Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 20
2Ö Ijós vikunnar „Mér finnst engir mið- vikudagar vera” — skiptar skoðanir um Dallas ■ Við getum ekki stillt okkur um aö veita þeim þverskurði íslensku þjóðarinnar sem úttalaöi sig svo einarðlega um Dallas-sjónvarps- þættina i skoöanakönnun Dag- blaösinsog Visis fyrirrúmri viku. Þaö erkannski óþarfiað rifja það upp, en af þeim sem tóku afstööu i skoðanakönnuninni voru 79,4% fylgjandi áframhaldandi sýning- um á Dallas en aöeins 20,6% voru mótfallnir. Gripum fyrst niöur i svör þeirra sem eiga lifsham- ingju sina undir Dallas: ,,Mér finnst bara engir miö- vikudagar vera núna siöan Dallas hætti. Ekkert til aö hlakka til i sjónvarpinu,” sagöi kona á Reykjavikursvæöinu. Kona i Suö- ur-Þingeyjarsýslu tekur i' sama streng: ,,Eg get bara alls ekki séö hvað fólk getur veriö aö agnúast út i svona þætti. Mér finnst allt i lagi að horfa á þetta. Ef Dallas fer i' taugarnar á einhverjum, þá getur sá sami ósköp vel slökkt á sjónvarpinu.” Karl á Akranesi segir: ,,Þó svo aö þessir blessaöir Dallas-þættir, sem allir tala um, séu fjandanum ómerkilegri, þá horfi ég iöulega á þá og er þvi fylgjandi áframhaldandi sýningu á þeim.” „Eg hef saknað þáttar- ins óskaplega og mér leiddist voöaiega fyrsta kvöldiö sem hann var ekki,” sagöi kona i sveit. önnur sveitakona segir: „Þetta er þáttur sem allir biöu spenntir eftir.” Og sú þriöja: „Þetta var þaö eina sem ég horfði á. Allt annaö mætti missa sig.” Karl á Reykjavikursvæöinu er öllu gagnrýnni: „Meömæltur. Gott aö fólk sjái, hvaö peningavaldiö get- ur leitt af sér.” ,,Eg sakna Dallasþáttanna ógurlega og bið bara eftir aö fá þá aftur,” segir kona á Reykjavikursvæðinu. Og önnur úr sömu byggö: „Já, mig vantar framhaldiö.” Og karl á Reykjavikursvæöinu: „Fylgjandi þvi fyrir konuna.” Það kveður viö nokkuð annan tón hjá minnihlutanum sem ekki vill horfa á Dallas á miðvikudög- um: „Hef ekkert gaman af svona kerlingarkjaftæöi”, segir karl i Hafnarfiröi. Annar á Reykja- vikursvæöinu ér ómyrkur i máli: „Sjónvarpið er svo lélegt aö þaö erekki horfandiá þaö, svo mér er alveg sama hvorum megin grafar Dallas liggur.” „Hjartanlega sama hvort þeir sýna Dallas eöa einhverja aöra vitleysu,” segir kona á Akureyri. Karl á Reykja- vikursvæöinu haföi þetta aö segja: ,,Mér finnst fólk hafa brugðist móöursýkislega viö, og þaö hefur veriö sprenghlægilegt aö lesa iesendadálkana ykkar aö undanförnu.” „Þetta eru djöfuls f jöldaframleiösluþættir, sem ómenning er aö. Einhver verstu ómerkilegheitsem flutthafa ver- ið inn til landsins”, segir kyn- bróöir hansúr Reykjavik. ,,Eg fæ ofnæmi þegar ég heyri þennan þátt nefndan,” segir karl f Vog- um. Og karl á Reykjavikursvæð- inu: „Endilega aö skrúfa fyrir þaö.” „Fyrir minn smekk mætti þátturinn vera kominn út i' hafs- auga,” segir karl úr Reykjavik. Og loks rödd úr Arnessýslu: „Þetta eru niöurrifsþættír.” Já, þaö er vist, nú hafa menn komist aö þvi I lesendadálkum og á norrænum þjóðþingum aö Dallas er lævísleg moldvörpu- starfsemi vinstri manna og J. þrjóturinn R. helsta hjálparhella og von heimskom múnismans. Þvi miöur hefur Helgar-Timinn ekki bolmagn til aö veita öllum sem viö sögu komu i Dallas-skoðana- könnun DV kerti, en Dallas- týrurnar lýsa samt upp skamm- degiö, þótt ekki lýsi þærupp sjón- varpsskerma þessa lands. ý' i ) ” *v f * X: »» V* »» rj r| > Sunnudagur 7. mars 1982 undanrenna ■ Það var erfitt hlutskipti að vera fallinn glæpamaður, ekki betra en að vera öllum gleymd filmstjarna eða aídánkaður óperusöngvari. Alfreð var búinn að revna allt, bókstaflega allt, til að klekkja á Arfi Kelta og kliku hans, en það var hvergi snöggan blett að finna á braskveldi vin- anna gömlu. Og nú sóttu peninga- vandræði að Alfreð, það var hvergi krónu að fá í þessum bæ. Hann var tiður næturgestur i sjoppunni i