Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 38
22 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 26. nóvember ➜ Tónleikar 20.00 Tónskáldið Just Julian verður með tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar flutt verður flautusónata, kórverk, kammerverk fyrir píanó o.m.fl. 20.00 Trúnó Hljómsveit Tómasar R. ásamt Ragn- heiði Gröndal og Mugison munu flytja tónlist af nýút- komnum disk Tómasar í Iðnó við Vonarstræti. 20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur verður með hausttónleika í Seltjarnarneskirkju við Kirkjubraut. 21.00 Tangóhljómsveitin Astor verður með tónleika á Domo bar, Þingholts- stræti 5. Eftir hlé gefst fólki tækifæri á að stiga dans. 21.00 Valur Gunnarsson spilar á Rósenberg. Halli hitar upp. 22.00 Hljómsveitirnar Slugs, Agent Fresco og Dr. Spock spila á Dillon, Laugavegi 30. Enginn aðgangseyrir. ➜ Fyrirlestrar 12.30 Listamaðurinn og rithöfundurinn Jyrki Siukonen verður með fyrirlestur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024. ➜ Sýningar Stafræn skissubók Sissú sýnir verk í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Opið virka daga frá kl. 12-19 og um helgar frá 13-17. ➜ Myndlist Helga Aminoff sýnir verk á Thorvaldsen Bar, Austurstræti 8. Sýningin er opin mán.-fim. kl. 11-1, föst. kl. 11-4, lau. kl. 11-5 og sun. kl. 11-1. Rautt Opnuð hefur verið samsýning 13 listamanna í Gallery Syrpu við Strand- götu 39 í Hafnarfirði. Opið þri.-föst. kl. 12-17 og lau. kl. 10-14. Myndlistarmaðurinn Teddi hefur opnað sýningu á átta lágmyndum á Sjávarbarnum við Grandagarð. Opið mán.-föst. kl. 10-21, lau. 11-22 og sun. 16-22. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is > KENNIR BÖRNUNUM AÐ BLÓTA Britney Spears er ósátt við að fyrrverandi eig- inmaður hennar, Kevin Federline, sé farinn að kenna sonum þeirra að blóta. „Þeir eru farnir að nota orðið „stupid“ og Preston hefur sagt F- orðið. Það er ekki frá mér komið, það hlýtur að vera frá pabba hans komið.“ Beatrice, fimm ára dóttir Sir Pauls McCartney, kemur fram í laginu Two Magpies á nýjustu plötu hans, Electric Arguments, sem hann gefur út undir nafninu The Fireman. „Beatrice var í hljóð- verinu og á meðan á upp- tökum á Two Magpies stóð greip hún heyrnartól og sagði: „Mig langar að spila á píanóið“ og það var síðan tekið upp,“ sagði heimildarmað- ur. „Þegar Paul heyrði upptökuna fannst honum hún hljóma vel og ákvað að láta fylgja með í lokaútgáfunni.“ Svo virðist sem tón- listarferill Beatrice sé smám saman að hefjast því McCartney greindi frá því fyrir skömmu að hún yrði hugsanlega í bakröddum í nýju lagi sem hann semur fyrir næstu Shrek-mynd. „Paul er virkilega ánægður með að taka þátt í næstu Shrek-mynd vegna þess að Shrek er í uppáhaldi hjá Beatrice. Hann vill stíga skrefi lengra og sjá til þess að hún verði hluti af myndinni.“ Spilar með pabba SIR PAUL MCCARTN- EY Beatrice, dóttir McCartneys og Heather Mills, virðist ætla að feta í fótspor föður síns. Valur Þór Gunnarsson missti vinnuna um síðustu mánaðamót. Í stað þess að leggjast í þunglyndi ákvað hann að finna sér eitthvað að gera. Niðurstaðan varð Kreppuspilið sem kemur út fyrir jólin. „Spilafróðir menn segja mér að spilið sé eins konar blanda af gamla Matadorinu og Hættuspili,“ segir Valur Þór Gunnarsson, höf- undur Kreppuspilsins. Það kemur í búðir í desember. „Ég vann í upplýsingatæknifyr- irtæki en var sagt upp um síðustu mánaðamót eins og fólk er að lenda í úti um allar trissur,“ segir Valur. „Í staðinn fyrir að leggjast í þunglyndi með tærnar upp í loft í sófanum, eins og allt stefndi í, lagði ég hausinn í bleyti. Þegar ég hafði ekki sofið í viku, eða því sem næst, kom þessi hugmynd. Ég tal- aði við kunningja mína og allar vélar voru settar í gang.“ Kreppuspilið er borðspil sem gengur út á að draga spjöld og hlýða þeim leiðbeiningum sem þar birtast. Þrjár tegundir spjalda eru í spilinu, „góðæri“, „kreppa“ og „óvissa“. „Við bjóðum fólki að taka þátt í gerð spilsins með því að senda inn texta sem fer á spjöldin í gegnum vefsíðu (kreppu- spilid.is). Þannig langar okkur að grípa og endurspegla þjóðarsálina svolítið – hvernig húmorinn og hin íslenska kaldhæðni kemur fram í þessum nýja raunveruleika,“ segir Sigurður Eggert Gunnars- son hjá Gogogic, sem framleiðir spilið. Valur Þór segir að allt verði sem kreppulegast við Kreppuspilið. „Við höldum verðinu eins lágu og við getum. Við framleiðum þetta innanlands enda væri annað rugl nú þegar krónan er í klósettinu. Það sem er minnst kreppulegt við spilið er að það verður alveg fanta skemmtilegt.“ drgunni@frettabladid.is Vakti í viku og gerði kreppuspil „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég á ekki von á því að það verði jafnmikil þátttaka og síðustu ár,“ segir Tómas Young, íslenskur tengiliður Hróars- kelduhátíðarinnar í Danmörku. Miðaverð á hátíðina, sem er haldin á hverju sumri, hefur hækkað upp úr öllu valdi eftir fall íslensku krónunnar. Miðasalan fyrir næstu hátíð hefst 1. desember og kostar miðinn heilar 42.900 krónur, sem er 13 til 16 þús- und króna hækkun á milli hátíða. Fyrir hátíðina í sumar var miðinn seldur á bilinu 24 til 30 þúsund krónur og fór verðið eftir gengi krónunnar í hvert skipti. „Þetta er ekkert Hróarskeldu- tengt. Þetta er bara efnahags- ástandið og ég held að allir séu að draga saman seglin. Kannski verða það þeir allra hörðustu sem halda áfram og láta sig hafa það sama hvað það kost- ar,“ segir Tómas, spurður um þetta háa miðaverð. Til frekari samanburðar þá kostaði miðinn á hátíðina í fyrra aðeins 16 til 17 þúsund krónur sem er næstum þrisvar sinnum lægra en nú og því hafa svipting- arnar verið gríðarlegar í miðasölunni á örskömmum tíma. Fjöldi Íslendinga á Hróarskeldu sem keypti miða hérlendis tvöfaldaðist á árunum 2004 til 2007 og fór úr rúmum 760 manns í rúm 1.600. Á þessu ári kvað aftur á móti við nýjan tón því þá hrapaði fjöldinn niður í 860 manns. „Ég held að þetta sé of dýrt fyrir alla Íslendinga. Danska krónan er 25 kall. Ódýrasta flugið til Hróarskeldu er 41 þúsund, þannig að þetta er 84 þúsund kall í minnsta lagi. Það er of mikið. Þó að þetta sé góð hátíð og sú besta í heimi gæti þetta verið of stór biti,“ segir Tómas og líst ekki á blikuna. - fb Þrefalt dýrara á Hróarskeldu ÍSLENDINGAR Á HRÓARSKELDU Búast má við töluvert færri Íslendingum á Hróarskeldu næsta sumar en undanfarin ár. SPILA SIG FRÁ KREPPUNNI Valur Þór Gunnarsson og Sigurður Eggert Gunnarsson standa á bak við Kreppuspilið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAVerðhrun Jakkar kr. 2.500 Pils og buxur kr. 1.500 Kápur kr. 5.000 Úlpur kr. 3.000 Ármúla 38Opið mánud. til föstud. frá kl. 12.00 - 18.00 Útsölumarkaður Verðlistans allt á borð i kr. 1.0 00 Allra síðas ta vik a Verðhrun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.