Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 28. október 2008 19 folk@frettabladid.is > LEIKUR SJÁLFA SIG Britney Spears mun að öllum lík- indum leika sjálfa sig í kvikmynd byggðri á lífshlaupi hennar. Gerð myndarinnar er í höndum breska leikstjórans Phils Griffin, en sam- kvæmt heimildum breska blaðs- ins Daily Mirror hafa framleiðend- ur myndarinnar áhyggjur af því að söngkonan sé ekki tilbúin til að tak- ast á við hlutverkið vegna undan- genginna erfiðleika. Britney er þó sögð vera að ná tökum á lífi sínu eftir að hafa misst forræðið yfir sonum sínum tveimur. Goðsögnin Jerry Lee Lewis vonast til að Mick Jagger og Keith Richards úr Rolling Stones verði gestaspilarar á næstu plötu sinni. „Ég hef þekkt þá síðan þeir voru krakkar. Er það ekki magnað? Þeir eru engir krakkar núna,“ sagði Lewis, sem er 73 ára og líklega þekktastur fyrir lagið Great Balls of Fire. Lewis er hvergi af baki dottinn, enda á leið í tónleikaferð um Evrópu. „Ég hef gaman af tónlist og að spila fyrir framan fjölda fólks. Ef það hættir að mæta þá hætti ég bara að spila.“ Góðir gestir hjá Jerry Lee JAGGER OG RICHARDS Mick Jagger og Keith Richards spila líklega á næstu plötu Jerry Lee Lewis. Knattspyrnulið Verslunar- skóla Íslands og Stjörnu- lið Egils „Gilzeneggers“ Einarssonar öttu kappi á laugardaginn fyrir gott málefni. 2.500 áhorfendur horfðu hins vegar á stjörnu- hrap Egils og félaga. Góðgerðarnefnd Verslunarskól- ans stóð fyrir þessum viðburði og var tilgangurinn að safna fyrir byggingu vatnsbrunna í Gíneu- Bissá. Leikurinn stóð tvisvar sinn- um 25 mínútur og var heldur frjálslega farið með allar leikregl- ur knattspyrnunnar. En það breytti ekki þeirri staðreynd að lið Versl- unarskólans mætti ekki með stjörnur í augunum heldur lék á als oddi, tóku stjörnurnar á köfl- um í bakaríið og unnu leikinn sannfærandi; 3-1. Meðal þeirra sem reyndu að leika listir sínar með knöttinn voru alþingismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson, kraftajötnarn- ir Björn Leifsson og Ívar Guð- mundsson og hundrað daga borg- arstjórinn Dagur B. Eggertsson. Auk þeirra voru sjónvarpsmenn- irnir Helgi Seljan og Auðunn Blön- dal meðal leikmanna en hinum síð- arnefnda þótti ekki takast mjög vel upp í leiknum. freyrgigja@frettabladid.is Stjörnuliðið niðurlægt í Kórnum EINSTÖK TILÞRIF Maðurinn sem sá um þessa hjólhestaspyrnu er enginn annar en Rússlandsfarinn Geir Ólafsson. NÁÐU EINU MARKI All-Star-liðið náði að pota inn einu marki en mátti horfa á Verslinga skora þrjú. NIÐURLÚTUR Fyrirliði og þjálfari All-Star- liðsins, Egill „Gillzenegger“, var niðurlút- ur að leikslokum enda sárt að tapa. STÆLTIR Í KÓRNUM Þótt All-Star-liðið hefði tapað þá er ljóst að það hefur ýmsilegt til brunns að bera. Frá vinstri má sjá Dísu í World Class, Ívar Guðmundsson útvarpsmann og Bjössa í World Class. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIGRINUM FAGNAÐ Verslingar voru að vonum ánægðir með sigurinn og fögn- uðu ákaft í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Börnin mín verða í skóla hérna heima fram að jólum, en ég tek þau með út eftir áramót og eflaust mömmu líka,“ segir Harpa Ein- arsdóttir, fatahönnuður og teikn- ari, sem er að flytja til Bandaríkj- anna. „Ég var að fara að flytja til Boston og vinna hjá fyrirtækinu Harmonic sem framleiðir meðal annars tölvuleikina Rockband og Guitar Hero, þegar CCP gerðu mér atvinnutilboð í Atlanta sem ég gat ekki hafnað,“ útskýrir Harpa sem hefur hannað búninga fyrir tölvuleikinn EVE online