Hliðunum, en þar var ekkert að hafa lengur, siðan þeir létu þar greipar sópa á mektar- dögum Alfreðs, kóngs i undir- heimum. Heiðarleg vinna kom auðvitað ekki til mála. Einu sinni fór Alfreð i Tryggingastofnunina við Laugaveg og reyndi að út- heimta ellistyrk systranna þriggja. karlægra ömmusystra sinna, en þar var honum varpað öfugum út, beint i fangið á Eliasi túni, hann gat ekki lengur hætt á að sýna smettið i Klúbbnum, eins og það var nú sárt, var hann á slangri niðri Hljómskálagarði ivið drukkinn. Varabirgðirnar, ákavitisflöskur vandlega faldar á víð og dreif um garðinn, voru þrotnar, hann var búinn aö gá nógu oft að þvi, en hann átti dreitil af Smirnoff sem hann hafði stolið á barnum, fjörkippir lang- fingurs. Með dagskimunni ákvað hann að taka sér tak, hann steig á stokk og mælti við andirnar á tjörninni: „Nú er aðdrifa iðessu, nú er ekkert sem heitir að kýla á ða. Ég gef skit í þetta og fer!” Andirnar létu sér fátt um finn- ast en Alfreð skundaði reikull i spori heim á Barónsstiginn. Það var ekki laust við hann ífyndi til trega þegar hann gekk um þessar gamalkunnu götur: Hér fór mann... Hér var mann... hér braust mann... hér stal mann... ■ Alfrefi Alfreðsson Kongur vill sigla — Enn einn þáttur af Alfreð Alfreðssyni, okkar manni í undirheimum Bjarkasyni, rannsóknarlögreglu- manninum knáa, sem loksins, loksins var kominn frá Búlgariu en hálf miöur sin ennþá. Elias þekkti hann aftur, það var auð- séð, að nú virti hann þennan gamla erkifjanda sinn ekki við- lits. „Et tu, Eliae!” hreytti Alfreð út úr sér og dustaði af snjáðum sparifötunum sinum, hinum einu sem hann átti. Þaö er óliklegt, en þó satt og Al- freð hefur sagt okkur það sjálfur, að honum var skapi næst að láta hugfallast, gefast upp. Það hafði ekki gerst siðan hann megnaöi ekki, tveggja ára, að koma i veg fyrir að móðir hans setti hann i pössun á Barónsborg. En án pén- inga gat Alíreð ekki hafisl handa gegn Keltaklikunni, eins og hún hét i dagiegu máli, og hann átti ekki grænan eyri. Hann varð að komast burt, það var nú þaö, komast burt, fara til útlanda, verða rikur maður, koma aftur á einkaþotu og sýna þessum hund- um i tvo heimana. Burt,'burt. Eina nóttina eftir slark i Sig- hér lamdi mann... hér var þaö stelpan... Svo rak hann i roga- stans: Nei, hún var ekki. Sú var fin með sig, maður! En hann náði sér niðrá henni þegar hann lét Bóbó vita hvar hún ætti heima.... Þegar heim kom gerði hann að vanda óþyrmilega vart viö sig: „Kelling! Settu allt oni tösku, ég er að fara! Ég vill út — þetta pleis rúmar ekki okkur báða,” sagði hann og átti við Arf Kelta, svikarann þann. Svefndrukkin kona á dralon- slopp og með rúllur i hárinu birt- ist i dyragættinni og hleypti hon- um þegjandi inn, hún var hætt að gera athugasemdir. Fram úr fataskáp tók hún snjáða köflótta tösku, setti oni hana stagbætta sokka, götótta skó, eina skyrtu og tvennar molskinnsbuxur af Al- freð eldra— tannburstann i plast- poka og kreisla túpu, einnig brotna hárgreiðu og sápu sem hún hafði stolið úr Sundhöllinni. Að siðustu iaumaöi hún sundur- tættum leikfangabangsa i tösk- una, þetta var gamli bangsinn hans Alfreðs og átti að minna hann á gamla heimilið þegar hann legði undir sig heiminn. Hún gætti þess að Alfreð sæi ekki bangsann en hefði ekki þurft að gera sér rellu, hann hafði öðrum hnöppum að hneppa. Úr eldhússkápnum dró hann rósmynstraðan, hánkalausan postulinsbolla og stakk saman- vöðluðu seðlabúnti heimulega i vasa sinn, úr neðstu skúffunni tók hann gamla bánkabók sem fór sömu leið. Svo þreif hann töskuna úr hendi móður sinnar, það blik- aði tár á hvarma hennar, en hann snaraðist orðalaust út og skellti á eftir sér. „Það eru fimm krónur og sextiuogfimm aurar i þessari bók,” sagði dávæn mjólkurkýr i bánkanum og leit hæðnisiega fyrsta kúnna morgunsins: hann beit á