Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 16
16 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 BRYNJAR NÍELSSON Í DAG | Bankahrunið og réttarríkið Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vanda- mál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annars staðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlaga Með setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave-reikninganna sé að miklu leyti tilkomin vegna setningar þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venju- legum úrræðum eins og greiðslu- stöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farin er í neyðarlögun- um. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllum möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatni Okkur var öllum verulega brugðið við fall bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hags- munahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstakl- inga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamála- rannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeig- andi yfirvalda til sakamálarann- sóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórn- enda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkis- ins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög margra landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaf- lega var hugsað samanber beitingu breska ríkisins á þeim lögum gegn Íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindum Þjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa í frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Sakamannasamfélagið UMRÆÐAN Sigurður Sverrisson skrifar um makrílveiðar Þeim ásökunum var haldið fram í frétt á vefsíðu BBC hinn 10. nóvember sl. að íslensk skip hefðu veitt fimmfalt meira magn af makríl en kvóti þeirra segir til um. Þetta er mikill misskilningur. Ríkissjónvarpið tók fréttina upp í síðari kvöldfréttum þann sama dag. Þessum sömu ásökunum um ofveiði á makríl var aftur ranglega haldið fram í bakþönkum Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu þriðjudaginn 18. nóvember sl. Sá 20 þúsund tonna kvóti sem vísað er til í upphaflegri frétt BBC tekur til veiða á alþjóðlegu hafsvæði. Íslendingar hafa hins vegar veitt 110 þúsund tonn af makríl innan eigin lögsögu. Sam- kvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa Íslendingar óskoraðan rétt til þessara veiða. Ásakanir um ofveiði eru því bæði rangar og villandi. Hið rétta í málinu er að í heilan áratug hefur ósk Íslendinga um að fá að taka þátt í viðræðum annarra strandríkja um ákvörðun og skiptingu heildarkvóta makríls í NA-Atlantshafi ítrekað verið hafnað. Meginforsenda þeirrar höfnunar hefur verið að makríl sé ekki að finna innan íslensku lögsögunnar og því sé tilkall okkar til veiða úr stofninum ekki á rökum reist. Af þessu leiðir að Íslendingar eru ekki aðilar að samkomulagi strandríkja um skiptingu makrílkvóta eins og öðrum deili- stofnum á borð við síld, loðnu og kolmunna. Það er því beinlínis órökrétt að ætlast til þess að þriðji aðili hlíti skilmálum samkomulags sem gert er í óþökk hans og að honum fjarstöddum. Á þessu ári hafa íslensk skip veitt um 110 þúsund tonn af makríl innan íslenskrar lögsögu. Hvort þessi afli nægir til þess að opna augu annarra strandríkja fyrir þeirri staðreynd að makríll veiðist í íslenskri lögsögu er önnur saga. Hitt er augljóst, að íslensk stjórnvöld eru óbundin af ákvörðunum annarra strandríkja um makrílkvóta þar til fulltrúum Íslands verður boðin aðild að gerð samninga um veiðarnar. Höfundur er upplýsinga- og kynningarfulltrúi LÍÚ. Misskilningur um makrílveiðar SIGURÐUR SVERRISSON Góð samskipti Eins og frægt er orðið átti Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í byrjun september. Í svari við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi í gær kom hins vegar fram að tilgangur fundarins hefði verið að fara fram á að innlánsreikningar IceSave yrðu fluttir í breskt dótturfélag strax en Landsbankanum yrði gefinn frestur til flutn- ings á eignum á móti innistæðum þannig að fjármögnunarsamningar bankans röskuðust sem minnst. Því fór sem sagt fjarri að umræðuefni fundarins hefðu verið „góð samskipti þjóðanna á sviði fjármálamarkaðar“ eins og sagði í opinberri tilkynningu á heimasíðu viðskiptaráðuneytisins