Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 22
 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR2 „Það var sumar í Ástralíu og vetur hér. Því ákváðum við tveir félagar að demba okkur út. Fórum 17. jan- úar og ferðalagið tók 36 tíma frá því lagt var upp frá Keflavík þar til komið var á áfangastað. Við fórum fyrst í skóla og bjuggum á heima- vist þar sem við kynntumst fólki frá öllum heimshornum.“ Þannig byrjar Snorri Páll frásögn af ferða- lagi sínu um Ástralíu og Asíu. Spurður hvernig honum hafi komið Ástralía fyrir sjónir svarar hann dreyminn: „Sem hið fullkomna land. Alltaf gott veður, rólegt and- rúmsloft og íbúarnir afskaplega hjálpsamir. Þar virtist algerlega eðlilegt að hafa gaman af lífinu, vera á brimbrettum, grilla með félögunum og skemmta sér á heil- brigðan hátt. Allt var hannað kring- um ungt fólk þar sem við vorum enda hét staðurinn Surfers Parad- ise.“ Ekki vill Snorri Páll þó viður- kenna að vera leikinn á brimbretti. „Ekki leikinn en kannski farinn að geta staðið,“ segir hann brosandi. Eftir níu vikna dvöl í skólanum héldu þeir félagar á flakk, fóru fyrst til Sydney sem var 12 tíma ferðalag í rútu og voru þar á mikilli hátíð. Svo til Fraser Island sem Snorri Páll segir ferðamanna- paradís. Síðan var Ástralía kvödd og haldið til Taílands. „Það var dálítið menningarsjokk að koma til Bangkok frá Ástralíu. Sölumennsk- an var allsráðandi, mikið kraðak á götunum, 40 stiga hiti og matar- lyktin megn,“ lýsir hann. „En við höfðum pantað okkur ferð með fólki hvaðanæva að og fórum fyrst til Krabi og þaðan í siglingu, meðal annars til eyjarinnar sem myndin Beach með Leonardo de Caprio er tekin á. Svo til Shaing Mai sem er með stærstu borgum Taílands og síðan upp um fjöll í Norður-Taílandi og hittum þjóðflokka sem hafa lifað þar frá örófi alda. Reyndar var for- setinn nýlega búinn að gera rassíu þar vegna ópíumræktunar og hafði hreinsað til með drápum og fang- elsunum. Við gistum í trjákofum og klósettin voru kannski ekki alveg upp á það besta. En við fórum í munaðarleysingjaþorp, prófuðum bambusrafting niður á og ferðuð- umst á fílsbaki. Þetta var mikið ævintýri í það heila.“ Planið hjá Snorra Páli var að fara aftur út í janúar 2009, til Ástralíu og víðar, en eins og efnahagsástand- ið er núna telur hann það ekki ger- legt. „Það er betra að vita hvar maður hefur gjaldmiðilinn næsta dag,“ bendir hann á að lokum. gun@frettabladid.is Hið fullkomna land Ævintýraþráin rak Snorra Pál Þórðarson, starfsmann félagsmiðstöðvarinnar Mekka í Kópavogi, út í heim strax eftir stúdentspróf. Í byrjun sameinaði hann enskunám og útilíf við strönd Ástralíu. Við Lake Birrabeen á eyjunni Fraser Island við austurströnd Ástralíu. Í Taílandi. Þarna var gist í þrjár nætur í fljótaþorpi. Villtur api með afkvæmi sitt að fá sér vatnssopa. Myndin tekin á Monkey Island sem er í eyjaklasa við Taíland. Í grennd við fljótaþorp í Taílandi var siglt, synt og skoðaðir athyglisverðir hellar. Rögnvaldur, Snorri Páll og Alan við óperuhúsið í Sydney. SUNDLAUGAR eru á annað hundrað á Íslandi. Á vefnum ferda- lag.is má finna ýmsar upplýsingar um sundlaugarnar eins og afgreiðslutíma. Þéttikantar framleiddir eftir máli á allar gerðir kælitækja. NÝVAKI Dvergshöfða 27 • S. 557 2530 Fr u m Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.