Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 42
26 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. 9. HVER VINNUR ! SENDU SMS EST MAM Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MAMMA MIA Á DVD! VINNINGAR: MAMMA MIA! Á DVD · ABBA SINGSTAR · TÓNLISTIN ÚR MYNDINNI MAMMA MIA! PEPSI MAX · FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG TÖLVULEIKJUM. LENDIR Í ELKO 27. NÓVEMBER Það á ekki af landsliðsmanninum Snorra Steini Guðjónssyni að ganga. Hann fór í aðgerð á hné eftir Ólympíuleikana í sumar, hefur síðan verið í endurhæfingu og er nýbyrjaður að spila. Þegar út á völlinn var komið uppgötvaðist fljótlega að ekki var allt með felldu enda Snorri afar þjáður og gat lítið beitt sér. Hann kom síðan til Íslands og fór í skoðun hjá lækni landsliðsins, Brynjólfi Jónssyni, og þar kom í ljós að staðan á honum er nákvæmlega sú sama, og hann verður því að fara aftur undir hnífinn. „Þetta er auðvitað hrikalega svekkjandi. Það átti að fjarlægja flís úr hnénu en þegar hnéð var myndað upp á nýtt er myndin nánast eins og hún var fyrir og því erfitt að sjá að eitthvað hafi verið gert. Ég fór samt í aðgerð, var svæfður og er með skurð. Hvað gerðist á meðan ég svaf veit ég ekki,“ sagði Snorri Steinn en hann var augljóslega afar svekktur þó svo að hann hafi reynt að slá á létta strengi. „Mig var farið að kitla í puttana að byrja á nýjan leik og það er því áfall að vita að maður stendur á sama stað og fyrir aðgerðina. Ég er eðlilega ekki sáttur með það hvernig þessi aðgerð fór og forráðamenn GOG fá að vita það. Ég vil eðlilega ekki fara aftur í aðgerð hjá þeim og ætla að krefjast þess að koma heim og láta Brynjólf skera mig upp,“ sagði Snorri Steinn ákveðinn en hann er ekki fyrsti landsliðsmaðurinn sem vill að Brynjólfur sjái um aðgerð á sér. Snorri kemst því ekki aftur á ferðina fyrr en einhvern tímann á næsta ári og hann vonast til þess að geta leikið með GOG í milliriðli Meistaradeildarinnar. Það var einmitt dregið í riðla þar í gær og GOG lenti þar í sannkölluðum dauðariðli með þremur bestu félags- liðum heims – Kiel, Ciudad Real og Barcelona. „Þetta er rosalegur riðill og við erum eðlilega fyrirfram ekki líklegir til þess að komast áfram. Það verður engu að síður gaman að etja kappi við þessi lið og sjá hvar við stöndum gegn þeim,“ sagði Snorri en GOG lagði Barcelona á heimavelli síðasta vetur. GOG mætti Ciudad í riðlakeppninni á dögunum og átti ekki möguleika í leikjum liðanna. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON: FÓR Í MISHEPPNAÐA AÐGERÐ OG ÞARF AÐ LEGGJAST AFTUR UNDIR HNÍFINN Þetta er auðvitað hrikalega svekkjandi > Haukar mæta Nordhorn Íslandsmeistarar Hauka mæta þýska liðinu Nordhorn í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Haukarnir sluppu því við langt og dýrt ferðalag að þessu sinni en fengu í staðinn afar erfiðan mótherja. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði að vel kæmi til greina að selja heimaleikinn hefði Nord- horn áhuga á að kaupa. Fjárhagsstaða liðsins leyfði einfaldlega ekki annað en að sá möguleiki væri skoðaður vel ef upp kæmi. Fram gerði ein- mitt slíkt hið sama er það mætti Gummersbach í tveimur leikjum um síðustu helgi. FÓTBOLTI Barcelona og Sporting eru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr C-riðli en spennan er farin að magnast í hinum riðl- unum. Ensku félögin Chelsea og Liverpool eru í bílstjórasætum riðla sinna í Meistaradeildinni og komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar með sigri í leikjum sínum í kvöld. Chelsea situr á toppi A-riðils þrátt fyrir háðulega útreið í síð- ustu umferð gegn Roma en öll félög riðilsins eiga enn tölfræði- legan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Chelsea heimsækir Bordeaux í kvöld en Lundúnafélagið vann fyrri leik félaganna með miklum yfirburðum á Brúnni. Rómverjar eiga harma að hefna gegn CFR Cluj í kvöld en Rúmenarnir komu flestum í opna skjöldu með því að sigra á Ólympíuleikvanginum í Róm í fyrri leik félaganna. B-riðill er einnig spennandi en þar eru José Mourinho og læri- sveinar hans í Inter í góðum málum ásamt spútnikliði keppn- innar hingað til, Anorthosis Famagusta frá Kýpur. Inter kemst áfram í 16-liða úrslitin með sigri gegn Panat- hinaikos á San Siro í kvöld en Anorthosis, undir stjórn Temuri Ketsbaia, fyrrum leikmanns Newcastle, gæti þá fylgt ítalska félaginu með sigri á heimavelli gegn Werder Bremen. „Ég get ekki lýst því hvað ég er stoltur yfir því sem við höfum nú þegar afrekað. Ég hrósa leik- mönnum mínum fyrir að gefa ekki bara Anorthosis, heldur Kýpur þetta einstaka tækifæri,“ sagði Ketsbaia á blaðamanna- fundi fyrir leikinn gegn Bremen. Þegar er ljóst að Barcelona og Sporting komast áfram upp úr C- riðli en félögin berjast um topp- sætið þegar þau mætast í Portú- gal í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Börsunga fyrir leikinn. Kristinn Jakobsson dæmir hinn leik riðilsins á milli Shakhtar Donetsk og Basel. Liverpool og Atletico Madrid sitja hlið við hlið á toppi D- riðils og gæti nægt jafntefli til þess að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin. En þar sem báðum innbyrðisleikjum félaganna lyktaði með 1- 1 jafntefli gæti markatala ráðið úrslit- um um hvort félagið hreppir toppsætið fari svo að félögin verði áfram jöfn að stigum þegar riðlakeppninni lýkur. Atletico heimsækir PSV í kvöld en Liverpool tekur á móti Mars- eille á Anfield í 66. Evrópuleik sínum undir stjórn knattspyrnu- stjórans Rafa Benítez. Spán- verjinn bætir þar með met goðsagnarinnar Bills Shankly sem stýrði Liverpool í 65 Evr- ópuleikjum á sínum tíma. - óþ Næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld: Spennan farin að magnast Meistaradeild Evrópu E-riðill: AaB-Celtic 2-1 0-1 Barry Robson (53.), 1-1 Caca (73.), 2-1 Gary Caldwell, sjálfsmark (87.). Villarreal-Man. Utd 0-0 F-riðill: Bayern München-Steaua 3-0 1-0 Miroslav Klose (57.), 2-0 Luca Toni (61.), 3-0 Miroslav Klose (71.) Fiorentina-Lyon 1-2 0-1 Jean Makoun (15.), 0-2 Karim Benzema (27.), 1-2 Alberto Gilardino (45.). G-riðill: Arsenal-Dynamo Kiev 1-0 1-0 Nicklas Bendner (87.) Fenerbahçe-Porto 1-2 0-1 Lisandro (19.), 0-2 Lisandro (28.), 1-2 Kazim Kazim (63.) H-riðill: Zenit-Juventus 0-0 Bate Borisov-Real Madrid 0-1 0-1 Raúl (7.) Coca Cola Championship Cardiff-Reading 2-2 Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum. Hann kom síðan inn af bekknum á 34. mínútu er Noel Hunt meiddist og skoraði jöfnunarmark Reading á 50. mínútu. Coventry-Swansea 1-1 Aron Einar Gunnarsson sat á varamannabekk Coventry í leiknum. QPR-Charlton 2-1 Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR gegn liðinu sem hann var næstum farinn til. ÚRSLIT LEIKIR KVÖLDSINS A-riðill: Bordeaux-Chelsea Stöð 2 Sport 3 CFR Cluj-Roma B-riðill: Inter-Panathinaikos Stöð 2 Sport 4 Anorthosis-Werder Bremen C-riðill: Shakhtar Donetsk-Basel Sporting-Barcelona D-riðill: Atletico Madrid-PSV Liverpool-Marseille Stöð 2 Sport FÓTBOLTI Sænska liðið Linköping dró sig út úr eltingarleiknum við bestu knattspyrnukonu heims, Mörtu frá Brasilíu, þegar ljóst var að Margrét Lára Viðarsdóttir myndi skrifa undir hjá liðinu. Marta hefur verið valin besta knattspyrnukona heims síðustu tvö ár. Hún hefur skorað 111 mörk í 103 leikjum með Umeå sem hefur orðið sænskur meistari síðustu fjögur ár og reynir allt til þess að halda í þessa snjöllu knattspyrnukonu. Bandaríska liðið Los Angeles Sol og sænska liðið LdB Malmö eru bæði að reyna fá hana til sín. - óój Margrét Lára til Linköping: Hættu að eltast við Mörtu HANDBOLTI Kvennalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í undanriðli HM í handbolta í Póllandi í dag þegar liðið mætir Lettum. Lettar eru ekki hátt skrifaðir í kvennahandboltanum og töpuðu meðal annars öllum fjórum leikjum sínum með 19 mörkum að meðaltali í undanriðlinum fyrir ári. - óój Kvennalandsliðið í handbolta: Á að vera létt gegn Lettum FÓTBOLTI Það verður engin spenna í lokaumferð riðla E, F, G og H í Meistaradeildinni enda liggur ljóst fyrir eftir leiki gærkvöldsins hvaða lið úr þessum riðlum kom- ast áfram í næstu umferð. Daninn Nicklas Bendnter kom Arsenal til bjargar gegn Dynamo Kiev með marki á lokamínútunum í gær. William Gallas sneri aftur í lið Arsenal en Cesc Fabregas var með fyrirliðabandið og verður með það áfram. Porto fylgir Ars- enal upp úr G-riðlinum en Porto skellti Fenerbahce á útivelli og gerði um leið út um vonir tyrk- neska liðsins. Það bjuggust margir við jafn- tefli hjá Villarreal og Man. Utd á Spáni enda dugði jafntefli báðum lið til þess að komast áfram. Sú varð raunin og það markalaust jafntefli. Leikurinn var þó ekki eins leiðinlegur og margir kynnu að halda. United talsvert sterkara liðið og var nærri því að taka öll stigin en heimamenn sem sóttu á fáum mönnum, fóru sér hægt og virtust vera sáttir við eitt stig og farseðil í næstu umferð. Álaborg sigraði á Celtic í sama riðli og eyð- irmerkurgöngu Celtic á útivelli í Meistaradeildinni heldur því áfram. Bayern München tók sinn tíma í að Steaua Búkarest niður en þegar fyrsta markið kom fylgdu tvö í kjölfarið sem og farseðill í næstu umferð. Lyon vann góðan útisigur á Fiorentina og ítalska liðið því ekki lengur í möguleika að komast áfram. Juventus náði jafntefli gegn Zenit frá Pétursborg í kuldanum í Rússlandi en leikurinn þótti til- þrifalítill. Stigið dugði Juve til að komast áfram en Zenit á ekki leng- ur möguleika á öðru sætinu en frammistaða liðsins í keppninni hefur valdið miklum vonbrigðum. Real Madrid átti hættulegan leik gegn BATE Borisov á útivelli en gamla brýnið Raúl sá til þess að Real fengi öll stigin með marki snemma í leiknum. Stigin þrjú sem Real fékk þar og jafntefli Zenit gerði það að verkum að Real er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. henry@frettabladid.is Bendtner bjargaði Arsenal Danski framherjinn tryggði Arsenal sigur á Dynami Kiev í gær og Arsenal um leið farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar. Það varð ljóst í öllum fjórum riðlun- um sem keppt var í hvaða tvö lið komast áfram í næstu umferð. HETJAN FAGNAR Nicklas Bendtner fagnar hér sigurmarkinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES DRAUMURINN LIFIR Temuri Ketsbaia hefur gert ótrúlega hluti með Famagusta sem á möguleika að komast áfram. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.