Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 2008 15 UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þær aðgerðir sem ríkistjórnin hefur þegar boðað varðandi verðtryggð lán eru hugsaðar til að mæta tímabundnum greiðsluvanda fólks. Þeir sem þess óska geta látið setja ákveðinn hluta afborgunar á höfuðstólinn. Þannig borgar fólk tímabundið minna en skuld- ir aukast sjálf- krafa hraðar en nokkru sinni fyrr. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða því öllum má vera ljóst að þegar krónan fer á flot aftur þá mun hún falla mikið og langt umfram það jafn- vægisgengi sem búast má við að hún nái að lokum. Þessu falli mun fylgja mikið verðbólguskot. Þetta yfirskot er ekki hluti af hagsveiflu heldur kemur til vegna fjármagns- flótta, vantrúar á gjaldmiðilinn, peninga- og efnahagsmálastjórn landsins. Þetta yfirskot má ekki setjast á höfuðstól verðtryggðra lána enda getur slíkt voðaskot ekki verðið forsenda eignamyndunar og rýrnunar í samfélaginu. Því er nauðsynlegt að frysta verðtrygg- inguna þangað til jafnvægi er náð. Búast má við að höggið verði enn harðara ef engin framtíðarsýn ligg- ur fyrir þegar krónunni verður fleytt. Mikil vonbrigði eru að Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar nú í þriggja mánaða stefnumótunarvinnu, til að marka sér nýja stefnu í peninga- málastjórn og skipan efnahags- mála. Það er deginum ljósara að flokkur sem ekki hefur stefnu í brýnustu hagsmunamálum þjóðar- innar hefur ekkert með það að gera að leiða ríkisstjórnarsamstarf, sér- staklega á tímum sem þessum. Því er rétt að endurskoðun á mál- efnasamningi ríkistjórnarinnar nái einnig til þess hvernig embættum er skipt og að Samfylkingin sem er eini flokkurinn á þingi með trú- verðuga framtíðarsýn, taki við for- ystu þangað til boðað verður til kosninga í vor. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á forystuleysi nú. Gott væri ef Samfylkingunni byð- ust aðrir kostir um ríkistjórnar- samstarf en þeir eru ekki fyrir hendi. Steingrímur J. Sigfússon er búinn að loka og læsa á Evrópu fyrir hönd VG og kominn í andstöðu við framtíðina. Þannig heldur hann Sjálfstæðisflokknum við stjórn og getur ekki fríað sig ábyrgð af afleiðingum aðgerðarleysis þegar þær skella á þjóðinni. Höfundur er borgarfulltrúi. UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Skyndilega er farið að glitta í þöggunar- stefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evr- ópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjón- armið er greinilega það að umræða um Evrópumál- in eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á lands- fundi flokksins í ársbyrj- un verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoð- að og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræð- islegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar for- ystumenn hafa alla tíð verið í for- ystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES- samninginn, ásamt Alþýðuflokkn- um. Snemma árs 2007 lauk stefnu- mótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónar- mið okkar. Og við teljum nauð- synlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræð- ur. Þannig vinnur Sjálfstæðis- flokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónar- horni sem allt of mikið hefur ein- kennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðs- ins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. EINAR. K. GUÐFINNSSON Ný þöggunarstefna? SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Stefnulaus forysta Nýtt í Skífun ni! Útgáfutónleikar Buff á Nasa Buff heldur útgáfutónleika á Nasa fimmtudaginn 20. nóvember. Húsið opnar kl. 20 Frítt inn! Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.