Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 18
 28. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Fyrirtæki eru mörg farin að huga að jólagjöfum starfs- manna sinna. Síðustu ár hefur oft verið vinsælt að gefa dýrar gjafir en viðbúið er að hagsýni og notagildi ráði för í gjafavali fyrir þessi jól. Hönnunarhlutir og dýr merkja- vara hafa verið vinsælar fyrir- tækjagjafir síðustu ár. Nú má hins vegar búast við að hagsýni og nota- gildi hafi áhrif á gjafaval þótt gæði verði höfð í fyr- irrúmi sem endra- nær. „Ég býst við að við munum selja meira af eigulegum gjöfum sem gætu nýst fólki heima fyrir,“ segir Hulda Snorradóttir, framkvæmda- stjóri Margt smátt. „Búast má við aukinni eftirspurn eftir heimilis- vörum, þá kannski helst fallegum kertastjökum. Enda leitast fólk nú sjálfsagt við að hafa kósí heima og það er alltaf huggulegt að hafa kertaljós.“ Hulda segir Menu heimilis- og gjafavörur sívinsælar. „Þær voru vinsælastar hjá okkur fyrir síð- ustu jól. Allt stefnir í að þær verði vinsælar hjá okkur aftur í ár, enda mjög fallegar og vandaðar vörur,“ bendir hún á og bætir við að einnig hafi verið vinsælt að gefa flíspeys- ur og fatnað síðustu ár. Guðjón Sigurbjartsson, fram- kvæmdastjóri og söluráðgjafi hjá Tanna EHF., reiknar líka með að vinsælt verði að gefa flíspeysur og -teppi í jóla- gjöf; þær séu til marks um jólagjafir með nota- gildi. „Mikið er um að fyrirtæki panti peysur og annað slíkt og láti sauma merki fyrirtækisins í,“ bendir hann á. Guðjón bætir við að Tanni ehf. hafi tekið upp á því í fyrra að bjóða í fyrsta sinn upp á matarkörf- ur, sem hafi notið töluverðra vin- sælda. „Ég býst ekki við að sala á körfunum minnki mikið fyrir þessi jól. Ég held að þær verði alveg jafn eftirsóttar í gjafir í ár og þær voru síðast. Þær gætu þó orðið minni.“ Hann telur að þessi minnkun gæti þó gilt um gjafir almennt. -aov Notagildi haft í fyrirrúmi Hulda telur að minni gjafir verði frekar fyrir valinu í ár. Hulda Snorradóttir reiknar með að eigulegar gjafir sem nýtast heima komi til með að verða vinsælar í ár og vísar í Menu heimilis- og gjafavörur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hjá Tanna eru flíspeys- ur og -teppi eftirsótt í fyrirtækjagjafir í ár sem endranær. Lilja Hrund býr á Kirkjubæjar- klaustri og rekur þaðan fyrirtæk- ið sitt Vinnnustaðanudd sem hún stofnaði fyrir fjórum árum. Hún hefur nuddara á sínum snærum víða um land og ferðast einnig sjálf milli fyrirtækja með nuddbekkinn og nuddar. Hún segir ávinning fyr- irtækja mikinn af því að bjóða upp á nudd á vinnustað. „Fólki líður miklu betur í vinn- unni og þetta er vinsæl þjónusta. Nudd dregur úr verkjum í stoð- kerfi og fækkar veikindaforföll- um. Við sendum nuddara á stað- inn sem gefur djúpt vöðvanudd með áherslu á stoðkerfið en leggur einnig áherslu á það hvar hver og einn er slæmur. Nuddarinn kemur sér fyrir með nuddbekk til dæmis inni á skrifstofu eða í kompu þar sem hægt er að loka að sér. Oftast er miðað við að hver tími taki um fimmtán til tuttugu mínútur en það er misjafnt.“ Lilja leggur áherslu á stærri framleiðslufyrirtæki en einnig leita til hennar fyrirtæki þar sem starfsmenn sitja mikið við tölv- ur. Hún segir ásóknina hafa auk- ist jafnt og þétt. „Í dag eru auðvit- að erfiðir tímar. En ég held að það sé aldrei meiri þörf á svona þjón- ustu en einmitt nú og við komum til móts við óskir fyrirtækjanna hverju sinni. Hvort sem það eru heilsudagar fyrir starfsfólk, þar sem við kennum því að nudda, eða einhvers konar tilboðspakkar, þá er allt opið.“ Á heimasíðunni www.vinnusta- danudd.is má finna upplýsingar um þjónustuna. - rat Aldrei meiri þörf á nuddi Lilja Hrund Harðardóttir telur nú mikla þörf fyrir þjónustu eins og vinnustaðanudd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.