Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 8
8 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Sú for- senda að stjórnun á auð- lindinni verði ekki færð frá landanum ræður algjörlega afstöðu útvegs- manna um aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið,“ segir Björgólfur Jóhann- esson, formaður LÍÚ. Björgólfur segir engar líkur á að útvegsmenn taki afstöðu með upptöku evru á aðal- fundi LÍÚ sem haldinn verður fimmtudag og föstudag næstkom- andi. Engin sérstök tilhneiging sé hjá útvegsmönnum að horfa til Evr- ópu nú. „Það gæti breyst ef lægi fyrir að Íslendingar héldu fullum yfirráðum yfir auðlindinni. Það bendir ekkert til þess.“ Að undanförnu hefur Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, farið fyrir nefnd sem skoðar kosti og galla upptöku evru út frá hagsmunum sjávarút- vegsins. Hvað sem út úr því kemur segir Björgólf- ur að afdráttarlaus afstaða verði ekki tekin undir núverandi kringumstæð- um. „Það verður ekki á þessum tímamótum. Það er aldrei hollt að taka svona stóra ákvörðun fyrir land og þjóð í slíkri óvissuaðstöðu sem við erum nú í. Við hljótum að þurfa að vega það og meta við allt aðrar aðstæður.“ - hhs Komdu við hjá Artic Trucks, Kletthálsi 3, og láttu fagmenn sjá um dekkin á jeppanum þínum. pnunartímar Jeppadekkjum Sólning og Arctic Trucks hafa hafi ð samstarf í þjónustu við jeppa eigendur. Arctic Trucks bjóða breiða vöru línu jeppadekkja frá Sólningu ásamt hefðbundinni dekkja þjónustu fyrir jeppa. Sérfræðingar í SÓLNING K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722 Nýbarði , Lyngás i 8 , s ími 565 8600 Smurstöðin Klöpp , Vegmúla 4 , s ími 553 0440 Smur- bón og dekkjaþjónustan Sætún i 4 , 562 6066 Aðrir söluaðilar: Reykjavík , K le t thá ls i 3 , s ími 540 4900 1. Hversu margir erlendir brotamenn og hælisleitendur hafa verið sendir úr landi í lög- reglufylgd það sem af er árinu? 2. Hvað heitir óháði forseta- frambjóðandinn í Bandaríkj- unum? 3. Hvaða Íslendingur skoraði þrennu í sigurleik Stabæk gegn Vålerenga á sunnudaginn? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 BJÖRGÓLFUR JÓHANNESSON BANDARÍKIN, AP Réttarhöld yfir Ali Hamsa Al-Bahlul, sem hefur verið í haldi Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu síðan árið 2002, neitar að taka þátt í réttar- höldum sem áttu að hefjast í gær. Hann vill fá að verja sig sjálfur og neitar að þiggja aðstoð lögmanns sem bandaríska varnarmálaráðuneytið útvegaði honum. Lögmaðurinn, David Frakt, skýrði frá þessu við upphaf réttarhaldanna og sagðist virða óskir skjólstæðings síns. Lögmað- urinn hefur því einnig setið þögull við réttarhöldin sem óvíst er hvort geti haldið áfram. - gb Réttarhöld í Guantanamo: Fanginn þegir þunnu hljóði Aðalfundur Landssambands útvegsmanna: Engar líkur á stuðn- ingi við evrunaLÖGREGLUMÁL Lögregla telur að árásarmennirnir sem réðust inn á landa sína á Hverfisgötu um helgina séu fleiri en upphaflega var talið, eða sex til átta talsins. Einn hinna grunuðu, maður á þrítugsaldri situr nú inni. Ekki hafði verið tekið ákvörðun síðdegis í gær um hvort gæslu- varðhalds yrði krafist. Bæði meintir árásarmenn og fórnar- lömbin eru frá Lettlandi. Mennirnir ruddust grímu- klæddir inn í hús við Hverfis- götu um nýliðna helgi. Þeir réðust með bareflum á fjóra menn sem þar voru inni. Tveir þeirra sem ráðist var á voru fluttir á slysadeild með áverka eftir bareflin. Hinir tveir voru einnig með áverka en þáðu ekki aðstoð lögreglu við að leita sér læknis. - jss Árásin á Hverfisgötu: Fleiri árásar- manna leitað SÝRLAND, AP Bandaríski herinn gerði á sunnudag skyndiárás á þorpið Sukkiraya í Sýrlandi, skammt frá landamærum Íraks. Sýrlensk stjórnvöld fordæma árásina og segja átta manns hafa látið lífið, þar af fjögur börn. „Við erum að taka málin í okkar hendur,“ segir heimildarmaður AP-fréttastofunnar, sem er yfir- maður í bandaríska hernum í Washington, en vill þó ekki láta nafns síns getið. Hann staðfestir að sérsveitir Bandaríkjahers hafi ráðist á þorpið á sunnudag og segir árásina merki um breyttar áherslur í stríði Bandaríkjahers gegn hryðjuverkamönnum. Árásin hafi beinst að erlendum vígamönnum