Tíminn - 28.02.1982, Qupperneq 6
V'-Q
'irift/ I -i-J-íf’f t Ú+ ^Upe ÖUlfiV-J^
Sunnudagur 28. febrúar 1982
fólk ílistum
LEIRBURÐUR
RÉTTFEÐRAÐUR
— athugasemd frá Elíasi Mar
„Frelsisljós
Bandaríkjanna”
— Haraldur Blöndal sækir kerti sitt
■ 1 „Tfmanum” 18. þ.m. birtist
vísnaþáttur i umsjá Ólafs bónda
Hannibalssonar i Selárdal vestra.
Eru þar m .a. rifjaðar upp fáeinar
vísur eignaðar Steini Steinarr,
liklega að réttu lagi — með einni
undantekningu þó.
Olafi farast svo orð, stafrétt til-
vitnað:
„Svipaðs eðlis er visa, sem
Steinn kvaö í Paris, er hann var
þar á ferð skömmu eftir heims-
styrjöldina, svo sem slettan „vis
a vis” ber meö sér, en það merkir
á þarlendra máli „andspænis”.
Standa disir vis a vis.
Er von að bisum standi.
En mér viö prlsum hugur
hrýs,
hér 1 þvisa landi”.
Þar sem ég nii blaðaði i „Tim-
anum” i fljótheitum og rak augun
i þetta visukom kom hún mér
harla kunnuglega fyrir sjónir, en
þóttist strax sjá, aö hún væri ekki
með öllu rétt eftir höfð.
Nú má náttúrlega segja, að
leirburður eigi ekki annað betur
skilið en að farið sé rangt með
hann, þvi að þá verði hann bara
enn meiri leirburður og „betri”
sem slfkur. Hitter svo annað mál,
að það er nokkur ábyrgðarhluti
að eigna góöskáldum þjóöar-
innar, lifs eöa liðnum, þessháttar
yrkfngar — einkum þó liðnum
skáldum, sem eiga að öllum jafni
óhægt um vik að bera hönd fyrir
höfuð sér.
Visan er nefnilega ekki eftir
Stein Steinarr, og skal ég nú til
gamans segja dálitla sögu sem
ættiað taka af ölltvímæli um það.
•
Að kvöldi til, i mailok 1949, sat
ég ásamt Karli Isfeld á konditoríi
einu i Stokkhólmi, nánar til tekið
við sjálva Kungsgatan. Við
vorum vist búnir aö panta á
borðiö eitthvert súkkulaöimull
ásamt skyldugu rjómabakkelsi
og biöum nú eftir veitingunum,
sem okkur þóttu koma nokkuð
seint. Ekkisvo að skilja, aö okkur
lægi eitthvað á; þess minnist ég
ekki. Nema hvað servetrfsan
virtist gefa sér góðan tima til að
afgreiöa utanaðkomandi hóp
ungra og glaðværra stúlkna sem
rákust þarna inn til að stýfa
rjómatertur úr hnefa og stóðu i
hnapp viö diskinn.
Karl Isfeld var þarna f sinni
fyrstu utanlandsför, miðaldra
maðurinn, og var barnslega hrif-
inn af flestu sem hann sá — og þá
að sjálfsögðu ekki hvaö sízt af
sænskum kvenkostiyfirleitt. Man
ég aö hann leit gljáeygur á
stúlknahópinn og tautaöi fyrir
munni sér, með nánast þingeysku
tungutaki: „Miklar þokkadisir
getur nú sænskt kvenfólk verið —
svona yfirleitt.”
Sjálfsagt væri ég búinn aö
gleyma þessu nauðaómerkilega
atviki fyrir löngu, ef hann hefði
ekki viðhaftoröið „þokkadís”. Ég
var um þessar mundir meö allan
hugann viö reykviskt slangurmál,
enda á leiöinni til Helsinki til að
skrifa „Vögguvisu” (Karl var
reyndar að fara þangaö lilca,
vegna væntanlegrar þýöingar
sinnar á „Kalevala”), og þegar
hann nú nefndi oröið „dis”, þá
kom mér til hugar „skvisa”,
nýyröi í reykvisku þeirra tima.
Og þarna sem viö biðum eftir
súkkulaðimullinu varð mér aö
orði:
Blikka skvlsur vis-á-vis,
von er að bisum standi...
