Fréttablaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 38
26 28. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
„Ég hef það rosalega gott og gengur bara mjög
vel,“ segir Leoncie, söngkonan geðþekka, sem nú
býr í Essex. Og sinnir þar söngferli sínum auk þess
að vera á fullu í fasteignaviðskiptum.
Þrátt fyrir að hafa glatað töluverðum fjárhæðum
á hruni bankanna á Íslandi er söngkonan hvergi af
baki dottin. Hún segist vera að byggja sér sund-
laug heima á Indlandi sem verði umvafin kókos- og
ávaxtatrjám. „Sú bygging gengur alveg rosalega
vel,“ bætir Leoncie við. Og eins og sundlaug sé
ekki nóg þá hefur hún einnig ráðist í að byggja
hljóðver. Þannig að þrátt fyrir hörmungarástandið
heima á Íslandi geta Íslendingar átt von á fleiri
slögurum frá henni. „Ég er þegar farin að semja
nýtt lag sem verður um tengdó,“ segir Leoncie og
bætir síðan við, af sinni alkunnu hógværð, að
Engin príkantur hér sé hennar besta lag. „Ég hef
aldrei skemmt mér jafn mikið og þegar við Viktor
sömdum það.
En söngkonan hefur ekki farið varhluta af þeim
ímyndarbresti sem Ísland hefur mátt þola að
undanförnu. Og segist ekki lengur geta kennt sig
við Ísland. „Bretar hata Ísland og Íslendinga,“
segir Leoncie sem hefur því þurft að breyta
listamannsnafni sínu, Icy Spicy Leoncie. „Ég kalla
mig núna bara Sexy Spicy Leoncie. Viktor neyðist
hins vegar til að segjast vera frá Danmörku svo að
hann verði ekki fyrir árásum frá vonsviknum
Bretum.“ - fgg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. hvetja, 6. hvort, 8. bók, 9. segi upp,
11. tveir eins, 12. vínblanda, 14. safna
saman, 16. klafi, 17. ferð, 18. við, 20.
grískur bókstafur, 21. skrafa.
LÓÐRÉTT
1. klöpp, 3. tveir eins, 4. vitsmuna-
missir, 5. sigað, 7. ávöxtur, 10. bar
að garði, 13. gifti, 15. einsöngur, 16.
mælieining, 19. hæð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. örva, 6. ef, 8. rit, 9. rek,
11. tt, 12. grogg, 14. smala, 16. ok, 17.
för, 18. hjá, 20. pí, 21. masa.
LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. rr, 4. vitglöp, 5.
att, 7. ferskja, 10. kom, 13. gaf, 15.
aría, 16. ohm, 19. ás.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Þessa dagana er FM Belfast
platan í stanslausri spilun. Hún
er gargandi snilld. Næst langar
mig að hlusta almennilega á
nýju plöturnar með Ný dönsk og
Retro Stefson. Veljum íslenskt!“
Jón Þór Þorleifsson framleiðandi.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Fimmtíu.
2. Ralph Nader.
3. Veigar Páll Gunnarsson.
Auglýsingasími
– Mest lesið
HÆTT AÐ KENNA SIG VIÐ ÍSLAND Leoncie og Viktor segjast
ekki vera frá Íslandi. Viktor kennir sig miklu frekar við Dan-
mörku.
Byggir sér sundlaug á Indlandi
„Já, já, ég mun styðjast við atriði
úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég
leiti ekki helst í smiðju systur
minnar. Hún er meira svona í
nútímanum,“ segir Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir leikkona – sem
betur er þekkt sem Hansa – og
hlær.
Verið er að ganga frá ráðning-
um leikara í mikið réttardrama –
Réttur – sem Saga film er að hefja
á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem
er í sex þáttum en þó þannig að
hver þáttur er sjálfstæður. Leik-
stjóri er Sævar Guðmundsson en
handrit skrifa þau Sigurjón Kjart-
ansson, Margrét Örnólfsdóttir og
Kristinn Þórðarson. Í aðalhlut-
verkum verða þau Hansa, Magnús
Jónsson og Víkingur Kristjánsson
sem mynda þriggja manna lög-
fræðiteymi. Hansa er komin af
miklu lögfræðislekti. Faðir henn-
ar er einhver þekktasti lögmaður
landsins, Örn Clausen, móðir
hennar er Guðrún Erlendsdóttir,
fyrrverandi hæstaréttardómari,
og systir hennar, Guðrún Sesselja,
er lögfræðingur.
„Ég er aldrei beðin um að koma
í prufur. Nema fyrir löngu í þetta.
Og svo aftur um daginn. Var frek-
ar vör um mig og spurði hvort þeir
væru að djóka? Hvort þetta væri
af því það eru svo margir lögfræð-
ingar í kringum mig? Þá höfðu
þeir ekki hugmynd um það,“ segir
Hansa.
Sigurjón Kjartansson segir það
ekkert öðruvísi en svo að Hansa
hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún
situr í þessum karakter. Það kom
eiginlega ekkert annað til greina.
