Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 7. mars 1982 10 Bandaríkjamenn og Tveir tveir frá Raufar- höfn — Búkarnir gefa út fyrstu H Bodies ffa vinstri: Rúnar, Mickey Dean og Daniel. Timamynd: Ró- bert. plötu sína ■ A fimmtudaginn hélt hljóm- sveitin Bodies eöa Búkarnir hljómleika á Hótel Borg, vissu- lega ekki í fyrsta sinn, en dagur- inn var sögulegur vegna þess aö þá kom einnig út fyrsta skifa þeirra, tólftommu, fjögralaga plata, sem snýst á 45 snúningum og heitir einfaldlega Bodies. Hljómleikarnir voru dáindis- góöir, en þaö er vist önnur saga. Daginn eftir, siödegis á föstudag, vitjaöi kjarni hljómsveitarinnar skrifstofu Helgar-Timans — þeir Mikki og Danni Pollock og Rúnar Erlingsson. Benni pis var auö- vitaö á staönum og byrjaöi á þvi aö spyrja frétta af nýja trommu- leikaranum, sem kom fram meö þeim i fyrsta skipti á fimmtu- dagskvöldiö. Danni: Þaö er Magnús Bjarka- son, frændi hans Rúnars, hér heitir hann bara Magnús en erlendis heitir hann Magnum Bark, gott nafn? BP: Er hann lika frá Raufar- höfn eins og Rúnar og nafni hans Stefánsson, gamli trommarinn? Rúnar sér sér ekki fært aö neita þvi aö hann eigi ættir aö rekja til Raufarhafnar. Danni: Stefnan er aö hafa tvo Bandarlkjamenn I hljómsveitinni og tvo frá Raufarhöfn, þaö stendur skrifaö i stjörnunum aö þannig skuli þaö vera. Rúnar: (langar aö vikja talinu aö nýju bassagræjunum sfnum, en segir svo) Hann kom inn i hljómsveitina fyrir viku og er á mjög góöri leiö meö aö falla inn i myndina. Hinir samsinna þvi. BP: Eftir aö Magnús gamli hætti skiptuö þiö um efnisskrá? Rúnar: Já, viö frystum gamla efniö og sömdum nýtt prógramm frá grunni. Danni: Viö vildum byrja upp á nýtt, fá nýja filingu i þetta. Annars er gamla prógrammiö meö Magnúsi S. á trommum væntanlegt á kassettu — Live á Borginni. Mikki: Kasettan verður gefin út i takmörkuöu upplagi, ætli hún gæti ekki heitiö „Limited Edition — Hótel Borg”. Þetta er á stefnu- skrá hjá okkur, aö taka af og til upp á kassettur á hljómleikum. Danni: Þaö er efni sem færi ekki á plötur og er leiöinlegt ef týnist. Rúnar: Þaö er lika fullt i af góöum bröndurum á live-spólum ef menn nenna aö hlusta vel. BP: Platan, hver er saga hennar? Mikki: Hún er oröin nokkuö löng, nú erum viö búnir aö spila sem Bodies siöan i ágúst, i næst- um átta mánuöi, og allan timann hefur platan veriö á leiöinni. En alltaf hefur eitthvaö staöiö i veg- inum, enginn timi, enginn upp- tökumaöur, enginn pródúser, ekkert stúdió og nú siöast hætti trommuleikarinn okkar rétt áöur en viö fórum i upptöku. Danni: En allt efniö á plötunni er nýtt, elsta lagiö nokkurra mánaöa gamalt. BP: Eruð þið ánægðir meö út- komuna? Allir saman: Virkilega ánægö- ir, svifum þessa dagana, bestu stúdióupptökur sem viö höfum gert hingaö til, efniö gott og fram- sækiö. Mikki: Svo erum viö aö pæla i aö gera videóspólu meö lögum af plötunni. Þaö hlýtur að fara aö koma aö þvi aö islenskir tón- listarmenn ráöist inn á vldeó- markaöinn og viö erum semsagt byrjaöir. BP: (fávislega) Hver semur handritiö? Rúnar: Ætli þaö veröi ekki allt i stil viö textana á plötunni. Danni: Ætli viö tökum ekki lög- in Lonely og Dear, lög sem hafa húmor I sér og er hægt aö útfæra einfalt og ódýrt. Mikki: Ég held aö þaö sé hellingur af fólki I Breiöholtinu sem vinnur svo mikiö til aö borga steinkubbinn, borga videóiö, borga bilinn aö þaö megnar aldrei aö fara á tónleika vegna þreytu. Meö þvi aö fara út i þetta náum viö vonandi til þessarar prósentu sem meötekur allt i gegnum imbakassann. Þarna er stór möguleiki, ekki bara fyrir okkur, heldur fyrir alla islenska tón- listarmenn. Rúnar: Þú heföir ekki átt aö segja þetta, nú fara þeir allir af staö... BP: Er þetta ekki dýrt fyrir- tæki? Danni: Þaö kostar ekki meira en 10-20 þúsund ef við tökum upp tvö lög og reynum aö gera þaö vel. Mikki: (upp úr þurru) Þegar þú veröur leiöur á þessari plötu geturöu látiö þig hlakka til þeirrar næstu. Rúnar: Þaö veröur bráölega. Danni: Þaö veröur önnur tólf- tommu plata, meö sumrinu, sumarplata. BP: Hvers vegna tólftommu plötur? Danni: Þaö kemur margt til, sándiö er mun betra en á ell-pé plötum, skuröurinn er viöari i pressunni og hljóöiö verður þétt- ara, svo týnast þær ekki i búöum eins og litlar plötur. Fyrir utan þaö hafa fleiri efni á aö kaupa tólftommu plötur I einu en eina ell-pé. BP: Hvaö meö utanlandsreis- ur? Mikki: Viö erum I umboös- mannaleik þessa dagana, stefn- um markvisst að þvi aö komast út, ekki sist núna eftir aö platan er komin út. Viö förum örugglega út á þessu ári, ekki endilega til aö spila, heldur til aö ná sambönd- um, fá bráðabirgðabókanir, fá hlutina til að rúlla. Þú sérö til dæmis hvaö Einar örn hefur gert fyrir Purrkinn i Englandi, nú eiga þeir bókaöa átta konserta þar i sumar. BP: Hvaö meö spilamennsku hér heima? Rúnar: Viö ætlum aö reyna aö spila eins mikiö og viö getum, en engin sveitaböll (Mikki og Danni taka undir þaö), eingöngu konserta og á skólaböllum. Danni: Ef einhver hefur áhuga getur hann haft samband viö Grammiö... BP: Þaö vakti athygli aö þiö voruö ekki meö i neinni mynd á hátiö FIH i Broadway i siöustu viku? Mikki: (glottir) Woodstock skallapopparanna... Danni: Okkur var ekki... Rúnar og Mikki (til skiptis) Jú, vist var okkur boöið, en sem Utangarösmönnum. Viöáttum að koma saman aftur og ekki nema rúmt hálft ár siðan við hættum. Tveir meölimir vildu þaö en viö þrir vildum ekki gera okkur aö fiflum. Þaö var lika ekkert nema skallapopp sem gekk þar, það datt engum i hug að bjóöa þessum nýrri hljómsveitum — Purrk Pillnikk, Þey, Fræbbblunum eða okkur. Rúnar: Utangarðsmenn heyra fortiðinni til... Danni: Viö lifum bara fyrir morgundaginn... jæja, viö gætum kannski komiö saman eftir tuttugu ár og spilaö Siguröur var sjómaöur. Mikki: I hjólastólum... BP: Að lokum, getiö þiö skil- greint tónlistina ykkar á einhvern veg? Danni: Prógressiv og kommersiöl, framsækin, en samt þannig aö fólk getur hlustaö og keypt... Mikki: Viö viljum gera tilraun- ir en ná til fólksins i leiðinni, ef þaö tekst erum viö ánægöir. Rúnar: Við höfum ekkert nafn á þetta, höfum ekki haft tima til aö finna nafn. Danni: En auðvitaö eru ræt- urnar I rokkinu. ISUZU 0 0 ^0 Isuzu-jeppinn ™ er sterkur bíll, en stílhreinn. Endingargóður, en þægilegur. Lóttur, en þó kraftmikill. Smíðaður með sparnað í huga og nytsemi frá degi til dags. Þó hann sé gerður fyrir akstur utan vegar finnst fljótt hve lipur hann er í borgarakstri og lætur vel að stjórn. Bak við rennilegt útlit dylst sterk grind, fjöðrun og drif sem ætlað er að standast allan akstur um veg- leysur. Val er um bensín- eða díslivél. Tískulegur frágangur úti og inni og ríkulegur sportbúnaður vekur sérstaka athygli. Isuzu Trooper-jeppinn er í sérflokki hvort sem litið er á ytri frágang eða aksturshæfni. / $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Á rmúla 3 Reykjavík Sími38 900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.