á vegum CCP í eitt og hálft ár, en hún mun nú verða yfirbúninga- hönnuður í tölvuleiknum World of Darkness. Þar mun hún teikna og sjá um heildarútlit karakteranna í leiknum. Fyrir flutningana brá Harpa á það ráð að selja meirihlutann af búslóð sinni síðastliðinn laugar- dag og auglýsti söluna á Facebook síðu sinni, með góðum árangri. „Ég hefði getað tekið allt með mér, en ég lít á þetta sem nýtt upphaf. Ég seldi rúmið, sófann, tvö málverk, ýmsa húsmuni og meirihlutann af fötunum mínum, en ætli ég taki ekki restina með út. Mig langaði að losa mig við allt gamalt og fara inn í sólina í Atlanta,“ útskýrir Harpa sem flytur út 10. nóvember næstkom- andi, en kemur þó aftur í desem- ber til að verja jólunum á Íslandi. „Manni líður svolítið eins og maður sé að fara af sökkvandi skútu núna og ég vona að fólk fari ekki að flytja af landi brott í stór- um stíl, en þegar maður er ein með tvö börn munar öllu að fá greitt í dollurum og þá er erfitt að standast svona tilboð,“ segir Harpa að lokum. - ag Selur allt og flytur til Atlanta FÉKK GOTT ATVINNUTILBOÐ Harpa segist ekki hafa getað hafnað tilboði CCP um að verða yfirbúningahönnuður tölvuleiksins World of Darkness og flytur til Atlanta 10. nóvember næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár held- ur en í fyrra. Við sláum ekkert af,“ segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þús- und áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman,“ segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslend- ingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök.“ Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?“ Forsala miða á tónleikana hefst á mánu- daginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb Jólatónleikar þrátt fyrir áföll BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöll í fyrra sem heppn- uðust einstaklega vel. Rapparinn Curtis Jackson, betur þekktur sem 50 Cent, vinnur nú að eigin sjónvarpsþætti sem kallast The Money and the power. Í þættinum miðlar rapparinn reynslu sinni af því að harka á götum New York-borgar áður en hann komst í sviðsljósið og munu fjórtán keppendur reyna að feta í fótspor hans. Þátturinn hefur göngu sína vestanhafs 6. nóvem- ber og er sagður vera eins konar hiphop-útgáfa af sjónvarpsþátt- unum Apprentice. Verðlaunin eru ekki af verri endanum því 50 Cent mun gefa þeim sem sigrar 50.000 pund. Gerir raun- veruleikaþátt GEFUR 50.000 PUND Sigurvegarinn í þættinum The Money and the power mun hljóta 50.000 pund frá 50 Cent. Franski leikarinn Jean Reno hefur tekið að sér hlutverk í gamanmyndinni Couples Retreat. Myndin fjallar um fjögur pör sem ferðast til hitabeltiseyjar þar sem þau þurfa að greiða úr ýmsum persónulegum flækjum. Meðal annarra leikara verða Vince Vaughn, Jon Favreau, Jason Bateman, Kristen Bellog Kristin Davis úr þáttum Sex and the City. Jean Reno í gamanmynd Madonna hyggst nú ættleiða annað barn. Samkvæmt heimild- um breska blaðsins Daily Star hefur Madonna fengið leyfi til að ættleiða stúlku að nafni Mercy James frá Malaví, en þaðan er drengurinn David Banda sem hún ættleiddi árið 2006. Á þeim tíma lék allt í lyndi á milli hennar og Guys Ritchie, fyrrverandi eiginmanns, en sögusagnir herma að Ritchie hafi verið mótfallinn því að ættleiða í annað sinn. Afi Mercys James, Saxon Maude, hefur lagt blessun sína yfir ættleiðinguna og telur að stúlkan verði komin í umsjá Madonnu fyrir áramót. Planar aðra ættleiðingu MADONNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.