á sínum tíma. Er það svo? Þessu tengt: Utanríkisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þess efnis að Björgvin G. Sigurðsson hafi sama dag stýrt ráðherrafundi EFTA í Genf, í fjarveru Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að ráðherrarnir hafi lýst yfir ánægju með lok fríverslunarviðræðna við Perú. Höfum við einhverja ástæðu til að trúa því? Hinn virti Ásmundur Stefáns- son er um það bil að verða fyrsti maðurinn sem fær staðfestingu Alþingis á að hann sé virtur. Í þings- ályktunartillögu forsætisráðherra um fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum segir að „virtur bankasérfræðingur“ hafi verið skipaður til að stýra endurskipu- lagningu bankanna og er Ásmundur sá er um ræðir. Enn fremur segir að hann beri ábyrgð á að þróa, innleiða og skýra frá heildstæðri aðgerðaáætlun um endur- skipulagningu bankanna. Samhliða þessu viðamikla og ábyrgðarfulla verkefni er Ásmundur formaður bankaráðs Landsbank- ans. Fer það saman? bergsteinn@frettabladid.is T ortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem stað- reyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa. Til dæmis heilbrigðisvottorðið sem Seðlabankinn gaf bönkunum síðastliðið vor, hálfu ári áður en þeir fóru í þrot og skildu þjóðina eftir í skuldafeni með stórskaddað mannorð. Svo aðeins eitt en þó risavaxið dæmi sé tekið. Margar stofnanir samfélagsins þurfa þannig að byggja upp traust á nýjan leik. Þar á meðal eru fjölmiðlarnir. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki staðið sig við að benda á brestina í undirstöðum bankakerfis landsins. Þetta er réttmæt gagnrýni, Fjölmiðlarnir eru sekir um að hafa sofið á verðinum. En stærsta sök þeirra er þó að vera hluti af íslensku samfélagi sem svaf almennt værum blundi, þar með taldar allar lykilstofnanir þess: til dæmis háskólasamfélagið og Alþingi. Vissulega komu fram stöku gagnrýnisraddir og fjölmiðlar fluttu þann boðskap. Þær raddir drukknuðu hins vegar í kór hinna sem töldu allt vera í besta lagi. En nú eru breyttir tímar. Tími gagnrýn- innar hugsunar er runninn upp. Meðvirknin er að baki. Þessi þróttur streymir fram í fjölmiðlum landsins. Birtingar- myndin er gríðarlegt magn af innlendum fréttum, frásagnir af mót- mælum, borgarafundum en líka kraftmikil umræða í miðlunum. Í öllum þessum atgangi hefur hlaupið nokkur kraftur í umræð- ur um að fjölmiðlafólk láti eigendur útgáfufélaga sinna stýra sér í starfi. Beinist gagnrýnin bæði að miðlum í einkaeigu og Ríkisút- varpinu, sem hefur verið sakað um að sýna stjórnvöldum linkind. Frá síðustu árum eru þrjú minnisstæð dæmi um að eigendur hafi freistað að beita valdi sínu. Það fyrsta er þegar einn úr fyrrverandi eigendahópi Stöðvar 2 reyndi að stöðva frétt um laxveiðiferð KB banka þar sem viðræður stöðvarinnar við bankann um lán voru á viðkvæmu stigi. Þáverandi fréttastjóri, Karl Garðarsson, varð við óskinni. Við það braust samstundis út uppreisn meðal starfsmanna á fréttastofunni og var þess krafist að fréttin yrði birt. Fór hún í loftið kvöldið eftir og fékk mun meiri athygli en ella. Varð málið þáverandi eigendum álitshnekkir en almennum starfsmönnum á fréttastofu Stöðvar 2 til álitsauka. Númer tvö er þegar Björgólfur Guðmundsson, þáverandi eigandi bókaútgáfunnar Eddu, lét eyða upplagi bókar Guðmundar Magnús- sonar, núverandi ritstjóra Eyjunnar, um Thorsfjölskylduna, vegna kafla sem honum mislíkaði. Í því tilfelli lét höfundurinn að vísu rit- skoðunina yfir sig ganga en fréttastofa Stöðvar 2 komst á snoðir um málið. Afleiðingarnar urðu þær sömu og í fyrra dæminu. Álits- hnekkir þeirra sem komu við sögu og margfalt meiri athygli á því sem átti að leyna. Þriðja tilvikið er uppreisnin á fréttastofu Útvarps þegar stjórn- völd ætluðu að setja yfir hana yfirmann, sem lá undir grun um að vera þeim handgenginn. Af þessum dæmum má draga þann lærdóm að blaða- og frétta- mönnum þykir almennt miklu vænna um eigin starfsheiður en hags- muni eigenda þeirra félaga sem þeir vinna hjá. Á því eru því miður undantekningar en sem betur fer mjög fáar. Íslenskt fjölmiðlafólk er upp til hópa mjög vel meðvitað um að húsbóndahollusta þess er við lesendur, hlustendur eða áhorfendur. Og enga aðra. Fjölmiðlar og traust: Rökrétt tortryggni JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.