Tíminn - 06.03.1982, Side 30

Tíminn - 06.03.1982, Side 30
30 Sunnudagur 7. mars' 1982 Flögg Bartholomew Eoberts Flagg Henry Every Flagg Svartskeggs SJORÆNINGJAGULL Leitin að fólgnu fé sjóræningjanna heldur enn áfram inson að nafni, og fór hann með herskipið HMS Prometheus út að eyjunum og setti menn sina i að grafa. Ekkert fannst og Robinson sneri tómhentur til baka. 40 árum siöar hugðist hann nú orðinn aðmiráll leita betur en á Tenerife komst hann að raun um að fjár- sjóðurinn var nú á allra vörum. Nokkru áður hafði hópur Breta legið á eyjunum i þrjá mánuði að leita en þeir birtust siðar i Mar- seilles og voru þá 40 þúsund sterlingspundum rikari. finna fjársjóð Benitos þyrfti þvi aö kosta gifurlega miklu til og enginn hefur enn lýst sig reiöubú- inn tii þess. Q THc Cqnnrd&vffi b\Vafcr Is. Bcartheonic Point — Cnpc_pani)>ier ■ Fjársjóður. Hvað dettur þer i hug, lesari? Aekki: sjóræningi með klút á höföi, sveröi i belti og hauskúpuflagg. Gulnað kort af ókunnri eyju og X þar sem guliið liggur i'jörðu i rammgerðri kistu. Ótal rithöfundar hafa lagst á eitt að skapa goðsöguna um hinn ill- viga sjóræningja: Defoe, Byron, Scott, Stevenson og Sabatini — á okkar dögum hafa kvikmynda- gerðarmenn, teiknimyndahöf- undar og Errol Flynn tekið upp þráðinn. Þvi miður er goðsagan litið nema goðsaga og sagnir um fólgið fé meira en orðum auknar, þó hefur fundist gull og enn er leitað. Sjórán eru alda gamall at- vinnuvegur og þekkist vist enn i dag, einkum i Austurlöndum nær og f jær. A M iðjaröarhaf i leyndust margir þeirra i fornöld og fóru i flæmingi undan Rómverjum, siðar herjuðu norður-afriskir prinsar á auðug kaupför Endur- reisnar-ttali'u og Býsanz. Þeir voru af þessum toga, „Tyrkirnir” ^em rændu hér á landi á sautj- ándu öld. Gullöld sjóræningja var einmitt um það bil, frá sex- tándu til nitjándu aldar er veik- byggö seglskip sigldu hlaðin ger- semum um heimshöfin, færandi varninginn heim. Evrópumenn rændu gulli, gimsteinum og dýr- mætum hráefnum i nýlendum sinum i Ameriku og Austurlönd- um, nú eða keyptu af sjalfstæðum rikjum, sjóræningjar munu hafa sökkt þúsundum skipa og auð- vitað komist i feitt inni milli. Flestir sjóræningjar féllu i orrustum og það var likastil óhjá- kvæmilegt að sögur kæmust á kreik um dýrmætt þýfi sem kom- ið hafði verið undan gull í kistum og svo íramvegis. Aö sonnu er vitaö mál að fæstir sjóræningj- anna voru yfriö fyrirhyggjusamir og þeir munu hafa haft meiri hug á aö eyða ránsfengnum i næstu höfnvifog vin áöur en haldiö var út á nýjan leik en sögurnar lifðu svo góðu lifi aö margir hafa freistast til að álykta að einhver sannleikskjarni væri i einhverj- um þeirra. Að finna þann sann- leikskjarna er aftur illmögulegt. Svartskeggur Frægasti sjóræninginn sem gerði út við austurströnd Norður- Ameriku var Svartskeggur, öðru nafni Edward Teach öðru nafni Edward Thatch, öðru nafni Ed- ward Drummond. t tvö ár, 1716- 18, ógnaöi hann ekki aðeins kaup- skipum á þessum slóðum heldur og plantekrueigendum á landi sem hann rændi að vild sinni, uns hann var drepinn af breskum sjó- lið6foringja. Miklar sögur gengu af eyðslusemi Svartskeggs þegar ránsferöir höföu gengið vel en engu að