Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 18.11.2008, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 18. nóvember 2008 23 HANDBOLTI Það er mikið álag á Íslandsmeisturum Hauka þessa dagana. Þeir eru nýkomnir heim eftir afar langt og strangt ferða- lag til Úkraínu. Á morgun mætir liðið Akureyri fyrir norðan en á fimmtudagsmorgun flýgur liðið út til Ungverjalands þar sem það mætir Fotex Veszprém í Meistara- deildinni um helgina. Haukar fóru fram á frestun á leiknum þar sem þeir þurfa nán- ast að keyra beint til Keflavíkur eftir leikinn fari svo að ekki verði flogið suður. Þeir sóttu því um frestun en Akureyringar vildu ekki verða við þeirri bón. „Við sóttum um síðasta miðviku- dag þegar ljóst var hvernig þessi ferðalög verða og þar sem við getum hugsanlega misst af flug- inu á fimmtudagsmorgun. Við ætl- uðum að fara á föstudegi en þá var ekki laust þannig að við verðum að fara á fimmtudag. HSÍ tók ágæt- lega í þetta en Akureyringar settu sig algjörlega upp á móti þessu,“ sagði Aron Kristj- ánsson, þjálfari Hauka, en hann telur spila inn í ákvörðun Akureyringa að auðveldara sé að mæta Haukum í því álagi sem er á þeim þessa dagana. „Mér hefði fundist allt í lagi að fresta þessum leik enda þarf oft að fresta leikjum með Akureyri og Vest- mannaeyjar með nokkurra klukku- tíma fyrirvara. Þeir hafa svo sem áður verið ólögleg- ir í þessu og það er fúlt að okkur sé ekki mætt með skiln- ingi,“ sagði Aron frek- ar svekktur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir eðlilegar ástæður á bak við að þeir vilji ekki fresta leiknum á morgun. „Af hverju eigum við að gera það þegar haft er sam- band með viku fyrir- vara? Þeir vissu hvernig lands- lagið var fyrir löngu síðan og þetta er þess utan eini heimaleikur okkar í þrjá mánuði og það er verið að bíða eftir honum. Mikill áhugi og meira að segja byrjuð forsala á miðum sem hefur nú ekki gerst áður,“ sagði Rúnar en Akureyringar eiga ekki heimaleik fyrr en í lok janúar eftir þennan leik. Þess utan er Árni Þór Sigtryggsson á leið upp- skurð í lok nóvember og gæti því ekki leikið í desember. „Það hefur eðlilega líka aðeins með þetta að gera. Annars sjáum við fram á að fá mikið af áhorf- endum og viljum nýta stemning- una sem er í gangi,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum. - hbg Mikið álag á Haukum sem eru svekktir út í Akureyringa sem vilja ekki fresta: Vilja nýta stemninguna á Akureyri ÁLAG Aron Kristjánsson (stærri mynd) og lærisveinar hans eru á heims- ferðalagi þessa dagana og hefðu gjarna viljað fresta ferð til Akureyrar. Rúnar Sigtryggsson (minni mynd) segir sína menn vilja spila. MYNDIR/VALLI & ANTON FÓTBOLTI Fabio Capello, lands- liðs einvaldur Englendinga, getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði í æfingaleiknum gegn Þjóðverjum á morgun. Þeir síðustu til að ganga úr skaftinu voru stórstjörnurnar Frank Lampard og Steven Gerr- ard. Lampard er slappur í rifbein- unum en Gerrard er meiddur í nára. Í þeirra stað hafa verið valdir Jimmy Bullard frá Fulham og Scott Parker frá West Ham. Óttast var að John Terry gæti ekki leikið en hann verður væntanlega klár á leikdag. Gerrard lét sjá sig á æfinga- svæði enska landsliðsins þrátt fyrir meiðslin þar sem læknar enska landsliðsins staðfestu meiðsli hans en Gerrard lék allar 90 mínúturnar gegn Bolton um helgina þrátt fyrir meiðslin. BBC hafði heimildir fyrir því að Capello hefði verið afar óhress er Liverpool dró Gerrard úr lands- liðshópnum fyrir leikina gegn Andorra og Króatíu til að fara í aðgerð. Hann vildi því fá sína menn til að kíkja á Gerrard. Á meðal annarra leikmanna sem vantar í enska landsliðið eru Rio Ferdinand, Wayne Rooney, Wes Brown, Ashley Cole, Joe Cole og Emile Heskey. Þar af leiðandi getur Capello líklega aðeins valið fjóra af fastamönnum liðsins í byrjunarliðið er það spilar í höfuð- borg Þýskalands í fyrsta skipti síðan 1972. Margir stjórar í ensku deildinni hafa gert lítið úr þessum leik og hafa sagt hann óþarfan. Því er Michael Carrick, miðjumaður Man. Utd, ósammála. „Þú getur spurt hvaða leikmann sem er um leiki Englands og Þýskalands. Það er alltaf risaleik- ur og draumaleikur fyrir lands- liðsmenn,“ sagði Carrick. „Ég horfði á þessa leiki með stjörnur í augunum sem ungur maður og það er mikill heiður að fá að taka þátt í slíkum leik. Þetta er England á móti Þýskalandi á Ólympíuleik- vanginum í Berlín. Það vilja allir leikmenn taka þátt í slíkum leik,“ sagði Carrick. - hbg Mikil meiðslavandræði í enska landsliðinu: Gerrard og Lampard fjarri góðu gamni MEIDDIR Frank Lampard og Steven Gerrard spila ekki með enska landsliðinu gegn Þjóðverjum á morgun. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo er sammála flestum sparkspek- ingum um að hann sé líkleg- ur til þess að verða valinn besti knattspyrnumaður heims. „Ég er besti, næst- besti og þriðji besti leikmaður heims,“ sagði Ronaldo léttur í samtali við brasilískt dagblað. „Það eru aðrir góðir á þessum lista eins og Kaká, Messi og Torres. Annars tel ég mig hafa gert allt sem þarf til þess að vinna þessi verðlaun og ég vil halda áfram á sömu braut. Mitt markmið er ávallt að vinna allt sem er í boði.“ Ronaldo þykir líklegur þar sem hann fór á kostum með Man. Utd síðasta vetur þar sem Man Utd vann ensku deildina sem og Meistaradeild- ina. - hbg Cristiano Ronaldo með sjálfstraustið í góðu lagi: Ég er sá besti í heiminum RONALDO Er góður, vinsæll og veit af því. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is LEIKL IST / FRAM KOMU FRÆÐ I Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til sk apan di sta rfa. Viðu rken nt tv eggja ára n ám. 100% láns hæft hjá L ÍN. SKRÁ NING STEN DUR Y FIR! Hótel Örk - Breiðumörk 1c - Hveragerði - Sími 483-4700 - Fax 483-4775 - hotel-ork.is Stórsöngvararnir og skemmtikraftarnir í duett.is sjá um veislustjórn af sinni alkunnu snilld Opinn bar og lifandi tónlist að borðhaldi loknu Tónlistarflutningur í höndum Hreims og félaga Tilvalið fyrir fyrirtæki, hópa, pör og einstaklinga • • • • Eigðu ógleymanlega kvöldstund á okkar sívinsæla jólahlaðborði Verð: Gisting, borðhald og skemmtun 11.900 kr. á mann í tvíbýli Borðhald og skemmtun 6.900 kr. á mann Farðu inn á jolahladbord.is til að skoða matseðilinn, fá nánari upplýsingar og panta. Jólahlaðborð á Hótel Örk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.