Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 7. mars 1982' Eschers dökkum fuglunum, himininn íir ljósum fiskunum. Takiö einnig eftir aö bæöi fiskar og fuglar eru speglaöirmeö reglulegu mQlibili. Mynd ndmer 4 synir einnig form sem fylla út i myndflöt nema hvað hér hafa formin kviknaö til sjálfstæös lífs. Myndin heitir „Skriödýr” og Escher hefur eftirfarandi um hana aö segja: „Myndin sýnir lifsferil lifs- hring, svolítils allígatórs eða krökódi'ls. Innanum alls konar hluti liggur opin teikniblökk og þar hefur listamaöurinn teiknaö nokkurs konar mósaik-mynd af krókódilum semfalla þett hver að öörum og eru i þremur mismun- andi litum. Að þvi er viröist hefur einn krókódfllinn oröið þreyttur á aö liggja þarna grafkyrr og flatur innan um félaga sina og hann hefur slengt einni löpp út fyrir kant blokkarinnar. Siöan rifur krókódillinn sig lausan og hefur göngu sina eða skriö inn í hið raunverulega lif. Hann klifrar upp á kápuna á liffræðibók og nær þaöan upp á þann fjallstind sem er hápunktur li'fsins. Þar varpar krókódi'llinn mæöinni stundar- kornen heldur siöan niöur á viö á nýjan leik, örþreyttur en ánægöur. Hann skriöur ofan i öskubakka og þaðan inn í mynd- ina aftur.Hann hefur á nýjan leik slegist i hóp hinna tviviöu félaga sinna”. Enþá erannar krókódíD farinn af stað hinum megin...Og svokoll af kolli. Þess má geta aö Escher taldi ástæöu til þess aö geta þess sérstaklega aö askjan sem stendur á ,,JOB” komi Job Biblíunnar ekkert viö heldur geymi hún einungis belgiskar sigarettur sem hétu þessu nafni. A næstu mynd (mynd 5) sjáum við einnig hvernig lif kvD<nar Ur tviviðu formi. Mynstur á vegg skýrist og reynist vera tákn yfir tvenns konar mannverur, harla ólikar aö vi'su. Viö fyrsta tækifæri slita þær sig lausar frá veggnum og skjögra burt. tJtlit þeirra og hegðun er mjög mismunandi Escher kallar þá ljósu bjartsýnis- menn en hina bölsýnismenn. Þrátt fyrir ólik viöhorf mætast þessar verur á miðri leiö og tak- ast i hendur. Hverjir kannast við Möbius- borðann^þennan undarlega borða sem aöeins hefureina hlið og eina rönd? Hljómar þaö fáránlega? En takið þá pappírsborða og limiö enda hans saman eftir aö einu sinni hefur veriö snúið upp á hann. Ef önnur hliðin er máluö kemur fljótlega i ljós aö þaö er i raun og veru aöeins ein hliö á þessum borða. Maöur hlýtur óhjákvæmilega aö enda á sama stað og byrjað var en i stað þess að hafa aöeins málaö aðra hliöina hefur allur boröinn verið málaður, eins og hann leggur sig. Sama gildir um kantana. Ef öðrum kantinum er fylgt má sjá aö komiö er á upphafsstaö hefur „báðum” köntunum verið fylgt alla leið. Fleiri brögö má leika með Möbius-boröa. Prófiö til aö mynda aö klippa slikan borða i sundur eftir honum endilöngum. Hvað gerist þá? Eða ef tvær rendur eru klipptar eftir endi- löngu? Möbius-borði hefur lengi verið eftirlæti og leikfang stærö- fræöinga og annarra af þeirra sauöahúsi, MauritsC. Escher gat náttúrlega ekki staðist hann. Á mynd númer 6 er Möbius- borði einn nokkurra sem Escher gerði. Möbius-borðinn er i þessu tilfelli grind sem við sjáum i gegnum, það eru skordýr skrfðandi á honum. Reynið aö fylgja þeim og eiginleikar Möbius-boröans koma i ljós. Skordýrin eru öll á sömu hliö borðansenda þóttannaö kunni aö virðast i' fljótu bragöi. Mynd númer sjö, ,,Hátt og lágt”, hlýtur aö teljast ein af merkilegustu myndum Eschers, en á þessari mynd sjáum við sömu myndina tvisvar frá mjög mismunandi sjónarhornum, aö ofan og aö neöan. Efri helmingur myndarinnar sýnir sjónarhorn áhorfanda ef hann stæði á að ■ Mynd 8 — Afstæöi giska uppi á þriðju hæð< neöri helmingurinn sýnir sjónarhom hans ef hann kemur sér niður á jaröhæð. Ef áhorfandinn liti upp af stéttinni sem hann stendur á gæti hann séö að loftið inni i portinu er i raun ein og sama stéttin. Og samter þetta loftstétt efri helmingsins! Og efst á mynd- inni birtist stéttin enn á ný, nú að- eins sem loft. Þessa mynd má skoða nákvæmlega-Escher bregst hvergi bogalistin, smáatriði sem viö sjáum á neöri helmingi myndarinnar birtist aftur i' efri helmingnum, en frá öðru sjónar- horni og gegnir ef tii vill öðru hlutverki. Segir sig náttúrlega sjálft aö svona nokkuö hús er vægastsagt illmögulegt að smiöa en dráttlist Eschers lætur það ekki á sig fá. „Afstæði” — mynd númer átta — sýnir svipaða eiginleika. Escher skrifaöi um þessa mynd: ,,A þessari mynd verkar að- dráttaraflið á þrjá vegu sam- timis. Þrjú plön mætast hornrétt og mannverur hafast við á hverju þeirra. Ibúar eins plans geta litið haft saman við ibúa hinna plan- anna að sælda, geta til aö munda ekki gengið eða setið eða staðiöá sama gólfi vegna þess að þeir hafa aðrar hugmyndir um hvaö er lóðrétt og hvað lárétt, hvað snýr upp og hvað niður. Samtsem áöur er ekkert sem kemur i veg fyrir aö þeir noti sama stigann. Sjáiö til dæmis efsta stigann á myndinni. Tvær manneskjur eru þar á ferli og ganga báðar i sömu átt, en við sjáum að önnur veran er á leiöinni upp, hin niður. Engin samskipti geta verið mDli þeirra þvi þær Bfa i mismunandi heim- um og geta þvi ekki einu sinni vitað hver af annarri”. Þá erkomiö að myndum niu og tiu sem eru náskyldar ,,Bel- vedere” á forsiðu blaðsins, bygg- ingar sem ekki standast venjuleg lögmál skynseminnar. Mynd númer niu heitir „Upp og niður” en um hana sagöi listamaðurinn: ,,Hinir endalausu stigar sem ■ Mynd 9 — Upp og niöur eruþungamiðja þessarar myndar voru fengnir Ur grein sem L.S. Penrose og R. Penrose rituðu i febrúar 1958 og birtu i British Journal of Psychology, Breska sálfræðitimaritinu. Rétthyrnt port er umkringt hárri byggingu og efst á henni eru endalausir stigar, bókstaflega endalausir. Ibúar þessa húss viröast vera múnkar, sennilega bræður i ein- hverri litt þekktri reglu. Ef til vill er það ritúalskt hlutverk þeirra að klifa þessa stiga I nokkrar klukkustundir á degi hverjum. Svo virðist sem að, er þeir gerast þreyttir á göngunni sé þeim leyft að snúa viö og ganga niður stig- ana i stað þess að ganga upp. Báðar áttir þó þær séu kannski ekki meiningarlausar eru hins vegar jafn endalausar og von- lausar. Múnkarnir þrjóskast við en tveir þeirra hafa sýnilega neit- að aö taka þátt i þessu rölti. Þeir hafa ekkert gagn af þvi en án nokkurs vafa verður þeim á end- anum sýnt fram á villu sins veg- ar”. Athugiðþarað auki að fyrir ut- an þessa fáránlegu stiga þá er myndin nógu natúralisk ,það er ekkert óvenjulegt við bygginguna að öðru leyti. . Sama er uppi á teningnum á mynd 10, „Foss”, sem svnir myllu. Bakgrunnur myndarinnar gæti vel staðist og myllan i sjálfu sér lika, þó hún sé ef til vili ekki ýkja dæmigerð fyrir vatnsmyllur fyrritima. Það er ekkifyrren við tökum okkur fyrir hendur að fylgja vatninu sem streymir úr fossinum sem blekkingin veröur ljós. Enn skal vitnað i Escher: ,,1 sömu grein I Breska sál- fræðitimaritinu ogég minntist á i umsögn um siðustu mynd var teDíning af þrihyrningi eftir R. Penrose. Myndin var svona: ■ Mynd 10 — Foss Myndin er kórrétt að þvi leyti að ef við fylgjum hverri hlið þri- hyrningsins fyrir sig, þá komum við ekki auga á neina villu. Samt er myndin ómöguleg vegna þess að breytingar veröa skyndilega á túlkun fjarlægöar milli auga okk- arog hlutarins. Þessi þrihyrning- ur er þvi i rauninni þrefaldur i roðinu. A myndinni af myliu er þrihyrningurinn þrisvar settur inn. Fallandi vatnið heldur myllu hjólinu á hreyfingu og siðan renn- ur það eftir leiöslu fram og til baka.þeim stað er náö þar sem fossinn tekur við á nýjan leik. Malarinn þarf þvi ekki að gera annað tii að halda myllunni á hreyfingu en bæta öðru hvoru einni fótueða svo af vatni i rásina til að bæta upp þaö sem gufar smátt og smátt upp. Turnamir tveir eru jafn háir en samt er sá til hægri einni hæð neðar en sá til vinstri...” Makalaus heimur Eschers er enn viö lýði i myndum hans þó hann sjálfur sé horfinn á braut. Escher lést árið 1972- —ij tók saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.