Svo leit ég beint á Karl og þagði
viö. Honum var óðara ljóst, að
slikt tillit og þögn þýddi það eitt,
að ég ætlaöi honum að koma með
vi'subotn samstundis; viö vorum
einatt að demba sli'ku hvor á
annan. Hann renndi nú hýru auga
til afgreiðslustúlkunnar og upp
um sætabrauðshillur kondftórls-
ins og mælti fram hátiðlega:
Þvi servetrisa og sykurgris
sjást í þvisa landi.
Þetta fannst mér öldungis
ótækur botn á ekki lakara
upphafi, og reyndar furðu slæmur
hjá jafn ágætum hagyrðingi. Ég
lauk sumsé við vfsuna sjálfur,
þannig:
en mér viö prisum hugur hrýs
hér í þvisa landi.
Af visunni f heild mætti ætla að
hún væri ort aö gefnu tilefni af
manni sem hefði lent i' slagtogi
við skyndikonur og varla eða ekki
haftnæga fjármuni i vasa þegar
til kaupanna kom. En þaö var nú
eitthvað annað.
Mér er það aftur nokkur ráð-
gáta hvernig þetta tilefnislausa
stundargaman komst útfyrir hús-
veggi kondítórisins viö Kóngs-
götuna, já, alla leið inn i vest-
firzkan afdal rúmum þrjátfu
árum siðar, þvi að ekki minnist
ég þess aö hafa látið nokkurn
mann heyraþennan skáldskap, af
góðum og gildum ástæðum. En
Karl hlýtur að hafa lagt þetta á
minnið og uppruninn síðan
brenglazt í meöförum sem og
visan sjálf. En hérmeð ætti þó
Steinn Steinarr allavega að vera
laus undan þvf að hafa komiö
þarna nálægt.
•
Mikil ósköp getur annars verið
gaman að leirburði, einkum
þeirri tegund hans, sem er svo
ekta, að engum dettur i hug að
bendla við hann stórskáld.
Sönnum leirburði má til hægðar-
auka skipta I tvo flokka: Þann
sem lætur allt form lönd og leið;
þar sem formið eyðileggst sökum
þess aö skáldið annaö hvort hefur
það ekki á valdi sinu ellegar
brýtur þaö vísvitandi;— og svo er
hin tegundin, þar sem lltið eöa
ekkert verður út á formiö sett,
jafnvel dýrt kveðiö, en leirinn
vellur og kraumar i öllum regn-
bogans litum sökum „innihalds-
ins”. Þaö er leir af siðara taginu
sem mig langar af skömmum
minum aö setja hér dæmi um, úr
þvi ég er farinn aö pára þetta á
annað borð. Og aftur er það Karl
Isfeld sem kemur við sögu.
Nokkrum kvöldum áöur en at-
vikiö átti sér stað, sem rakið er
héraðframan, vorum við Karl að
spássera um kyrrláta götu i' út-
hverfi Kaupmannahafnar, nánar
tiltekiö úti i Vanlöse; gott ef þetta
var ekki kvöldið góða sem við
skruppum út á Kjærstrupvej til
að heimsækja Jón. Það var höfg-
ur gróöurilmur i lofti, og kvöldið
eins hunangssættog frekast getur
oröiö idönskum eldhúsrómönum.
Ég tautaði fyrir munni mér
eitthvað sem ég er ekki einusinni
viss um að hafi átt að verða visa;
si-svona:
Dýrleg angan Danavangs...
Karl var óseinn að bæta viö:
drýpur af hangameiöi.
Ég leitá Karl, og varð skemmt,
því þarna var kominn af stað
dæmigerður leirburður: dýrleg
angan draup af hangameiði!
En þá kom i ljós, sem mér
þótti gegna mikilli furðu: að
Karl virtist ímynda sér að hann
væri þarna á stundinni að „búa
til” orðið hangameiður. Hann
benti á trjátegund þá sem f Dan-
mörku kallast Guldregn, og
sagði: „Littu á þetta tré. Svona
tré vil ég kalla har.gameið á is-
lenzku, því að blómin á þvi
hanga.”
Ég spurði hann til vonar og
vara hvort hann hefði ekki heyrt
eða lesið, að hangameiður væri
heiti yfir gálga. Það virtist hann
alls ekki kannast við;kvaðst ekki
hafa vitað af orðinu fyrr.
En nú skoraði ég á hann að
halda áfram. Og má vera að hann
hafi hugleitt eitthvert áframhald,
en ekkert lét hann uppi; skoraöi á
mig á móti að ljúka við það sem
ég hefði byrjað á.
Og útkoman varð þessi:
Kýrleg sprangan Kana-gangs
krýpur að Manga leiði.
Þetta kom okkur saman um að
væri vissulega svo dýrt kveöinn
leir.aö hann krefðist náinnar um-
fjöllunar sprenglærðustu bók-
menntafræðinga, ef finna ætti og
útlista hin skáldlegu tilþrif svo
sem vert væri...
Nóg um leirburð að sinni.
(24/2 E.M.)
■ Haraldur Blöndal mála-
flutningsmaður var ljós vikunnar
i fyrri viku fyrir öldungis
snilldarlega greiningu sina á
ástandinu f E1 Salvador. Mættu
aðrir fréttaskýrendur taka hann
sér til fyrirmyndar.
Eins og regla er átti Haraldur
kerti inni hjá okkur og hann kom
galvaskur á mánudaginn að
sækja það. Er gott til þess að vita
að Haraldur hefur tekið þessari
viðurkenningu okkar af tilhlýði-
legri alvöru, en það verður þvi
miður ekki sagt um alla þá sem
hafa orðið þess heiðurs aðnjót-
andiaðvera ljós vikunnar. Mættu
■ Steinunn Þórarinsdóttir opnar i
dag, laugardag, sýningu i vestur-
sal Kjarvalsstaða. Hún sýnir
skúlptúr og flestir unnir f leir, auk
ólikra efna svo sem glers, gifs,
járn, o.f.. Sameiginlegt viðfangs-
efni allra verkanna eru
hugliðihgarum manninn sem ein-
stakling og hópveru.
Þetta er önnur einkasýning
Steinunnar en hún sýndi fyrst i
GalleriSuðurgötu 7 árið 1979. Auk
þess hefur hún tekið þátt i sam-
■ Nú um helgina verður haldin
kvikmyndahátiöSAK, sem stend-
ur fyrir Samtök áhugamanna um
kvikmyndagerð. Er hátíðin hald-
in á Hótel Loftleiðum f dag og á
morgun, laugardag og sunnudag,
og er efnt til kvikmyndasam-
keppni um myndir sem gerðar
hafa verið af áhugamönnum.
1 dag klukkan tvö hefst sýning
allra þeirra mynda sem borist
hafa i samkeppnina og mun dóm-
nefnd dæma hverja fyrir sig. A
morgun á sama tima verða siöan
þvi ljóshafar taka sér Harald til
fyrirmyndar ekki siður en frétta-
skýrendur.
En sem sagt, Haraldur fékk
kerti eitt ljósrikt og var það rautt
á litinn og vel við hæfi. Það var
Elias Snæland Jónsson ritstjóri
systurblaðs Helgar-Timans sem
tók að sér að afhenda Haraldi
kertið. Var myndin tekin við það
tækifæri og sýnir þá félaga.
Það sem myndin sýnir hins
vegar ekki er að Haraldur sagði
um kertið:
„Það lýsir eins og frelsisljós
Bandarikjanna”.
Sjálfir hefðum við ekki getað
orðað þetta betur.
sýningum heima og erlendis.
Steinunn hóf listnám sitt árið
1974 i Portsmouth College og Art
and Design á Englandi og siðan i
listadeild Portsmouth
Polytechnic og lauk þaðan BA-
prófi f listum árið 1979. 1979-80 var
hún gestastúdent við listaaka-
demíuna i Bologna á ítaliu.
Sýning Steinunnar verður opin
daglega frá kl. 14—10 en henni
lýkur þann 14. mars.
sýndar þær myndir sem verölaun
hljdta.
Aö þvi er segir i fréttatilkynn-
ingu frá SAK er keppt f tveimur
flokkum „yngri en 20 ára og
eldri”. Verður okkur þá á að
spyrja: Hvers eiga þeir sem eru
20 ára að gjalda?
Hans Petersen hefur gefið
glæsilega bikara sem notaðir
verða sem verölaun og að lokinni
verölaunaafhendingu verður
haldiöþing samtakanna. Og þá er
ekki mára um það að segja....
■ Elias Mar og Karl isfeld i Kaupmannahöfn sumarið 1949.
I Steinunn Þórarinsdóttir. Hún er i miðiö á myndinni.
Einstaklingur og hópvinna
— Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur
á Kjarvalsstöðum
Kvikmyndahátíð áhugamanna