Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 2
2 > . Sunnudagur 7. mars 1982 fólk I listum ■ Herranótt, aldagamalt leik- félag Menntaskólans i Reykjavik, frumsýnir á þriöjudagskvöldiö leikritiB, söng- og dansleikinn ó, þetta er indælt striöeftir Charles Chilton, Joan Littlewood og leik- flokk hennar „Theatre Work- shop”. Leikrit þetta á sér langa sögu bæöi hér heima og erlendis. Þaö varö til i hópvinnu flokksins upp úr 1960 og hefur siöan verið leikið á öllum meiri háttar leik- sviöum heimsins, hér var leikritiö á fjölum Þjóöleikhússins áriö 1965 viö miklar undirtektir, stórmynd sem byggö var á þvi hefur veriö sýnd hér i kvikmyndahúsi og sjónvarpi og ennfremur mun Menntaskólinn á Akureyri hafa sýnt þaö eftirminnilega fyrir um fimm árum. Upp úr striöinu siöara og allt fram á 7da áratuginn var „Theatre Workshop” einhver at- hyglisveröasti og nýungagjarn- asti leikflokkur i víöri veröld. Lengst af sat hann i „Theatre Royal” i Stratford og þar urðu til margar eftirminnilegustu leik- sýningar siöustu áratuga — Góöi dátinn Svejk, byggöur á sögu Haseks, Furöufuglinnog Gisleft- ir Brendan Behan. A Tastc of Honey eftir Shelagh Delaney, og ekki sist ó, þetta er indælt strfö. Lykillinn aö velgengni flokksins var náin samvinna leikara, leik- stjóra og rithöfunda, hópvinna sem nú þykir sjálfsögö en var þá ekki jafnmikið lausnarorö og nú er. ó, þetta er indælt strlö dregur upp mynd af fáránlegu slysi sem aldrei heföi átt aö eiga sér staö — fyrri heimsstyrjöldinni, þessum fánýta og mannskæöa barningi stórvelda og smáþjóöa fram og aftur i næstum fimm ár. Þetta er eins konar annáll striösins.byggir á staðreyndum sem eru nokkurs konar bakgrunnur sýningarinnar og persónurnar eru margar þekktar úr sögunni, en atburða- rásin er undirstrikuö með söng, dansi, fyrirgangi á sviöinu og ekki sist nöpru háöi. Útkoman er eins konar allsherjarleikhús sem nær aö vekja áhorfandann og glæöa skilning hans á öfgum striðsmennsku meö eilifum uppá- komum og þrotlausum lifskrafti, andstætt útrýmingu og eyöingar- mætti striösins. Sagan er leikin af flokki trúöa eöa „pérróta”, sem rekja gang mála allt frá dögum „gullna timans” og „valdajafn- vægisins” og þar til Evrópa ligg- ur i sárum slnum. Trúöleikar „pérróta” eru þekktir viöa um heim en eiga rætur slnar i itölsku alþýöuleikhúsi á 15du öld. Meö þvi aö klæöa leikarana eins og klóna er lögö áhersla á fáránleika striösins, harmskoplegu hliöina á slátruninni, auk þess sem sýning- in veröur eölilega miklu meöfæri- legri, þar sem hér er um endur- sköpun stórviöburöa aö ræöa. Helgar-Timinn baö Karl Aspe- lund, primus mótor Herranætur, aö segja nokkur deili á sýningu þeirra menntskælinga. „Viö vorum aö leita aö stykki sem hæföi þessum fjölda leikara og þessari starfsemi. Það er hreint ekki auövelt, viö höfum haft mörg leikrit i huga i vetur, grafið þau upp hér og þar, pesteraö fólk i leikhúsunum um handrit og hugmyndir. Allar voru þær skotnar niöur á endanum af einni ástæöu eöa annarri. Nú sitj- um viö uppi meö þetta leikrit og ekki veröur snúiö aftur úr þessu. Annars var þaö Þórhildur Þor- leifsdóttir sem stakk upp á verk- inu en hún setti þaö einmitt upp i MA fyrir um fimm árum . Mark- miðiö meö áhugaleikstarfi i skóla , hlýtur alltaf aö vera þaö aö allir sem hafa áhuga fái að vera meö. Leikrit sem uppfylla slikar kröfur eru ekki á hverju strái, þaö er eins og fámenni sé eitt aöalein- kenniö á nútimaleikhúsi”. — Hvernig gengur aö fá at- vinnufólk til aö starfa meö skóla- leikhúsum? „Þaö er furöanlega auövelt aö fá leikstjóra og viröist einna helst vera offramboö á fólki sem vill taka aö sér skólasýningar. Þaö var alls konar fólk sem hringdi i mig og vildi taka okkur aö sér”. — Nú er húsnæöishallæri Menntaskólans I Reykjavlk al- ræmt? „Þaö er löng og dapurleg saga sem ég get sagt þér af þvl. Viö höfum staöiö aö tveimur sýning- um I vetur og höfum alls æft á ,,Ó, ó, ó, þetta er indælt strlö. / Ekki eru hermanns kjörin bág / enda eru launin alltof há”... Myndirnar eru teknar á æfingu. Herranótt sýnir: 6, þetta er indælt stríð átta stööum, ef frátalin eru heimahús. Einþáttunginn eftir Ionesco, Framtlöin býr i eggjun- um.æföum viö mikiö til i stofunni heima. Ionesco sýndum viö svo i þessum forláta leikfimisal sem er i skólanum og siöan höfum viö verið snikjandi húsnæöi út um allan bæ til að koma þessari sýn- ingu á fjalirnar, viö gengum meira aö segja svo langt aö reyna aö fá inni i öörum menntaskólum. Þaö fer alltof mikill timi og orka i þessa húsnæöisleit og viö erum auövitað skitblönk og enginn hægöarleikur fyrir okkur aö greiöa leigu af stórum sýningar: húsum. Þaö má segja aö viö færumst heldur mikið i fang eins og hús- næðis- og fjármálunum er háttaö* annaö hvort veröur þvi kippt I liöinn eöa starfsemi af þessu tagi fer minnkandi i skólanum. En eins og dæmiö er lagt upp er auövitaö aöalmáliö aö halda i þessa hefö, Herranótt, sýningin veröur aö vera af fullri lengd og stærö. Þaömá segja aö Herranótt sé langt i frá aö vera sá viöburöur I bæjarlifinu sem áður var og þetta þvi eingöngu spurning um fastheldni á heföir. Ég held aö þróunin hljóti aö veröa sú aö svona áhugaleikflokkur einbeiti sér aö smærri og fleiri verkefnum og láti hefðirnar sigla sinn sjó”. — Ó, þetta er indælt strið, hvaö segiröu mér af verkinu sjálfu? „Þaö kom mér á óvart hversu margt leynist i leikritinu, hvaö þaö er margslungiö. Meö kald- hæöni er þvi komiö til skila hversu fáránlegt og grimmdar- legt þetta striö hefur verið. Þaö var ekki fyrr en viö fórum aö æfa og kynnast verkinu nánar aö maöur fór aö skilja hvilikt óös manns æöi fyrri heimsstyrjöldin hefur veriö. Þaö sést auövitaö best á tölunum sem er brugðið upp I bakgrunninum, um tugþús- undir milljóna- manna sem voru sendar beint I vélbyssukjaftana. Þaö leikur enginn vafi á þvi aö verkið á erindi. Þó þaö fjalli um fyrra striöiö er vist aö þaö getur átt viö um stríösæsingar og þjóö- rembu á hvaöa tima sem er. Þeg- ar leiö aö strlöinu var beitt sömu röksemdum og núna, sömu fras- arnir voru á siöum dagblaöa þá og nú, menn héldu og halda aö máttur sprengiefnanna foröi striöi^svokallaö jafnvægi ógnar- innar”. Þaö var handagangur i öskjunni i Félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi þegar undirritaður var þar á ferð fyrr i vikunni. Þaö vantaöi greinilega talsvert upp á aö sýningin félli saman og leikar- arnir ekki allir jafn vel með á nót- unum og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri var óspör á aöfinnslurn- ar. Leikararnir voru ýmist I sjö- unda himni eöa alvarlega niöur- dregnir. En þá var lika vika til stefnu^þessi vika sem skiptir vist öllum sköpum I leikhúsi. Þaö er aldrei aö vita hvaö Guðni rektor segir viö þvi en leikararnir voru allir á sama máli um aö lærdómurinn sæti á hakan- um þessa dagana og fátitt aö menn væru komnir i rúmiö fyrir klukkan eitt. Aftur á móti voru flestir sammála um aö þetta væri ómissandi reynsla, félagslega þroskandi sem gerði námiö ólikt léttbærara”. Eins og áöur segir sýnir Herra- nótt þetta áriö i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Frumsýningin er á þriöjudaginn 9da mars en vert er aö vekja athygli á að sýningarnar veröa aöeins fimm og þvi ekki ráö nema i tíma sé tekiö. t leikhópnum eru 18 nem- endur úr ýmsum bekkjum MR, en þau hafa einnig gert búninga og leikmynd. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en þýðinguna geröi Indriöi G. Þorsteinsson á sinum tima. Nemandi i skólanum, Rún- ar Emilsson leikur undir á pianó. Það hlýtur aukinheldur að hýrga upp á sýninguna aö i bakgrunnin- um er ljósatafla þar sem renna i gegn kaldar staðreyndir um striðiö og ennfremur er skugga- myndum kastaö á vegg. eh ■ Sir Douglas Haig: „Guö er meö mér og I almáttugri hendi hans er allt mitt ráö. Ég hef veriö kjörinn af forlögunum til aö færa breska heimsveldinu sigur... Þýskaland mun þurrkast út af landakortum! — Mottóiö mitt er: Ein orrusta.einn vilji, ein sprengjuhrlö”. Tlmamyndir: Róbert. „Við erum fífl - Förum heim” Ypres-viglinan. Desember 1914. ■ míUí ensku og þýsku skot- grafanna er 100 yarda land- spilda. Þjóöverjarnir hafa fest boröa á byssustingi og haida honum á lofti. Þar stendur: Bresku hermennirnir skjóta hann niður. Þriöja borðanum er haldiö á lofti: „Viö erum allir fifl, förum heim.” Bresku hermennirnir reka upp fagnaöaróp. Fyrri heimsstyrjöldinni er hægt að lýsa nákvæmlega sem misreikningi út af til- viljun. Tilviljunin var moröiö á austurriskum erki- hertoga, sem kom hreyfingu á hervélar tveggja voldugra rikjasambanda: misreikn- ingurinn varsá.að þetta yrði stutt og snarpt striö, sem myndi ákvarða framtið Evrópu á fáum vikum. öll hin vandlcga undirbúnu áform um striðiö voru að engu gerö á fyrstu mánuðum þess. Það var hræðilegt, hernaðarlegt þrátefli frá þvi i október 1914 þar til I mars 1918, og á þeim tima hnikaöi engin árás vígstöövunum um meira en 10 milur á annan hvorn veginn. Lærdóm má draga af þessu. Fyrir 1918 trúði fólk að hernaðarlegt jafnvægi gæti varðveitt frið- inn. t dag heldur þaö að jafn- vægi óttans geti það. En til- viljanir og misreikningar eru enn möguleiki — og hin þriðja, kjarnorkuvædd heimsstyrjöld, gæti drepið eins marga á fjórum klukku- stundum og féllu i allri heim- styrjöldinni fyrri. Reymond Fletcher

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.