siður var hann talinn hafa grafið hluta þýfis sins á Plum eyju út af strönd Nýja Eng- lands. A jóladag 1928 áttu tveir fiskimenn leið um strendur eyjar- innar og komu þar að þar sem þeim sýndist stór og járnslegin kista hafa verið grafin úr jörðu. Voru þeir að slá sér upp með sög- um um gamla fjársjóði eða hafði einhverjum ævintýramanninum raunverulega tekist að finna og grafa upp gull Svartskeggs? Juan Fernandez er litil eyja fimm hundruð milur undan strönd Chile, en þar hafðisti fjög- ur ár við Alexander sá Selkirk, sem varð Daniel Defoe tilefni sögunnar um Robinson Crusoe. Nokkrum árum eftir að Selkirk var bjargað af eynni segir sagan að spænskur ævintýramaður og sjóræningi hafi kosið hana til að geyma fjársjóð sinn meðan hann sinnti erindum annars staðar. Hann er sagður hafa grafið kistur sinar, fullar með þýfi, inni i hellisskúta og merkt hann meö exi sinni og liki þræls. Hefur náttúrlega ekki komið i leitirnar til þessa dags. 10 þúsund' pundum rík- ari Fleiri eyjar eru taldar geyma sjóði þessara hýenu heimshaf- anna. Þannig er um Salvage eyj- ar, hrjóstrugar klettaeyjar i Norður-Atlantshafi milli Madeira og Kanaríeyja. Arið 1804 gerði áhöfnspænsk kaupskips uppreisn gegn skipstjóra sinum og var hann drepinn en farmurinn graf- inn á stærstu eynni i klasa þess- um. Að þvi er virðist ætluðu uppreisnarmenn sér siðan að snúa aftur til Vestur India þaðan sem þeir komu, stranda skipi sinu og látasthafa misst skipstjórann i slysinu. Er tækifæri gæfist hugðust þeir svo laumast á nýjan leik til Salvage eyja og heimta fjársjóð sinn. Þessar áætlanir fóru út um þúfur þegar skipið strandaði i' raun og veru og allir fórust utan einn sem hafði tima til að segja sögu sina áður en hann dó einnig. Shga þessi barst til bresks skipstjóra, Hercules Rob- Eyjan Trinidad miðja vegu milli Suður-Ameriku og Afriku hefur einnig mátt þola ágang girugra leitarmanna. Þar átti að vera falinn fjársjóður Benito de Soto uppreisnarmanns sem á ni'tjándu öld herjaði á kaupskip undan ströndum Brasiliu og Argentinu. Benito þessi var fangaður og hengdur en er fyrr- um skipsfélagi hans dó löngu siöar skildi hann eftir sig kort af Trinidad eyju þar sem merkt var hvar fjársjóður foringjans væri grafinn. Fyrstu leitarmennirnir sem komu á staðinn árið 1880, komust að þvi' að strandlengjan þar sem fjársjóðurinn átti að vera grafinn var nú þakin stórgrýti sem hrunið hafði úr f jallshlið þar fyrir ofan. Margir hafa reynt að sigrast á þessu en engum tekist. Nær ómögulegt er að komast áleiðis gegnum stórgrýtið með handverkfærum og kóralrif sem umlykja eyna gera að verkum að ekki er hægt að setja þar á land stórvirkar vinnuvélar. Til að Fimm hundruð gull- stangir á hafsbotni Nokkru áreiðanlegri eru sögur um sjóræningjaskip sem hafa farist hlaðin dyrmætum ráns- feng. 1 apri'l árið 1717 fórst Why- dad undan Cape Cod þar sem nú eru Bandarikin. Whydad hafði upprunalega verið kaupskip sem flutti gull og filabein frá Afriku til Ameriku en hafði verið hertekið af sjóræningjanum Bellamy. Hann hugðist sigla skipinu til Nyja Sjálands og selja farminn þar en fórst við Þorskahöfða sem áður segir. Stundum siðan, þegar illviðri hefur gert á þessum