Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 4
4 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 14° 11° 3° 3° 10° 8° 5° -2° 11° 10° 20° 10° 7° 20° 4° 8° 14° 4° -4 -4 -3 -5 1 Á MORGUN 15-23 m/s -2 FÖSTUDAGUR 5-10m/s, stífastur austan til -4 -5 -5 -4 -5 -1 2 0 2 -8 7 6 4 5 5 7 3 5 5 7 6 -1 -2-1 -3 HARÐA VETUR Á MORGUN Í kvöld fer að hvessa með norðanverðu landinu og snjóa. Á morgun verður svo komið norðan hvassviðri á Vest- fjörðum, Norður- landi og jafnvel austan til með ákafri snjókomu og skafrenningi. Syðra verður vindasamt og kalt en úrkomulítið. Ekki er að sjá hlýindi í þessu fram yfi r helgi. -1 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 25.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 239,6188 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 139,8 140,46 210,86 211,88 179,5 180,5 24,082 24,222 19,879 19,997 17,355 17,457 1,4578 1,4664 207,73 208,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Rangt var farið með kaupmáttarrýrn- un Íslendinga undanfarið ár í Frétta- blaðinu í gær. Rétt er að kaupmáttur hefur rýrnað um sex prósent. LEIÐRÉTTING STJÓRNMÁL Reiknað er með að frumvarp allra flokka á Alþingi um rannsókn á vegum þingsins á orsökum og afleiðingum banka- hrunsins verði kynnt í þingflokk- um í dag. Smíði frumvarpsins hófst fyrir þremur vikum undir forystu þingforseta. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið, síðast í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður frumvarpið ítarlegt að vöxtum enda talið mikilvægt að mæla skýrt fyrir um víðtækar heimildir rannsakenda. Meðal annars á að víkja til hliðar lögum um bankaleynd. - bþs Rannsókn á vegum Alþingis: Frumvarp fyrir þingflokka í dag STJÓRNSÝSLA Hætta er á að allir riftanlegir gjörningar, sem gerðir voru í bönkunum á sex vikna tíma- bili frá 6. apríl til 15. maí í vor, verði óriftanlegir vegna þess að frestdagur var ekki skilgreindur þegar „neyðarlögin“ voru sett. Þetta kemur fram hjá Sigurði Tóm- asi Magnússyni, sérfræðingi hjá Háskólanum í Reykjavík. Þegar óskað er eftir gjaldþrota- skiptum markar sá dagur frestdag. Það þýðir að hægt er að rifta gern- ingum hálft ár aftur í tímann frá þeim degi. Eftir setningu „neyðar- laganna“ og skipun skilanefnda fórst fyrir að setja frestdag og þurfti því að bæta við ákvæði um frestdag í lögin eftir á ef síðar kæmi til gjaldþrotaskipta. Þetta var gert 13. nóvember með gildis- töku 15. nóvember. „Þetta var ekki gert afturvirkt þannig að sex vikur töpuðust,“ segir Sigurður Tómas. Frestdagurinn tók ekki gildi fyrr en við gildistöku lagaákvæðisins. Allir gjörningar sem gerðir voru innan bankanna á þessu sex vikna tímabili geta því verið óriftanlegir en annars hefði verið hægt að rifta þeim. Þarna getur verið um ýmsa undanskotsgerninga að ræða eða mismunun kröfuhafa. Sigurður Tómas segir að tíminn leiði í ljós hvort slíkt sé fyrir hendi. „Ég er ekki að halda því fram að svo sé, það er bara almenn hætta á því að mönnum detti slíkt í hug þegar fer að ganga illa í rekstri félaga,“ segir hann. Andri Árnason hæstaréttarlög- maður hefur unnið að þessum málum fyrir Fjármálaeftirlitið. Hann segir að miðað hafi verið við að bankarnir myndu allir leita greiðslustöðvunar. Landsbankinn hafi ekki enn gert það en hann sé samt kominn með frestdag á grund- velli bráðabirgðaákvæðisins þar sem skilanefnd hafi verið skipuð. Ragnhildur Helgadóttir prófess- or flutti nýlega erindi um stjórn- skipulegan neyðarrétt í Háskólan- um í Reykjavík. Þar sá hún ástæðu til þess að taka fram að stjórnar- skráin gildi jafnt fyrir og eftir „neyðarlög“. Hún benti á að stjórn- skipulegur neyðarréttur eigi fyrst og fremst við í stríði og því sé ósennilegt ef ekki útilokað að hann geti átt við núna. Stjórnarskráin sé því í fullu gildi. „Mér finnst skipta máli að allir sem eru að vinna með þetta réttar- ástand núna geri sér grein fyrir því að það er enginn heildsöluaf- sláttur gefinn, það gilda sömu regl- ur og venjulega. Hvað stjórnar- skrána snertir má ekkert núna sem ekki mátti í mars eða september,“ segir hún. ghs@frettabladid.is Samningar banka eru óriftanlegir Hætta er á að ekki verði hægt að rifta samningum sem gerðir voru hjá bönk- unum í vor þar sem frestdagur var ekki skilgreindur þegar „neyðarlögin“ voru sett. Prófessor sér ástæðu til að minna á að stjórnarskráin er enn í fullu gildi. SEX VIKUR TÖPUÐUST „Þetta var ekki gert afturvirkt þannig að sex vikur töpuðust,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við Háskólann í Reykjavík. FRESTDAGURINN GLEYMDIST Þegar „neyðarlögin“ voru sett í haust fórst fyrir að skilgreina