Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 16
 18. nóvember 2008 2 JÓLALJÓSIN eru komin upp víða og skemmtilegt að fara með fjölskyldunni á rúntinn til þess að skoða alla dýrðina eða í góðan göngutúr. „Í jólaþorpinu er lifandi skemmti- dagskrá allar helgar. Jólaleikrita- þættir eins og Jól í Oz verða meðal skemmtiatriða, en við verðum einnig með útijólaball alla sunnu- daga sem byrjar kl. 15.00. Söngva- borg, Hafrasystur, og fleiri góð- kunnir skemmtikraftar taka það að sér að halda utan um jólaball- ið,“ segir Ásbjörg Una Björnsdótt- ir, verkefnastýra skrifstofu menn- ingar- og ferðamála í Hafnarfirði. Margir af þekktustu tónlistar- mönnum Íslands koma við í jóla- þorpinu, en ungir hafn firskir lista- menn úr félagsmiðstöðvum bæjarins fá einnig að spreyta sig og koma fram. „Hinn 13. desember kemur til okkar ung söngkona sem heitir Anna Hlín og mun hún í raun- inni opna sviðið fyrir Pál Óskar,“ segir Ásbjörg. „Við erum líka með mikið af hafnfirskum kórum sem fá að njóta sín eins og Kvennakór Öldutúns, Kvennakór Hafnarfjarð- ar og Karlakórinn Þrestir sem sjá um formlega opnun jólaþorpsins klukkan 17 hinn 29. nóvember.“ Í þorpinu eru ekki einungis skemmtanir, heldur er líka ýmiss konar varningur til sölu. „Tuttugu hús mynda þorpið og í hverju húsi eru söluaðilar sem selja varning tengdan jólunum.“ Góðgerðar- samtök koma líka að jólaþorpinu, þar á meðal UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Dýra- hjálp. „Mæðrastyrksnefnd Hafn- arfjarðar verður í einu húsinu allar helgar og mun taka á móti jólagjöfum fyrir börn og unglinga en fólki mun líka gefast tækifæri á að styrkja samtökin,“ segir Ásbjörg. Spurð að því hvort jólasveinarn- ir setji svip sinn á þorpið í ár segir Ásbjörg það alveg undantekninga- laust, enda íslensku jólasveinarnir miklir vinir Jólaþorpsins. Hún bætir einnig við að móðir jóla- sveinanna sé mikið fyrir að koma í heimsókn og þá sérstaklega á laugardögum. „Grýla hefur til- kynnt okkur það að hún ætli að vera kynnir í þorpinu og ég hef ekki þorað að neita henni um það,“ segir Ásbjörg, og bætir við: „Hún hefur ekki verið mikið að safna óþekkum börnum upp á síðkastið svo hún er aðeins að færa út kvíarnar og reyna að finna sér eitthvað nýtt.“ Jólaþorpið sem er opnað nú sjötta árið í röð verður opið allar helgar fram að jólum frá klukkan 13 til 18. Á Þorláksmessu verður opið frá 16 til 22 og munu stærð- arinnar jólatónleikar fara fram klukkan 18. agnesosk@frettabladid.is Jólin byrja í Jólaþorpinu Jólaþorp Hafnarfjarðar fer í gang í sjötta skipti í ár og mun Grýla halda uppi gleðinni á meðal þorpsbúa. Þorpið verður opnað laugardaginn 29. nóvember og er opið allar helgar fram að jólum. Ásbjörg Una Björnsdóttir, verkefnastýra skrifstofu menningar- og ferðamála, sér um uppsetningu Jólaþorpsins í samvinnu við starfsfólk hjá Hafnarfjarðarbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Harðir pakkar njóta gjarnan vin- sælda á jólum og hjá mörgum eru engin jól án bóka. Bókaunnendum gefst tækifæri til að hlýða á upplestur úr bókum sem koma út fyrir þessi jól, en næstkomandi fimmtudag klukkan 17.15 lesa höfundar úr verkum sínum á Bókasafni Kópavogs. Það gæti auðveldað valið á bókum í jólapakkann að hlusta á höfundinn sjálfan lesa en úrvalið af útgefnum íslenskum bókum er talsvert fyrir þessi jól. Upplesturinn fer fram í Kórn- um og geta gestir gætt sér á pipar- kökum og kaffisopa á meðan þeir hlýða á lesturinn. Eftirtaldir höfundar munu lesa á fimmtudaginn:Auður Jónsdóttir les úr Vetrarsól, Erla Bolladóttir les úr Erlu, góðu Erlu, Jón Hallur Stefánsson les úr Varginum og Stefán Máni les úr bók sinni Ódáðahrauni. Upplesturinn hefst klukkan 17.15 og eru allir velkomnir. - rat Lesið úr jólabókum Upplestur á jólabókum verður í Kórnum í Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 20. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Misty skór Laugavegi 178 • Sími: 551 2070 Opið: mán - fös: 10 - 18 • lau: 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Vandaðir leðurskór fyrir herra. Skinnfóðraðir og með sterkum vatnsþolnum sóla. Stærðir: 40 - 47 Verð: 9.985.- Vandaðar mokkasíur úr mjúku leðri fyrir herra. Skinnfóðraðir og með leðursóla. litir: brúnt og svart. Stærðir: 41 - 45 Verð: 10.675.- Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði* E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Nú er Samstöðuvika hjá Dansrækt JSB Sjaldan hefur verið ríkari þörf fyrir að byggja okkur upp og efla andlegan og líkamlegan styrk okkar Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Til þess að sýna samstöðu á erfiðum tímum bjóðum við: • Frían aðgang í opna tíma og tækjasal vikuna 18. – 25. nóvember• Besta verð ársins á öllum kortum• Framlengingu á kort sem þegar eru fyrir hendi Hlökkum til að sjá þig! Næstu fyrirlestrar og námskeið 18. nóv. Óskalisti líkamanns Matti Ósvald heilsuráðgjafi 20. nóv. Hátíðakökur og eftirréttir Auður Konráðsdóttir desertadrottning 25. nóv. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 27. nóv. Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli Edda Björgvins leikkona 02. des. Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 04. des. Hátíðakökur og eftirréttir Auður Konráðsdóttir desertadrottning www.madurlifandi.is Miðvikudaga og laugardaga Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.