stað, hafa gullpeningar fundist á strönd höfðans en flak skipsins liggur nú undir sjö metra þykku lagi af sandi. Nokkru sunnar hefur stundum rekið silfurmuni á land og eru þeir taldir koma frá sjóræningjaskipi sem fórst i Delaware sundi á siðari hluta sautjándu aldar. Þá er vitað að ræningjaskipið San Nicolas fórst undan Atacoma i Chile árið 1685 en nákvæm staðsetning flaksins er óþekkt. Sunnar, eöa undan Valpariso, liggja fimm hundruð gullstengur og ógrynni myntar á hafsbotni. Þetta gull kemur úr kaupskipinu Buen Jesús sem varð árið 1600 fyrir árás hollenskra sjóræningja. Fremur en að sjá farminn falla i hendur ræningja lét skipstjórinn varpa honum fyrir borð. Einhver frægasti sjóræningi allra tima er Kapteinn Kidd en ljómi hans er svo bjartur i vitund fólks að engum hefur enn tekist að varpa skugga á. Þó eru sög- urnar af honum ýktar i betra lagi. Hann er sagður hafa verið ill- skeyttastur allra sjóræningja og hann er sagður hafa grafið ein- hvers staöar ótrúlegan fjársjóð. Hvorugt er rétt, ef að er gáð. Kapteinn Kidd William Kidd var Englendingur og árið 1696 fól Vilhjálmur III Englakóngur og Saxa honum að hefja leiðangur á galeiðunni Ad- venture til að sigrast á sjóræn- ingjum og gera þýfi þeirra upp- tækt. Eftir margra mánaða siglingu um heimshöfin hafði Kidd ekki rekist á einn einasta sjóræningja og áhöfnin var i upp- reisnarhug Kidd var veikgeðja maður en metnaöargjarn og tók bara vel i tillögur áhafnarinnar um að snúa við blaðinu og taka upp sjórán. Adventure réðist á og rændi nokkur kaupskip á Ind- landshafi auðugast þessara skipa var Quedagh Merchant sem flutti ýmislegan farm sem metinn var á 60-70 þúsund pund. Hluti farms- ins metinn á 10 þúsund pund, var seldur og skipt meðal áhafnarinn- ar. Kidd komst siðan að þvi að Quedagh Merchant væri betra skip en Adventure og skipti þvi um og sigldi vestur á bóginn, I Anguilla frétti hann að hann hefði verið gerður sekur skógarmaður og aö bresk herskip væru á hött- unum á eftir honum. A Mona eyju seldi hann annan hluta farmsins og keypti sér nýtt skip San Antonio.fyrir ágóöann. Hann hélt siöan áfram feröinni en skildi hluta áhafnar sinnar eftir á Hispaniola með Quedagh Mer- chant. Hann var nú ákveðinn i að hreinsa mannorð sitt og gaf sig fram við Bellamont lávarð rikis- stjóra á Nýja Englandi en Kidd hafði fyrrmeir verið skjól- stæðingur hans. A leiðinni fól hann John Gardiner á Long Is- land varðveislu þess sem eftir var af þýfinu. Bellamontléthandtaka Kidd og hlekkja siðan hann vörurað verð- mæti 14 þúsund pund voru gerðar upptækar úr San Antonio og frá Gardiner. Kidd var fluttur til Englands og dæmdur til dauða en skömmu áður en aftakan átti að fara fram bauðst hann til að upp- lýsa yfirvöldin um hvar hann hefði falið fjársjóð að verðmæti 100 þúsund pund. Þessi tala var mjög ýkt enda skelltu yfirvöldin skollaeyrum við tilboði Kidds og hann var hengdur. Þrátt fyrir að vitað sé að áhöfnin á Quedagh Merchant hafi selt þann farm sem þar var um borð og siðan brennt skipið hafa menn i mörg hundruð ár leitað að fjársjóði Kidds. Árið 1762 var landareign bónda nokkurs i New York graf-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.