Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 2
2 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR Við þurfum 70 blóðgjafa á dag Við skorum á þig að koma og gefa blóð. Taktu með þér vin, vinnufélaga eða ættingja og gerðu heimsókn í Blóðbankann að fastri venju. Vertu hetja – gefðu blóð! Bjarni, ætlið þið að gera ykkur mat úr gullinu? „Við ætlum að minnsta kosti að auka gjaldeyrisforðann.“ Íslenska kokkalandsliðið vann tvenn gullverðlaun og jafnmörg silfur á Ólymp- íuleikum matreiðslumeistara. Bjarni Gunnar Kristinsson er landsliðsfyrirliði. SAMGÖNGUR Bílaumferð í Reykja- vík dróst meira saman í október en á sama árstíma undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Um leið hefur farþegum á helstu leiðum Strætós bs. fjölgað um allt að fjórðung. Björg Helgadóttir, landfræðing- ur á samgönguskrifstofu umhverf- is- og samgöngusviðs Reykjavík- urborgar, segir umferðina á höfuðborgarsvæðinu ávallt aukast í upphafi skólaárs en dragast saman þegar líður á haustið. Hins vegar hafi dregið meira úr umferð nú en undanfarin ár. „Á sama tíma í fyrra mældust til dæmis 91.400 bílar á sólarhring í Ártúnsbrekku. Í október fóru þeir alveg niður í 82 þúsund bíla en fjölgaði aftur upp í 84 þúsund bíla í síðustu viku, sem bendir til að umferðin minnki ekki meira í bili.“ Björg segir ýmsa þætti skýra minnkunina, sem flesta megi rekja til efnahagsástandsins. Mælingar sýni að fjölgað hefur í hverjum bíl; sennilega þurfi færri að sækja vinnu í miðborgina eftir uppsagna- hrinu, og svo virðist sem fleiri séu farnir að hjóla í vinnuna. Um leið hefur farþegum á helstu leiðum Strætós bs. fjölgað um allt að fjórðung frá því í fyrra. Svo er komið að í helstu álags- ferðum er ekki hægt að treysta á að komast með vögnunum vegna aðsóknar. Reynir Jónsson, forstjóri Strætós bs., segir að ekki sé búið að greina allar tölur. Allt bendi þó til að orsök fjölgunar sé bæði aukin notkun nemakorta sem og fjölgun nýrra farþega. „Þetta er nokkur fjölgun hjá okkur, sérstak- lega á meginleiðunum. Við áttum alltaf von á fjölgun vegna elds- neytishækkunar og nú virðist efnahagsástandið spila inn í.“ Hann segir þá stöðu komna upp að vagnar séu stundum yfirfullir á álagstímum á morgnana og síð- degis og þeir sem gætu ættu kannski að huga að því að taka næsta vagn á undan eða eftir. Stjórn Strætós samþykkti nýverið að hefja viðræður við rík- isvaldið um aðkomu þess að rekstrinum. Ljóst er að reksturinn er þungur og í sumar voru þeir möguleikar viðraðir að skerða þjónustuna vegna þessa. „Það er nokkuð þungt ef við þurfum að skerða þjónustu vegna fjárskorts um leið og fjölgun er á farþegum. Ég skil þá stöðu sem allur rekstur er í en þessa þjón- ustu verður að styðja, ekki síst í slæmu árferði,“ segir Reynir. bergsteinn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Umferð minnkar og snarfjölgar í strætó Bílaumferð í Reykjavík dróst meira saman í október en á sama árstíma undan- farin ár. Farþegum á helstu stofnleiðum Strætós bs. hefur fjölgað um allt að fjórðung. Forstjóri Strætós varar við skerðingu á almenningssamgöngum. STRÆTÓ Vagnar eru nú oft yfirfullir á álagstímum á morgnana og síðdegis. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N Ó R LÖGREGLUMÁL Ráðist var inn á mann á níræðisaldri nú um helgina og gerð tilraun til að ræna hann. Atvikið átti sér stað um þrjúleytið aðfaranótt sunnudagsins í miðborg Reykjavíkur. Hringt var á dyrabjöllu hjá gamla manninum og fór hann til dyra. Skipti engum togum að ungur maður sem úti fyrir stóð réðst á húsráðanda og sló hann. Við þetta vankaðist gamli maðurinn og að auki höfðu gleraug- un dottið af honum við höggið. Árásarmaðurinn ruddist síðan inn í íbúðina og heimtaði peninga af manninum. Þegar honum skildist að ekkert slíkt væri að hafa fór hann eins og stormsveipur um íbúðina til að leita að verðmætum og tíndi í poka það sem honum þótti eigulegast. Að því búnu seig á hann höfgi svo hann ákvað að hvíla sig. Hann settist í stól í íbúðinni og datt þar út af. Gamli maðurinn náði að hringja í lögregluna sem brá skjótt við og tók árásarmanninn þar sem hann steinsvaf í stólnum. Hann var færður á lögreglustöð og yfirheyrður. Að því búnu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. - jss Í gæsluvarðhaldi eftir að hafa ráðist inn á mann á níræðisaldri: Var tekinn sofandi á ránsstað MIÐBORG REYKJAVÍKUR Aldraður maður hringdi á lögreglu, eftir að ráðist var á hann heima hjá sér. EFNAHAGSMÁL Íslenskir aðalverk- takar sögðu í gær upp 151 manns. Nítján starfsmönnum voru boðin önnur störf eða lækkað starfs- hlutfall. Eftir