Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér fannst gaman að vinna. Ég var leyst út með gjöfum, inneign á námskeið og fatnað frá Heilsuaka- demíunni. Svo fékk ég auðvitað farandbikarinn,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, sem varð hlut- skörpust í flokki kvenna í keppn- inni Hermaður ársins sem fór fram í Heilsuakademíunni á dög- unum. Auður náði tímanum 1:17 mínút- ur og sigraði með 20 sekúndna for- skoti á andstæðinga sína. Hún bætti um leið eigin tíma frá því í fyrra um 30 sekúndur þegar hún sigraði einnig í keppninni. Hún segir ekki annað hafa komið til greina en að taka þátt í ár og hafi hún verið enn staðráðnari að vinna en síðast. „Ég sigraði í fyrra þannig að það var mikil pressa að vinna aftur í ár. Þá tók ég þátt upp á grín og vann og fannst ég því þurfa að verja titilinn í ár. Ég var miklu ákveðnari að sigra núna og gaf ekkert eftir,“ segir Auður og bætir við að hún hefði aldrei tekið þátt nema eygja von um sigur. „Þannig hugsaði ég og gerði svo mitt besta.“ Í keppninni Hermaður ársins etja kappi þátttakendur af her- þjálfunarnámskeiðum Heilsuaka- demíunnar og fer keppnin fram í sérstakri herþjálfunarbraut. Markmiðið er að komast yfir hvers kyns hindranir, svo sem klifur- veggi og kefli, og ljúka keppni á sem skemmstum tíma. „Brautin minnir að mörgu leyti á fitness- brautir en þrautirnar eru fleiri og engu þungu þarf að lyfta. Þetta er meira og minna hopp allan tímann og sleppi maður þraut eru dregin af manni stig,“ segir Auður og bætir við að samkeppnin hafi verið hörð. „Við vorum þrettán. Þetta eru allt þrusustelpur.“ Auður, sem er lögmaður að mennt, hefur æft herþjálfun um tveggja ára skeið og segist í fyrsta sinn hafa fundið líkamsrækt við sitt hæfi. „Yfirleitt finn ég fljótt fyrir leiða, en þar sem þetta er svo fjölbreytt, stöðvaþjálfun, sprett- hlaup og fleira, hefur mér þótt þetta gaman. Eygló, sem heldur utan um námskeiðin, er dugleg að brydda upp á alls kyns skemmti- legum nýjungum.“ Spurð út í mataræðið segist Auður vera svo heppin að geta verið mátulega kærulaus í þeim efnum. „Ég get borðað nánast hvað sem er en auðvitað er gott að borða hollan og sérstaklega kolvetnisrík- an mat fyrir svona keppni.“ roald@frettabladid.is Ætlaði sér alltaf að sigra Auður Björg Jónsdóttir sigraði í keppninni um Hermann ársins sem var nýlega haldin í Heilsuakademí- unni. Auður hefur æft herþjálfun um tveggja ára skeið og segist þar hafa fundið líkamsrækt við sitt hæfi. Kom, sá og sigraði. Auður Björg Jónsdóttir var valin Hermaður ársins og hafði 20 sekúndna forskot á andstæðinga sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓLASMÁKÖKURNAR er ágætt að baka sem fyrst. Síðan er ekki vitlaust að vinda sér bara í að borða þær þannig að þær verði flestar búnar áður en jólin koma og enginn hefur pláss fyrir þær með öllum jóla- matnum og konfektinu. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Roma Aspen Aspen-Lux Verð kr. 139.900,- Verð Kr. 174.900,- Verð Kr. 269.900,- Verðdæmi : Patti lagersala landsins mesta úrval af sófasettum Yfir 200 tegundir af sófasettum VERÐHRUN Íslensk framleiðsla kr.69.900,- verð frá Bonn Verð Kr. 153.900,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.