Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 28
 18. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● sálarblaðið Í meðlimatölu Sálarinnar hefur mest nýliðun verið við trommusettið. Alls hafa sex trommarar setið við Sálar- settið. Fyrstur allra var Pétur Grétars- son. Hann spilaði með ónefndum fyrirrennara Sálarinnar. Sú sveit kom saman að áeggjan Þorsteins Joð og spilaði soul-slagara úr Blues Brothers-myndinni í Sigtúni árið 1987. Fyrsti „fullgildi“ tromm- ari Sálarinnar var Rafn heitinn Jónsson. Hann handlék kjuðana á fyrsta skeiði sveitarinnar, „silki- jakka-tímabilinu“ svokallaða. AUÐVELT AÐ HÆTTA Í SÁLINNI Þegar Bítlavinafélagar létu sig hverfa vildu Guðmundur og Stef- án halda áfram og söfnuðu liði í nýtt band. Einn sá fyrsti sem var hóað í var trommarinn Magnús Stefánsson, sem hafði gert garð- inn frægan með Utangarðsmönn- um og Egó. „Ég og Guðmundur höfðum verið saman í hljómsveit- inni Tíbet Tabú og þegar hann kom að máli við mig vildi hann stofna alvöru rokkband í anda The Cult og Guns N‘Roses,“ segir Magnús. „Mér leist vel á þá hugmynd en svo breyttist þetta náttúrulega og varð að þeirri Sál sem fólk þekk- ir í dag. Samt voru nokkur lög sem voru í þessum rokkanda, til dæmis Öskrið.“ Magnús á góðar minningar frá Sálarárunum. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og þroskandi tímabil. Gaman að kynnast svona heilbrigðum gaurum eins og þess- um strákum,“ segir hann. „Við vorum í bassaleikarahallæri og ég stakk upp á Friðriki Sturlusyni. Honum hafði ég spilað smáveg- is með þegar ég var lánstrommari í hljómsveitinni Maó. Hann small strax alveg inn í bandið og er besti bassaleikari sem ég hef spilað með, að öðrum ólöstuðum.“ Magnús starfaði með Sálinni í tvö ár, frá 1988 til 1990. „Mín per- sónulega staða var þó þannig á þessum árum að ég varð að hætta í bandinu, eða taldi mig þurfa að hætta. Ég var í miklu rugli og vildi hætta að neyta kannabis- efna. Fannst sem ég yrði að hætta í bandinu til þess. Það var auðvelt að hætta í Sálinni en mér tókst ekki að losna við hassið fyrr en sex árum síðar. En það er önnur saga.“ ALLTAF FULLUR OG RÍFANDI KJAFT Næstur til að sitja við settið með Sálinni var Birgir Baldursson. Hann kom úr jaðarrokkinu, hafði spilað með S.H. Draumi og Bless, en gekk nú til liðs við aðalpopp- band landsins. „Ég hafði reyndar spilað með Mannakorni heilan vetur á Dans- barnum á Grensásvegi svo ég var orðinn rútíneraður í ballspila- mennsku,“ segir Birgir. „Sálin var fúltæmdjobb og rúmlega það. Við héngum saman allan daginn við æfingar, spilamennsku, myndatök- ur og viðtöl. Vinnubrögðin í þessu bandi voru þó öðruvísi en ég átti að venjast og ég fann mig aldrei. Guð- mundur kom með fullbúin demó af lögunum og maður fékk ekkert að sveigja þau til.“ Birgir segir að hann hafði látið einræði Guðmundar fara í taug- arnar á sér og óþol hafi magnast upp. „Þetta var eins og að vinna á prentvél. Ekkert frelsi eða list- ræn sköpun, en ofsalega fínn pen- ingur, ég neita því ekki. Mér leið virkilega illa og þrautalendingin var að ég var alltaf fullur og ríf- andi kjaft.“ Birgir spilaði með Sálinni í tvö ár, frá vori 1991 til vors 1993, og fékk að hluta sínu framgengt þegar einokun Guðmundar á laga- smíðunum sleppti á plötunni Þessi þungu högg. „Sú plata var ákveð- in uppreisn og allir fengu að leggja eitthvað til,“ segir Birgir. Þegar bandið byrjaði aftur eftir tveggja ára hlé árið 1995 var Birgi ekki boðið að vera með. GREINDI PIRRING Í stað Birgis var trommarinn Tómas Jóhannesson munstraður í bandið. „Ég vissi að Sálin var að fara að byrja aftur eftir tveggja ára hlé,“ segir Tómas. „Ég var að spila í pöbbabandi með góðum vini Gumma Jóns og bað hann um að mæla með mér. Svo fékk ég að spreyta mig á æfingu og var bara ráðinn. Ég held að enginn annar hafi verið prófaður.“ Fyrsta gigg Tómasar var skóla- ball á Skaganum. „Sálin var ekk- ert mikið fyrir æfingar og ég hafði bara lært lögin af plötum. Ég klikkaði á því að það var ekk- ert prógramm í gangi heldur kall- aði Gummi bara nafnið á næsta lagi og ég átti að telja inn í það. Sem var erfitt því ég hafði ekki lagt nöfn laganna á minnið! Ég taldi því inn í einhverju millit- empói og svo var hraðað eða hægt á lögunum eftir atvikum. Gummi gefur mönnum ákveðið augnaráð af hann er ekki ánægður – „búll- ið“ er það kallað – og það var ein- tómt „búll“ þetta kvöld fyrir mig. Ég var svo auðvitað búinn að læra nöfnin á lögunum fyrir næsta gigg.“ En fall er fararheill. Tómas er á því að árin með Sálinni hafi verið „ógeðslega skemmtileg“. „Ég er yngri en þeir svo þetta var mikið þroskaferli fyrir mig. Ég greindi þó alltaf ákveðinn pirring í Sálinni og eftir á að hyggja þá voru þeir að enda ákveðið tímabil þegar ég var með þeim.“ Í einni Sálar-pásunni fór Tómas til Bandaríkjanna í nám. „Þessi rútulífsstíll er ekkert svo skemmtilegur til lengdar og mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég tók þátt í dot.com-æðinu og hef verið í grafík og tölvugeiranum síðan þótt ég grípi enn í tromm- urnar við og við. Á einhverj- um tímapunkti vorum við Jó- hann Hjörleifsson báðir að spila með bandinu en svo æxlaðist það þannig að hann tók alfarið við. Þá má segja að nýtt tímabil Sálarinn- ar hafi hafist. Með Jóhanni endur- nýjaði bandið sig og varð að því sem það er í dag.“ Tómas Jóhannesson (lengst til hægri) spilaði inn á eina Sálar-plötu, Sól um nótt frá 1995. Trommararnir í Sálinni Hér er Magnús Stefánsson (lengst til vinstri) með Sálinni í árdaga, bandið ekki enn búið að leggja silkijökkunum. Birgir Baldursson (annar frá hægri) með Sálinni í enn einni myndatökunni. 2DVD ÖLL MYNDBÖNDIN 90 MÍN. HEIMILDAMYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.