vinna um fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu. Uppsagnirnar ná til starfsmanna úr öllum starfsstéttum innan félagsins, samkvæmt tilkynningu. „Á örfáum mánuðum hafa rekstrarforsendur fyrirtækja í verktaka- og byggingariðnaði snúist hratt til verri vegar“, segir í tilkynningunni. Eftir fall bankanna hafi staðan versnað enn frekar og ríkir óvissa um framhald margra verkefna. - hhs Íslenskir aðalverktakar: 151 sagt upp HÖFUÐSTÖÐVAR ÍAV Íslenskir aðalverk- takar segja upp 151 starfsmanni um næstu mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLAMÁL Engin börn hafa hætt námi hjá Austurbæjarskóla til að snúa aftur til heimalandsins síðustu daga. „Á nemendum okkar er ekki að heyra að sérstakur hugur sé í fólki að snúa til baka,“ segir Guðmund- ur Sighvatsson, skólastjóri Aust- urbæjarskóla. „Ég hygg hins vegar að ástandið taki ekki á sig ákveðna mynd fyrr en eftir mán- aðamót. Fólk sé enn að gera upp hug sinn.“ Í Austurbæjarskóla eru 120 nemendur í nýbúadeild. Innan hennar eru erlendir nemendur sem hafa íslensku sem annað tungumál. - hhs Nýnemar í Austurbæjarskóla: Enginn hættur námi og farinn BANDARÍKIN, AP Átta ára drengur lést á sunnudag eftir að hafa fyrir slysni skotið á sjálfan sig úr hríðskotabyssu á skotvopna- sýningu í Westfield í Massa- chussetts. Fullorðinn maður, með full réttindi, var að leiðbeina drengnum, en þegar skot hljóp úr byssunni missti drengurinn vald á henni. Hann fékk skot í höfuðið og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Á sýningunni var almenningi boðið að skjóta úr ýmiss konar skotvopnum á bifreiðar, grasker og fleiri skotmörk. - gb Voðaskot í Bandaríkjunum: Átta ára dreng- ur lætur lífið VIÐSKIPTI Útgefendur dagblaða í Bandaríkjunum óttast að yfir- standandi efnahagskreppa kunni að flýta fyrir samdrætti í dagblaðalestri. Að meðaltali skruppu upplög bandarískra dagblaða saman um 4,6 prósent frá 2007 til 2008, en samdráttur- inn á milli áranna 2006 og 2007 var aðeins 2,6 prósent. Á sama tíma hafa auglýsingar í dagblöðum einnig dregist saman, en auglýsendur hafa í auknum mæli flutt sig á ýmsa netmiðla. Verst gengur dagblöðum sem eru bundin við ákveðnar borgir, en þau hafa orðið sérstaklega illa úti í samkeppni við ókeypis stórborg- arblöð og netmiðla, en smáauglýs- ingar, sem borgarblöð reiddu sig á, hafa nánast alfarið flust á vefinn. - msh Bandarískir fjölmiðlar: Lestur dagblaða dregst saman EFNAHAGSMÁL Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn séu mjög jákvæðir gagnvart norrænum stuðningi við Íslendinga í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar þjóðir. Hann segir að Íslendingar ákveði sjálfir við hverja þeir ræði um lán en norrænu forsætisráð- herrarnir hafi rætt um að mörg lönd gætu lagt sitt af mörkum í aðstoð við Íslendinga, fyrst Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og svo norrænu löndin; Noregur, Svíþjóð og Danmörk og síðan komi í ljós hvaða önnur lönd komi að málinu. Spurður um hvort Rússalán geti haft áhrif á norræna öryggispólit- ík svarar hann að þegar Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn leggi sitt af mörkum og önnur lönd komi að málinu þá hafi hann ekki miklar áhyggjur af því. - ghs Forsætisráðherra Noregs: Mörg lönd komi að aðstoðinni LÖGREGLUMÁL Átta manns tóku þátt í árás á tvo lögreglumenn í Hraunbæ með einum eða öðrum hætti um næstsíðustu helgi. Rannsókn málsins hefur gengið vel og liggja fyrir játningar að aðild málsins, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögreglumennirnir höfðu verið kvaddir að húsnæði í Hraunbænum vegna hávaða. Þeir voru komnir út úr íbúðinni þegar ráðist var á þá. Annar þeirra hlaut skurð á höfði sem sauma þurfti saman. Báðir lögreglumennirnir voru með skrámur og mar eftir högg og spörk. Samtals voru tólf manns færðir á lögreglustöð vegna málsins. Gæsluvarðhald átti að renna út yfir fimm þeirra í gær, en rannsókn hafði miðað það vel að þeim var sleppt á föstudaginn. Menn úr hópnum sem lögregla hefur yfirheyrt hafa margoft komið við sögu lögreglu hér á landi, einkum vegna ofbeldisbrota. Um er að ræða gengi Filipps eyinga, sem kom meðal annars við sögu í síendurteknum átökum hópa í Breiðholti fyrir nokkrum árum. Sumir þessara manna eru íslenskir ríkisborgarar, aðrir ekki. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Rannsókn á Hraunbæjarárásinni er á lokastigi: Átta menn réðust á lögreglu LÖGREGLAN Lögreglumennirnir sem ráðist var á náðu að nota neyðarhnapp á talstöð og barst þá fljótlega liðsauki. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.