tengdum Al-Kaída, sem fari um Sýrland til Íraks að taka þátt í stríðinu þar. Árásin var gerð skammt frá landamæraborg- inni Qaim í Írak. Sýrlendingar segja að banda- rískir hermenn hafi komið á fjór- um þyrlum, gert árásina og haldið strax aftur á brott. Árásin þykir minna á aðra árás bandaríska hersins, hinn 3. sept- ember í haust, innan landamæra Pakistans. Í þeirri árás létu á þriðja tug manna lífið og meðal þeirra voru almennir borgarar. Stjórnvöld í Pakistan hafa harð- lega gagnrýnt þessa árás, en fram hefur komið að í júlí síðastliðnum heimilaði George W. Bush árásir á skotmörk innan landamæra Pak- istans. - gb Sýrlensk stjórnvöld fordæma árás Bandaríkjahers á þorp í Sýrlandi um helgina: Fjögur börn sögð hafa látist ÚTFÖR ÞEIRRA SEM FÉLLU Í gær voru átta manns, þar af fjögur börn, borin til grafar í Sýrlandi, daginn eftir árásina. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Norrænu forsætis- ráðherrarnir ákváðu á fundi sínum á Norðurlandaráðsþingi í Finn- landi í gær að skipa starfshóp til að vinna að tillögum um hvernig norrænu þjóðirnar geti á sam- ræmdan hátt aðstoðað Íslendinga við að vinna á efnahagsvandanum. Þetta verður gert í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fleiri þjóðir, til dæmis Japana. Norrænu forsætisráðherrarnir nefna ekki neinar lánsupphæðir. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að Íslendingar hafi óskað formlega eftir stuðningi hinna Norðurlanda- þjóðanna á föstudaginn var en vill ekki greina í smáatriðum frá því hvað beðið var um. Geir segist vera ánægður með niðurstöðu fundar forsætisráð- herranna og bendir á að nú sé málið komið í farveg. „Það er skammt síðan við ákváðum að ganga til liðs við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og þess vegna var ekki við því að búast að það kæmu ákveðnar tölur út úr þessum fundi. Viðbrögðin eru jákvæð. Menn hafa skilning á okkar vandamál- um. Ráðherrarnir ætla í gegnum þá embættismannanefnd sem við höfum ákveðið að setja á laggirn- ar að reyna að finna niðurstöðu sem öllum líkar,“ segir hann. Seðlabanki Íslands hefur skrif- að seðlabönkum hinna Norður- landaþjóðanna bréf og óskað eftir aðstoð. Geir segir að bankarnir njóti mikils sjálfstæðis og verði sjálfir að komast að niðurstöðu. „Það má segja að það sé verið að vinna þetta mál á tveimur víg- stöðvum í hverju landi fyrir sig,“ segir hann. Geir segir sjálfsagt að skoða Evrópumálin þegar þjóðin er komin í gegnum fjármálakrepp- una. Hann telur að aðild að Evr- ópusambandinu sé ekki svar við vandamálunum. Hann telur held- ur ekki að þjóðin hefði verið í ann- arri stöðu ef Íslendingar hefðu verið innan ESB. „Ég held að við ættum að leggja Evrópumálin til hliðar í bili og reyna að leysa aðsteðjandi vanda,“ segir hann og bendir á að stjórnvöld séu að vinna í því að koma gjaldeyrismarkaðn- um af stað þannig að eðlilegt gengi myndist fyrir krónuna. „Það er okkar verkefni núna. Spurningum um Evrópumál og myntina er ekki hægt að svara fyrr en eftir nokkur ár. Ég vil þó bæta því við að ég tel mikilvægt fyrir okkur núna að setja okkur það markmið að uppfylla Maastr- icht-skilyrðin eins fljótt og við getum vegna þess að það er almennt skynsamleg efnahags- pólitík að gera það,“ segir hann. Geir var spurður að því í dag hverjir beri ábyrgðina á þróun- inni. Hann segir að Íslendingar muni ræða hverjir bera ábyrgðina þegar þjóðin sé komin í gegnum kreppuna. Nú sé unnið í að leysa vandamálin frá degi til dags. Margir beri ábyrgð, þar á meðal hann sjálfur, en hann sé ekki ábyrgur fyrir alþjóðlegu fjármála- kreppunni. „Ég get borið ábyrgð- ina á því að hafa ekki séð nógu langt fram í tímann,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Ísland upp- fylli skilyrði Maastricht Íslensk stjórnvöld hafa óskað formlega eftir láni frá hinum Norðurlandaþjóðunum. Óvíst hve há upp- hæðin er. Forsætisráðherra vill að Íslendingar setji sér markmið um að uppfylla Maastricht-skilyrðin. GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra segist geta borið ábyrgðina á því að hafa ekki séð nógu langt fram í tímann. MYND/NORDEN.ORG VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.