Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 36
20 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Eigum við ekki að stefna að því hafa þetta bara hefðbundna fæðingu? Hæ! Kem- urðu oft hingað? Já, en ég kem aldrei aftur! Krónu fyrir hvað þú ert að hugsa! Þú ert ótrú- lega ljótur! Ókei, upp með veskið! Ef ég segi dans, hvað segir þú? Ég mun aðeins dansa á gröf þinni! Eru þau ekta? Guð! Er hægt að vera ömur- legri? Segir þú? Hvað lærðirðu í skólan- um í dag Palli? Það að setja sér persónu- leg markmið og ná þeim passar ekki við hefðbundna menntun. Palli kanína Hugleiðingar úr dýraathvarfinu Ef þú ert að spá í að fá þér kanínu … hugsaðu þá um allar þær kanínur sem verða eftir, þær sem eru fangar í dýraathvarfinu. Þær bíða spenntar eftir að sjá þig! Mér er kalt! Farðu í inniskó. Mér er enn kalt! Við ættum kannski að hækka á ofnunum … Um daginn hitti ég kunningjakonu úti í búð og við fórum að spjalla. Eftir að veðrinu hafði verið úthúðað barst talið að kreppunni og hún tjáði mér að henni hefði verið sagt upp um síðustu mánaðamót. Ég vottaði henni samúð mína um leið og hún sagði fyrrverandi vinnuveitendum sínum til varnar „að svona væri ástandið bara núna“. Ég fann samt að henni leið illa og þrátt fyrir að hún reyndi að bera sig vel var eins og hún hefði misst einhvern nákominn. Starfið sem hún hafði sinnt um árabil var farið og það hafði augljóslega brotið sjálfstraust hennar. Allt í einu fannst henni hún vera „óskil- greind“ og sagði fjölskylduna vera að íhuga flutninga til Noregs þar sem eiginmaðurinn fengi líklegast góða vinnu. Eftir á að hyggja finnst mér óhuggulegt að hugsa til þess að við afgreiddum atvinnu- missinn í samtali okkar, sem þúsundir Íslendinga verða nú fyrir, eins og hann væri bara eðlilegasti hlutur „í ljósi aðstæðna“. Eflaust hefði hún aldrei misst vinnuna hefði bankakreppan ekki skollið á, en þarna fann ég hvað maður var orðinn samdauna ástandinu og hálfpartinn farinn að afsaka það. Það gladdi mig því óendanlega að horfa á þéttsetinn borgarafund í Háskólabíói á mánudagskvöldið þar sem fólk mótmælti ástandinu. Eftir að hafa búið í Frakklandi um skeið og horft upp á fjölda verkfalla og mótmæla, hélt ég að við Íslendingar værum ekki færir um að sýna slíka samstöðu, en ég er svo glöð yfir að mér skjátlað- ist. Að þessu sinni ætlum við ekki að sofna á verðinum heldur standa saman, krefjast svara og ekki láta undan fyrr en breyting verður á. „Svona er ástandið bara“ NOKKUR ORÐ Alma Guð- mundsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.