Við prófuðum margar leikkonur
en hún rúllaði þessu upp. Sem er
hið besta mál.“
Að sögn handritshöfundarins
getur reynst flóknara að skrifa
handrit að þáttaseríu þar sem hver
þáttur er sjálfstæður. „Oft er tíma-
frekt að vinna með kannski tvær
til þrjár sögur í hverjum þætti
sem þurfa sitt upphaf, miðju og
endi. En eitt sakamál er undir-
liggjandi í allri seríunni. Sem
poppar stundum upp og hvílist
þess á milli. Þetta er mikil stúd-
ía.“
Í upphafi nutu handritshöfund-
ar hjálpar hins skelegga lögmanns
Brynjars Níelssonar Og á seinni
stigum kom Helgi Jóhannesson
lögmaður að málum. „Sá ágæti
lögmaður. Hann las yfir handritið,
kom með punkta og ef eitthvað
stóðst ekki þá breytti ég því. Það
er mikilvægt að vera réttu
megin við lögin í svona skrif-
um,“ segir Sigurjón. Tökur
hefjast um miðjan nóvem-
ber og leikstjórinn Sævar
er spenntur enda er þetta
hans stærsta verk-
efni. Sævar leik-
stýrði Venna
Páer og einni
syrpu af Stelp-
unum. „Þetta
er fín til-
breyting frá
auglýsing-
unum sem
ég hef verið að leikstýra árum
saman. Þótt lögfræðidrama hafi
verið vinsælt format í Ameríku
hefur þetta ekki verið myndað hér
áður en málin verða af íslenskum
toga og má lofa drama og spennu í
þessu.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Stöð 2 stendur til að frumsýna
þættina í janúar.
jakob@frettabladid.is
SIGURJÓN KJARTANSSON: JÓHANNA VIGDÍS RÚLLAÐI ÞESSU UPP
Hansa í lögfræðidrama
HANSA Leikur í Rétti en að henni stendur mikið lögfræðislekti, Örn Clausen og Guð-
rún Erlendsdóttir eru til að mynda foreldrar hennar.
„Þetta var alveg frábært. Nú loksins get ég gert
mér í hugarlund hvernig Mick Jagger hefur það
sem poppstjarna,“ segir Karl Örvarsson, for-
söngvari hljómsveitarinnar Hunangs, sem er
nýkomin úr mikilli fjögurra daga ævintýrareisu
um Grænland.
Hunang tróð upp á tónleikum í Angmagssalik
og Karl sparar sig hvergi í lýsingum á þeim og
ævintýrum hljómsveitarmeðlima. Segir að það
hafi þurft þrjá fíleflda dyraverði til að halda
fólkinu frá sviðinu. „Og svo eiginhandaráritan-
ir hægri vinstri og að kyssa hendur. Já, já, við
vorum stórstjörnur í Angmagssalik. Innfæddir
tóku okkur vel.“
Tónleikarnir voru á Pakhuset niðri við höfn
en staðarhaldarinn á Hótel Angmagssalik, Mike
Nicolaisen, staðfestir orð Karls – að tónleikarn-
ir hafi verið frábærir. „Allir tala um að þetta
séu einhverjir bestu tónleikar sem haldnir hafa
verið í bænum. Ég hef aldrei séð fólk taka jafn
virkan þátt og skemmta sér – sannkölluð upplif-
un,“ segir Nicolaisen.
Poppstjörnurnar í Hunangi skoðuðu sig um
á Grænlandi, „sáum sleðahunda og allt“, segir
Karl. Nú er stefnan sett á enn lengri Græn-
landstúr næsta sumar.
„Við sömdum um launin í evrum. Skömmu
fyrir hrunið. Nei, við erum reyndar ekki með
leynireikninga á Grænlandi. En við vorum skít-
hræddir um að við yrðum þjóðnýttir þegar við
komum heim með allar þessar evrur. Við sömd-
um um 45 þúsund krónur á kjaft sem var orðið
að 85 þúsundum þegar við komum aftur. Þannig
að hýran hækkaði. Vasapeningur breyttist í
greiðslu af bílaláni,“ segir Karl kátur. - jbg
Karl Örvars sem Jagger á Grænlandi
STÓRSTJÖRNUR Á GRÆNLANDI Hljómsveitin Hunang
með Karl Örvarsson í fararbroddi er nýkomin frá Ang-
magssalik. Menn sömdu um greiðslu fyrir hrun og voru
hræddir um að verða þjóðnýttir þegar þeir komu með
allar evrurnar heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MAGNÚS JÓNS-
SON OG VÍKING-
UR KRISTJÁNS-
SON Þeir mynda,
ásamt Hönsu,
þriggja manna
lögfræðiteymi
sem allt snýst um
í Rétti.
Karl Júlíusson, einn
fremsti leikmyndahönn-
uður Íslands, hefur
nýlokið vinnu við
nýjustu kvik-
mynd Lars von
Trier, Antichrist.
Kvikmyndin er einhvers konar
hryllingsmynd og skartar sjálfum
Willem Dafoe í aðalhlutverki. Trier
hefur vafalítið viljað deila með Karli
áliti sínu á íslensku útrásinni en
hann gerði einmitt kvikmyndina
Boss of it All þar sem íslenskur
útrásarvíkingur var sýndur í fremur
vafasömu ljósi.
Og aðeins meira af
Íslendingum í útlönd-
um. Því Atli Örvarsson
heldur áfram að gera
það gott með
kvikmyndatónlist
sinni. Eftir að
hafa tekið sér
smáfrí hefur Atli
nú verið ráðinn
til að semja
tónlistina við nýjustu kvikmynd
fyrirsætunnar Millu Jovovich.
Sú heitir The 4th Kind og verður
væntanlega frumsýnd á næsta ári.
Atli kláraði síðast að semja tónlist
við kvikmyndina Thick as Thieves
en þar fer hjartaknúsarinn Antonio
Banderas með aðalhlutverkið.
Óskar Jónasson hefur heldur
betur slegið í gegn að undanförnu
með sjónvarpsþáttaseríurnar
Pressu og Svarta engla auk þess
sem kvikmynd hans Reykjavík
Rotterdam hefur gengið afskaplega
vel. Til stendur að sýna Svarta engla
í Svíþjóð en það eru
norskir frændur
okkar sem fá
að berja Pressu
augum á sínum
skjám á næstunni
– en þangað hefur
sú sería verið
seld.
- fgg, jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI