaman
að baka með mömmu. Þetta er
svona fjölskyldustemning með
skemmtilegum tilbrigðum. Til
dæmis er það þannig að þegar
keyptir eru sex bananar, eru þrír
borðaðir strax en hinir settir í
skál á borðinu. Þar verða þeir
stundum dökkir og ofþroskaðir
svo að maður hefur ekki lyst á
þeim. Nú býr mamma til banana-
brauð úr þeim. Og ef mjólkin er
komin fram yfir síðasta söludag
fer hún í grjónagraut. Þannig að
ég kvarta ekki yfir þessari
kreppu!“ sagði vinur minn, sem
er góður námsmaður, kröftugur í
íþróttum og félagslífi og á móður
sem er í krefjandi ábyrgðarstafi.
Góð ávöxtun
Í yfirstandandi fárviðri efnahags-
mála, fjölmiðlunar og stjórnmála,
þar sem friður er boðaður í einu
orðinu en stríð í öðru, samstaðan
mærð, en hefndum hótað, í
þjóðfélagi sem er í umpólun og
endurskoðun á gildismati og mun
á einhvern hátt skjóta rótum í
nýjum farvegi þegar fram líða
stundir, er verulega uppörvandi
að finna heilbrigða skynsemi,
þrótt og æðruleysi hjá fólki
framtíðarinnar. Að ekki sé talað
um skilning á því að góð og
samhent fjölskylda á uppvaxtar-
árum er innstæða sem aldrei
tapast.
Fólk framtíðarinnar
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG | Íslenskt samfélag
UMRÆÐAN
Ívar Jónsson skrifar um gjaldeyrismál
Bankakreppan og skipbrot frjálshyggj-unnar hefur skapað aðstæður á Íslandi
sem voru fyrirséðar. Liðsmenn Vinstri
grænna og ýmsir félagsvísindamenn höfðu
um árabil varað við ofþenslunni af völdum
virkjanaframkvæmda, hárri skuldsetningu
þjóðarinnar, einkavæðingu og útrás
bankanna. Á innan við tíu árum breyttust
bankarnir, Baugur og fleiri fyrirtæki í fjölþjóðleg
fyrirtæki sem í eðli sínu voru/eru ekki lengur
íslensk fyrirtæki með siðferðilegar og lagalegar
skyldur gagnvart íslensku samfélagi heldur
eigendum sínum víða um heim. Í kjölfarið fæddist
ný alþjóðleg auðvaldsstétt sem átti/á litla samleið
með almenningi á Íslandi. Þessi nýja borgarastétt
hefur átt ötula stuðningsmenn í forseta Íslands,
ríkisstjórnum, fjölmiðlum og háskólunum sem
undir stjórn samtaka atvinnurekenda hafa leynt og
ljóst verið starfræktir sem trúboðsstöðvar
öfgasinnaðrar markaðshyggju.
Starfsmannafjöldi útrásarfyrirtækjanna var
undir það síðasta orðinn svipaður fjölda
starfandi á íslenskum vinnumarkaði.
Umsvif fyrirtækjanna voru orðin það mikil
að íslenska krónan setti frekari vexti
fyrirtækjanna takmörk og þau kröfðust
þess að evran yrði tekin upp í stað
krónunnar. Það var hins vegar ekki hægt
vegna þess að andstaðan gegn inngöngu í
Evrópusambandið var of mikil meðal
almennings og stjórnmálaflokkanna.
Nú þegar útrásageirinn er í kreppu og
ríkisstjórnin keppist við að finna leiðir til
að koma byrðunum yfir á almenning vex þeirri
skoðun fiskur um hrygg að Ísland sæki um aðild að
Evrópusambandinu og taki upp evru í stað krónu.
Þessi afstaða er tímaskekkja. Útrásargeirinn er að
mestu horfinn og um leið þörfin fyrir upptöku
evrunnar. Íslendingar þurfa nú að snúa sér að því
að styrkja útflutningsgreinar atvinnulífsins og
tryggja að rekstrarforsendur þeirra séu ekki of
sveiflukenndar. Íslenska krónan er nauðsynlegt
hagstjórnartæki í þessu sambandi.
Höfundur er framkvæmdastjóri Vísindagarðsins.
Upptaka evru er tímaskekkja
ÍVAR JÓNSSON
„Þeir sem eru nýkomnir með
bílpróf eru hættir að tala um
að kaupa sér bíl. Það er dýrt
að reka þá og við fáum frítt í
strætó. Enginn tilgangur í að
eiga bíl.“
Til að forðast misskilning
Bubbi Morthens skrifar málsvörn
fyrir Björgólf vin sinn Guðmundsson
í Morgunblaðið í gær, þar sem hann
þakkar honum fyrir að hjálpa sér að
hætta að drekka og átelur þá sem
vilja gera Björgólf að blóraböggli fyrir
efnahagsástandið. Til að fyrirbyggja
misskilning tekur Bubbi fram að hann
eigi við Björgólf Guðmunds-
son „eldri“. Svona ef fólk
skyldi rugla Björgólfi
Guðmundssyni saman
við Björgólf Thor Björ-
gólfsson. Sem er yngri.
Í góðri æfingu
Guðjón Gunn-
arsson,
fagsviðsstjóri
hjá Matvælastofnun, kynnir í dag
skýrslu um umgengni og hrein-
læti í íslenskum fiskvinnslum.
Á vef umhverfis- og samgöngu-
sviðs Reykjavíkurborgar segir að
á heildina litið séu niðurstöður
skýrslunnar ágætar. Þó sé ýmislegt
sem betur mætti fara, til dæmis sé
handþvotti ábótavant í íslenskum
fiskvinnslum. Er hér ekki
komið rakið verkefni
fyrir bankaforkólfa
í fjárþörf, sem
keppast nú við að
þvo hendur sínar af
öllu sem hefur farið
úrskeiðis og ætti ekki
að verða skotaskuld úr
því að kenna fiskverka-
fólki til verka.
Tæpt hjörl
Ralph Naider, hinn sígræni og
óháði forsetaframbjóðandi vestur
í Bandaríkjunum, er sagður hafa
slegið ræðumet sem skráð verður í
Heimsmetabók Guinness, þegar hann
talaði samtals í að minnsta kosti 255
mínútur á 21 stað í Massachussets-ríki
á laugardag. Það þýðir að Naider hafi
látið dæluna ganga í fjórar klukku-
stundir og fimmtán mínútur. Væri
eingöngu miðað við mínútufjöldann
væri Naider þó langt frá því að slá
heimsmet. Hann kæmist ekki einu
sinni í tæri við Íslandsmetið, sem
græninginn Hjörleifur Guttormsson sló
á Alþingi árið 1991 þegar hann talaði
sleitulaust í hálfa sjöttu klukkustund
um sín hjartans málefni.
bergsteinn@frettabladid.isB
ið og óöryggi hefur einkennt líf þjóðarinnar þessar
októbervikur. Bið eftir upplýsingum og óöryggi vegna
þess að þær berast ekki. Boðað er að hlutir skýrist á
morgun eða eftir helgi og fátt eitt gerist. Sagt er að
aðrir hlutir komist í lag á morgun eða eftir helgi og
í ljós kemur að þeir komast ekki í lag. Þarna nægir að nefna
gjaldeyrisviðskiptin og stöðu peningamarkaðssjóða.
Enn óljósara eru svör við spurningum sem snerta fjarlæg-
ari framtíð, vikur eða jafnvel ár og áratugi. Margir eru hrædd-
ir um að standa uppi atvinnulausir á næstu mánuðum og vita
ekki einu sinni hvort fyrirtækið sem þeir starfa hjá muni lifa
kreppuna af. Fólk spyr einnig hver áhrif hruns bankanna verði
á greiðslur úr lífeyrissjóðum eftir tvö ár, tíu ár eða tuttugu og
hvernig hrun bankanna muni hafa áhrif á líf þeirra barna sem
nú eru að vaxa úr grasi. Þetta eru aðeins örfá dæmi um spurn-
ingar sem taka til nálægrar og fjarlægrar framtíðar og brenna
á mörgum Íslendingum. Í stuttu máli fær þjóðin ekki þau skila-
boð frá stjórnvöldum að þau hafi tök á málum.
Mörgum var létt þegar tilkynnt var um aðkomu Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, ekki síst vegna þess að það boðaði þó einhverja
hreyfingu á málum sem verið höfðu í algerri kyrrstöðu. Enn er
þó beðið eftir að í ljós komi hvað aðkoma sjóðsins þýðir í raun
og veru og einnig hvort lán sjóðsins og hugsanlega einhverra
annarra þjóða, muni yfirhöfuð nægja til að fleyta okkur yfir
erfiðleikana.
Enn situr seðlabankastjórinn og enn situr forsætisráðherr-
ann, formaður flokksins sem setið hefur við stjórnvölinn hér
samfellt í sautján ár og hlýtur því að bera ábyrgð á þeirri pen-
ingastefnu sem hér hefur verið fylgt með þeim afleiðingum sem
raun ber vitni. Vissulega er fjármálakreppa í öllum heiminum
en augljóst er að óvíða, ef nokkurs staðar, kemur hún jafn hart
niður og á Íslandi.
Síðustu daga hefur umræðan nokkuð beinst í þann farveg
að íslenskur almenningur beri að einhverju leyti ábyrgð á því
hvernig fór og vitanlega hafa ýmsir eytt um efni fram. Á hinn
bóginn eru þeir líka margir sem brugðust við auknum kaup-
mætti með því að leggja ofurlítið fyrir. Fólk sem aldrei áður
hafði átt nokkuð aflögu fór stolt í bankann sinn þáði ráðlegging-
ar um hvernig sparað yrði með árangursríkustum hætti. Auð-
vitað er sá hópur í mun skárri stöðu en miðað við þá ábyrgð sem
hann sýndi verður að segjast að honum hefur verið gefið langt
nef.
Íslenskur almenningur ber ekki ábyrgð á hruni bankanna,
ekki að öðru leyti en því að hver og einn ber ábyrgð á því hvern-
ig hann ver atkvæði sínu í kosningum. Þjóðin ákvað að senda
Framsóknarflokkinn heim í síðustu kosningum. Hins vegar
veitti hún Sjálfstæðisflokknum áfram brautargengi til að vera í
forystu í ríkisstjórn. Kjósendur þurfa að gera upp við sig hvort
Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið þess trausts verður áður en
þjóðin gengur næst til kosninga.
Hvernig getur þjóðin tekið ábyrgð á stöðunni?
Atkvæðið er vopn
almennings
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR