Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 28. október 2008 21 Raftónlistar- og rokkveisla var haldin í vinnustofunni Gramminu við Smiðjustíg fyrir skömmu. Raftónlist- armaðurinn 701 spilaði þar dáleiðandi raftónlist sína og Faðirvor rokkaði frum- samda sálmatónlist. Í Gramminu starfar fjöldi fólks að listsköpun sinni á ýmsum sviðum. Þar má nefna Reykjavík!, Borko og FM Belfast, auk annarra hljóm- sveita og sjónlistarmanna. Einnig er útgáfufyrirtækið Kimi Records með aðsetur þar. Tónlistarveisla í Gramminu 701 Raftónlistarmaðurinn 701 dáleiddi áheyrendur með tónum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÓLRÚN OG MARÍA Sólrún og María Þórólfsdætur litu við í Gramminu. GYLFI OG VALGERÐUR Gylfi Sigurðsson og Valgerður Sigurðardóttir hlustuðu á raftónlistar- og rokkveisluna. HLUSTAÐ MEÐ ATHYGLI Tónleikagestir hlustuðu með athygli á 701 og Faðirvor. Finnur Vilhjálmsson lög- fræðingur birtir ljóð á net- inu. Þar tekur hann á þeim málum sem hæst ber þessa dagana. „Ég fæ formið og taktinn lánaðan frá Davíð. Mér fannst áhugavert að stilla upp konunni og vatns- greidda bankamanninum saman,“ segir lögfræðingurinn og nú ljóð- skáldið Finnur Þór Vilhjálmsson. En hann hefur fengið ljóðið sitt, Gæinn sem geymir aurinn minn, birt á vefsíðu tímarits Máls og menningar. Finnur segist ekki áður hafa birt ljóð eftir sig opinberlega, kannski hafi eitt eða tvö kvæði fengið að fljóta með á bloggsíðu hans en þetta sé fyrsta ljóðið hans sem komi fyrir almeninngssjónir. „Þetta kom bara til mín í síðustu viku. Nei, ekki í draumi heldur var ég með fullri meðvitund. Ég byrj- aði síðan bara á byrjuninni og þetta endaði svona.“ Finnur birti reyndar ansi magn- aðan texta í síðasta hefti tímarits- ins. En það var útskrift á víðfrægu samtali Arnars Gauta og Ásgeirs Kolbeinssonar í einhverjum eftir- minnilegasta Innlit/útlit-þætti síð- ari tíma. „En það var ekki ljóð, heldur bara einhvers konar gjörn- ingur,“ segir Finnur sem útilokar ekki að fleiri ljóða sé að vænta frá honum innan tíðar. freyrgigja@frettabladid.is Lýrískur lögfræð- ingur á netinu DAVÍÐ Í NÝJUM BÚNINGI Konan sem kyndir ofninn minn hefur fengið nýjan búning og heitir nú Gæinn sem geymir aurinn minn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!“ segir Raggi Bjarna um væntan- lega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long“ plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna“.“ Sum lögin voru menn eins og Alfreð Clausen, Haukur Morthens og Óðinn Valdimarsson með á sínum tíma en aðeins eitt hefur Raggi sjálfur tekið áður: „Það heit- ir „Hvar er bruninn“ og er tileink- að slökkviliðinu,“ segir söngvar- inn. „Ég söng það með Sextett Svavars Gests á sínum tíma. Það er með sírenum og öllu.“ Raggi segir valinkunna söngv- ara syngja með honum á nýju plöt- unni, meðal annars Bjarna Ara. Það styttist til jóla. „Ætli ég þurfi ekki að að syngja þetta allt inn á einum degi eins og í gamla daga,“ gantast Raggi. Raggi verður 75 ára á næsta ári og má búast við ýmsum uppákom- um á afmælisárinu. Styttu kannski? „Nei, vonandi ekki styttu,“ segir Raggi og hlær. „En það er meiningin að leigja Laugar- dalshöll og læti. Þorgeir Ástvalds og dóttir hans eru að búa til yfir- litsmynd. Þau hafa úr nógu efni að moða. það eru til alveg fleiri plast- pokarnir af efni.“ - drg Syngjum saman með Ragga Bjarna LEIGIR LAUGARDALSHÖLL Á NÆSTA ÁRI Raggi Bjarna gerir plötu fyrir alla. Ég finn það gegnum netið að ég kemst ekki inn á bankareikninginn, en ég veit að það er gæi sem geymir aurinn minn, sem gætir alls míns fjár, og er svo fjandi klár, kann fjármál upp á hár, býður hæstu vextina, og jólagjöf hvert ár. Ég veit hann axlar ábyrgð, en vælir ekki neitt, fær þess vegna vel greitt, hendur hans svo hvítþvegnar og hárið aftursleikt. Þó segi’ í blöðunum frá bankagjaldþrotum hann fullvissar mig um: Það er engin áhætta í markaðssjóðunum. Ég veit að þessi gæi er vel að sér og vís; í skattaparadís á hann eflaust fúlgur fjár, ef hann kemst á hálan ís. Því oftast er það sá, sem minnstan pening á, sem skuldin endar hjá. – Fáir slökkva eldana, sem fyrstir kveikja þá. GÆINN SEM GEYMIR AURINN MINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.