Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 28. október 2008 17 Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengda- faðir, sonur, tengdasonur og afi, Vilhjálmur Fenger Nesbala 44, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 29. október kl. 15.00. Kristín Fenger Björg Fenger Jón Sigurðsson Ari Fenger Helga Lilja Gunnarsdóttir Borghildur Fenger Ruth Pálsdóttir Sigurður, Styrmir og Vilhjálmur Darri. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og fyrrverandi eiginmaður, Ole Houe Humlum, Danmörku, er látinn. Sara Þórunn Óladóttir Houe Sölvi Þórðarson Hjalti Thomas Houe Viktor Orri Sölvason Guðrún Þóra Hjaltadóttir Heiðrún Soffía Steingrímsdóttir, Grundargerði 3a, Akureyri, sem lést 18. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. október og hefst athöfnin kl. 13.30. Edda H. Þorsteinsdóttir Þorsteinn Jónatansson og aðrir aðstandendur. Elskuleg tengdamóðir, amma og lang- amma, Þorgerður Pétursdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 22. okt- óber. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hulda Valdís Þórarinsdóttir Ásmundur Þór Hreinsson Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir Bjarni S. Bergsson Pétur Gauti Hreinssson Margrét Sigurðardóttir og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, barnabarnabarn og frændi, Bjarni Salvar Sigurðsson, til heimilis að Stuðlabergi 76, Hafnarfirði, andaðist á Barnaspítala Hringsins þann 23. október sl. Rakel Hrund Matthíasdóttir Sigurður Þór Björgvinsson Þórunn Lea Sigurðardóttir Elsa Bjarnadóttir Matthías Eyjólfsson Þórunn Ólafsdóttir Daníel Magnús Jörundsson Ragnheiður Reynisdóttir Björgvin Helgi Halldórsson Sigríður Þorleifsdóttir og aðrir aðstandendur. timamot@frettabladid.is JULIA ROBERTS ER 41 ÁRA Í DAG „Ég reiðist sjaldan. Það þarf mikið til að ég missi stjórn á skapi mínu, en þegar það gerist hef ég ávallt góða ástæðu. Oftast hef ég þó afar jákvæða og létta afstöðu til lífsins.“ Bandaríska leikkonan Julia Roberts er þekktust fyrir leik sinn í myndun- um Pretty Woman, Sleeping with the Enemy, Notting Hill, Erin Brockovich og The Mexican. MERKISATBURÐIR 1134 Magnús Einarsson er vígður biskup í Skálholti. 1449 Kristján I. er krýndur konungur Danmerkur. 1601 Rúdolf II. keisari kaupir öll stjörnuskoðunartæki Tychos Brahe af Kirsten, ekkju hans. 1848 Dómkirkjan í Reykjavík er vígð eftir gagngera endurbyggingu. 1971 John Lennon og Yoko Ono taka upp lagið Happy Xmas (War Is Over) í New York. 1981 Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá er tekin í notkun. 1982 Sósíalistar vinna í kosningum á Spáni. 1987 Þáttur Hermanns Gunnarsson- ar, Á tali með Hemma Gunn, hefur göngu sína hjá Sjónvarp- inu. Tilkynnt var að banda- ríski rithöfundurinn Ern- est Hemingway hlyti bók- menntaverðlaun Nóbels á þessum degi árið 1954. Þegar honum bárust frétt- irnar sagðist Hemingway vera ánægður, en hann væri þó ánægðari hefði hinn ágæti rithöfundur Isak Dinesen hlotið verð- launin. Isak Dinesen var reyndar annað höfund- arnafn dönsku skáldkon- unnar Karenar Blixen, en Hemingway var mikill að- dáandi hennar. Hemingway komst þó ekki til Svíþjóðar til að vera viðstaddur verð- launaafhendinguna sem fór fram í desember 1954. Fljótlega eftir að honum var tilkynnt um verðlaunin lenti hann í