Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 22
Snertu á nýjum ævintýrum PI PA R / SÍ A www.garmin.is Garmin Oregon GPS með snertiskjá. Oregon GPS handtæki með snertiskjá gerir alla útivist einfaldari. Þetta sterkbyggða og vatnshelda leiðsögutæki er afar einfalt í notkun og færir þér björt þrívíddarkort, hæðarmæli með loftvog auk áttavita á silfurfati. Hvort sem þú ert í fjallgöngu, á hjóli, í bílnum eða bátnum, það eina sem þarf að gera er að snerta skjáinn og halda af stað. Útivistin verður bara skemmtilegri. Þú getur deilt leiðum og upplýsingum með vinum þínum eða sett aukakort fyrir það svæði sem þú ætlar að fara, hvort sem þú fylgir vegi, vatni eða ert í óbyggðum. Garmin Oregon kemur þér í snertingu við ævintýrin. TM Fylgdu þeim fremsta! Icefi n Nóatúni 17 s:5343177 www.icefi n.is Icefi n -Mest fyrir hverja krónu! 28. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Eitt af því sem eykur vellíðan starfsfólks á vinnustöðum er iðkun jóga. Ásta María Þórar- insdóttir, formaður Jógakenn- arafélagsins, mælir með því. „Jóga hefur ótvírætt gildi fyrir heilsu fólks og á það er gott að benda í þeim aðstæðum sem nú eru í okkar samfélagi. Við vitum að streita leggst á líkama og sál og skerðir einbeitingu hugans,“ segir Ásta María og kveðst tala af reynslu þegar hún segi að jóga geti breytt lífi fólks til hins betra. „Fyrir tíu árum var ég undirlögð af verkjum og stoðkerfisvanda- málum. Svo kynntist ég jóga og hef verið að kenna það í átta ár. Nú líður mér mjög vel andlega og lík- amlega og læt ekkert hindra mig lengur.“ Ásta María segir jógakennara tilbúna til að koma á vinnustaði með kynningar, þátttakendum að kostnaðarlausu. „Okkur langar að gera eitthvað til að liðsinna fólki og því bjóðum við upp á prufu- tíma annaðhvort á vinnutíma eða á kvöldin ef hópar vilja taka sig saman,“ segir hún. Hver jógatími er hátt í klukku- tíma og Ásta María segir um mis- munandi jóga að ræða eftir kenn- urum. Sumir leggi áherslu á hressilegar æfingar, aðrir teygj- ur og styrkingu en alltaf sé endað á slökun. „Hjá mér byrja tímarn- ir með öndunaræfingum og á því að mýkja hálsinn og herðarnar. Svo taka við aðrar æfingar og síð- asta korterið er slökun við þægi- lega tónlist, kerti og dempuð ljós,“ lýsir hún. Þá er það fatnaðurinn. Þarf ekki fólk að vera í sérstök- um göllum? „Jú, bara einhverju mjúku,“ svarar Ásta María og telur best að vera berfættur í æf- ingunum og leggja tískufatnaðinn til hliðar. En hvað kostar að iðka jóga að staðaldri ef fyrirtækið útvegar húsnæði? „Ég reikna með að kenn- arinn taki kringum 5.000 krónur fyrir tímann og ef góð þátttaka næst ætti tíminn ekki að vera dýr fyrir hvern og einn,“ svarar Ásta María og bendir á að jóganám- skeið séu heppileg jólagjöf fyrir- tækja til starfsfólks.“ - gun Breytir lífinu til hins betra „Jógatímarnir geta verið ýmist rólegir eða hressilegir,“ segir jógakennarinn Ásta María og bendir á síðu félagsins www.jogakennari.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Gjafakort á námskeið með áherslu á sjálfsrækt og stjórnun hafa verið eftirsótt undanfarið enda kjörin aðferð til að efla andann,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hjá Endurmennt- un Háskóla Íslands. Endurmennt- un hefur gefið út gjafabréf á nám- skeið sín frá árinu 1999. Þar er lögð áhersla á starfstengt nám, tómstundir eða sjálfsstyrkingu hvers konar, en það síðastnefnda nýtur vaxandi vinsælda. „Við erum til dæmis með nám- skeiðið Vinnusálfræði og sam- skipti á vinnustað,“ nefnir Thelma í því samhengi en þar er farið yfir leiðir til að byggja upp sjálfsstyrk og auka á hæfni til að ráða við flók- in samskipti. Sálfræðingarnir Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal standa að baki því. Þær eru einnig með námskeiðið Sjálfsstyrking og samskipti fyrir konur. „Við bjóðum líka upp á nám- skeið um streitustjórnun,“ segir Thelma. „Þar kemur Erna Agn- arsdóttir, vinnusálfræðingur og mannauðsráðgjafi, inn á orsak- ir streitu í daglegu lífi og vinnu- umhverfi. Hún fjallar svo um for- varnir og úrbætur sem vinna gegn streitu.“ Thelma bætir við að Steinunn I. Stefánsdóttir, viðskiptasálfræð- ingur og sérfræðingur í streitu- fræðum, verði með námskeið um jákvæða leiðtogahæfni. „Þá hefur doktor Árelía Eydís Guðmunds- dóttir, lektor við HÍ, sett saman námskeiðið Stefnumótun í eigin lífi – snúðu vörn í sókn. Þetta nám- skeið gengur út á að skoða eigin styrk- og veikleika og ná lengra í lífinu.“ Hún bætir við að í flokkn- um Menning og sjálfsrækt séu spennandi námskeið; til dæmis sé ein Íslendingasaga tekin fyrir á hverju misseri. Eins sé margt í boði fyrir unnendur góðrar tónlist- ar. Sjá www.endurmenntun.is. Sjálfsrækt og stefnumótun Thelma Jónsdóttir segir námskeið með áherslu á sjálfsrækt og stjórnun njóta mikilla vinsælda. Hún telur kjörið fyrir fyrirtæki að gefa starfsmönnum sínum gjafakort á slík námskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.