Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 26
 18. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 ● sálarblaðið „Sálin hefur alltaf komið mér í gott skap og látið mér líða vel.“ Uppáhaldslag með Sálinni? „Undir þínum áhrifum.“ Uppáhaldsball/-tónleikar? „Án efa 10. bekkjar-ballið fræga þegar ég bókaði sveitina sjálfur á þann dans- leik, tónleikarnir með Sálinni og Gos- pel og svo má ekki gleyma þjóðhá- tíðinni 2003.“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Þeir eru eins og úrvals rauðvín, verða bara betri með árunum!“ Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur Sálin bókuð í tíunda bekk „Sálin var einn af hornsteinum tí- unda áratugarins, hljómsveitin sem „artí fartí grunge“-liðið fílaði á laun. Ef þú hefur ekki farið á sveitaball með Sálinni, þá hefurðu ekki lifað.“ Uppáhaldslag með Sálinni? „Sódóma.“ Uppáhaldsball/-tónleikar? „Á skemmtistaðnum 1929 á Akur- eyri árið 1995 (eða var það öfugt?). Á þessum tíma hékk ég með nokkr- um hljómsveitum af því að ég var að stúdera baksviðshegðun þeirra. Þessar stúdíur urðu síðan að sjón- varpsmyndinni „Rót“, sem ég skrifaði ásamt Einari Kárasyni.“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Sálin lifir að eilífu!“ Óskar Jónasson leikstjóri Sálin hans Jóns míns ódauðleg „Þeir hafa verið sérlega upplífgandi á liðnum áratugum og bætt mína sál- arheill.“ Uppáhaldslag með Sálinni? „Undir þínum áhrifum, sérlega fallegt lag og ljóð og vekur upp ljúfar kenndir.“ Uppáhaldsball/-tónleikar? „Þegar hljómsveitin spilaði persónulega fyrir mig í fimmtugsafmælinu, beint frá hjarta og sál.“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Já, alveg örugglega á meðan þeir halda sál- inni í hljómsveitinni, hafa áhuga og löngun til frekari afreka.“ Hermann Gunnarsson útvarpsmaður Sérlega upplífgandi Aðdáendaklúbbur Sálarinnar, Gullna liðið, var stofnaður árið 2003 í tilefni af fimmtán ára af- mæli sveitarinnar. Meðlimir eru orðnir 1500 talsins af öllum kyn- slóðum vítt og breitt um landið og miðin. Laufey Jörgensdóttir, for- sprakki Gullna liðsins, og ristjóri síðunnar Salin.is, hefur verið að- dáandi Sálarinnar síðan hún var þrettán ára, eða næstum jafnlengi og hljómsveitin hefur starfað. „Eftir þá Sálverja liggja auð- vitað ógrynni af frábærum lögum sem nánast hvert mannsbarn kann og þessi lög koma til með að lifa með þjóðinni vonandi um ókomin ár. Lögunum tengjast skemmtileg- ar minningar þessi síðustu tuttugu ár. Leikgleði þeirra, andrúmsloft og stemning á böllum er auðvit- að einstök líka,“ segir hún. „Svo eru þeir einhvern veginn alltaf að toppa sig í krefjandi verkefnum. En ef þú spyrð mig, einlægan að- dáanda Stefáns, þá er hin einstaka söngrödd hans það besta við Sál- ina að mínu mati. Svo stendur sax- inn alltaf fyrir sínu. Spurning um að gera Sálina að útflutningsvöru í þessu árferði – eitthvað svo sérís- lenskt fyrirbæri bara.“ 1500 manns í Gullna liðinu „Sálin hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem þeir voru að gefa út plötuna Hvar er draumurinn? um sama leyti og ég var að byrja minn útvarpsferil. Á hinum síðari árum hefur myndast heilmikill vinskapur við þá félaga og traust sem hefur gert það að verkum að ég hef fengið að fylgjast mjög vel með því sem þeir eru að gera. Þeir hafa líka komið við sögu í sambandi mínu og eiginkonunnar og þannig er þetta eiginlega hljómsveitin okkar. Þeir tóku meðal annars lagið Sól um nótt í kirkjunni er við giftum okkur árið 2003.“ Uppáhaldslag með Sálinni? „Nú er eiginlega vonlaust fyrir mig að nefna eitt lag en ég get nefnt þrjú lög og ástæðurnar fyrir því. Lagið Sól um nótt er eitt þeirra og af þeirri aug- ljósu ástæðu að þeir sungu það fyrir okkur í giftingunni og þar er text- inn lykilatriði. Sódóma er það lag sem mér finnst alltaf gaman að heyra. Lagið Hinn eini sanni er mér líka kært en það notaði ég í fimm Fitness-keppnum til að hjálpa mér í gegnum þrautabrautina en takmark- ið þar var samt að heyra ekki meira en svona 90 sek. af laginu því þá átti maður að vera kominn í mark.“ Uppáhaldsball/tónleikar? „Þau eru nokkur sem koma upp í hug- ann, Sjallinn á Akureyri síðsumars 1995 með vinahjónum okkar, Hilmari og Laufeyju, sem sáu um að dressa Sálina á sínum tíma og með okkur var Daddi Diskó, Nasa þar sem Logi Bergmann og Svanhildur Hólm fóru upp á svið og tóku lagið með þeim og Circus-byggingin í Kaupmanna- höfn árið 2007 þegar Sálin og Stuð- menn tróðu upp saman. En það sem stendur upp úr er Sálin á veit- ingastaðnum Vega í Kaupmanna- höfn í nóvember 2005 þar sem 1.500 manns voru mættir á ekta íslenskt Sálar-sveitaball.“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Ég held að hljómsveitin geti alveg lifað í tut- tugu ár til viðbótar ef þeir bara vilja það sjálfir.“ Ívar Guðmundsson útvarpsmaður Sungu í brúðkaupinu Ég er og verð „fan“ Sálarinnar og dáist að störf- um þeirra og fag- mennsku.“ Uppáhaldslag með Sálinni? „Láttu mig vera hefur alltaf verið eitt af mínum uppá- halds einhverra hluta vegna auk þess sem mér fannst öll lögin af plötunni Þessi þungu högg frábær.“ Uppáhaldsball/-tónleikar? „Ég held að það hafi verið busaball í Valaskjálf ´98. það sem ég man var mjööög skemmtilegt!“ Lifir Sálin í 20 ár í viðbót? „Án efa. Til hamingju, strákar!“ Magni Ásgeirsson söngvari Busaballið mjög minnisstætt Laufey Jörgensdóttir 45 BESTU LÖGIN Á ÞREMUR GEISLAPLÖTUM 15 TÓNLEIKAUPPTÖKUR 25 TÓNLISTARMYNDBÖND 25 TÓNLEIKAMYNDBÖND 150 MÍN. HEIMILDAMYND SAGA HLJÓMSVEITARINNAR 4CD+3DVD Viðhafnar mörkuðu upplagiútgáfa í tak

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.