frestdag. Með sérstöku lagaákvæði, sem sett var eftir á, var bætt úr þessum skorti. Þar sem lagaákvæðið var ekki látið gilda aftur í tímann geta allir riftanlegir gjörningar bankanna á tímabilinu 6. apríl til 15. maí orðið óriftanlegir. BÓKMENNTIR Bandaríski sendi- herrann, James Irving Gadsden, gekk á fund Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, og reyndi að fá hann ofan af þeim áformum að greiða fyrir því að Bobby Fischer kæmi til Íslands árið 2004. Þetta staðhæfa Einar S. Einarsson og Guðmundur G. Þórarinsson í bók Ingólfs Margeirssonar um Sæmund Pálsson. Þeir voru báðir í nefnd sem skipuð var um frelsun Fischers. Í bókinni segir að Sæmundur hafi leitað til Davíðs vegna málefna Fischers og hafi hann tekið því vel en síðar gerði hann sér ljóst að frelsunar- mál þetta kynni að verða þyrnir í augum Bandaríkjamanna. - jse Frelsun Bobbys Fischer: Reyndu að telja Davíð hughvarf GRÆNLAND, AP Fullvíst þótti að Grænlendingar myndu með yfirgnæfandi meirihluta sam- þykkja ný sjálfstjórnarlög í gær, sem veita þeim aukna sjálfstjórn gagnvart Danmörku. Sjálfstjórnarlögin eru byggð á samkomulagi við Dani, og eiga að taka gildi um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að Grænland geti orðið sjálfstætt ríki ef tekjur af olíuauðlindum verða á komandi árum helmingi meiri en sem nemur fjárframlagi danska ríkisins. Úrslit kosninganna voru ekki komin í ljós þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. - gb Grænlendingar kusu: Sjálfstjórn lík- lega samþykkt BOBBY FISCHER EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Glitnis spáir 17,5 prósenta verðbólgu í mánuðinum. Hagstofan birtir verðbólgutölur mánaðarins fyrir hádegi í dag. Greiningardeildin segir í Morgun- korni sínu líkur á að vísitala neysluverðs hækki um 2,1 prósent frá síðasta mánuði. Deildin bendir á að verðbólgan sé knúin áfram af verulegri verðhækkun á mat, drykk, fatnaði og húsbúnaði, liðum sem séu mjög háðir gengisþróun og verði hæst í byrjun næsta árs þegar áhrif gengishrapsins verði að fullu komin fram. Fyrri spá hljóðaði upp á 2,3 prósenta hækkun. Á móti lækkaði eldsneytisverð umfram spá og skýrir mismun frá fyrri spá Glitnis. - jab Verðbólgan hæst næsta ár: Líkur á miklum verðhækkunum EFNAHAGSMÁL Nokkur aukning hefur verið í fjölda bíla sem fjár- mögnunarfyrirtæki leysa til sín vegna greiðsluerfiðleika kaup- enda. Forsvarsmenn fyrtækjanna segjast frekar vilja lækka greiðslubyrði eða gengisfrysta lánin en ganga að veðum. „Aukningin hefur ekki verið eins mikil og fólk virðist halda,“ segir Halldór Jörgenson, forstjóri Lýsingar. Hann segir að útflutn- ingur bíla sé engin töfralausn, þó hann geti hugsanlega aukið sölu- möguleika þeirra sem geti staðið í skilum en vilji losna við bílana. Þeir sem skuldi meira en andvirði bílsins sitji eftir með mismuninn, alveg eins og þeir sem eigi meira í bílnum en þeir skulda fái mismun- inn greiddan. „Við reynum allt annað en að taka bílana,“ segir Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP fjármögnunar. Hann segir þús- undir viðskiptavina, sem leitað hafi til fyrirtæksins, hafa fengið gengisfrystingu á lánum sínum í allt að fjóra mánuði, án viðbótar- kostnaðar. Kjartan segir ástandið ekki enn orðið slæmt, búast megi við því að það versni til muna þegar upp- sagnarfrestur fólks sem sagt hefur verið upp renni út. Erfið- leikarnir séu meiri hjá fólki sem sé einnig með erlend lán á hús- næði. Auðveldara sé að þola það að bílalán fari úr 30 þúsundum í 50 þúsund á mánuði, en að húsnæðis- lán hækki í svipuðu hlutfalli. - bj Fjármögnunarfyrirtæki segjast bíða í lengstu lög með að ganga að veðum: Fleiri missa bíla vegna erfiðleika BÍLALÁN Þeir sem helst lenda í erfiðleik- um eru þeir sem bæði eru með bílalán og húsnæðislán í erlendri mynt, segja forsvarsmenn fjármögnunarfyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Félagsmálaráðu- neytið ætlar ekki að verða við kröfu fjármálaráðuneytisins um tíu prósenta niðurskurð. Í bréfi frá fjármálaráðuneytinu til annarra ráðuneyta, dagsettu 14. nóvember, er þess óskað að ráðuneytin lækki útgjöld um að minnsta kosti tíu prósent af veltu miðað við fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarp. Ráðuneytunum voru gefnir sex dagar til að skila tillögum sínum. Aðeins utanríkis- ráðuneytið sendi tillögur innan þess tíma. Í flestum ráðuneytun- um er unnið að tillögum sem skilað verður á næstu dögum. Félagsmálaráðuneytið ætlar sér þó ekki að verða við kröfunni. Ríkisútvarpið greindi frá. - ovd Tíu prósenta niðurskurður: Ráðuneyti hunsar kröfu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.