jaxlinn, sópaði aurunum i vasann og tautaöi: „Það verður aö duga, það veröur að duga....” A ieiöinni út á Loftleiðir tókst honum að hril'sa nokkra seðla úr veski gamallar konu á Frikirkju- vegi, það léttist á honum brúnin og var sláttur á honum þegar hann stormaði inn á Hótel Loft- leiöir. Hann skellti gömlu tösk- unni á diskinn i lobbiinu og sagði rösklega: „Eg ætia að fá einn miða til Mandaley!” Hann hafði lesið um Mandaley i timaritinu Húsfreyjan og þóttist viss um að þar drypi smjör af hverju strái. Miðaldra afgreiðslumaður i gráum buxum og bláum jakka með blikkhnöppum leit hissa á hann og taldi i fljótheitum peningana sem Alfreð afhenti honum. „1 fyrsta lagi,” sagði hann, „eru farmiðar ekki seldir hér. Og i öðru lagi fljúgum við ekki til Mandali — hvar i fjandanum er annars þetta Mandali? Og i þriðja lagi þá duga þessar krónur ekki einu sinni fyrir fari til Egilsstaða, hvað þá lengra!” Um ellefuleytið tóku gestir á kaffiteriu Loftleiðahótelsins eftir litlum, pervisnum refslegum manni sem sat og grét beisklega oni kornfleiksdisk... framhald. A5 tyggja upp á dönsku úr Fjölni frá árinu 1847 ■ Hvort Islendingareru gjarnari á að apa ósiði upp eftir öörum þjóðum en gengur og gerist? Ætli það, viö erum að vísu fljót aö til- einka okkur ýmsar nýjungar — tyggigúmmiiðog kókið, pönkiðog videóiö. En þessi dæmi eru öll angar af engilsaxneskum kúltúr sem hefurlagt undir sig mestall- an heiminn með hraða sem á sér engin fordæmi. A 19du öld var stóra spurningin i frónsku menn- ingarlífi hvort við værum smátt og smátt að týna okkar eigin sið- um og tungu, værum að læra allt á nýjaleik upp á dönsku. Is- lendingum sem lepja allt upp eftir Dönum hafa verið gerð ógleymanleg skil i bókmenntum okkar — t.d. i leikriti Sigurðar Péturssonar Narfa og Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. 1 Fjölnifrá árinu 1847 gefur aö lesa eftirfarandi, greinin heitir Að tyggja upp á dönsku.en ekki vit- um við hver er höfundurinn. „Núer orðinn siðurfyrir austan áð tyggja meö framtönnunum, en það eru ekki allir, sem vita, af hverju það kemur til. Mjer var sagt á einum bæ, þetta hjeti aö tyggja upp á dönsku, og þá fór jeg að reyna það lika: þá varð jeg allt i einu þolinmóður og iðinn að nema.og þójeg væri lúinn I kjálk- unum og yrði að jeta hálftuggið á daginn, þá bættist mjer tvöfalt upp á nóttunni. Mig dreymdi þá, jeg væri kominn á kjól og kynni að tyggja upp á dönsku, og hló þá stundum hátt upp úr svefninum, þegar jeg sá hunda bita bein, eða bændur á peysu, sem tuggðu með jöxlunum. Prestsdóttirin átti bágara en jeg: hún var bæði ung og frið, og haföi viðkvæma sam- vizku, en þrekið vantaöi og styrk- leika sálarinnar til að leggja hart á sig og læra það, sem mest reiö á: að tyggja upp á dönsku, eins og faðir hennar: þegar hún hugsaöi út i það, flóði hún stundum öll I tárum og sagði, guö hefði ekki gefið sér jaxlana til annars, en syndga. Þá kom Hjörleifur sterki á mórauöri úlpu og hafði bundið reipi um sigmiðjan. Hann kenndi i brjósti um stúlkuna og huggaði hana, eins og hann gat. Hann stakk atgeirnum á kafofan I jwð- ina, settí frá sjer 50 fjórðunga kistu, sem hann bar á bakinu, og stökk upp á bæjar-kampinn, þar sem við sátum, prestsdóttírin og jeg, og tók svo til orða: „Þú átt ekki að gráta, fuglinn minn! þó þjer hafi orðið þaö á að tyggja með jöxlunum: jeg skal segja þér hvernig þessi hinn nýji siöur er kominn upp i sveitinni. Hjer kom maður útlendur og haföi misst jaxlana i' Danmörku: hann varð þá að nota framtennurnar, vesa- lingur, og tyggja með þeim, eins og hann gat. En svo komu prestar og sáu það til hans og tóku það eptir honum og siðan hver af öðr- um. Þessum mönnum hefnist nú fyrir.og hafa þeir gjört sig að at- hlægi, af þvi' þeir fóru að tyggja upp á dönsku.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.