flugslysi og meiddist illa; svo illa að nokkur banda- rísk blöð birtu um hann minningargreinar þar sem hann var talinn af. Um mánuði eftir flugslysið lenti hann svo í eldsvoða og skaðbrenndist á stór- um hluta líkamans og var því of kvalinn og sár til þess að ferðast. Heming- way náði aldrei aftur fullri heilsu og lést árið 1961. ÞETTA GERÐIST: 28. OKTÓBER 1954 Hemingway hlýtur Nóbelsverðlaun „Við fengum húsnæðið afhent með stuðningi bæjarins í fyrrahaust og höfum verið að breyta því í leik- hús síðan. Þetta er framtíðaraðstaða okkar og er aðallega hugsað sem leik- hús. Húsið er því þar með fyrsta eig- inlega leikhúsið í bænum,“ segir Hörður Sigurðarson, formaður Leik- félags Kópavogs, sem vígði nýtt hús- næði og frumsýndi nýja leikgerð leik- ritsins Skugga-Sveins fyrr í mánuð- inum. Hörður segir aðgang að eigin hús- næði breyta miklu fyrir Leikfélag Kópavogs, en fram að þessu hafði fé- lagið haft aðstöðu í félagsheimili bæj- arins. „Þetta húsnæði breytir öllu fyrir okkur og við sjáum fram á að geta aukið starfsemi okkar talsvert. Við erum til að mynda að fara af stað með leiklistarnámskeið fyrir unglinga nú á næstunni og einnig hefjum við bráðlega æfingar á barnaleikriti sem frumsýnt verður síðar í vetur. Við stefnum líka að því að fá gestaleik- sýningar inn í húsið; Draumasmiðj- an kemur hingað í nóvember og setur upp sýningu. Þannig að það er margt fram undan hjá leikfélaginu á næst- unni sem hefði varla verið mögulegt án húsnæðisins.“ Hörður telur ekki síður líklegt að nýja húsnæðið komi til með að efla tengsl leikfélagsins við Kópavogs- bæ og íbúa hans. „Maður sér á bæjar- félögum eins og Húsavík og Reykja- nesbæ, þar sem leikfélögin hafa sitt eigið húnsæði, að þar fer fram afar öflug starfsemi. Þar hafa leikfélög- in einnig sterk tengsl við íbúa bæj- arins. Því vonast ég til að þetta nýja húsnæði muni veita okkur sóknarfæri á því sviði.“ Fyrsta leikritið sem Leikfélag- ið setur upp í nýja húsnæðinu er hið fyrrnefnda, Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson, en verkið er þó sett í nútímalegan búning. „Okkur þótti við hæfi að hefja nýtt tímabil í sögu leikfélagsins með því að sam- eina gamalt og nýtt. Leikritið Skugga- Sveinn er náttúrulega eitt helsta tákn gamla tímans í íslenskri leiklist,“ út- skýrir Hörður og heldur áfram: „Við vildum heiðra forvera okkar sem stofnuðu leikfélagið fyrir rúmum fimmtíu árum með því að setja upp gamalt verk, en við tökum það þó nú- tímalegum tökum þannig að úr verður dálítið öðruvísi Skugga-Sveinn en fólk hefur átt að venjast. Það mætti segja að við séum að horfa bæði til fortíðar og framtíðar með þessarri sýningu.“ Næsta sýning á Skugga-Sveini verð- ur í kvöld. Þeir sem hafa áhuga á að bregða sér á hana eða kynna sér frek- ar starfsemi Leikfélags Kópavogs geta komið við á vefsíðunni www.kop- leik.is. vigdis@frettabladid.is LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: TEKUR NÝTT HÚSNÆÐI Í NOTKUN Styrkir starfsemi félagsins NÝTT TÍMABIL AÐ HEFJAST Hörður Sigurðarson í glæsilegu nýju húsnæði Leikfélags Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFMÆLI JOAQUIN PHOENIX leikari er 34 ára. BILL GATES, einn af stofnendum Microsoft, er 53 ára. MAHMOUD AHMADINEJAD, forseti Írans, er 52 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.