Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 4
4 18. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Byggð á samnefndri kvikmynd VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 7° 8° 5° 6° 7° 11° 11° 6° 5° 6° 18° 15° 7° 11° 22° 5° 18° 20° Á MORGUN 8-20 m/s, stífastur SV-til. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. 8 12 11 13 6 5 5 6 7 10 9 6 8 6 2 3 4 4 9 9 3 4 3 2 4 5 6 0 3 -2 -3 -2 STYTTIR UPP Á MORGUN Í dag verður dálítil væta um allt land en það styttir upp á morgun, þó ekki hægt að útiloka skúrir éða él á stöku stað, einkum norð- anlands. Á fi mmtu- dag kólnar töluvert með snjókomu norðan- og austan- lands en bjartviðri syðra. Talsvert frost verður á föstudag en úrkomulaust. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Vegna fréttar í blaðinu í gær vill Agnes Johansen, framleiðandi hjá fram- leiðslufyrirtækinu Sögn, taka fram að unnið er að því að klára fjármögnun á kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Sumarlandið. Henni hefur því ekki verið frestað. ÁRÉTTING EFNAHAGSMÁL Erlendi bankaeftir- litsmaðurinn sem ríkisstjórnin hefur ráðið til að fara yfir regluverk þjóðarinnar um fjármálastarfsemi og fram- kvæmd bankaeftirlitsins hér á landi er finnskur sérfræðingur, maður að nafni Kaarlo Vilho Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins. Jännäri á að fara yfir reglu- verkið og starfshætti við bankaeftirlit og leggja til nauðsynlegar breytingar. Hann á einkum að beina sjónum að reglum um lausafjárstýringu, lán til tengdra aðila, áhættur, krosseignatengsl og hagsmuna- legt sjálfstæði eigenda og stjórnenda eins og kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í gær. - ghs Fjármálakerfið: Finnskur sérfræðingur til ráðgjafar GENGIÐ 17.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,8377 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 134,79 135,43 201,32 202,30 171,02 171,98 22,96 23,094 19,473 19,587 17,103 17,203 1,3938 1,4020 199,06 200,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Áætlun stjórnvalda til að mæta efnahagsörðugleikum þjóðarinnar gerir ráð fyrir lánapakka upp á fimm milljarða dollara, en ekki sex eins og áætlað var. Veruleg gengislækkun er talin hugsanleg eftir að gjaldeyrismarkaður verður starfhæfur að nýju. Stýrivaxtahækkun er ekki útilokuð. Efnahagsáætlun stjórnvalda vegna efna- hagskreppunnar var kynnt í gær og lögð fram sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Áætlunin verður rædd þar á næstu dögum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynntu áætlunina. Þau gera ráð fyrir að ef efnahagsáætlunin gengur fyrir sig eins og lagt er upp með þá muni ástandið hér á landi lagast hratt frá því sem nú er. Borðlagt sé að verðbólga hækki tímabundið en hún muni ganga hratt niður. „Við munum horfa fram á allt annað ástand þegar kemur fram á árið 2010,“ sagði Geir. Fram kom að nú sé lánsfjárþörf ríkisins áætluð fimm milljarðar dollara; rúmlega tveir fáist frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem tekur málið fyrir á morgun. Þeir þrír milljarðar sem upp á vantar hafa stjórnvöld tryggt frá Norðurlöndunum, Póllandi og Rússlandi. Engin skýr svör fengust við spurningum blaðamanna um hverju það sætti að lánsfjárþörfin væri mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Geir sagði lækkunina til komna vegna þess að nýjasta yfirferðin sýndi að sex milljarðar væri of mikið. „Þetta er það sem metið er að þurfi til að hafa nægan viðbúnað á gjaldeyrismark- aðnum. Þetta er bara afleidd stærð út frá því sem menn ætla að þar eigi sér stað.“ Hugsanlegt er talið að mikið fjármagnsflæði úr landi leiði til verulegrar viðbótarlækkunar á gengi krónunnar. Í áætluninni segir að slíkt gæti valdið stórskaða á efnahag þjóðarinnar allrar og miklum samdrætti í efnahagslífinu. Því verði að styrkja krónuna með öllum ráðum. Fram kom að ómögulegt sé að reikna út hversu mikið gengið gæti veikst. „Allt slíkt eru ágiskanir. Það getur enginn sagt nákvæm- lega um það hvernig markaðurinn mun haga sér eftir að hann er kominn í gang,“ sagði Geir. Stýrivextir voru hækkaðir í 18 prósent 28. október. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er Seðlabankinn reiðubúinn að hækka vexti enn frekar. Geir og Ingibjörg voru spurð út í tölur sem koma fram í viljayfirlýsingunni um að lánsfjárþörfin væri 24 milljarðar dollara en ekki sex. Kom fram að um skuldbindingu einkaaðila væri að ræða og yrði afskrifaður vegna greiðsluþrots bankanna. Sérstakur saksóknari mun rannsaka hugsanlega saknæma háttsemi í bönkum, hjá stofnunum og stjórnmálamönnum. Finnist eitthvað misjafnt verður því vísað til sérstaks saksóknara. svavar@frettabladid.is Fjárþörf ríkisins er milljarði dollara minni en áætlað var Fjármagnsþörf ríkisins er fimm milljarðar dollara en ekki sex. Búist er við að gengið falli umtalsvert þegar krónan kemst aftur á flot. Framganga embættis- og stjórnmálamanna verður rannsökuð sérstaklega. RÁÐHERRABÚSTAÐURINN Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar í gær. Mikil óvissa virðist vera um áhrif hennar á þróun efnahagslífsins næstu mánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Stjórnarseta Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns fjölmiðlafyrirtækisins 365, er enn til skoðunar hjá Hlutafélagaskrá. Þar fékkst staðfest að Jón Ásgeir hefði sagt sig úr stjórnum fjögurra íslenskra félaga í síðustu viku, en sitji enn í stjórnum níu fyrirtækja. „Málið er enn í skoðun [...] þessi mál eru í vinnslu,“ segir Svala Hilmarsdóttir, deildarlögfræðing- ur og staðgengill forstöðumanns Hlutafélagaskrár. „Jóni Ásgeiri hefur verið gert viðvart um afstöðu Fyrirtækjaskrár í þessu máli.“ Hún vildi ekki skýra nánar hvað í því fælist, en sagði að Hlutafélagaskrá yrði að fylgja stjórnsýslulögum. Jón Ásgeir sat, eftir því sem næst verður komist, í stjórnum um 30 íslenskra fyrirtækja, þegar dómur féll í Baugsmálinu. Í byrjun síðustu viku sat hann enn í 13 stjórnum. Í gær fengust svo þær upplýsing- ar hjá Hlutafélagaskrá að Jón Ásgeir hafi sagt sig úr fjórum stjórnum til viðbótar í síðustu viku og boðað úrsögn úr tveimur til við- bótar á næstunni. Samkvæmt hlutafélagalögum er þeim sem hafa hlotið dóm fyrir brot í rekstri fyrirtækja óheimilt að sitja í stjórnum íslenskra félaga í þrjú ár eftir að dómur fellur. Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi í Baugs- málinu hinn 5. júní síðastliðinn. Jón Ásgeir er stjórnarformaður 365 miðla sem gefur út Fréttablað- ið. - bj Hlutafélagaskrá enn með úrsagnir Jóns Ásgeirs úr stjórnum félaga til skoðunar: Situr enn í níu stjórnum fyrirtækja ÚRSAGNIR Jón Ásgeir Jóhannesson sagði sig úr stjórnum fjögurra fyrirtækja í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra íhugaði að segja af sér embætti en komst að þeirri niðurstöðu að halda áfram störfum. Hann greindi frá þessu í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Það er dálítið óhjákvæmilegt þegar svona stórir hlutir gerast að maður fari yfir sinn hlut í þessu og þá sérstaklega þau ráðuneyti sem ég hef stýrt á þessu tímabili,“ sagði Árni. Eftir að hafa íhugað málið komst hann að þeirri niðurstöðu að góð staða ríkisfjármála myndi hjálpa hvað mest í gegnum efnahagskrísuna. Árni hefur verið fjármálaráðherra síðan 2005. - bþs Árni M. Mathiesen: Íhugaði afsögn SAMGÖNGUR Rúmlega 10 prósent færri bílar fóru um Hvalfjarðar- göngin í október í ár en á sama tíma í fyrra. Forsvarsmenn Spalar, rekstraraðila ganganna, tengja þessa fækkun slæmu efnahagsástandi. Í ár fóru 143 þúsund bílar um göngin í október en í fyrra 160 þúsund. - kóp Minni umferð um göngin: Færri fara um Hvalfjarðargöng 1. Brúttókostnaður ríkisins vegna innstæðutrygg- inga og endurfjámögnunar viðskiptabank- anna og Seðlabankans gæti numið 80% af landsframleiðslu. 2. Búist er við að vergar skuldir þjóðarbúsins aukist úr 29% af landsframleiðslu í 109% í árslok 2009. 3. Áætlað að verðbólga verði 4,5% fyrir árslok 2009. 4. Frekari hjöðnun verðbólgu árið 2010. MOLAR ÚR EFNAHAGSÁÆTLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.