Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 10
10 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Til leigu
iðnaðarhúsnæði
Um er að ræða um 417 fermetra
húsnæði með 2 stórum innkeyrslu-
hurðum með rafmagnsopnun. Mikil
lofthæð og góð aðkoma. Góð stað-
setning við Vesturhraun í Garðabæ
(hverfi ð á móti IKEA). Laust nú þegar.
Upplýsingar í síma 480-0000
SEATTLE, AP Sjö háhyrningar af
sjaldgæfri tegund eru týndir og
líklega dauðir. Þetta telja vísinda-
menn, sem fylgjast náið með teg-
undinni, að geti verið ein mesta
rýrnun í stofni þeirra í áratug.
Tegundin sem um ræðir heldur
sig í Puget-sundi við strendur
Washington-ríkis í Bandaríkjun-
um. Á síðustu áratugum hafa
miklar sveiflur verið á stofni dýr-
anna. Síðustu ár hefur þeim fækk-
að verulega. Árið 2005 voru þau
sett á lista yfir dýr í útrýmingar-
hættu. Talið er að nú séu eftir lif-
andi 83 dýr.
Háhyrningar lifa í fjölskyldu-
hópum. Meðal þeirra dýra sem
ekki hafa sést síðan í talningu í
fyrra eru tvær ungar kýr sem
nýlega höfðu eignast kálfa. Hvarf
þeirra veldur vonbrigðum, enda
vonir bundnar við að þær ættu
eftir að eignast fleiri afkvæmi.
Þessi tiltekna háhyrningateg-
und er um margt ólíkum öðrum.
Meðal annars tjá dýrin sig með
öðrum hljóðum en aðrir háhyrn-
ingar, þau fjölga sér eingöngu
innan stofnsins, nærast fyrst og
fremst á tiltekinni tegund af laxi
og halda sig ávallt við sínar
heimaslóðir.
Líklega má rekja fækkunina í
stofninum til fæðuskorts. Þó
segja sérfræðingar að enn sé of
snemmt að segja til um það með
vissu. - hhs
Sjö sjaldgæfir háhyrningar við strendur Washington-ríkis í útrýmingarhættu:
Höfrungarnir týndir og líkast til dauðir
HÁHYRNINGUR Einungis um 83 dýr eru
nú talin vera eftir af sjaldgæfri háhyrn-
ingategund sem heldur sig við strendur
Washington-ríkis.
EFNAHAGSMÁL Verðbólga mælist nú
15,9 prósent, og hefur hækkað um
1,9 prósentustig frá því í sept emb-
er. Verðbólgan hefur ekki verið
hærri frá því í maí 1990. Þetta
kemur fram í nýjum tölum frá Hag-
stofu Íslands.
Verðbólgan í október í fyrra var
4,5 prósent, og hefur því tæplega
fjórfaldast á einu ári. Sé ekki tekið
tillit til hækkunar á húsnæðisverði
mælist verðbólgan nú 17,8 prósent.
„Þetta er auðvitað skelfileg
staða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ. Hann segir hagspá
sambandsins gera ráð fyrir því að
verðbólgan geti hækkað enn meira
á næstunni. Til að bregðast við
þessu verði að setja markmið um
styrkingu krónunnar á oddinn.
„Ef það tekst ekki eru einfald-
lega allt of skelfilegir tímar fram-
undan,“ segir Gylfi.
Aukin verðbólga þýðir skerðingu
kaupmáttar og hækkun á greiðslu-
byrði lána. Það eitt og sér er skelfi-
legt, en þegar við bætist aukið
atvinnuleysi þýði það mjög alvar-
lega stöðu fyrir mörg heimili, segir
Gylfi.
„Það er auðvitað ergilegt að
margra ára uppbygging kaupmátt-
ar hverfi með þessum hætti, og
ábyrgð þeirra sem leiddu okkur út í
þessa stöðu er auðvitað mikil.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir verðbólguna allt of mikla.
Ekki sé hægt að búast við því að
hún minnki fyrr en jafnvægi kom-
ist á gengi íslensku krónunnar, sem
sé allt of lágt.
Hann segir mikilvægt að samn-
ingar stjórnvalda við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn og fleiri um lán gangi
eftir sem fyrst til að stöðugleiki
komist á gengi krónunnar.
Í tilkynningu frá Hagstofunni
kemur fram að verð á mat og
drykkjarvöru hafi hækkað um 4,3
prósent, og verð á fötum um 4,9
prósent.
Á síðustu tólf mánuðum hefur
verð á mat- og drykkjarvörum
hækkað um 24,5 prósent, sam-
kvæmt upplýsingum frá ASÍ.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis
lækkaði um 1,3 prósent vegna lækk-
andi markaðsverðs.
Athygli vekur að sökum þess að
nýskráningar bíla hafa svo gott
sem stöðvast hefur ekki verið tekið
tillit til breytinga á verði bíla við
útreikninga á verðbólgunni.
Verðbólgan sýnir breytingar á
vísitölu neysluverðs síðustu tólf
mánuðina. Vísitalan mælir breyt-
ingar á verðlagi einkaneyslu hér á
landi, og byggist á neyslurannsókn-
um.
brjann@frettabladid.is
Metverðbólga og við-
búið að hún aukist
Margra ára uppbygging kaupmáttar er horfin og verðbólgan mælist tæplega
sextán prósent. ASÍ og Samtök atvinnulífsins segja lykilatriði að stöðugleiki
komist á gengi krónunnar til að hægt verði að vinna á verðbólgudraugnum.
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
VILHJÁLMUR
EGILSSON
ÍSRAEL, AP Nýjar skoðanakannan-
ir í Ísrael sýna að Tzipi Livni
hefur aukið verulega fylgi sitt
síðan hún gafst
upp á að mynda
nýja sam-
steypustjórn
með sömu
flokkum og
voru í stjórn
forvera hennar,
Ehuds Olmerts.
Flokki
hennar,
Kadima, er nú
spáð meira fylgi en Likud-
flokknum, flokki harðlínumanns-
ins Benjamins Netanyahu, en
undanfarið hafði fylgi Netanya-
hus farið vaxandi og hann virtist
eiga góða möguleika á að verða
forsætisráðherra að loknum
kosningum.
Samkvæmt þessum skoðana-
könnunum skiptast Ísraelar þó
enn sem fyrr nokkurn veginn til
helminga í fylkingar harðlínu-
manna annnars vegar og vinstri-
miðjumanna hins vegar.
- gb
Skoðanakannanir í Ísrael:
Livni á auknu
fylgi að fagna
TZIPI LIVNI
LITHÁEN, AP Andrius Kubelius,
leiðtogi íhaldsmanna í Litháen,
tók í gær að sér að mynda nýja
ríkisstjórn með þremur öðrum
miðju- og hægriflokkum.
Kubelius er fyrrverandi
forsætisráðherra landsins, en
hefur verið áratug í stjórnarand-
stöðu. Seinni umferð þingkosn-
inga var á sunnudaginn, og varð
íhaldsflokkurinn stærstur flokka
á þingi.
Kubelius sagðist fyrir kosning-
ar vilja mynda stjórn með
sósíaldemókrötum, sem hafa
verið í stjórn með vinstri
mönnum síðan 2001. Ýmis
hneyksli hafa hins vegar varpað
skugga á sósíaldemókrata, auk
þess sem blikur hafa verið á lofti
í efnahagsmálum. - gb
Stjórnarskipti Litháen:
Kubelius reynir
hægristjórn
HERRA OG FRÚ KUBELIUS Andriue
Kubelius ásamt eiginkonu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kjarnorkuverinu seinkar
Finnska kjarnorkufyrirtækið Teollisu-
uden Voima, TVO, hefur tilkynnt að
það muni ekki ljúka kjarnorkuverinu
Olkiluoto III, fimmta kjarnorkuveri
Finna, fyrr en árið 2012. Kjarnorku-
verið átti upprunalega að vera tilbúið
árið 2009 en ýmislegt hefur orðið til
að seinka vinnunni.
FINNLAND
HÁTÍÐ Í GEORGÍU Á sunnudaginn mátti
sjá og heyra þessa prúðbúnu hljóð-
færaleikara taka þátt í hátíðarhöldum
í gamla bænum í Tiblisi, höfuðborg
landsins. NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND, AP Sala á bjór dróst
mikið saman í Bretlandi í sumar
miðað við sama tímabil í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá
Samtökum breskra kráareigenda
dróst bjórsala saman um sjö
prósent á þriðja fjórðungi
ársins, eða frá júlí til september.
Þetta þýðir að daglega voru
seldir 1,8 milljón færri hálfs
lítra bjórar sé salan borin saman
við sama tímabil í fyrra. Rob
Hayward, framkvæmdastjóri
samtakanna, segir að samdrátt-
inn megi rekja beint til versn-
andi efnahagsástands og minni
kaupmáttar. Hann telur þó að
reykingabann hafi einnig haft
sitt að segja.
Árlegar tekjur breska ríkisins
af bjórsölu hafa numið um níu
milljörðum dollara.
- th
Minni bjórsala í Bretlandi:
Færri Bretar
þamba bjór
Nó
ve
m
be
r
De
se
m
be
r
Ja
nú
ar
Fe
br
úa
r
M
ar
s
Ap
ríl
M
aí
Jú
ní Jú
lí
Ág
ús
t
Se
pt
em
be
r
Ok
tó
be
r
16
12
8
4
0
VERÐBÓLGA SÍÐUSTU 12 MÁNUÐI
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
5,2
%
5,9
5,8
6,8
8,7
11,8
12,3
12,7
13,6
14,5
14
15,9
EFNAHAGSMÁL Veruleg óvissa er um hversu háar
upphæðir íslenska ríkið þarf að fá að láni til að
bregðast við fjármálakreppunni, en fáist
samtals sex milljarðar Bandaríkjadala ætti að
vera borð fyrir báru og tryggt að ríkið komist
ekki í gjaldeyrisþröng.
Þetta kom fram í máli Friðriks Más Baldurs-
sonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, í
gær. Hann hefur haft umsjón með viðræðum
Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).
Fyrir liggur samkomulag stjórnvalda við
sendinefnd IMF um tveggja milljarða Banda-
ríkjadala lán, en stjórn sjóðsins þarf að
samþykkja lánið áður en það verður að
veruleika.
Friðrik var boðaður á opinn fund efnahags-
og skattanefndar til að ræða samkomulag
ríksins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ásgrímur
Stefánsson, sem samræmt hefur aðgerðir
vegna kreppunnar fyrir hönd forsætisráðherra,
var einnig boðaður til fundarins.
Friðrik sagði ekki annað í stöðunni en að
setja gengi krónunnar á flot en jafnframt grípa
til aðgerða til að ná tökum á sveiflum í genginu.
Taka verði eitt skref í einu, en fyrsta skrefið sé
að láta gengi krónunnar ráðast á markaði.
Hann sagði að lánsfé frá IMF yrði ekki notað
til að endurreisa bankana, heldur verði það
hluti af stórefldum gjaldeyrisvarasjóði.
Markmiðið sé að endurvekja traust á íslenskum
efnahag og tryggja stöðugt gengi krónunnar. - bj
Ekki annað hægt en að setja gengið í hendur markaðarins segir sérfræðingur:
Óvíst er hversu mikið lánsfé þarf
OPINN FUNDUR Efnahags- og skattanefnd boðaði þá
Friðrik Má Baldursson (til vinstri) og Ásmund Stefáns-
son á opinn fund nefndarinnar í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA